Morgunblaðið - 22.04.1989, Side 40

Morgunblaðið - 22.04.1989, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRIL 1989 40 > * Ast er... ... hopp og hí. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ° 1989 Los Angeles Times Syndicate Það eru víst komnar nýjar spilareglur síðan ég spilaði Olsen-OIsen síðast...? HÖGNI HREKKVlSI „ ÉCx STOPPAÐ^VAIZ PAÐ BKKI ?! " Lengi getur vont versnað Til Yelvakanda. Mig langar til að biðja þig að birta þessar línur í dálkum þínum, þótt ég sé þess meðvitandi að þær bjargi litlu við úr því sem komið er. Eg get samt ekki látið undir höfuð leggjast að tjá hug minn og láta í ljós andúð mína og kvíða fyr- ir þeim hryllingi_ sem vofir yfir íslensku þjóðinni. Ég á þar við bjór- inn sem nú flæðir hömlulaust yfir þjóðina ásamt öðrum vímugjöfum, sem fyrir eru. í stað þess að draga úr áfengisneyslu er bætt við hana með bjórdrykkju og fjölgun vínveit- ingastaða og kráa vítt og breitt um landið. Þetta er hræðileg þróun, sem þeir eru ekki búnir að sjá fyrir endann á þessir ógæfusömu menn sem voru flutningsmenn bjórfrum- varpsins og þeir sem þá studdu. Þeirra ábyrgð er mikil. Þetta eru mennirnir sem trúað er fyrir heill og hamingju þjóðarinnar, en svona bregðast þeir við. Svo er það fréttamennskan og auglýsingaherferðin síðustu dagana í febrúar, sem var svo siðlaus og viðbjóðsleg að manni blöskraði. Það fyrsta sem birtist á Sjónvarps- skerminum hvern dag var bjór og meiri bjór með þeim gleðilegu frétt- um, að nú væri verjð að aka honum út í allar útsölur Áfengisverslunar ríkisins. Þar með var það tryggt að fólk gæti farið að svala 74 ára gömlum þorsta sínum í áfengum bjór 1. mars. Þetta var þá boðskap- ur eða hitt þó heldur. Ég ætla að leyfa mér að undir- strika orð Svavars Gestssonar ráð- herra, að það væri engu líkara en að jólin væru að koma eða einhver fagnaðarhátíð væri í nánd, slík var eftirvæntingin og gauragangurinn. Borgaraleg „fermmg“: i i Hvað segja prestamir? Kæri Velvakandi. Ég vil taka undir þau orð sem „Meðlimur í Þjóðkirkjunni" skrif- aði í Velvakanda fimmtudaginn 13. apríl sl. um svokallaða borg- aralega fermingu. í fyrsta lagi sýndi Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra, íslensku þjóðkirkj- unni mikla óvirðingu með því að koina fram við þessa athöfn, þó svo að hann hafi verið þar sem einstaklingur. En að koma þarna fram sem ræðumaður og að taka afstöðu með þessari uppákomu er fyrir neðan allar hellur hjá ráð- herra. Og að kalla þessa athöfn fermingu er óskiljanlegt. Stað- festing á hveiju, má maður spyrja? í öðru lagi: Hvers vegna láta prestar þjóðkirkjunnar ekkert í sér heyra um þetta? Hvers vegna þessi sífellda þögn og afskiptaleysi þeg- ar æ ofan1 í æ er vegið að krist- inni kirkju. Þegar rætt er við presta uni afskiptaleysi þeirra segja þeir oft að kirkjan vinni ekki með hávaða. En hver er að tala um hávaða? Hvað um foreldra sem eru að reyna að leiðbeina börnum sínum? Ef foreldrar sneiddu hjá því að leiðbeina þeim um siðgæði, áfengisnotkun, sam- band karls og konu, of langar úti- verur á kvöldin o.s.frv., o.s.fi’v.? Ef foreldrar létu hjá líða að ræða við börnin sín um ýmis mál sem upp koma og létu allt afskipta- laust? Ef foreldrar flokkuðu það undir „hávaða“? Hvað gerðist þá? Ég held að margir ungir foreldrar vilji gjarnan fá stuðning í tilraun- um sínum til að hafa áhrif. Það sýnir þátttaka í hinum margvís- legu námskeiðum sem sálfræðing- ar hafa boðið upp á. Því ber að þakka framtak einstakra presta í námskeiðshaldi og mættu fleiri feta í fótspor þeirra og hafa fleiri tegundir námskeiða, þ.e. ekki bara fyrir foreldrana eða um hjóna- bandið, heldur námskeið fyrir alla fjölskylduna. Kirkjan þarf að koma meira inn í okkar daglega líf. Sum- ir segja að kirkjan sé söfnuðurinn sjálfur, en hver er leiðtogi safnað- arins? Með þögninni er hægt að líta svo á að prestarnir hafi ekkert á móti borgaralegri „fermingu“. Ég skora á þá að láta í sér heyra um þetta mál í fjölmiðlum. Foreldri En svo ég víki nú nokkrum orðum að þessu svokallaða forvarnar- og fræðslustarfi, sem sífellt er verið að þvæla um þegar í óefni er kom- ið og fólk orðið ósjálfbjarga af drykkjuskap og vímuefnaneyslu. Ætli það væru ekki bestu forvarn- irnar að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann með því að draga úr sölu og dreifingu á