Morgunblaðið - 22.04.1989, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989
15
KENNARASTARF-
IÐ OG LAUNAKJÖR
efíir Guðrúnu Ebbu
Ólafsdóttur
Ég er ein af þessum venjulegu
grunnskólakennurum. En starf mitt
er á engan hátt venjulegt. Það er
ekki venjulegt í tvennum skilningi.
Starfið á sér fáar hliðstæður á hinum
almenna vinnumarkaði og er í sjálfu
sér fjölbreytt. En kennarastarfið er
ekki einungis fjölbreytt, það er mjög
merkilegt starf. Ég tek mig sem
dæmi, endá handhægast.
Ég kenni 89 nemendum í vetur.
Samkvæmt námsskrá á ég að gera
þau hæf í að skilja og tjá sig á tveim-
ur tungumálum. Reyndar eiga þeir
nemendur sem ég kenni dönsku, að
geta lesið texta á öllum Norðurlanda-
málum.
Starfið felst ekki einungis í
fræðslu heldur á ég að gera ungling-
ana mína að nýtum þjóðfélagsþegn-
um, auka siðferðis- og réttlætiskennd
þeirra, stuðla að jafnrétti og sjá til
þess að hver og einn af þessum 89
nemendum mínum fái námsefni og
kennslu við sitt hæfi. Ég er með
umsjón yfir 21 nemanda. Þeirra á
ég að gæta sem væru þau næstum
því mín eigin böm, fylgjast með að
engum sé strítt, að allir fái að njóta
sín, að allir mæti á réttum tíma í
allar kennslustundir, hafa samband
við foreldra og ekki aðeins þegar
eitthvað bjátar á.
Nú, við kennarar erum kallaðir til
sem sérfræðingar í forvamarstarfi í
áfengis-, tóbaks- og annari vímu-
efnaneyslu. Sérfræðingar í kynferð-
ismálum, vitum að sjálfsögðu allt um
alnæmi og hvenær sem einhverjum
félagasamtökum dettur í hug, efnum
við til samkeppni í ritgerðasmíð,
myndlist, slagorðagerð o.s.frv.
Nemendur eiga sem sagt rétt á
námsefni við hæfi hvers og eins. Sú
bók er að sjálfsögðu enn ekki til sem
hefur þann eiginleika. Þá er bara að
semja námsefni. Stór hluti undirbún-
ingstímans fer í að semja/búa til
verkefni. Kennarastarfið er því ekki
ólíkt hlutverki rithöfunda og annarra
listamanna. Kannski er þar komin
skýringin á lágum launum kennara,
hver kannast ekki við misskilda lista-
manninn? Það er heldur ekki undar-
legt að svo margar konur veljist í
kennarastéttina, því okkar eðli er jú
að vernda og ala upp. Við getum
verið afskaplega stolt af okkar starfi.
En hvað er þá að? Af hvetju erum
við ekki ánægð með kjör okkar? Er
ekki stórfurðulegt að t.d. ég skuli
vera að kvarta yfir lágum launum?
Ekki svelta dætur mínar, þær hafa
föt að klæðast, leikföng að leika með
og tækifæri til að mennta sig. En
það er ekki mínum laununt að þakka.
Ég er nefnilega gift. „Og er þá ekki
allt í lagi,“ kynni einhver að spytja.
Nei, mér finnst niðurlægjandi að
geta ekki horft framan í fólk og sagt:
„Ég er fjárhagslega sjálfstæð." Held-
ur verð ég að segja: „Launin mín
geta ekki framfleytt mér og dætrum
rnínurn." Þess vegna er það svo að
einstæð móðir sem kennir með mér
hefur ekki tekið sumarfrí í 10 ár.
Með mér kennir lika ungt fólk um
40 kennslustundir á viku og því líður
ekki vel að lokinni vinnuviku.
Oft er ég spurð hvers vegna ég
hætti ekki bara að kenna og ég verð
alltaf jafn móðguð og reið í hvert
skipti. Ég er kennari og ég vil kenna.
Þess vegna fór ég í Kennaraháskól-
ann og ég á fullan rétt á að sinna
því starfí sem ég hef menntað mig
í og hef réttindi til að gegna. Við
sem erum í þessu starfi ætlum ekki
að hætta, heldur viljum við beijast
fyrir mannsæmandi launum.
Af hveiju eru kennaralaunin svona
lág? Hveijum er um að kenna? Eigum
við e.t.v. sjálf sökina? Stærsti hlutinn
af okkur eru konur og flestar með
Qölskyldu og margar með lítil börn.
Deginum er púslað saman og ekki
má hreyfa eitt púslið án þess að
myndin riðlist. Við eigum erfitt með
að hlaupa á fundi eða vinna fram
eftir, nema heima, að sjálfsögðu.
Við konur erum svo vanar að vinna
illa- og ólaunuð störf, að það þarf
„Það skyldi þó aldrei
vera að ráðamenn þjóð-
arinnar eigi sök á lág-
um launum kennara,
skorti á námsefiii,
ómarkvissri stefiiu í
menntamálum, ósam-
ræmi milii skólastiga
og ofit ófullnægjandi
aðstöðu fyrir nemend-
ur og kennara.“
að hnippa í okkur öðm hvoru til
þess að við tökum við okkur. Að
auki er kennarastarfíð frekar ein-
angrað starf, á vinnustað erum við
mikið ein inni í í stofu ásamt nemend-
unum okkar. Og þegar við hittumst,
skipa kjaramálin ekki alltaf 1. sætið
á umræðulistanum, heldur fagið og
nemendumir. Þó við séum ekki alltaf
nógu virk í kjarabaráttunni, eigum
við sem betur fer duglegt fólk sem
leggur mikið á sig til að bæta hag
okkar og forystan í Kennarasam-
bandinu hefur unnið mikið og vel.
