Morgunblaðið - 22.04.1989, Side 20

Morgunblaðið - 22.04.1989, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989 Stjórnir Frakklands og V-Þýskalands: Vilja hverfa frá skiptingu Evrópu París. Reuter. Utanríkisráðherrar Frakklands og Vestur-Þýskalands, sem undir- rituðu á miðvikudag samkomulag um samvinnu ríkjanna á sviði ör- yggis- og efhahagsmála, hétu því að beita sér fyrir pólitískum breyt- ingum í Austur-Evrópu með það að markmiði að binda enda á skipt- ingu álfiinnar. Francois Mitterrand Frakklandsforseti og Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, stýrðu á fimmtudag fyrsta fundi sameiginlegs vamarmálaráðs ríkjanna. Vamarmálaráðið var sett á stofn sammála Dumas um að líkurnar á á síðasta ári en á þeim vettvangi hyggjast ríkin tvö samræma stefnu sína á vettvangi öryggis- og af- vopnunarmála og samhæfa við- búnað heija. Ronald Dumas, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði að Frakkar og Vestur-Þjóðveijar gætu ekki sætt sig við skiptingu Evrópu og að þeir myndu beita sér fyrir breyt- ingum í Austur-Evrópuríkjunum. Hans-Dietrich Genscher, utanríkis- ráðherra Vestur-Þýskalands, var batnandi samskiptum ríkjanna hefðu aldrei verið meiri en nú. „Það yrði báðum ríkjunum í hag ef við notfærðum okkur þetta tækifæri,“ sagði Genscher. Frakkar og Vestur-þjóðveijar undirrituðu árið 1988 samkomulag um stofnun tveggja ráða, sem fara eiga með samvinnu ríkjanna á sviði öryggismála annars vegar og efna- hagsmála hins vegar. Oryggissam- vinnuráð ríkjanna hefur þegar kom- ið saman fjórum sinnum. Orsakir Iowa-slyssins óljósar Kistur 47 sjóliða af bandaríska orrustuskipinu Iowa voru fluttar til Dover-flugstöðvarinnar í Delaware þar sem minningarguðs- þjónusta um þá fer fram. Mennirnir biðu bana er fallbyssuturn á Iowa sprakk er það var að æfíngum skammt frá Puerto Rico á Karíbahafí sl. miðvikudag. Lagt hefur verið bann við skotæfíng- um þriggja systurskipa Iowa meðan orsakir sprengingarinnar verða rannsakaðar, en þær eru enn ókunnar. Engin er til vitnis um hvað raunverulega gerðist þar sem allir, sem voru á efstu hæðum turnsins, biðu bana. Ellefíi menn sem voru i geymslu á sjöundu og neðstu hæðinni sakaði ekki. Skammdræg kjarnorkuvopn í V-Evrópu: Ákvörðun um endumýjun vísað til leiðtogafimdar NATO Sovétmenn sagðir vinna að endurnýjun kjarnorkuheraflans Brussel. Washington. Rcuter. DICK Cheney, varnarmálaráðherra Bandarikjanna, sagði í gær að hann teldi unnt að telja þingmenn á Bandaríkjaþingi á að veita Qármun- um til smíði nýrra skammdrægra kjamorkueldflauga í Vestur-Evrópu. Fundi Kjamorkuáætlananefíidar Atlantshafsbandalagsins lauk í Bmss- el á fimmtudag og var þar ítrekuð nauðsyn þess að endurnýja skamm- dræg kjamorkuvopn í eigu bandalagsins en engin ákvörðun var tekin um hvenær hefja bæri uppsetningu þeirra. Á fundinum kom fram að Sovétmenn hafa á undanförnum ámm unnið ötullega að því að end- umýja skammdræg kjarnorkuvopn sín en þessari staðhæfingu vísaði talsmaður Sovétstjómarinnar á bug í gær. Dick Cheney kvaðst ætla að beita sér fyrir því að Bandaríkjaþing sam- þykkti fjárveitingar til þessa verkefn- is og kvaðst bjartsýnn um að það tækist. „Ég tel mikilvægt að við bíðum ekki með endumýjun þessara vopna,“ sagði Cheney. Hann kvað Bandaríkjastjóm enn vera þeirrar skoðunar að kjamavopn væm nauð- synlegur þáttur í vömum NATO. Fulltrúar Bandaríkjanna og Bret- lands sögðu við lok fundarins í Brass- el að fresta mætti ákvörðun um end- umýjun skammdrægra kjarnorku- eldflauga til ársins 1991-92. I