Morgunblaðið - 22.04.1989, Side 30

Morgunblaðið - 22.04.1989, Side 30
30 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Fjórir aöalþœttir Aðalþættir stjömuspekinnar eru fjórir: Stjömumerki, plá- netur, hús og afstöður. Plá- netumar eru táknrænar fyrir orkusvið mannlífsins, Sólin fyrir lífsorku, Tunglið fyrir tilfmningaorku, Merkúr fyrir hugarorku, Venus fyrir ást- arorku og Mars fyrir fram- kvæmdaorku. Merkin segja til um það hvemig orkan er. Iifsorkan er hröð í Hrúts- merkinu, en hæg í Nauts- merkinu o.s.frv. Húsin Húsin byggja á skiptingu himinhvolfsins í kringum jörðina í tólf geira sem kall- aðir em hús. Fyrir neðan sjóndeildarhringeru sex geir- ar, hús eitt til sex og fyrir ofan einnig sex geirar eða hús sjö til tólf. Það persónu- legasta Húsin eru það persónuieg- asta í kortinu af þeirri ástæðu að plánetur færast ört á milli þeirra. Hver pláneta er í öll- 'um tólf húsunum á hveijum sólarhring. Maður sem er fæddur kl. 6 um morgun að vorlagi hefur Sól kannski i 12. húsi, en maður sem er fæddur tveimur tímum síðar kl. 8 hefur Sól í 11. húsi. Vettvangur orkunnar Segja má að húsin segi til um það á hvaða vettvangi mannlífsins við nýtum orku plánetanna best. Sól í 11. húsi táknar að lífskrafturinn verður sterkastur ef viðkom- andi beitir sér í félagslegu samstarfi eða þjóðfélagsiegri umræðu. Lífskraftur manns sem hefur Sól í 5. húsi verð- ur sterkastur ef hann vinnur með böm eða þar sem skap- andi sjálfstjáningar er þörf. Maður með Sól í 6. húsi eyk- ur aftur á móti orku sína m.a. með því að vinna að heilbrigðis- og heilsumálum. Við finnum orku plánetanna og getum styrkt þær í þeim athöfnum sem hús þeirra standa fyrir. Persónuleiki og þjóðfélag Húsin íjallai einnig um helstu þætti mannlegs persónuleika. Pláneta og merki i 1. húsi segja til um framkomu, per- sónulegan stíl og það hvemig við bytjum á nýju verki. Plán- eta og/eða merki ( 2. húsi segir til um viðhorf okkar til líkama og eigna og gefa til kynna þá hæfileika sem við notum til að afla okkur tekna o.s.frv. Plánetur í 1.—6. húsi segja til um persónulega þætti, um innri mótun ein- staklingsins. Plánetur í 7,—12. húsi segja til um fé- lagslega og þjóðfélagslega þætti, um tengsl einstakl- ingsins við stærra umhverfi. Aldursskeiö Húsin hafa einnig með ald- ursskeið mannsins að gera. 1. húsið tengist fæðingu. 2. húsið er það skeið þegar við uppgötvum líkamann. 3. hús- ið er tímabil mál- og hreyfi- leikni. { 4. húsi mótum við innri mann og skynjum okkur sem hluta af fjölskyldu. 5. húsið er það aldursskeið þeg- ar við uppgötvum ástina og í 6. húsi lýkur persónulegri mótun, 7. húsið er það tíma- bil þegar við lærum að vinna með öðrum og 10. hús er það skeið þegar við festum okkur t sessi I þjóðfélaginu. Plánet- ur og merki í hverju húsi segja til um það hvaða kröft- um við mætum á hveiju tíma- bili. (Næsta grein mun fjalla um hlutverk hinna einstöku húsa.) MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989 BRENDA STARR UAF70. VANN HJÁ AáAN- ÞÍbTVÓ'\ F,ZbP- V/O HITTUM&T ^ ----f | I'EBlD L£NGl SAMAN ? SHSku S/NNUM 'A KOSU/NGA - PERBALÖ/SVM EiNHVaBS STABAl? Á KOSNJNGA - FEePALAG/ GEBBl É<3 /Uáe G/3E/N ■ pyme pv(, að ég vann ry/e/e U PANGAN F-&AAtBJÓBAMRA- ÉG HEFSéB HVAÐ /AANFEED OEE/fi KONU S/NN/ iÖLLU/M KONUM SEM HANNþEKKlgi. BS VAHB AB UÓSKA FERD8NAND SMÁFÓLK Why Poqs Are Superior To Cats Who says we’re not? Af hverju hundar eru köttum fremri. Hver segir að þeir séu það ekki? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Larry Cohen og Marty Berg- en, liðsmenn sigursveitarinnar í Vanderbilt keppninni, fengu tækifæri til að beita tveimur hátæknivopnum í eftirfarandi spili úr fyrstu umferðum keppn- innar. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 10985 ♦ - ♦ KG10764 ♦ Á42 Austur |||| ¥DG1092 ♦ D85 *G87 Suður ♦ ÁDG76 VÁK763 ♦ - *D63 Vestur Norður Austur Suður _ — — 1 spaði Pass 3 hjörtú Dobl 5 tíglar Pass 5 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Útspil: spaðatvistur. Stökk norðurs í 3 hjörtu sýndi slemmuáhuga í spaða með ein- spil eða eyðu til hliðar. Sagn- venja, sem nokkuð er að ryðja sér til rúms. Hin, sem á eftir kom, er hins vegar minna þekkt. Hoppið upp í 5 tígla spurði kerf- isbundið um lykilspil til hliðar við tígulinn. Með lykilspilum er átt við ása, trompkóng og drottningu. Svörin eru í þrepum og norður sagðist eiga eitt með 5 spöðum. Bergen var því sæmi- lega bjartsýnn þegar hann lyfti- í sex. En útspilið var þægilegt. Hann drap kóng austurs með ás, trompaði hjarta og lét svo tígulkónginn rúlla yfir til vest- urs. Spilið stendur nú alltaf með því að verka tígulinn, en ekki spillti fyrir þegar vestur reyndi laufkónginn í örvæntingu. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á heimsbikarmótinu í Barcel- ona, sem var acTljúka, átti Nigel Short góða möguleika á sigri þar til hann var of ákafur með svörtu gegn Jóhanni Hjartarsyni: Enski leikurinn, 1. c4 — e5, 2. g3 — d6, 3. Bg2 - Rc6, 4. Rc3 - g6, 5. Hbl - a5, 6. a3 - Bg7, 7. d3 - f5, 8. e3 — Rf6, 9. b4 — axb4, 10. axb4 - 0-0, 11. b5 — Re7, 12. Db3 - Kh8, 13. Rge2 - g5, 14. 0-0 — f4?!, 15. exf4 — gxf4, 16. gxf4 - Rg6, 17. fxe5 - Rg4, 18. Re4 - Bxe5, 19. h3 - Rh2, 20. Bg5! — De8 og nú kom sterk- ur leikur sem Short hafði greini- lega yfirsézt: 21. d4! — Rxfl, 22. dxe5 — dxe5, 23. Hxfl og með tvo létta menn fyrir hrók í miðtafli vann Jóhann skákina auðveldlega. Jafnir og efstir á mótinu urðu þeir Ljubojevic og Kasparov með 11 vinninga af 16 mögulegum. Þetta segir þó ekki alla söguna, því Kasparov vann Spánveijann 111- escas, en Ljubojevic gerði aðeins jafntefli við hann. Þar sem skákir gegn honum gilda ekki í stiga- keppni heimsbikarmótanna telst Kasparov í öðru sæti í henni. Þetta þýðir að ef Anatoly Karpov sigrar á næsta heimsbikarmóti í Rotter- dam kemst hann upp fyrir Kasp- arov. Þeir munu síðan báðir verða með á síðasta mótinu, í Svíþjóð í ágúst, og ráðast endanleg úrslit líklega ekki fyrr en þá. Vestur ♦ 42 ♦ 854 ♦ Á932 ♦ K1095

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.