En það nær engri átt að kennarar
skuli ekki vera í sama stéttarfélagi.
Og það sést best núna þegar við
getum ekki verið samstíga í aðgerð-
um. Aðgerðirnar verða helmingi
máttlausari. Við megum ekki gefast
upp heldur gera allt sem í okkar
valdi stendur til að verkfall HÍK verði
sem áhrifamest. Því við munum
væntanlega njóta góðs af og sanna
um leið að sameining félaganna er
nauðsynleg.
Almenningsálitið? Vilja ekki allir
góða kennara? Jú, bara ekki borga
þeirh góð laun. Ég veit að starf okk-
ar skilar góðum og oft miklum ár-
angri. Við getum bara ekki sýnt
hann í krónum og prósentustigum,
eða með línuritum og súlum.
Stjómmálamennimir? Ekki skyldu
þeir vera sekir? Síðasta ríkisstjóm
setti bráðabirgðalög sem fólu í sér
mannréttindabrot. Ný ríkisstjóm tók
við í haust, stjórn vinstri flokka sem
kenna sig við félagshyggju og jafn-
rétti. Nú skyldi vera sérstakt sam-
starf milli hennar og samtaka launa-
fólks. En hvað gerðist svo? Ég ætti
e.t.v. að rita minningargrein í minn-
ingu þeirra hugsjóna sem jarðaðar
voru þegar sumir settust í ráðherra-
stóla. Það skyldi þó aldrei vera að
ráðamenn þjóðarinnar eigi sök á lág-
um launum kennara, skorti á náms-
efni, ómarkvissri stefnu í mennta-
málum, ósamræmi milli skólastiga
og oft ófullnægjandi aðstöðu fyrir
nemendur og kennara.
Ég á svo erfitt með að skilja af
hveiju menn vilja ekki búa vel að
þeirri kynslóð sem tekur við af okk-
ur. Eiga ráðherrar og aðrir alþingis-
menn engin börn? Jú, en þeir eru svo
heppnir að til er fólk sem lætur sér
annt um yngstu þegna þessa lands.
Við reynum að bæta aðstöðuna,
semja námsefni og Kennarasam-
bandið sendi frá sér fyrir einu og
hálfu ári mjög heilsteypta og ná-
kvæma skólastefnu. Við viljum því
fá laun miðað við vinnu.
Já, hvað viljum við? Hækkun dag-
launa. Við hljótum að krefjast þess
að grunnlaun nægi til framfærslu
vísitölufjölskyldu. Við krefjumst að
sjálfsögðu að kaupmáttur sé tryggð-
ur. Vextir þurfa að lækka. Koma
þarf á verðstöðvun og skattleysis-
mörk þurfa að hækka. Við viljum
að kennsluskylda lækki til samræmis
við kennsluskyldu á öðrum Norðurl-
öndum. Starfsaldurshækkanir þurfa
að koma fyrr. Og ég má til með að
bæta við ósk margra nemenda um
færri nemendur í hverri bekkjardeild.
Það eru til tvær leiðir að þessum
kröfum okkar. Önnur er á allan hátt
skynsamlegri, en hún er samnings-
leiðin. Við grátbáðum um samninga-
fundi með ríkisstjórninni áður en
samningur urðu lausir, biðum róleg
þar til bráðabirgðalögum var aflétt
og skiljum ekki af hveiju ekki er
hægt að semja við okkur núna. Hin
leiðin eru harðar aðgerðir. Menn
geta deilt um réttmæti þess að ekki
var boðað til verkfalls. En ekki er
öil nótt úti enn. Ég held, að eins og
málin standa í dag sé samstaða
sterkasta vopnið. Við verðum að
standa saman og treysta forystu KÍ
um að velja réttu aðgerðirnar. Við
erum mjög einangruð í starfí og það
er erfítt að ná til allra. Því verður
hver og einn að taka afstöðu, við
þurfum að tala saman og styrkja
hvert annað í baráttunni fyrir bætt-
um lífskjörum.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Stundum er sagt að kennarastarf-
ið sé kvennastarf og þess vegna séum
við ekki launuð sem skyldi. Ég lít
ekki á það sem niðrandi að tilheyra
kvennastétt. En það er eitt sem ger-
ir mig enn reiðari en þegar ég er
spurð af hveiju ég hætti ekki bara
að kenna. Það er sú hugmynd að
borga mér fyrir að hætta að kenna
og vera heima í staðinn. Kannski er
ég bara svona vanþakklát en aldrei
yrði ungi maðurinn á uppleið spurður
að slíku. Hann myndi líta á það sem
allsheijar niðurlægingu eða jafnvel
brottrekstur. Og þannig hlýt ég að
taka því líka og öll stéttin. Til að
ná fram jafnrétti þarf oft að stíga
stór skref, stundum of stór. Til að
ná fram viðeigandi kjörum, þarf að
auka virðingu á starfinu. Og það
hlýtur að teljast okkar hlutverk.
Höfundur er grunnskólakennari.