Iokaályktun fundarins er ekki minnst á að settar verði upp nýjar skammdrægar eldflaugar í Vestur- Evrópu í stað Lance-flauganna sem þar era nú en ítrekuð varnarstefna bandalagsins um sveigjanleg við- brögð á átakatímum og að kjarn- orkuvopnum verði endurnýjuð „þar sem þörf krefur". Heimildarmenn kváðust líta svo á að ákvörðun varð- andi endurnýjunaráformin hefði með þessu verið vísað til fundar leiðtoga aðildarrílq'a Atlantshafsbandalagsins sem fer fram í Brassel í næsta mán- uði. „Þessar ákvarðanir verða teknar í víðtækara stjómmálalegu sam- hengi,“ sagði í lokályktuninni. Á fundinum var jafnframt ítrekuð sú afstaða NATO-ríkjanna að óhugs- Átök á afmæli Hitlers Á annað hundrað manns voru handteknir í V-Þýskalandi á fímmtu- dag vegna óláta þegar minnst var 100 ára afmælis Adolfs Hitl- ers. Á myndinni sjást lögreglumenn í Braunau i Austurríki, fæð- ingarborg Hitlers, handtaka mann er öskraði svívirðingar um gyðinga og slagorð nasista. andi væri að ganga til viðræðna við Varsjárbandalagið um algera útrým- ingu skammdrægra kjarnorkuvopna í ljósi þoirra gífurlegu yfirburða sem Sovétmenn nytu á sviði hefðbundins herafla í Evrópu. Á fundinum gerðu fulltrúar Breta og Bandaríkjamanna grein fyrir stór- felldri endurnýjun skammdrægra sovéskra kjarnorkuvopna á undanf- örnum árum. Var því m.a. haldið fram að Sovétmenn réðu nú yfir 16 eldflaugaskotpöllum gegn hveijum einum í eigu NATO-ríkjanna og að nýjum skammdrægum eldflaugum af gerðinni SS-25 hefði verið komið fyrir í stað SS-20 flauga sem Sovét- mönnum ber að eyðileggja sam- kvæmt ákvæðum Washington-sátt- málans frá árinu 1987 um útrýmingu meðaldrægra landeldflauga. Sérleg- ur ráðgjafi Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga sagði á fundi með blaðamönnum í Brassel í gær að fullyrðingar þessar væra tilhæfu- lausar með öllu. Fundur hvalveiðiþjóða í Færeyjum; Samkomulag um aukna samvinnu Kaupmannahöfn. Frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgnnblaðsins. EMMBÆTTISMENN og vísindamenn frá Færeyjum, Kanada, íslandi, Japan, Noregi og Sovétríkjunum ásamt áheyrnarfulltrúum frá Grænl- andi og Norrænu ráðherranefíidinni luku tveggja daga fúndi sínum um nýtingu sjávarspendýra á miðvikudag. Rætt var um aðferðir til að fylgjast með stofíistærð tegunda og vistkerfi sjávarins almennt en jafhframt hvernig bregðast skuli við áróðri umhverfisverndarsinna gegn sel- og hvalveiðum. Samþykkt var tillaga um aukna samvinnu hvalveiðiríkja við Norður-Atlantshaf og verður hún lögð fyrir ríkis- stjórnir þeirra en tekið var fram að slíkt samstarf yrði til viðbótar því starfi sem unnið væri á öðrum vettvangi, þ.e. Alþjóðahvalveiðiráð- inu. Jogvan Sundstein, lögmaður Fær- eyja, stjórnaði fundinum og sagði í lokaorðum sínum að fulltrúarnir hefðu notað tímann vel til að ræða grandvallaratriði enda hefðu þeir ekki þurft að nota alla sína orku til að veijast tilfinningaþrangnum árás- um umhverfissinna og dýravina. Fyr- ir fundinn höfðu margir talið mögu- legt að samþykkt yrði úrsögn úr hvalveiðiráðinu vegna andstöðu margra ríkja þess við hvalveiðar en slík fillaga var ekki lögð fram. í fréttatilkynningu fundarins segir m.a. að áformað sé að koma á fót óformlegri nefnd til að samræma vísindalegar rannsóknir ásamt verndun og stjómun sjávarspendýra- stofna í Norður-Atlantshafi. Einnig segir að samþykkt hafi verið að boða til þriðja fundar þjóða sem veiða sjáv- arspendýr. Sá fyrsti var haldinn í Reykjavík á síðasta ári. Fulltrúarnir töldu mikla þörf á auknum áróðri meðal