Morgunblaðið - 22.04.1989, Page 19

Morgunblaðið - 22.04.1989, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989 19- Morgunblaðið/Einar Falur Tíu ára bekkur FáskrúðsQarðarskóla með líkanið af skólanum og skólalóðinni eins og þau vildu hafa hana. Allur bekkurinn lagði saman krafta sína, og tók verkeftiið níu daga. Á myndina vantar eina bekkjarsysturina, sem var veik og komst ekki til Reykjavíkur. Byggingarlist og umhverfi: Tíu ára bekkur á Fáskrúðsfirði fékk 1. verðlaun TÍU ára bekkur í FáskrúðsQarðarskóla fékk fyrstu verðlaun fyrir verkefhi um byggingarlist og umhverfi, sem skólaþróunar- deild menntamálaráðuneytisins stóð fyrir að tilstuðlan Arki- tektafélags íslands. Verkeftiið var unnið í tileftii af 50 ára af- mæli Arkitektafélagsins, og var megintilgangur þess að fá nem- endur til þess að skynja, skilja, gagnrýna og bæta eigið um- hverfi. Flest gerðu börnin tillögur um endurbætur á skólalóðun- um og skýrðu þær með teiknnngum og líkönum. Tíu ára krakkar úr sjö skólum voru saman komnir á Kjarvalsstöð- um á sumardaginn fyrsta til þess að taka við viðurkenningum fyrir úrlausnir á verkefninu. Þrír skólar hlutu verðlaun fyrir athyglisverðar tillögur. Tíu ára bekkur í Selás- skóla í Reykjavík fékk önnur verð- laun en þriðju verðlaun fékk Hóla- brekkuskóli. í umsögn dómnefndar segir að öll verkefnin sjö hafi verið mjög athyglisverð, hvert á sinn hátt, og erfitt að gera upp á milli þeirra. Öll bömin, sem tóku þátt í verkefninu, fengu viðurkenningar- skjal frá Arkitektafélaginu, en fyrstu verðlaun voru seljutré, sem krakkarnir á Fáskrúðsfirði ætla að gróðursetja á skólalóðinni hjá sér. Það munaði minnstu að Fá- skrúðsfírðingarnir kæmust ekki í bæinn til þess að veita verðlaunun- um viðtöku, því að ekki var hægt að fljúga til Reykjavíkur fyrr en um hádegisbil á fimmtudag. Hópn- um var svo ekið beint af flugvellin- um og á Kjarvalsstaði. Krökkunum kom saman um að það hefði verið mjög gaman að vinna að þessu verkefni. „Eg vona að það verði tekið eitthvað mark á því, sem við viljum láta gera við skólalóðina," sagði Kristmundur Sverrir Gestsson frá Fáskrúðsfirði. „Það verða vonandi gerðir fleiri rusladallar og það verður þá hægt að henda ruslinu í þá, en ekki út um alla lóð.“ Eva María Sigurðar- dóttir sagðist mikið hafa lært, og hún héldi að krakkarnir 'skildu kannski betur hvað mennirnir, sem skipuleggðu götur og lóðir, hefðu, við að glíma. Flestum í hópnum fannst vel koma til greina að verða arkitektar - „það getur komið fyrir eins og hvað annað,“ sagði einn. Kjarvalsstaðir 15 félagar Listmál- arafélag’sins sýna FIMMTÁN félagar í Listmálarafélaginu sýna verk sín á Kjarvalsstöð- um og er Einar Baldvinsson listmálari heiðursgestur sýningarinnar. Sýnendur eru: Ágúst F. Petersen, Benedikt Gunnarsson, Björn Birn- ir, Bragi Ásgeirsson, Elías B. Halldórsson, Einar Hákonarson, Einar Þorláksson, Einar Baldvinsson, Hafsteinn Austmann, Hrólfúr Sig- urðsson, Jóhannes Geir, Jóhannes Jóhannesson, Karl Kvaran, Pétur Már Sigurðsson og Sigurður Sigurðsson. Listmálarafélagið var stofnað verður opin fram til mánaðamóta og 1982 og hefur síðan haldið regluleg- líklegast verður 1. maí síðasti sýning- ar sýningar. Félagar eru liðlega 20 ardagúrinn. talsins. Sýningin á Kjai-valsstöðum Kaupfélag Héraðsbúa: Jörundur Ragnarsson var ráðinn kaupfélagsstj óri E^ilsstöðum. Á áttatíu ára starfsafmæli Kaupfélags Héraðsbúa lætur Þor- steinn Sveinsson af starfí eftir rúmlega tveggja áratuga farsælt starf. Jörundur Ragnarsson kaup- félagsstjóri á Vopnafirði hefur verið ráðinn í hans stað. 6 umsækj- endur voru um stöðu kaupfélags- stjórans, þeir voru: Einar Bald- vinsson framkvæmdastjóri, Reyð- arfirðí, Hrafhkell Tryggvason við- skiptafræðingur, Reykjavík, Jör- undur Ragnarsson kaupfélags- sljóri, Vopnafirði, Krislján Hauks- son tæknifræðingur, Hafharfirði, og Sveinn Guðmundsson sveitar- stjóri á Vopnafirði. Einn umsækj- andi óskaði nafnleyndar. Stjórn kaupfélagsins ákvað að ganga til samninga við Jörund Ragn- arsson en Kaupfélag Héraðsbúa er eitt af stærstu kaupfélögum'Tands- ins, það rekur umfangsmikinn versl- unarrekstur á Egilsstöðum, Borgar- firði, Seyðisfirði og Reyðarfirði og nýlega yfirtók það verslunarrekstur Pöntunarfélags Eskiíjarðar, eftir að það varð gjaldþrota á síðasta ári. Einnig rekur Kaupfélag Héraðs- búa útgerð og fiskverkun á Reyðar- firði og frystihús í Borgarfirði. Fyrir- tækið hefur rekið 3 sláturhús, á Egilsstöðum, Reyðarfirði og Foss- völlum, ásamt mjólkurbúi á Egils- stöðum. Einnig er á þess vegum rek- in brauðgerð á Egilsstöðum ásamt veitingasölu og gistihúsi á Reyðar- firði. - Björn Vestmannaeyjar: Sprengja á bryggjunni Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar fór til Vestmanna- eyja í vikunni og eyddi þar sprengju, sem i fyrstu var talin virk djúpsprengja. Sprengjuna hafði bátur komið með úr róðri og skilið eftir á bryggjunni. Lögreglan í Vestmannaeyjum lét Landhelgisgæsluna vita af sprengj- unni aðfaranótt miðvikudagsins. Þá höfðu hafnarverðir gengið fram á hana á bryggjunni. Fyrst var talið að um virka djúpsprengju væri að ræða, en slíkar sprengjur þola lítið högg. í ljós kom að um var að ræða hleðslutunnu, það er sprengjuhleðslu, úr bresku segul- tundurdufli frá tíma síðari heims- stytjaldarinnar. Hleðslan var sprengd og var svo kraftmikil að hún tætti í sundur klettanibbu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.