Morgunblaðið - 19.04.1989, Síða 30

Morgunblaðið - 19.04.1989, Síða 30
-30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1989 Sigmjón Scheving fv, lögregluþjónn Fæddur6. nóvember 1923 Dáinnll. apríl 1989 Það húmar hægt að kveldi og hljóðnar lífs á vegi er verða skuggaskil. Og vinir kveðja og hverfa, en klökkvi, auðn og tregi er angurs undirspil. Það fer svo óhjákvæmilega er á ævina líður, að einn af öðrum hverfa þeir og kveðja góðvinirnir frá glöð- um dögum æskunnar er síðar urðu farsælir og kærir förunautar, sem tengdust manni býsna sterkum böndum. Lítið samfélag þjappar fólki á vissan veg saman, það verð- ur á stundum góðrar gleði og í hryggð og harmi sem ein órofa- heild, þar sem allir geta með öðrum laðzt og sorg eins er allra tregi. slíku samfélagi er vináttan oft nánari og einlægari, þegar allt kem- ur til alls, samkenndin sterkari og styrkari. Nú erum við að kveðja einn mætan þegn þessa litla samfélags okkar við Reyðarfjörð um ærið ára- bil, mætan þegn og þekkan vin. Við hjónin höfum oft fundið það í áranna rás, hve góða vini og ein- læga við höfum átt í þeim Pálínu og Sigurjóni Scheving og börnum þeirra, þar sem fölskvalaus, gagn- kvæm vináttubönd hafa bundizt og staðizt tímans tönn. Siguijón, heim- ilisföðurinn trausta og heilsteypta erum við að kveðja í dag, raunar alltof fljótt, en annasöm var ævin hans, árin orðin mörg sem erfiðleik- ar sjúkdóms settu mark sitt á og meitluðu kjör hans harkalega. Eflaust má segja að kær muni þeim hvíldin, er hafa alltof lengi átt svo erfiða daga, ekki sízt þegar ótta- laust og í trúnaðartrausti er gengið á vald hinum ókunnu en óumflýjan- legu örlögum. Ég var unglingur, er ég kynntist Siguijóni fyrst, kona hans og henn- ar fólk voru góðvinir míns fólks, er síðar tengdust beint er Gunnar bróðir Pálínu og Ása systir mín giftust. Mér varð þegar hlýtt til þessa manns, er hörðum höndum vann til Iífsframfæris stórri fjöl- skyldu, þar sem húsmóðirin, þrátt fyrir fötlun sína, var flestum öðrum duglegri, úrræðabetri og um leið svo hress og glaðsinna. Ollum þeim einkennum heldur hún enn. Siguijón var alla tíð dulur maður vog fór vel með ýmsar innri hræring- ar, en hann hafði heitt skap og gat hæglega hitnað í hamsi er þjóðmál- in, sjálf mál málanna bar á góma. En Siguijón átti ekki síður hinn glaðbeitta streng birtunnar á góð- um stundum og gaf sig þá gleðinni á vald, þó meiri væri hann maður alvörunnar. Litið til baka er margs að minn- ast. Siguijón gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstöfum heima á Reyðar- firði, var einn stofnenda Lions- klúbbs, aðalhvatamaður að stofnun Iðnaðarmannafélags og formaður þess og slökkviliðsstjóri staðarins var hann í tvo áratugi. Siguijón var bifvélavirkji að mennt og við það var starfað fyrst eftir að til Reyðarfjarðar var komið. 1952, er hann stofnaði eigin verkstæði, mátti segja að byijað væri á bjartsýninni einni, en far- sæll reyndist sá rekstur og mörgum varð hann hjálparhella hin bezta. Undirritaður naut þess ærið oft, þegar gamli rússajeppinn var eini farkosturinn, og meðferðin slík að oft þurfti hann viðkvæmra viðgerða við. Það var brugðist við bæði fljótt og vel. Og Siguijón var ekki einn þeirra, er jafnsnemma eða áður en aðgerð lauk var kominn á loft með reikninginn og hafði hann þó ríka þörf fyrir skjót og góð skil. Máske