Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 20
20 ' - MORGUNBLAÐIÐ MIÐV’IKtlDAGUR 19. APRÍL 1989 Hermdarverkamenn RAF gefast upp á mótmælasvelti Bonn. Reuter. EINN af hryðjuverkamönnunum, sem sitja í vestur-þýskum fangelsum og hafa verið í mótmælasvelti undanfarnar vikur, hefur nú hætt svelt- inu. Aður höfðu tveir fangar ákveðið að nærast á ný til að gefa yfir- völdum ráðrúm til umhugsunar, að sögn lögmanns þeirra. Fangarnir, sem eru 40 samanlagt, sem stóð fyrir fjölmörgum tilræðum hafa krafist þess að þeir fái að vera saman í einum eða tveim stórum hópum en einn af þingmönnum Græningja segir að þeir geri þessa kröfu ekki lengur að skilyrði fyrir samningum við stjómvöld. Fangarnir voru í hryðjuverkasam- tökunum Rote Arme Fraktion (RAF) og sprengjuárásum seint á áttunda áratugnum. Þingmaðurinn Antje Vollmer sem hefur beitt sér fyrir því að kröfum fanganna verði fullnægt sagði á blaðamannafundi á mánudag að fangamir krefðust enn sem fyrr að vera meðhöndlaðir sem pólitískir fangar og hvatti yfirvöld til að leyfa þeim að vera saman í fjögurra til sex manna hópum. í þrem af 11 sam- bandsríkjum Vestur-Þýskalands hafa ríkisstjórnir, allar undir forystu jafnaðarmanna, farið slíka málamiðl- unarleið til að fá fangana til að hætta mótmæiaföstunni. Þar sem Kristilegir demókratar, flokkur Helmuts Kohls kanslara, ræður ríkjum hafa stjómvöld hins vegar vísað kröfum fanganna á bug. RAF- liðamir hafa reynt svipaðar aðgerðir níu sinnum undanfarin 15 ár og seg- ir kanslarinn að þeir reyni að kúga yfirvöld til hlýðni. Hafiiarverkamenn í Bretlandi vilja semja St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FORYSTUMENN hafnarverkamanna í Bretlandi féliust um helgina á að halda fund með eigendum hafnarfyrirtækja áður en boðuð yrði atkvæðagreiðsla um verkfall. Talsmenn vinnuveitenda kveðast ekki hafa um neitt að semja. Ron Todd, leiðtogi Sambands flutningaverkamanna, fór fram á það í síðustu viku að atkvæða- greiðslunni yrði frestað. Fulltrúar 9.500 hafnarverkamanna, sem falla undir lögin, er ríkisstjórn Margaret Thateher, forsætisráðhera Bret- lands, hyggst nema úr gildi, sam- þykktu tilmælin á laugardag. Fund- ur með atvinnurekendum var boð- aður í gær, þriðjudag. BMW316Í FYRIR ÞÁ SEMGERA MIKLAR KRÖFUR. ka-UW 6656 Ástæðan fyrir tilmælum Todds er sú, að hafnarverkamenn eiga ekki í kaupdeilum við vinnuveitend- ur sína. Samkvæmt þeim lögum sem nú eru í gildi 'eru pólitísk verk- föll bönnuð. Færu hafnarverka- menn nú í verkfall beindist það gegn aðgerðum stjórnvalda og teld- ist því pólitískt. Dómstólar gætu því hæglega gert allar eigur Sam- bands flutningaverkamanna upp- tækar til að bæta upp skaða sem slíkt verkfall ylli ef vinnuveitendur ákvæðu að leita til dómstóla. Vinnuveitendur hafa sagt að fundur þessi verði ekki neinn samn- ingafundur enda geti þeir ekki sa- mið um breytingar á löggjöf sem stjórnvöld hafi ákveðið. Ron Todd sagði á sunnudag að vinnuveitendum væri hollara að hlusta á óskir hafnarverkamanna því að annars væri stríð óhjákvæmi- legt á milli þeirra og hafnarverka- manna. Todd telur að fundur þessi nægi til að réttlæta verkfallsað- gerðir til þess að þær teljist lögleg- ar. Vitað er að vinnuveitendur hafa undirbúið neyðaraðgerðir ef til verkfalls kemur og eru reiðubúnir til að ráða til sín nýja hafnarverka- menn og leggja út í harkaleg átök. Frumvarps stjómarinnar var samþykkt til nefndar á mánudag gær að lokinni annarri umræðu. Reuter Glæpir ílestum Lögreglumaður er hér á eftirlitsgöngu með hund í bandi í lest í Sydney í Ástralíu. Glæpum hefur fjölgað verulega í lestum borgarinnar og verða um 1.000 manns fyrir barðinu á þeim á ári hverju. Hefiir eftirlit lögreglunnar verið hert til muna vegna þessa. Her- og lögreglumönn- um gefiiar upp sakir Montevideo. Reuter. Uruguaymenn hafa samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu