Morgunblaðið - 19.04.1989, Side 7

Morgunblaðið - 19.04.1989, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGÚR 19. APRÍL 1989 ' 115(1 Hundruð þúsunda til HSÍ dag hvern Fjársöfmm Handknattleikssambands íslands gengur nyög vel að sögn Jóns Hjaltalíns Magnússonar formanns HSÍ. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að sambandið fengi að meðaltali 3-400.000 krónur á degi hverjum í gegnum heimsenda gíróseðla og alls hefðu nú safnast hátt á fjórðu milljón króna. Um væri að ræða 400 króna seðla, en margir bættu einum eða tfu framan við og borguðu þannig meira held- ur en beðið væri um. Morgunblaðið/Emilía Hús Framkvæmdasjóðs í Tryggvagötu: Endurbyggingu að ljúka GUÐMUNDUR B. Ólafsson framkvæmdasfjóri Fram- kvæmdasjóðs segir að hann reikni fremur með því að sjóður- inn muni selja húseign sína í Tryggvagötu en leigja hana út. Ákvörðun um þetta verður tekin af sljórn sjóðsins á næstu vikum. Nú er búið að slá utan af húsinu og segir Guðmundur að honum fínnist sem einstaklega vel hafí tekist til við endurbyggingu hús- eignarinnar og að hún sé hin smekklegasta í alla staði. Á þessari lóð stóðu áður skúraar og er Framkvæmdasjóður keypti lóðina, ásamt öðrum húseignum við Vesturgötu af Álafoss, stóð sjóður- inn frammi fyrir því að þurfa að rífa skúranna eða endurbyggja þá. Úr varð endurbygging og geta borgarbúar nú séð árangur þess starf. Framkvæmdasjóður endur- byggði einnig gamla Álafosshúsið, á sömu lóð, og leigir það nú út til íslensks markaðar. Asíufélagið og Alliance Francais hafa einnig að- stöðu í húsinu. Virginia Woolf suður? Akureyri Óformlegar viðræður hafa farið fram á milli Þjóðleikhússins ann- ars vegar og Leikfélags Akureyrar hins vegar um að hið síðar- nefíida sýni „Hver er hræddur við Virginíu Woolf ‘ á Qölum Þjóðleik- hússins. Valgerður Bjarnadóttir, formaður leikhúsráðs Leikfélags Akureyrar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hún ætti von á bréfí frá Þjóðleikhúsinu vegna þessa máls og yrði það þá skoðað. Leikhúsráð hafði áður ákveðið , til að koma hingað norður í ieik- hús, en ef við gerum það að vana að setja sýningarnar upp í Reykjavík eftir að þeim er lokið hér, hættir fólk að koma,“ sagði Valgerður. Hún sagði að vissulega hefði þessi sýning sérstöðu: leikar- amir væru allir búsettir í Reykjavík, auk þess sem veðrið hefði sett strik í reikninginn og margir sem ætlað hefðu sér að koma norður á sýning- una hefðu ekki komist. að hafna því að Virgina Woolf yrði sýnd í Þjóðleikhúsinu og segir Val- gerður að ýmsar ástæður hafi legið að baki þeirri ákvörðun. Hún sagði ein vera skort á mannafla til að setja sýninguna upp og annast framkvæmd hennar og einnig hafi í leikhúsráði verið íjallað um heild- arstefnu varðandi leikferðir suður til Reykjavíkur. „Við erum að reyna að fá fólk iáiLEi GLOBETRQTTERS Forsala aðgöngumiða á skrifstofu Körfuknattleikssambandsins í Laugardal og í Kringlunni frá kl. 14.00-19.00. Tryggið ykkur miða strax. Verð aðgöngumiða: Kr. 1000 í sæti, kr. 800 stæði og kr. 500 fyrir börn. KKI HSÍ vonast til að safna framlögum upp á 15 milljónir og að sögn Jóns H. Magnússonar eru þeir hjá sam- bandinu bjartsýnir á að það náist. Hann benti á að það sem þegar hefði safnast væri nær eingöngu frá ein- staklingum, fyrirtækin væm ekki komin inn ennþá. Þá hefðu slæmar samgöngur tafíð heimsenda gírós- eðla úti á landi og sæist það best á því hversu seinni svörunin hafi verið þaðan. En allra síðustu daga hefði framlögum af landsbyggðinni fjölgað gífurlega. „Það er sérstaklega mikilvægt fyrir okkur að rétta fjárhaginn af nú, því framundan eru erfið verk- efni. Á föstudaginn verður dregið í riðla á heimsmeistarakeppninni í Tékkoslóvakíu og þá getum við farið að skipuleggja lokasprettinn." bætti Jón H. Magnússon formaðir HSÍ við. Oðruvísi staður Júgóslavía Oðruvísi fólk Slóvakar Oðruvísi sól júgóslavnesk Oðruvísi haf Adríahafið Portoroz - Ógleymanlegt sumarleyfi á öðruvísi stað - Portoroz Ferðaskrifstofan Atlantik býður aðeins fyrsta flokks ferðir, fyrsta fiokks gististaði, fyrsta flokks fararstjórn, fyrsta flokks frí. Þetta sannreyna viðskiptavinir Atlantik ár eftir ár; þess vegna fara þeir aftur og aftur - með Ferðaskrifstofunni Atlantik. Grand Hotel Palace viö myndræna höfnina; vistarverur eins og alla dreymir um í fyrsta flokks fríi. Hotel Bernardin á slóvensku ströndinni f nágrenni miðaldabæjar- ins Piran. öndvegis hótel í skemmtilegu umhverfi. Brottfarardagar í sumar: Grand Hotel Metropol meistaraverk nútíma byggingalistar; stærsta spilavíti landins, sund- laug, einkaströnd o.fl. júní júlí ágúst sept. 07. 05. 02. 06. 14. 19. 09. 21. 26. 16. 28. 23. 30. FERÐASKRIFSTOFAN OTKMIIIC HALLVEIGARSTlG 1 SlMI 28388 OG 28580

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.