hafa sumir ekki kunnað að meta hógværð hans og biðlund eftir verkalaunum, en ekki auð- veldaði það lífsbaráttu þess, sem átti fyrir flölda bama að sjá. Siguijón var farsæll iðnaðarmað- ur, traustur og vel verkhæfur og á verkstæði hans var gott að geta komið og fengið liðsinni og ljúfar móttökur. Svo gerðist Siguijón lögreglu- þjónn 1962 og gegndi því starfi í nær tvo áratugi. Þetta er umdeilt starf í litlu samfélagi, þar sem vandratað er milli skers og báru — skerin mörg — bámrnar oft krapp- ar. En góðgimin var ofar refsigleð- inni og kærast var honum jafnan þegar unnt var að sætta sjónarmið og gera gott úr öllu. Eg held ég ofmæli ekkert, þegar ég segi að eftir áralanga eftirlits- þjónustu með samborgumm sínum hafi hann átt velvild þeirra og hlýju umfram annað. Og þrátt fyrir einstakar ágjafir eins og alltaf þá er fyrir mestu að sigla fleyinu heilu í höfn. Eitt var yfir allan efa hafið, inngróin í per- sónuleika hans var samvizkusemi og einlæg viðleitni til að gjöra eng- um órétt. Ég stikla á stóm, því allri ævi- ferð verður ekki lýst, en ekki má gleyma þeim þætti, er bæði var honum og öðrum svo dýrmætur, en þar á ég við tónlistina. Umfram flest annað var hún yndi hans, söngur og músík áttu þar fastan fylginaut. Hann var söngvaglaður og tón- elskur hið besta og áreiðanlega létti tónlistin honum margar stundir, stopular áður, erfiðar síðar. Og við Reyðfirðingar megum í þakklæti minnast Siguijóns frá jólatrés- skemmtunum úr skóianum og frá kirkjunni fyrst og síðast þar sem hann var organisti í áratug. Af prýði gegndi hann því starfi og vandséð hversu kirkjustarf hefði orðið heima án Siguijóns. Þar réð fórnfysi sem jafnan og eins léði það honum ófá- ar yndisstundir líka. Þó seint sé hlýtur honum nú af mörgum að vera mikið þakkað, því lítil voru verkalaunin á veraldarvísu. En á stundum gleði sem sorgar lagði hann ríkulega fram sinn farsæla skerf sem í raun var þó ómetanleg- ur með öllu. Og sjálfur naut hann þess að geta lagt þannig lið. Aftur horft um öxl held ég að ijarri sé að við höfum kunnað að meta framlag hans sem skyldi. Sig- uijón var skoðanafastur og hélt vel fram hlut sínum við hvern sem var. Hann var einarður fylgismaður síns flokks fram eftir öllu og vann hon- um vel. Ég hlýt samt að þakka honum vísa samfylgd í mörgu á seinni árum, þó ég efi ekki að hann hafi ævinlega fylgt hinni eiginlegu sjálf- stæðisstefnu eins og hann vildi að hún væri í raun. En kappsemi hans í pólitík og oft harðri skoðun fylgdi ævinlega réttsýni og um drenglundina að baki efaðist enginn sem þekkti Sig- uijón rétt. Kveðjuorð: Mig langar að minnast og kveðja ástkæra móður mína, Sigurrós Ingu Hanneu Gunnarsdóttur, með nokkr- um orðum. Þar sem ég sit hér með penna í hendi er margs að minnast sem væri efni í heila góða bók. Minningamar eru margar og góðar um kærleiksríka og trausta móður. Við mamma vorum mjög samrýndar og góðir vinir. Langar mig að minnast þess þegar ég gekk með og fæddi mitt fyrsta barn. Mamma var alltaf til staðar með svör og góð ráð við öllu. Og vil ég þakka henni fyrir það og alla þá ást og umhyggju sem hún veitti mér og fjölskyldu minni allt sitt líf. Móðir mín var ein af þeim mann- eskjum sem alltaf var að hugsa um aðra. Allt hennar líf var hún að hugsa um skyldfólkið sitt og vini. Móðir mín var mjög ættrækin og var meðal annars