Morgunblaðið - 22.04.1989, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.04.1989, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989 High Heat við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn. Morgunbiaðið/Þorkeii Fljótandi vörumark- aður í Reykjavíkurhöfii NORSKA SKIPIÐ High Heat, sem selur skipum á hafí úti ýmsar vörur og er því nokkurs konar fljótandi vörumarkaður, hafði við- dvöl í Reykjavíkurhöfh. : „Við seljum aðallega matvöru og kaupendurnir eru einkum norsk skip á Norður-Atlantshafi," sagði Bergheim, skipstjóri á High Heat, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að sjö menn væru' í áhöfn High Heat og skipið væri allt að tvo mánuði í hverri söluferð. Kristinn Ólafsson, tollgæslu- stjóri, sagði að skip eins og High Heat seldu olíu, matvæli og hátolla- vörur eins og áfengi og tóbak. Skip- stjórar á þessum skipum ættu að setja áfengi og tóbak .undir lás þeg- ar þau kæmu inn í 12 mflna tolla- landhelgi íslands. Hins vegar benti ekkert til þess að High Heat hefði selt íslenskum skipum vörur. „Gamli miðbærinn“ með verslunarnýjung: Viðskiptavinir leita að rauðum miðum Miðbæjarsamtökin eru nú að hleypa af stokkunum nýjung í verslun. Að sögn Guðlaugs Berg- mann, kaupmanns í Karnabæ, byggist nýjungin á því að kaup- menn í miðbænum setja rauða miða á vörur sem boðnar verða á sérstöku tilboðsverði. „Þetta verða ekki bara minni háttar hlutir, heldur dýrar vörur í bland og hið fjölskrúðugasta úrval,“ sagði Guðlaugur. Guðlaugur sagði enn fremur, að kaupmenn í þessum hluta borgar- innar myndu reyna að samræma rauðu merkingarnar eins fljótt og kostur væri. „Markaðurinn í Kola- portinu hefur gengið svo vel, að okkur fannst sjálfsagt og rétt að fylgja honum eftir með einhverju og þessi hugmynd var ofan á,“ bætti Guðlaugur við, en hann sagði að síðasta laugardag hefðu um 20.000 manns komið í markaðinn og þar hefði ríkt sannkölluð “karnivalstemming." GENGISSKRÁNING Nr. 76 21. apríl 1989 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.16 Kaup Sala 9«ngi Dollari 52,33000 52.47000 53,13000 Sterlp. 89,89500 90,13600 90.40100 Kan. dollari 44,20000 44,31800 44,54200 Dönsk kr. 7,27560 7,29510 7,23600 Norsk kr. 7,78140 7,80220 7,77210 Sænsk kr. 8,30500 8,32730 8.27440 Fi. mark 12,64320 12,67700 12.50410 Fr. franki 8,30500 8,38050 8,34260 Belg. franki 1,35390 1,35760 1,34690 Sv. franki 32,10430 32,19020 32,34310 Holl. gyllini 25,12540 25,19270 25,01470 V-þ. mark 28,34850 28,42440 28,20890 ít. líra 0,03855 0,03865 0,03848 Austurr. sch. 4,02580 4,03660 4,00970 Port. escudo 0,34230 0.34320 0,34280 Sp. peseti 0,45600 0,45720 0,45290 Jap. yen 0,39913 0,40020 0,40000 írskt pund 75,55100 75.75400 75.44700 SDR (Sérst.) 68,47640 68,65960 68,82300 ECU, evr.m. 58,88960 59,04710 58,75380 Tollgengi fyrir apríl er sölugengi 28. mars. Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 21. apríi. