Morgunblaðið - 22.04.1989, Síða 21
igl
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22, APRÍL 1989
Indland:
Tngir fórust
í lestarslýsi
Nýju Delhi. Reuter.
AÐ minnsta kosti 67 manns létu
á miðvikudag lífið þegar hraðlest
á leið til Nýju Delhi á Indlandi
fór út af sporinu. Ekki er vitað
hvað slysinu olli en talið er hugs-
anlegt, að um skemmdarverk
hafi verið að ræða.
Tólf af 20 lestarvögnum Karna-
taka-hraðlestarinnar fóru mjög illa
í slysinu og líkin voru þannig útleik-
in, að erfitt var að bera kennsl á
sum þeirra. 120 manns voru fluttir
á sjúkrahús þar sem 43 létust af
sárum sínum og 20 manns voru í
gær enn í lífshættu. Þetta er mesta
lestarslys á Indlandi í tæpt ár en í
júlí í fyrra fórust rúmlega 100
manns þegar lest fór út af teinunum
á brú og steyptist ofan í vatn.
Gífurlegar rekneta-
girðingar ógna líf-
ríkinu í N-Kyrrahafi
Fiskur, fiigl og tugþúsundir sjávarspendýra
drepast í allt að 50 km löngum trossunum
New York Times
Bandariskir embættis- og vísindamenn hafa sakað þrjár Asíuþjóð-
ir, Japani, Taiwanbúa og Suður-Kóreumenn um gífúrlega rányrkju
og beint tilræði við lífríki Norður-Kyrrahafsins. í orði kveðnu er
hér um að ræða smokkfiskveiðar en þær eru stundaðar með reknet-
um eða reknetagirðingum, sem eru 30 feta djúpar og allt að 50 km
langar. Drepa netin allt, sem í þau fer: Smokkfisk, annan fisk, fúgla
og tugþúsundir höfrunga og sela.
Bandaríkjamenn halda því fram,
að við þessar veiðar sé smokkfiskur-
inn algert aukaatriði því að auk
hans veiði skipin, sem eru um 700
talsins, gífurlega mikið af laxi og
regnbogasilungi, sem hrygnir í
norður-amerískum ám. Lögum
samkvæmt mega aðeins banda-
rískir og kanadískir fiskimenn veiða
þennan fisk.
Vísindamenn segjast einnig ótt-
ast, að þessar villimannlegu veiðar
muni ganga mjög nærri ýmsum
tegundum fisks, sjávarspendýra og
fugla og valda stórtjóni á líf- og
fæðukeðjunni á þessum slóðum.
Netin eru látin renna út um skut-
rennuna þegar skyggja tekur á
kvöldin og síðan er byijað að draga
þau fyrir birtingu næsta morgun.
Talsmenn veiðiþjóðanna reyna að
gera sem minnst úr öðrum afla en
smokkfisknum en bandarísir eftir-
litsmenn og dr. Linda L. Jones, einn
af yfirmönnum bandarísku haf-
rannsóknastofnunarinnar í Seattle,
segja, að tugþúsundir höfrunga og
annarra sjávarspendýra drepist í
Reuter
Netgirðingarnar eru 30 feta djúpar og allt að 50 km langar. Drepa þær allt, sem í þeim lendir, fisk, fúgl
og sjávarspendýr. Fyrir kemur, að netin týnist en drápið heldur áfram eftir sem áður.
netunum. Samstarfsmaður hennar,
Alan R. Bunn, segir ekki ólíklegt,
að 35-50.000 loðselir drepist í þeim
árlega.
Á síðasta ári brá svo við, að lax-
veiðarnar í Alaska hröpuðu niður
úr öllu valdi. Eru menn vissir um,
að reknetaveiðarnar, einkum Taiw-
anbúa, eigi sök á því. Var búist
við, að aflinn yrði um 40 milljón
laxar en þegar til kom nam hann
aðeins 12 milljónum. Segja sjáv-
arlíffræðingar, að engin eðlileg
skýring sé á aflahruninu nema rek-
netaveiðarnar. Það sýndi sig líka í
fyrrahaust í gífurlegu framboði af
smálaxi á mörkuðunum í Singapore
og Thailandi.
E1 Salvador:
Dómsmála-
ráðherra
myrtur
San Salvador. Reuter.
Fulltrúar ríkisstjórnar og
hersins í E1 Salvador hittust
á fímmtudag til viðræðna um
hertar aðgerðir gegn skæru-
liðum sem beijast gegn ríkis-
stjórn landsins. Viðræðurnar
fylgja í kjölfar fráfalls Garc-
ia Alvarados, dómsmálaráð-
herra E1 Salvadors, sem var
myrtur á miðvikudag. Eng-
inn hefúr lýst ábyrgð á hend-
ur sér en sfjórnvöld saka
skæruliðahreyfingu vinstri-
sinna, FMLN, um tilræðið.
Alvarados hafði aðeins verið
fjóra mánuði í embætti. Fyrir
skömmu sagði hann að of mik-
ið tillit væri tekið til mannrétt-
inda í baráttunni við hryðju-
verkamenn FMLN, dauðasveit-
ir hægrimanna og öfgamenn
innan hersins.
Vinstrisinnaðir skæruliðar
hafa í auknum mæli heijað á
höfuðborg landsins, San
Salvador, með sprengjutilræð-
um, hermdarverkum og morð-
tilræðum.
i ii
» 11«!
itir, fallegfot
Skemmtileg
I dag, laugardag:
KAUPSTAÐUR kl. 13:00
MIKLIGARÐUR kl. 14:30