félagi í Ætt- fræðifélagi íslands. Eftir að móðir mín veiktist fyrir tæplega ári hefur tíminn verið okk- ur erfíður. Áttum við mamma eins margar stundir saman og við gátum og vil ég þakka fyrir það. Pabbi sagði alltaf við okkur systkinin, mamma er það besta sem þið eigið. Það er hveiju orði sann- ara. En nú eigum við bara pabba eftir og hann er líka besti pabbi í heimi. Nú í þessari miklu sorg bið ég guð að blessa og styrkja okkur öll. Haukur litli sendir ömmu sinni hinstu kveðju, missirinn er mikill fyrir lítinn ömmudreng. Maðurinn minn, Jóhann Snorri, horfir með miklum söknuði á eftir tengdamóð- ur sinni sem fyllti heimili okkar birtu og kærleiksyl. Guð blessi og varðveiti minningu elsku móður minnar. Anna Guðrún Kristinsdóttir Hún tengdamamma, Sigurrós Inga Hannea Gunnarsdóttir, er dá- in. Farin heim til Drottins sem hún trúði á. Það er yndislegt að vita að nú líður henni vel eftir erfítt stríð við sjúkdóm í heilt ár. Ég er viss um að ég átti bestu tengda- mömmu í landinu og þó víðar væri í fáum orðum skal svo farið yfir bein atriði frá æviferli. Siguijón fæddist í Reykjavík 6. nóvember 1923 og var því aðeins 65 ára er hann lézt. Hann var son- ur hjónanna Sigurjónu Soffíu Sigur- jónsdóttur og Magnúsar Jónssonar verkamanns í Reykjavík og þar ólst Sigutjón upp. Magnús er látinn, en Siguijóna móðir hans er enn á lífi. Hann nam bifvélavirkjun í Iðnskól- anum i Reykjavík og hjá Agli Vil- hjálmssyni og lauk sveinsprófi 1946. en meistari í iðninni varð hann 1951. Ungur maður lagði hann leið sína austur á Reyðarfjörð og þaðan kom lífsförunauturinn, Anna Pálína Stefánsdóttir, en þau gengu í hjóna- band 1. júní 1946 og á Reyðarfirði áttu þau bústað allt til ársins 1981, er þau fluttust hingað suður mest vegna vanheilsu Siguijóns. í einka- lífínu var Siguijón mikill hamingju- hrólfur, eignaðist atorkukonu — einarða og um leið góða og sanna konu. Hún var lífsförunautur hans um langan veg og ekki sízt í veik- indum hans komu vel fram kærleik- ur hennar og fádæma fórnfysi og dugnaður. Þau eignuðust 7 börn og ólu upp sonarson sinn að auki. Þetta er dugmikið fólk og vel hlutgengt hver á sínu sviði og sem kennari þeirra allra um langan eða skamman tíma get ég borið mörgum mannkostum þeirra gott vitni. Það er ævinlega eins og kærustu vinir komi manni í mót þegar mætzt er á-stopulli stund í erli daganna. leitað. Alltaf var hún að hugsa um aðra. Enginn mátti verða útundan. Barnabömin eru orðin 19 og 1 barnabarnabarn og ekkert þeirra var henni kærara en annað þó tvö af þessum 19 hafí komið inn í fjöl- skylduna með mæðmm sínum og önnur tvö farið út úr henni með mæðmm sínum. Öll vom þau henni samt jafnkær. Mér er minnisstætt þegar hún kom úr heimsókn frá systur sinni í Bandaríkjunum fyrir nokkmm ámm. Þá sagði hún mér að tollþjónninn hefði nú undrast á farangrinum sem var mikill, en þá sagði hún honum að hún ætti nú sex börn, sex tengdabörn og þrettán eða fjórtán barnaböm, ég man ekki alveg hvað þau vom mörg þá, og það þyrfti nú svolítið fyrir þennan hóp og tollþjónninn bara brosti og hleypti henni í gegn. Hún sagði alveg satt. Það var lítið í farangrin- um sem hún hafði keypt fyrir sjálfa sig, en ekki eitt einasta af okkur varð útundan. Allir fengu eitthvað smávegis og svo vom næstu af- mælisgjafir allar mjög spennandi. Það hefur myndast stórt