Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.04.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 1989 33 Kveðjuorð: Snæbjörg S. Aðahnundardóttir Fædd 26. apríl 1896 Dáin 27. mars 1989 Hún Snæbjörg Sigríður amma okkar andaðist að morgni 27. mars, á 93. aldursári, en hún fæddist 26. apríl 1896 á Eldjámsstöðum á Langanesi. Foredrar hennar vom Aðalmundur Jónsson og Hansína Guðrún Benjamínsdóttir búandi hjón á Eldjárnsstöðum. Böm þeirra vom fjögur sem upp komust og vom þau Jóhanna, Asa, Jónas og Snæbjörg amma sem var yngst, en öll em systkinin nú látin. A Eld- járnsstöðum ólst amma upp í glöð- um systkinahópi á mannmörgu heimili, því þar bjuggu einnig Jó- hannes bróðir Aðalmundar og kona hans Ása sem var systir Guðrúnar konu Aðalmundar. í bók Erlings Davíðssonar, „Aldnir hafa orðið" VI. bindi, segir frá uppvaxtarárum ömmu og einnig sérkennilegum dulargáfum sem hún bjó yfir, en flíkaði þó ekki að jafnaði við aðra. Þegar amma var tvítug að aldri kom hún í Eyjafjörðinn, þar sem hún bjó alla tíð síðan og tók miklu ástfóstri við byggðina sem hún taldi fegursta og besta stað á jörðinni. Á þriðja áratug aldarinnar bjó hún í Litladal í Saurbæjarhreppi með afa okkar Magnúsi Jóni Árnasyni járnsmiði og bónda. Hann var fædd- ur í Litladal og þar bjuggu áður foreldrar hans, þau Árni Stefánsson og kona hans, Ólöf Baldvinsdóttir. En Ámi var lærður járnsmiður frá Kaupmannahöfn og kenndi hann syni sínum iðnina. Seinna bjuggu afi og amma okkar mörg ár á Akur- eyri þar sem afi stofnaði búvé’a- verkstæði sem hann starfrækti þar til hann lést árið 1959. Þau eignuðust saman fimm börn. Þau eru Hrefna húsmóðir, gift séra Bjartmari Kristjánssyni og búa nú í Álfabrekku, Öngulsstaðahreppi; Þorgerður húsmóðir á Akureyri, gift Ingólfi Sigurðssyni fyrrum skipstjóra; Guðný húsmóðir, gift Sigurgeiri Halldórssyni bónda á Öngulssstöðum; Guðrún húsmóðir í Reykjavík, gift Braga Jónssyni verslunarmanni; og yngstur er Áð- almundur Jón flugvélstjóri í Reykjavík, kvæntur Hilke Jakob Magnússon flugfreyju. Afkomendur ömmu eru nú yfir sjötíu talsins og var hún mjög hreykin af þeim hópi og gladdist yfir hverju nýju bami. Þess má geta að afi átti fimm börn með fyrri konu sinni Helgu Árna- dóttur. Þau em Hildigunnu”, Aðal- steinn og Freygerður sem búa á Akureyri. Tvö em látin, þau Árni og Ragnheiður. Amma lét sér líka annt um þau og þeirra afkomendur. Amma mun snemma hafa lært að taka til hendinni og notaði engin vettlingatök við verkin sín. Hún var búin að vinna mörgum vel. Hér áður fyrr gekk hún í hús á Akur- eyri og þvoði þvotta og gerði hceint, hjálpaði til við veisluhöld og hvað- eina sem til féll. Það var enginn svikinn af verkum hennar og þurfti ekki heldur að segja henni fyrir verkum. Alls staðar eignaðist hún vini, hún var svo léttlynd oggaman- söm og vakti alltaf glaðværð. Hún var mjög hreinskilin og sagði mein- ingu sína tæpitungulaust. Líf henn- ar var þó ekki alltaf dans á rósum. Oft mun hún hafa gengið þreytt til hvílu að kveldi, en hún lét ekki beygja sig. Hún vildi sjá um sig sjálf og ekki vera upp á aðra kom- in, né skulda neinum neitt. Það var alltaf gott að sækja ömmu heim, hún hafði lag á að búa sér einstak- lega skemmtilegt og hlýlegt heimili hvar sem hún bjó. Allt var í röð og reglu hjá henni og kjörorð henn- ar voru: „Hver hlutur.