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 50,50 48,00 48,87 21,923 1.071.459 Þorskur(ósl) 51,50 43,00 47,67 14,833 707.233 Ýsa 73,00 63,00 68,71 0,350 24.050 Karfi 29,50 15,00 26,74 6,996 187.093 Ufsi 20,00 15,00 16,61 0,900 14.500 Keila 8,00 8,00 8,00 1,500 12.000 Samtals 45,04 47,909 2.158.230 Selt var aðallega úr Breka VE og Snæfugli SU. Næstkomandi mánudag verða meðal annars seld 40 tonn af þorski úr Sindra VE og óákveðið magn úr Stakkavík ÁR og fleirum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 50,00 30,00 46,75 8,387 392.051 Ýsa(ósl.) 69,00 35,00 62,74 1,519 95.307 Karfi 29,00 29,00 29,00 2,194 63.633 Ufsi 27,00 15,00 26,81 15,182 407.102 Steinbítur(ósL) 17,00 9,00 13,54 0,224 3.034 Skarkoli 25,00 25,00 25,00 0,155 3,875 Samtals 29,75 27,810 973.848 Selt var úr Freyju RE, neta- og færabátum. í dag verða meðal annars seld 15 tonn af steinbít og 0,150 tonn af stórlúðu. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 49,50 38,00 41,42 17,043 705.853 Ýsa 71,00 35,00 57,42 9,859 566.124 Karfi 30,00 28,00 29,43 12,240 360.274 Ufsi 28,50 7,00 27,91 11,996 334.840 Steinbítur 18,00 15,00 15,85 0,412 6.531 Lúða 210,00 180,00 203,57 0,855 174.050 Samtals 41,00 53,278 2.184.430 Selt var aðallega úr Unu í Garði GK, Sandvíkingi KE og Guð- rúnu Björgu ÞH. í dag verður selt óákveðiö magn af blönduðum afla úr Eldeyjar-Boða GK og fleiri bátum. SKIPASÖLUR í Bretlandi 17. til 21. apríl. Þorskur 83,90 129,550 10.869.438 Ýsa 97,62 11,480 1.120.669 Ufsi 35,94 15,300 549.955 Karfi 39,41 5,920 233.282 Koli 80,13 1,200 96.152 Samtals 79,38 165,215 13.115.089 Selt var úr Sigurey BA í Grimsby 19. apríl. GÁMASÖLUR í í Bretlandi 17. til 21. , apríl. Þorskur 83,11 370,885 30.824.390 Ýsa 98,87 274,771 27.165.296 Ufsi 37,80 13,675 516.919 Karfi 58,12 7,755 450.699 Koli 72,52 196,530 14.251.969 Grálúða 78,58 18,665 1.466.627 Blandað 72,58 135,032 9.800.432 Samtals 83,04 1.017,3 84.476.421 Jarð- fræðifyr- irlestur í Odda Fyrirlestur verður haldinn mánudagskvöldið 24. apríl á veg- um Hins íslenska náttúrufræði- félags. Þar mun Áslaug Geirs- dóttir jarðfræðingur greina frá rannsóknum á uppruna setlaga í Borgarfírði og Hvalfirði. I fyrirlestrinum rekur Áslaug hvemig greina má, með því að beita mörgum ólíkum aðferðum, þær aðstæður sem ríkjandi voru þegar setlögin mynduðust. Niður- stöðurnar benda til að þau hafi orðið til í ólíku umhverfi og greindi Áslaug fjórar gerðir. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Odda og hefst kl. 20.30. Allir eru velkomnir. (Úr frcttatilkynningu) Oratórían Elía Kirkjulistahátíð er frainundan hjá Listvinafélagi Hallgríms- kirkju. Hún mun standa frá 5.—15. maí nk. Þar verður m.a. flutt óratórían Elia eftir Mend- elssohn. Flytjendur verða Mót- ettukór Hallgrímskirkju og Sin- fóníuhljómsveit Islands ásamt Qórum erlendum einsöngvurum. Verkið verður kynnt á sunnudag í tengslum við guðsþjónustu í Hallgrímskirkju. Mótettukórinn verður einnig með léttar veitingar til sölu fyrir Frakklandsferð sína. Námskeið í sjálfsmótun Námskeið í sjálfsmótun hefst næstkomandi mánudag, 24. apríl. Leiðbeinandi er Erling H. Ellingsen sem meðal annars hef- ur lagt stund á Zen-búddíska hugleiðslu í Japan og mannúðar- heimspeki í Bretlandi. Á námskeiðinu verða kenndar aðferðir til að auðvelda þátttakend- um að slaka á og losa um streitu, auka einbeitingu og vald yfir hug- anum, auka sjálfstraust og bæta