skarð í fjölskylduna sem aldrei verður fyllt. Okkar missir er mikill en mestur er þó missir tengdapabba og bið ég Drottin Guð að styrkja hann og vera honum nálægur á þessum erf- iða tíma. Væna konu, hver hlýtur hana? Hún er miklu meira virði en perlur. Hjarta manns hennar treystir henni, og ekkivantar að honum fénist. Hún gjörir honum gott og ekkert illt, alla æfidaga sína. Hún breiðir út lófann móti hinum bágstadda, og réttir út hendumar móti hinum snauða. Hún vakir yfir því, sem fram fer á heimili hennar, og etur ekki letinnar brauð. Synir hennar ganga fram og segja hana sæla, maður hennar gengur fram og hrðsar henni: „margar konur hafa sýnt dugnað, en þú tekur þeim öllum frarn!" (Orðskv.) Fífi Kallið er komið, komin er nú stundin, t Móðir mín, ÞÓRUNN I. ÞORSTEINSDÓTTIR fró Upsum, lést á Elliheimilinu Grund 15. apríl. María Einarsdóttir. t Eiginkona mín, KRISTfN HARALDSDÓTTIR, til heimilis i Fellsmúla 12, andaðist mánudaginn 17. apríl. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Björn Einarsson. iiiiimmiiiiiiiKiimi Sigurrós I.H. Gunnarsdóttir Bak við lífssögu þeirra heiðurs- hjóna Pálínu og Siguijóns liggur mikið starf í kyrrlátri en strangri önn ævidaganna. ' Börn þeirra hjóna eru í aldurs- röð: Stefán matsveinn í Kaup- mannahöfn. Kona hans er Margar- ethe Scheving, en sonur Stefáns er uppeldissonur foreldra hans; Grétar kranamaður í Reykjavík, hans kona er Ingunn Emilsdóttir og eiga þau fjögur börn; Ragnar stýrimaður á Hvammstanga, hans kona er Svala Ólafsdóttir og eiga þau tvö böm; Anna póstfreyja og húsmóðir á Akureyri, hennar maður er Baldvin Baldvinsson og eiga þau tvö börn; Siguijóna húsmóðir í Reykjavík, hennar maður er Halldór Björnsson og eiga þau fjögur börn; Finnborg sérmenntuð fóstra í Kópavogi og á hún tvö böm; Aðalbjörn vélamaður Reyðarfirði, hans kona er Anna Bjömsdóttir og eiga þau tvö börn. Og svo er uppeldissonur Sigutjón Scheving yngri verkamaður í Hafn- arfirði, en þar bjuggu þau hjón síðustu árin. Við hjónin kveðjum Sigutjón Scheving með kærri þökk fyrir sam- vem og samfylgd liðinna ára. Við fæmm okkar kæm vinkonu Pálínu, bömum þeirra og aðstandendum öðmm innilegar samúðarkveðjur. Gengin er inn á þau ódáinslönd eilífðarinnar, sem hann trúði á, góður drengur og gegn. Megi þar verma hann vorþýður blær. Blessuð sé minning Siguijóns Schevings. Helgi Seljan vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé iof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Br.) _ Hinn 16. mars var til grafar bor- in ástkær föðursystir okkar Inga Gunnarsdóttir. Þegar við hugsum til baka um Ingu frænku, koma upp í hugann ljúfar minningar um ein- staka konu. Hún var ætíð boðin og búin að hjálpa þeim sem erfítt áttu og var sem klettur í öllum erfiðleik- um, jafnt eigin sem annarra. Hún var afar frændrækin og ekki leið sá afmælisdagur að ekki kæmi notalegur pakki frá Ingu. Til hinstu stundar, og þrátt fyrir veikindin, var hugurinn við það bundinn að gleðja aðra. í hjörtum okkar er sár söknuður og með trega kveðjum við yndislega frænku okkar sem nú hefur losnað undan þeim sjúk- dómi sem heltók' hana. Elsku Dengsi og fjölskylda. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur vegna fráfalls hinnar dá- samlegu konu. Kalli, Ásta, Lilja, María, Gunni og Hanni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.