lög, sem kveða á um uppgjöf saka fyrir Bílaumboðið hf BMW einkaumboö á íslandi Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633 Ottast stóraukið her- óínsmygl til Evrópu Lundúnum. Daily Telegraph. Ópíumfi'amleiðslan í Gullna þríhyrningnum, landsvæði sem er á mörkum Búrma, Laos og Tælands, var 1.500 tonn í fyrra, eða meiri en nokkru sinni fyrr. Að sögn hollenskra leyniþjón- ustumanna reyna framleiðend- urnir nú að koma eiturlyfjunum á markað í Evrópu og óttast þeir stóraukið heróínsmygl til álfunnar i gegnum Peking og Moskvu. Talið er að stórum hluta ópí- umsins hafi þegar verið breytt í heróín. Fíkniefnaneytendum í Austurlöndum fjær hefur fjölgað mjög, einkum í Kína og á Tæl- andi, og má búast við að hluti heróínframleiðslunnar fari þang- að, en þó er talið að reynt verði að smygla langstærstum hluta framleiðslunnar til Evrópu. Hol- lensku leyniþjónustumennimir segja að gífurlegt mágn af her- óíni verði á næstunni sent til Hollands og þaðan til annarra Evrópuríkja. Talsmenn fíkniefna- lögreglunnar á Bretlandi og í Bandaríkjunum hafa einnig varað við þessari hættu. Vel vopnaðir skæruliðar úr röð- um kommúnista og glæpahópar í ríkjunum Kach og Shan í Norður- Búrma stjóma að mestu leyti óp- íumframleiðslunni. Ópíum og her- óín er sent frá Búrma til Kína eða Tælands, þar sem gengið er frá samningum framleiðenda og eit- urlyfjasmyglara. Eiturlyfjunum hefur aðallega verið smyglað með skipum frá Hong Kong, Shanghai og fleiri kínverskum höfnum en Hollendingar hafa vaxandi áhyggjur af heróinsmygli með flugvélum frá Peking til Moskvu og þaðan til Vesturlanda. Þessi leið er sögð vinsæl meðal eitur- lyfjasmyglara vegna lélegs tolleft- irlits. Glæpamenn úr röðum Kínveija og Indónesa sjá síðan um dreifingu eiturlyfjanna frá Hollandi. Undanfarin þtjú ár hefur aukin samvinna tollvarða og lögreglu, meiri fræðsla um hættur eituriy- fjaneyslu og pólitískar væringar í helstu framleiðsluríkjunum í Suð-austur Asíu orðið til þess að dregið hefur úr heróínsmygli til Evrópu um 30 prósent. Fíkniefna- lögreglan í Evrópu hefur því getað beint kröftum sínum að yfirvof- andi „kókaín-sprengingu". Aukið heróínsmygl gæti hins vegar orðið til þess að hún þyrfti að heyja eiturlyfjastríðið á tveimur vígstöðvum á ný. þá lögreglu- og hermenn, sem gerðust sekir um glæpi á valda- tíma hersljórnarinnar 1973-85. Kjörsóknin var 84% og vildu 53% samþykkja lögin en 40% voru því andvíg. Með þjóðaratkvæðagreiðslunni var bundinn endi á þriggja ára bar- áttu ýmissa samtaka gegn lögun- um, vinstrisinnaðra stjórnmála- manna, mannréttindahópa og ætt- ingja þeirra, sem hermenn mis- þyrmdu eða drápu. Mál gegn nærri 200 hermönnum verða felld niður en á dögum herstjórnarinnar voru 164 óbreyttir borgarar drepnir eða hurfu með öllu. Herstjórnin fyrrverandi lét völdin í hendur borgaralega kjörinni stjórn undir forsæti Julio Sanguinetti for- seta og var það skilningur beggja, að hermenn yrðu ekki sóttir til saka fyrir hugsanlega glæpi. Þegar ein- staklingar og samtök hófu engu að síður málssókn gegn lögreglu- og hermönnum setti ríkisstjórnin um- rædd náðunarlög til komast hjá átökum við herinn og hugsanlegu valdaráni hans. oetker Fjölbreytt úrval af pastavörum framleiddar úr bestu fáanlegum hráefnum Einkaumboð. íslensk^W Ameríska Thatcher í austurveg aðári London. Reuter. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, ætlar að sækja Sovétmenn heim í júní á næsta ári og eiga viðræður við Míkhaíl Gorbatsjov sovétleið- toga. Thatcher átti fund með Gorbatsj- ov í London í síðasta mánuði og bauð hann henni þá að koma til Sovétríkjanna. Þáði Thatcher boðið með þökkum og var ákveðið, að þau hittust í Kiev (Kænugarði) að ári þegar þar verður haldin bresk vika. Thatcher kom til Sovétríkjanna fyr- ir tveimur árum og ferðaðist þá nokkuð um Georgíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.