á sínum stað.“ Sjötíu og sex ára gömul flutti amma til foreldrá okkar sem þá t Ástkær eiginmaður minn, faöir okkar og bróðir, SIGURQEIR GUÐBRAIMDSSON á Heydalsá, veröur jarðsunginn frá Kollafjarðarnesskirkju laugardaginn 22. apríl kl. 13.30. Halldóra Guðjónsdóttir, Guðbjörn Sigurgeirsson, Guðjón Heiðar Sigurgeirson, Guðbrandur Á. Sigurgeirsson, Hrólfur Sigurgeirsson og systkini hins látna. t Innilegar þakkir til allra þeirra er auösýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, SIGURVINS EINARSSONAR fyrrverandi alþingismanns. Jörfna Jónsdóttir. Rafn Sigurvinsson, Sólveig Sveinsdóttir, Einar Sigurvinsson, Sigrún Lárusdóttir, Ólafur Sigurvinsson, Elfn Sigurvinsdóttir, Sigurður Eggertsson, Björg Sigurvinsdóttir, Kolfinna Sigurvinsdóttir, Sverrir M. Sverrisson. t Þakka innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðar- för móður minnar, SIGURBJARGAR HALLDÓRSDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Bára Hrólfsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug vegna fráfalls móður minnar, tengdamóður og ömmu, RAGNHEIÐAR M. JÓNSDÓTTUR, Skúlagötu 60. Sigrfður Lárusdóttir, Sigurður Ásgeirsson, Lárus M. Bulat, Ásgair Sigurðsson. bjuggu á Syðra-Laugalandi og auð- vitað sá hún um sig sjálf. Alltaf var jafngott að koma inn til hennar og fá hjá henni kleinur og pönnukökur eða annað góðgæti, því ætíð var hún veitandi og alltaf að rétta fram hjálparhönd. Það var gott að vera í félagsskap með henni því hún var svo létt í skapi, skemmtileg og kunni frá ýmsu að segja. Við gátum margt af henni lært. Eftir ellefu ára dvöl á Syðra- Laugalandi fluttist amma aftur til Akureyrar og naut þar umhyggju Þorgerðar dóttur sinnar. Tvö síðustu árin dvaldist hún á Skjald- arvík heimili aldraðra. Þar tók hún þátt í félgslífinu, en hún hafði sér- staklega gaman af spilamennsku og var hún oft í gamni kölluð „Sóló- drottningin" af félögum sínum þar. Ósk ömmu var að dauðdagi hennar yrði sá að fá að sofna útaf án þess að þurfa að líða langvarandi veik- indi og þjáningar. Henni varð að þeirri ósk sinni. Viljum við systkin- in þakka henni kærlega samfylgd- ina og óskum henni velfarnaðar á nýju tilverustigi. Blessuð sé minn- ing hennar. Börn Hrefnu og Bjartmars. Minning: María Helgadóttir frá Veturhól Hún amma, María Helgadóttir frá Veturhól í A-Landeyjum hefur kvatt okkur. Nú situr hún ekki leng- ur við gluggann í Þingholtsstræti 13 með hannyrðirnar sínar. Hún tilheyrði aldamótakynslóð- inni, og ólst upp við að láta aldrei verk úr hendi falla, vera trú og skyldurækin í öllu dagfari, til orðs og verka. Með þessi gildi að ieiðarljósi fór hún amma í gegnum lífið og reyndi' að innræta niðjunum þau eftir megni. Móður sína missti hún átta ára og ólst upp hjá móðursystur sinni. Var hún þar til 21 árs aldurs. Þá lá leiðin til Patreksfjarðar í vist, því á þessum tíma þurfti að kaupa sér „lausamennskubréf”, svo menn mættu vinna sér inn aura td. í fiski o.s.frv. Þó svo að ynni í fiski, mal- aði ís og bæri kol þá var hún ekki „sjálfrar sín“ sem kallað var heldur vann húsbændunum. Það var enda heldur aldregi hennar sterka hlið að gera kröfur sér til handa, heldur var það skyldu- rækni og fórnfýsi sem var í fyrir- rúmi. Hún var húsmóðirin sem var allt- af á sínum stað. Ef eitthvað bjátaði á gat maður alltaf hlaupið inn til ömmu og