Morgunblaðið - 22.04.1989, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989
Sumarkomunni fagnað
Sumarkomunni var fagnað víða um land á sumardaginn fyrsta, og í Reykjavík fóru hátíðarhöld
aðallega fram í tengslum við félagsmiðstöðvarnar Qórar í borginni. Sáu þær um skipulagningu
hátíðarhaldanna í samvinnu við íþróttafélög, skáta og kvenfélög á hveijum stað, og stóðu hátíð-
arhöldin víðast hvar fram eftir kvöldi. Að sögn lögreglunnar tók nokkur Qöldi fólks þátt í hátíðar-
höldunum sem fóru friðsamlega fram.
Garðabær:
Ný sundlaug vígð
NÝ sundlaug var vígð í Garðabæ á sumardaginn fyrsta, en hún er
hluti af íþróttamiðstöðinni við Ásgarð, sem gert er ráð fyrir að vígja
í heild næsta haust.
Framkvæmdir við sundlaugina
hófust í maí 1988, en hún er hluti
af íþróttamiðstöðinni í Garðabæ, sem
auk sundlaugarinnar mun saman-
standa af tveimur íþróttahúsum,
tveimur grasvöllum og malarvelli.
Nýja sundlaugin er 25 metrar að
lengd og 15,5 metrar að breidd, en
einnig er 6 metra löng bamalaug.
Áætlað er að nýtt íþróttahús verði
afhent í júní næstkomandi, eða um
13 mánuðum eftir að framkvæmdir
við það hófust. Eftir afhendingu þess
verður unnið við uppsetningu áhorf-
endabekkja og annars búnaðar í hús-
ið, og er fyrirhugað að íþróttamið-
stöðin í heild verði vígð í haust.
Búningsklefar fyrir sundlaugar-
gesti verða fyrst um sinn í kjallara
nýrrar tengibyggingar á milli íþrótta-
húsanna, en einnig verða búningskle-
far í gamla íþróttahúsinu notaðir
fyrir sundlaugargesti.
Morgunblaðið/Sverrir
Frá vígslu nýju sundlaugarinnar í Garðabæ. Séra Bragi Friðriksson
sóknarprestur í Garðakirkju flytur blessunarorð.
Hugmyndasamkeppni um breytingar á Fossvogskirkju:
Kirkjan verði hlý-
legri og rúmi fleiri
FYRSTA sumardag voru tilkynntar niðurstöður úr hugmynda-
samkeppni um endurbætur á Fossvogskirkju. Fyrstu verðlaun,
250.000 krónur, hlaut tillaga myndhöggvarans Helga Gíslasonar
og arkitektanna Arna Kjartanssonar og Sigbjörns Kjartanssonar,
en þeim til ráðgjafar var sr. Baldur Kristjánsson.
Morgunblaðið/Einar Falur
Höfúndar tillögunnar sem hlaut fyrstu verðlaun, við mynd af fyrir-
hugaðri altaristöflu. Frá vinstri: Helgi Gíslason myndhöggvari, Sig-
björn Kjartansson og Arni Kjartansson arkitektar.
Á aðalfundi Kirkjugarða
Reykjavíkurprófastsdæmis síðasta
vor var rætt um að Fossvogskirkja
uppfyllti ekki nægilega vel þær
kröfur um hlýleika, sem gerðar
væru til útfararkirkju, en einnig
hefur komið fyrir að kirkjan rúmar
illa alla kirkjugesti. Stjóm kirkju-
garðanna samþykkti því eftir aðal-
fundinn að efna til hugmyndasam-
keppni um breytingar á kirkjunni,
og var skipuð dómnefnd í júní í
fyrra til að annanst framkvæmd
og skipulag keppninnar. í henni
sátu Olafur Sigurðsson arkitekt,
formaður, Helgi Elíasson útibús-
stjóri, sr. Ólafur Skúlason dómpró-
fastur, Guðrún Guðmundsdóttir
arkitekt og Sverrir Norðfjörð arki-
tekt. Til þess að auðvelda þátttak-
endum í samkeppninni að átta sig
á aðstæðum var gert myndband af
kirkjunni að innan og töluð inn á
það ýtarleg lýsing á kirkjunni, en
það mun vera í fyrsta sinn, sem sá
háttur er hafður á við slíka sam-
keppni hér á landi.
Alls bárust 13 tillögur f keppn-
ina. Dómnefnd ákvað að kaupa
þijár þeirra, tillögu Lilju Grétars-
dóttur og Bjama Kjartanssonar, til-
lögu Ólafs Tr. Magnússonar og
Péturs H. Ármannssonar, og tillögu
Kjartans Jónssonar og Trausta
Valssonar. Þijár tillögur fengu
verðlaun, 3. verðlaun hlaut tillaga
Helga Hafliðasonar arkitekts, en
2. verðlaun hlaut tillaga Hjörleifs
Stefánssonar, Sigrúnar Eldjárn,
Grétars Markússonar og Stefáns
Amar Stefánssonar.