almennings fyrir veiðunum og sögðu að í áróðri umhverfisverndar- sinna gætti ósanngirni og rangt væri farið með staðreyndir. Mynd Magnúsar Guðmundsonar, „Lífsbjörg í norðurhöfum,“ var sýnd á fundinum og hlaut góðar móttök- ur. Engar ákveðnar tillögur um sam- vinnu í áróðursmálum voru sam- þykktar. Er fundargestir sátu veislu sölu- stofnunar sjávarafurða í Færeyjum, er nefnist Foroya Fiskasola, flutti forstjóri fyrirtækisins, Birgir Dani- elsen, stutta tölu. Hann sagði m.a. að lítil hvalveiðiþjóð á borð við Fær- eyinga hefði enga möguleika á sigri í baráttu við alþjóðleg samtök um- hverfisverndarsinna. Hagnaðurinn af grindhvalaveiðum landsmanna væri ekki svo mikill að veijandi væri að stofna helsta útflutningsiðnaðin- um, þ.e. fiskvinnslunni, í hættu. Fulltrúar Islands á fundinum vora m.a. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra og Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar ís- lands. 87 menn biðu bana í hagléli Peking-. Reuter. ÁTTATÍU og sjö menn biðu bana og 4.200 slösuðust er kraftmikið haglél gekk inn yfir Suðvestur-Kína í fyrra- dag. Fór élið með 100 kíló- metra hraða yfir um 10 borgir í Sichuan-héraðinu og skildi eftir sig slóð eyðileggingar. Mörg þúsund húsa eyðilögðust Mannskæðar aurskriður í Georgíu Moskvu. Reuter. Á sjötta tuga manna biðu bana vegna flóða og skriðufalla af _ völdum mikilla leysinga í fjallahéraðum í sovétlýðveld- ingu Georgíu á miðvikudags- kvöld, að sögn sovézka sjón- varpsins. Þorpið Tsablana í héraðinu Adzharíu skammt frá tyrknesku landamæranum varð verst úti en þar biðu 52 menn bana. Miklar leysingar hafa verið á þessum slóðum. Israelar saka S.Þ. um hræsni Jerúsalem. Reuter. ÍSREALAR sögðu það vera hræsni hjá fulltrúum á alls- hetjarþingi Sameinuðu þjóð- anna að fordæma tilraunir þeirra til að bæla niður upp- reisn Palestínumanna á herte- knu svæðunum en láta sem þeir vissu ekki af fjöldamorð- unum í grannríkinu Líbanon. Allsheijarþingið fordæmdi framferði Israela gagnvart Palestínumönnum og skoraði á Öryggisráðið að grípa til aðgerða til varnar þeim síðar- nefndu. Sænskur sendi- herra í felum Stokkhólmi. Frá Erik Liden, frétta- ritara Morgunblaðsins. SÆNSKIR fjölmiðlar voru einhuga um það í gær að kalla bæri Carl Lidbom, sendiherra í París, heim vegna umdeildra atvika í einkalífi hans. Þykir það hneyksli að Lidbom skuli hafa farið í opinbera heimsókn til franskrar flotastöðvar, sem mikil leynd hvílir yfir, með vin- konu sinni í stað konu sinnar. Á leiðinni í flotastöðina fór hann fyrst gagngert til London til að sækja lagskonuna, sem er af eistnesku bergi brotin. í stöðinni kynnti hann hana sem eiginkonu sína, en franska leyniþjónustan fletti hins veg- ar ofan af honum. Fer Lidbom nú huldu höfði í París og gagn- stætt því sem áður var forðast hann blaðamenn eins og heitan eld. Ingvar Carlsson, forsætis- ráðherra, hefur komið honum til varnar en Sten Andersson, utanríkisráðherra, hefur gagn- rýnt Lidbom fyrir fijálslegt einkalíf. Franskir fjölmiðlar með Le Monde í fararbroddi hafa krafizt þess af sænsku stjórninni að hann fái orð í eyra þar sem það hafi verið óskrifuð siðferðislög í mörg hundrað ár í Frakklandi að embættismenn flíki ekki lags- konum sínum við opinber tæki- færi. Vegna deilna um kvenna- mál Lidboms mun sérstök þingnefnd nú rannsaka hvort tíðar viðkomur hans í London á leiðinni milli Stokkhólms og Parísar, og kostnaður sem því hafi verið samfara, hafi í raun verið kvennafarsferðir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.