sjálfsímynd, skapa árangur og vel- gengni, öðlast jákvæðari lífsaf- stöðu, ná betra tilfinningajafnvægi og bæta samskipti við aðra. Námskeiðið verður haldið að Laugavegi 163. (Úr fréttatilkvnningu) Kynningar- dagur Stýri- mannaskólans Nemendafélag Stýrimanna- skólans í Reykjavík heldur sér- stakan kynningardag i dag, laugardag. Skólinn verður opinn gestum frá kl. 13.30 til 17.00. Kennarar og nemendur kynna notkun tækja skólans og veita upplýsingar um námið. Sýnd verða myndbönd um sjómennsku og slysavamir. Hamp- iðjan sýnir þar í fyrsta sinn nýjar neðansjávarmyndir. Slysavarnafé- lag íslands kynnir notkun björgun- artækja og bátar verða til sýnis. í matsal skólans annast Kvenfé- lagið Hrönn veitingar. Borgfirðinga- vöku lýkur um helgina Borgarnesi. HIN árlega Borgfírðingavaka hófst með opnun myndlistar- og höggmyndasýningar í Sam- komuhúsinu í Borgarnesi. Það eru listamennirnir Einar Ingimundarson í Borgarnesi og Páll Guðmundsson frá Húsafelli sem sýna þar verk sín. Einar sýnir ný og nýleg olíumálverk og Páll sýnir höggmyndir úr Húsafells- gijóti. Höggmyndimar eru flestar af Borgfirðingum, lífs og liðnum, en innan um em m.a. þjóðskáldin, hulduverur og fomkappar. Þykir sérstaklega vel hafa tekist til við uppsetningu þessarar samsýning- ar. Sýningin verður opin daglega frá kl. 16 til 22 til 23. apríl. Við opnun- ina söng karlakórinn Söngbræður úr Borgarfirði nokkur lög undir stjóm Sigurðar Guðmundssonar frá Kirkjubóli í Hvítársíðu. - TKÞ Fyrirlestur um vísindasögnna í heimi firæðanna ÞORSTEINN Vilhjálmsson, dós- ent í eðlisfræði við Háskóla Is- lands, heldur fyrirlestur á veg- um Félags áhugamanna um heimspeki sunnudaginn 23. apríl kl. 14.30. Fyrirlesturinn nefnir hann „Vísindasagan í heimi fræðanna". Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi og er hann öllum opinn sem áhuga hafa. Gítarleikur á burtfarartón- leikum HINRIK Daníel Bjarnason held- ur burtfarar- tónleika frá Tónskóla Sigur- sveins D. Krist- inssonar I dag, laugardag. Tón- leikarnir verða í sal Tónskólans við Hraunberg 2 og hefjast kl. 17.00. Hinrik Daníel Bjarnason hóf nám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonaríjanúar 1982. Síðast- liðið vor lauk hann kennaraprófi í gítarleik frá skólanum. í nóvember sl. flutti hann, í tengslum við burt- fararprófið, gítarkonsert eftir F.M. Torroba í Bústaðakirkju. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti í desember 1988. Hinrik hefur m.a. sótt nám- skeið hjá José Luis Gonzáles og Siegfried Kobilza. Samhliða námi hefur Hinrik starfað sem kennari og gítarleikari. Aðalkennari hans er Símon ívarsson. Á tónleikunum verða flutt verk eftir F. Sor, John Speight, J.S. Bach, I. Albéniz og Robert De Visée. Enn flær hjá FEF Félag einstæðra foreldra heldur áfram sínum vinsæla flóamark- aði í Skeljanesi 6 í dag, laugar- dag. Vamingur hefúr verið end- umýjaður síðan síðast var mark- aður. Eins og fyrr er allt milli himins og jarðar á boðstólum, fatnaður á alla, konur og kalla og börn, skrautmunir og skór, bækur og bútar og er þá fátt eitt talið. Minnt er á að markað- urinn hefst kl. 2 e.h. og verðið er hagstætt að venju. Sjóferðir um helgina