Verðlaunatillöguna unnu þre-
menningarnir, arkitektar og mynd-
höggvari, allir í sameiningu. í henni
Þverskurðarteikning af Foss-
vogskirkju eins og verðlaunatil-
lagan gerir ráð fyrir að hún
muni líta út.
er gert ráð fyrir að opnað verði úr
sal kirkjunnar út undir hliðarþökin,
og verði hleypt birtu inn um milli-
veggi úr ógagnsæju gleri. Svalir
fram í kirkjuna verði stækkaðar,
meðal annars til að stytta rými
kirkjunnar og gera það hlýlegra.
Þá er lögð sér stök áherzla á altar-
istöfluna og altarið. Altarið er sett
í kórinn miðjan, og formi kóropsins
breytt í gotneskan oddboga til þess
að undirstrika form altaristöflunn-
ar, sem er 4 m há þríhyrnd stein-
tafla, sem táknar heilaga þrenningu
og upprisuna, að því er segir í grein-
argerð höfundanna.
Höfundar gera einnig tillögu um
að fylgja breytingum á innviðum
kirkjunnar eftir með því að breyta
aðkomunni að henni, stækka úti-
tröppurnar og leggja fram af þeim
steinhellur sem teygi sig út í kirkju-
garðinn. Kristsmyndinni, sem nú
stendur í garðinum fyrir framan
kirkjuna yrði þá skipað í öndvegi á
þessu torgi, „svo hún „taki á móti“
þegar gengið ere úr kirkju,“ eins
og segir í greinargerðinni.
Sýning stendur nú yfir á öllum
verðlaunatillögunum í matsal
kirkjugarðanna í skrifstofubygg-
ingu þeirra í Fossvogi. Hún verður
opin til 30. apríl, kl. 17-20 á virkum
dögum en um helgar kl. 14-18. Að
sögn Ásbjöms Bjömssonar, for-
stjóra kirkjugarðanna, mun stjóm
þeirra koma saman fljótlega, at-
huga viðbrögð við sýningunni og
ákveða að hvaða marki verði farið
eftir fyrstu verðlaunatillögunni og
öðmm tillögum, sem viðurkenningu
hlutu.
Símabanki sparisjóðanna:
Símsvari veitir upplýs-
ingar um bankaviðskipti
SEX sparisjóðir kynntu í gær nýja þjónustu sem nefnist síma-
banki sparisjóðanna. Frá og með næsta mánudegi geta viðskipta-
vinir sparisjóðanna hringt í ákveðin símanúmer sem eru mismun-
andi eftir svæðum og fengið upplýsingar um viðskipti sín, auk
ýmissa annarra upplýsinga. Þeir sparisjóðir sem standa að síma-
bankanum eru Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Sparisjóð-
ur vélstjóra, Sparisjóður Kópavogs, Sparisjóður HafnarQarðar,
Sparisjóðurinn í Keflavík og Sparisjóður Mýrasýslu.
Jón Ragnar Höskuldsson, niður á þeim sem bíða við borðið.
frámkvæmdastjóri Tölvumið- Þá kemur þetta til með að spara
stöðvar sparisjóðanna sagði á
blaðamannafundi þar sem hin
nýja þjónusta var kynnt að síma-
banki sparisjóðanna væri tölvuv-
æddur símasvari. í hann væri
hægt að hringja og forvitnast um
innlánsviðskipti hjá sparisjóðun-
um og fá ýmsar aðrar upplýsingar
t.d. um gengismál. „Þessi þjón-
usta sparar viðskiptavinum okkar
tíma,“ sagði Jón Ragnar. „Starfs-
fólk sparisjóðanna eyðir einnig
miklum tíma í að fínna slíkar
upplýsingar til og oft kemur það
fé og lækka rekstrarkostnað."
Númerið hjá símabankanum er
629000 fyrir svæðisnúmerið 91.
Ef hringt er þarf að gefa upp
kennitölu og aðgangslykil en það
er sérstakt númer sem valið er í
samráði við starfsmann spari-
sjóðsins. Að þessu loknu er hægt
að fá nákvæmar upplýsingar um
stöðu reiknings, síðustu hreyfing-
ar reiknings, millifæra, panta
aukayfírlit, senda skilaboð, fá
upplýsingar um inn- og útláns-
vexti, gengi o.fl. Sá sem notar
Morgunblaðið/Júlíus
Jón Ragpiar Höskuldsson, framkvæmdastjóri Tölvumiðstöðvar
sparisjóðanna, sýnir notkun símaþjónustu sparisjóðanna sem
kemst í gagnið á mánudag.
símabankann slær allar upplýs-
ingar inn á sjálft símtækið eftir
leiðbeiningum sem hann heyrir
jafnóðum.
Þeir sem vilja fræðast almennt
um það hvernig símabanki spari-
sjóðanna vinnur geta hringt og
slegið inn 0123456789 sem kenni-
tölu. Síðan er unnt að velja hvaða
fjórar tölur sem er og kynnast
þeim möguleikum sem símabank-
inn býður upp á.