áfengum drykkjum, en ekki auka eins og gjört er. Ég kalla það ekki forvarnarstarf að kasta tugum milljóna króna í afvötnunarstöðvar og drykkjumannahæli til þess að bjarga því út úr aumingjaskapnum, sem hæpið er að takist. Ég kalla það að bæta gráu ofan á svart. Að endingu vil ég senda Árna Helgasyni í Stykkishólmi mínar bestu kveðjur og þakklæti fyrir hans góðu og mannbætandi greinar sem hann hefur skrifað og ábend- ingar til fólks um að lifa fögru mannlífi, í stað þess að eyðileggja það með drykkjuskap og eiturefna- neyslu. Það er þetta sem ég kalla forvarnir og fræðslu, annað ekki. Og ef að fólk færi eftir því sem bæði hann og fleiri góðir menn benda manni á lífinu til bóta, þá þyrfti engar afvötnunarstöðvar á Islandi. Þar sem góðir menn fara þar eru guðs vegir. Með bestu kveðju Elín Þ. Guðlaugsdóttir i í i i Yíkverji skrifar Ottalega er það dapurlegt hvað miðbærinn hér í Reykjavík gerist óhijálegur. Hann kemur af- leitlega undan vetri, svo mikið er víst. Það liggur við að maður sakni hvítu voðarinnar sem huldi þó örin sem við höfum undan fótunum. Þau eru sumhver algerlega óþörf raunar og sýnast vera rakið sjálfskaparvíti. Af hveiju geta gangstéttarhell- urnar til dæmis ekki verið heillegri svoað eitthvað sé nefnt? Af hveiju virðist okkur íslendingum fyrir- munað að framleiða gangstéttar- hellur sem þola umgang og eðlilegt traðk? Er kannski einhver að taka ein- hvern við nefið þarna eins og dansk- urinn segir? Ef borgin framleiðir þessar hellur sjálf, þá mætti hún að ósekju taka í lurginn á sjálfri sér, verða sér úti um betri upp- skrift að minnstakosti. Hlýtur mein- ið ekki að liggja í efninu og blönd- unni? En ef skollans hellurnar eru aftur á móti aðkeyptar, þá þarf ein- hver frá borginni að hnippa einarð- lega í framleiðandann og spyija hann til dæmis hvort hann sé kannski ekki fullspar á sementið eða eitthvað svoleiðis. xxx Raunar skal það fúslega játað að við íslendingar erum hinir verstu böðlar í umgengni okkar við gangstéttir. Ætli nokkurri þjóð í víðri veröld sé eins gjarnt að nota þær fyrir akbrautir og/eða bíla- stæði? Kunningi Víkveija upplýsir að hann búi í nágranni við bíladellu- fólk sem sé ekki í rónni nema það viti af að minnstakosti tveimur bílhræjum undir húsveggnum hjá sér og síðan ekki færri úti á göt- unni sjálfri. Blessað fólkið virðist verða viðþolslaust nema það sé á kafi í þessum ófögnuði. Nú er það nýjast að það er þar að auki farið að leggja hinum heil- legri beyglum sínum á gangstétt- ina, þannig að hún er engum fær lengur nema fuglinum fljúgandi og svo aumustu horgemlingum hverf- isins. Og fyrirmannlegu löggunum sem buna þarna framhjá nánast upp á dag í fyrirmannlega löggubílnum sínum virðist finnast þetta í stakasta lagi. xxx En við vorum að spjalla um miðbæinn. Hann gerist eitt- hvað svo hnípinn og vonleysislegur með öllum þessum gapandi í sárum sem okkur er sagt að verði með tímanum grædd með svona líka dægilegum byggingum. Meinið er bara það að hér uppi á Islandi vill þetta taka svo ógn- langan tíma. Við erum lengur að baksa upp einlyftri strætisvagna- miðstöð en Kaninn að reisa fimmtíu hæða verslunarmusteri. Þetta er eflaust spuming um peninga. Meira að segja óskahús á borð við Þjóðar- bókhlöðuna verða að hálfgerðum eilífðarverkefnum. Og auk þess i virðist varla mega stinga niður skóflu í miðbænum án þess að allt verði vitlaust. ( XXX Þá bætir ekki úr skák að jafn- vel þau húsin sem eiga að blífa að manni er sagt halda mörg hver áfram að drabbast niður. Það er engu líkara en eigendurnir séu bún- ir að missa móðinn, hafi enga trú á þessari framtíð sem haldið er að okkur á skipulagsuppdráttunum. Nú er í þokkabót farið að tala um að gera Hótel Borg að einskon- ar allsheijarkontór fyrir þingmenn- ina, sem eru þó engir venjulegir kontóristar eins og alþjóð er kunn- ugt. Auk þess var haft eftir einum um daginn að hann væri varla hálf- ur maður, svo hörmulegur væri aðbúnaðurinn. Gjörvöll borgarstjórnin er þegar búin að mótmæla aðförinni að hótel- inu sem hún fullyrðir að sé partur . af sjálfri miðbæjarsálinni, sjálfu hjarta höfuðstaðarins. En sannleikurinn er hinsvegar sá að sem kaffihús er Borgin ekki svipur hjá sjón og virðist satt að segja þá þetta er skrifað alveg við það að gefa upp andann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.