Náttúmverndarfélag Suð- vesturlands heldur áfram sjó- ferðum í dag og á morgun með farþegabátnum Hafrúnu. Farið verður báða dagana kl. 10 í tveggja tíma siglingu um sundin og umhverfis eyjarnar á Kollafirði. Aðaláhersla verður lögð á að kynna lífríkið í sjónum. KI. 13.30 báða dagana verður tveggja tíma útsýnissigling út fyrir Gróttu og inn á SkeijafjÖrð, Arnar- nesvog, Kópavog og Fossvog. Kl. 16.00 og 17.00 báða dagana verður farin klukkutíma sigling út fyrir Viðey og Engey. Skoðaðar verða krabbagildrur í öllum ferðunum. Farið verður í allar ferðirnar frá Grófarbryggju neðan við Hafnar- húsið. Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum. Brids í Gerðubergi í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi em að hefjast fram- haldsnámskeið í brids.. Náms- flokkar Reykjavíkur og Gerðu- berg standa sameiginlega að þessum námskeiðum. Kennari á námskeiðinu verður Jakob Kristinsson, ritari Bridsfé- lags Reykjavíkur. Það hefst þriðju- daginn 25. apríl kl. 19.30, kennt verður á þriðjudögum og fimmtu- dögum í alls 10 skipti. Kennslu- gjald er kr. 3.500. Innritun er í Gerðubergi á skrif- stofutíma. Samkór Selfoss og Arnesinga- kórinn með tón- leika ^ Selfossi. ÁRLEGIR tónleikar Samkórs Selfoss og Amesingakórsins í Reykjavík verða haldnir í Sel- fosskirkju í dag, laugardaginn 22 apríl kl. 17.00. Samkór Selfoss syngur undir stjóm Jóns Kristins Cortes og Ár- nesingakórinn undir stjórn Sigurð- ar Bragasonar, píanóleikari er Ul- rika Olafsson, óbóleikari Ólafur Flosason og einsöngvarar Árnes- ingakórsins eru Árni Sighvatsson og Laufey Geirsdóttir. — Sig. Jóns. Boðssýning á Regnmanninn SÉRSTÖK boðssýning fyrir þroskahefta og hreyfihamlaða verður í dag, laugardaginn 22. apríl, á kvikmyndina Regnmanninn í Bíóborginni kl. 13.30. (Fréttatilkynning) Fyrsta bókauppboðið Guðmundur Axelsson í Klaustur- hólum stendur fyrir bókauppboði í Inghól á Selfossi laugardaginn 22. apríl kl. 14, en þar verða boðnar upp 200 bækur. Þetta er í fyrsta skipti sem Klausturhólar standa fyrir slíku uppboði á Suðurlandi, en uppboð Klausturhóla hafa hing- að til aðeins verið í Reykjavík og á Akureyri. Ymsar sér sunnlenskar bækur verða á uppboðinu og má þar nefna Fenntar slóðir, 15 þætti um sunnlenska þjóðhætti eftir Bergstein Kristjánsson. Yorhátíð barnastarfsins BARNASAMKOMA verður í Fríkirlgunni í Hafnarfirði sunnudaginn 23. apríl og hefst hún kl. 11.00. Magnús Erlingsson frá æsku- lýðsstarfi kirkjunnar mun leiða samverustundina og Sigríður Hannesdóttir, leikkona frá Brúðubílnum, kemur í heimsókn, en í för með henni verður leynigest- ur. Tónleikar í Ytri-Njarðvík TÓNLEIKAR verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju sunnu- daginn 23. apríl nk. Það er te- nórinn Helgi Maronsson úr Njarðvík sem flytur þar gamlar ítalskar aríur, ljóð eftir Beetho- ven og Hugo Wolf og ópemaríur eftir Donizetti, Bellini, Puccini, Flotow og Verdi. Helgi hélt burtfarartónleika vo- rið 1987 frá Tónlistarskóla Njarðvíkur þar sem Ragnheiður Guðmundsdóttir er kennari söng- deildarinnar . Undirleikari Helga á þessum tónleikum er Krystyna Cortes.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.