feng- ið hennar aðstoð við að velta af sér flestúm vanda tilvistarinnar, kannski ekki stórum en gátu þó hvílt nógu þungt á litlum herðum. Tuttugu og níu ára fluttist amma til Reykjavíkur í vist og var í kaupa- vinnu o.fl. að sumrinu. Vorið 1936 fór hún í kaupavinnu til Þórðar Erlendssonar að Vatnshól í A-Landeyjum með mömmu þriggja ára, með sér. Þetta reyndist örlagarík vistráðning, því vorið 1938 tóku þau Oddur Þórðarson við búsforráðum í Vatnshól. Mamma hafði þá trú að Oddur væri „besti maður í heirni". Reynd- ist það hugboð rétt hjá henni. Var hann henni góður fóstri og okkur bræðrunum besti afi. Sólveig var raunar aðeins þriggja mánaða þeg- ar hann lést 1971. Eftir lát hans flutti amma til okkar og nutum við samvista henn- ar þar til hún kyaddi þann 20. febrú- ar síðastliðinn. Hafi elsku amma þökk fyrir allt. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi." Ommubörnin, Þingholtsstræti 13 Jón G.K. Guðmunds- son — Kveðjuorð Fæddur 24. apríl 1909 Dáinn 26. mars 1989 Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri trega tárin stríð. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja I friðarskaut. (V.Briem). Nú kveðjum við afa okkar hinstu kveðju. Það var að morgni annars dags páska að okkur barst sú sorg- arfrétt að hann afi okkar hefði lát- ist á heimili sínu að kvöldi páska- dags. Okkur langar til að minnast hans með þessum orðum. Hann afí var yndislegur maður, fallegur og góður. Þau voru mörg sporin sem við í æsku gengum nið- ur sundið á Bergstaðastræti 32b og alltaf tók afi okkur opnum örm- um með bros á vör. Hann var barn- góður maður og dýravinur mikill. Það var öft að hann fór með okkur út að keyra og þá sagði hann okk- ur margar sniðugar sögur og oft var hlegið hátt, svo var endað á því að keyra heim til ömmu, sem alltaf var með eitthvað gott á borð- um fyrir okkur. Á seinni árum þegar við vorum orðin eldri og eitthvað bjátaði á, þá var hann afi alltaf tilbúinn að hjálpa okkur og hugga. Já, hún amma okkar sem lifir sinn góða mann á svo margs að minnast og allir sem kynntust afa eiga góðar minningar um hann. Hann var ein- stakur maður og aldrei gleymum við orðunum: Hvað segir Labbi minn núna? Það var afi vanur að segja þegar við hittum hann. Elsku amma mín, megi góður Guð styrkja þig í þinni sorg. Það er sárt að sjá á eftir svo góðum vini. En minningin um afa lifir. Inga, Sigga, Anna Peta. Bára K. Guðmunds- dóttir - kveðjuorð Fædd 27. júní 1936 Dáin 14. mars 1989 Nú kveðjum við að hinsta sinni konu sem var á besta aldri en þurfti að víkja vegna illvígs sjúk- dóms. Ég hafði þekkt Báru Kristínu Guðmundsdóttur kennara í um 8 ár. Hún hafði kennt mér frá því að ég var 7 ára þar til ég fór í 7. bekk. Þá flutti ég burt og hafði lítið samband, sendi aðeins jólakort. En þegar ég frétti að Bára hefði verið lögð til hinstu hvíldar sárnaði mér, ég hugsaði til liðinna ára og minnt- ist ég þá hve góð og blíð Bára var. Ef ég átti leið um og kom í heim- sókn mætti mér alltaf góða skapið og gjafmildin. Ef ég sentist eitthvað fyrir hana þá var hún alltaf búin að tína eitthvað til þegar ég kom aftur. Ég á eftir að sakna Báru sárt, hjá henni fannst mér ég alltaf vera velkomin. Megi Bára Kristín hvíla í friði og minning hennar vara að eilífu. Kolbrún Rakel Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.