Morgunblaðið - 22.04.1989, Side 44
Aukin þægindi
ofar skýjum
FLUGLEIDIR
/
LAUGARDAGUR 22. APRIL 1989
VERÐ I LAUSASOLU 80 KR.
tJ
SigluQörður;
Nýtt fyrirtæki vill
kaupa þrotabú Sigló
TÍU aðilar á Siglufirði hafa tekið höndum saman um stofhun nýs fyrir-
tækis, sem fengið hefur nafnið Sunna hf., og er fyrirtækinu fyrst og
fremst ætlað að kaupa þrotabú Sigló hf., sem lýst var gjaldþrota fyrr
í mánuðinum.
Stærstu aðilar fyrirtækisins eru
Siglufjarðarbær, rafveitan, verka-
lýðsfélagið, Þormóður rammi, Eg-
ilssíld og nánast öll þjónustufyrirtæki
í bænum og meiningin er síðar að
gera fyrirtækið að almenningshluta-
félagi. Stofnfé fyrirtækisins nemur
1,5 milljónum króna og hefur nýkjör-
in stjórn heimild til að auka hlutafé
upp í 30 milljónir kr.
„Við bjóðum almenningi hlutafé í
fyrirtækinu um leið og ljóst verður
hvenær við náum tangarhaldi á
þrotabúi Sigló hf.,“ sagði Sigurður
Fanndal, stjórnarformaður Sunnu hf.
í samtali við Morgunblaðið. Eins og
fram hefur komið leigðu skiptaráð-
andi og bústjóri nýju fyrirtæki, Siglu-
nesi hf., þrotabúið til sjö mánaða,
en eigendur Sigluness eru fyrrum
eigendur Sigló hf.
Stjórn Sunnu hf. mun á næstu
dögum fara fram á það að fá leigu-
samningi Sigluness hf. rift þannig
að Sunna hf. geti keypt þrotabúið.
„Það er mikið siðleysi og andlegur
doði hjá skiptaráðanda og bústjóra
ef þeir gefa leigusamninginn ekki
eftir. Að því búnu verður gengið til
veðhafa, sem höfnuðu fyrri eigendum
Sigló hf. Ég held að það sé öllum
ljóst að Siglunes er andvana fætt.
Ef svona fyrirtæki þrífst í svona litlu
bæjarfélagi, þá er allt hægt,“ sagði
Sigurður. Þess má geta að mikill
meirihluti Sigluness er í eigu utan-
bæjaraðila.
Stjóm og varastjórn Sunnu hf. var
kjörin á stofnfundi í fyrradag. Auk
Sigurðar, sem er veiðarfærasali á
Siglufirði, sitja í aðalstjóm þeir Ólaf-
ur Marteinsson, framkvæmdastjóri
rækjuvinnslunnar Hafnarfells, og
Freyr Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Ratbæjar hf. Varastjóm skipa ísak
Ólafsson, bæjarstjóri, Jón Dýrfjörð,
framkvæmdastjóri vélaverkstæðis
Jóns og Erlings, og Jóhann Guðna-
son, sem sér um alla fraktskipaaf-
greiðslu á Siglufirði.
Auður Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Systur létust eftir slys
Tvær systur frá Raufarhöfn,
Auður og Guðrún Jónsdætur,
létust á Borgarspítalanum í
Reykjavík á miðvikudag og
fimmtudag af völdum áverka
sem þær hlutu í umferðarslysi
á laugardag.
Systumar vom farþegar í bif-
reið sem valt í Norðurárdal í Borg-
arfirði snemma á laugardags-
morgun.
Auður Jónsdóttir var 23 ára,
fædd 27. nóvember 1965. Guðrún
Jónsdóttir var 26 ára, fædd 29.
október 1962. Þær vom ógiftar
og barnlausar, en Guðrún lætur
eftir sig unnusta. Systurnar vom
búsettar að Orrahólum 7 í
Reykjavík.
Upprennandi
stjarna
Tveir leikmenn
bandaríska
körfuknattleiksliðsins
Harlem Globetrotters
bregða á leik á
barnadeild
Landspítalans í gær.
Liðið kom til landsins í
gær og mun halda þrjár
sýningar um helgina.
Sú fyrsta verður í dag
í Laugardalshöllinni kl.
15 og þaðan fer liðið
til Akureyrar og verður
í Höllinni kl. 20.30.
Lokasýningin verður
svoí
Laugardalshöllinni kl.
15 ámorgun.
Heimsóknir á
sjúkrahús eru
mikilvægur liður á
ferðum liðsins og vakti
sýning þeirra mikla
lukku meðal sjúklinga
á barnadeildinni.
Morgunblaðið/Júlíus
Húsbréfafirumvarpið aftur til stjórnarinnar?;
Segi af mér verði
afgreiðslu frestað
- segir félagsmálaráðherra
„ÉG MUN standa fast við þá
ákvörðun mína að segja af mér
ráðherradómi, verði frumvarpið
um húsbréfakerfið ekki að lögum
á þessu þingi,“ sagði Jóhanna Sig-
urðardóttir, félagsmálaráðherra,
í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöld. Meirihluti félagsmála-
nefndar neðri deildar Alþingis
mun leggja til að frumvarpi ríkis-
sljórnarinnar um húsbréfakerfi
verði vísað á nýjan leik til ríkis-
stjórnarinnar. Þetta hefúr Morg-
unblaðið eftir áreiðanlegum heim-
Fyrsti samningafimdur BHMR og stjórnvalda í níu daga;
Meint verkfellsbrot gætu
komið í veg fyrir fund
Ríkissáttasemjari hefúr boðað fúnd í kjaradeilu Bandalags háskóla-
menntaðra ríkisstarfsmanna og stjórnvalda klukkan 16 í dag, en
fúndir hafa ekki verið með aðilum í nær níu sólarhringa. Tvísýnt var
í gærkveldi hvort samninganefnd BHMR mætti til fúndarins vegna
meintra verkfallsbrota sjávarútvegsráðuneytisins, þar sem gelhar
hafa verið út reglugerðir um lokanir á veiðisvæðum. Fiskifræðingar
telja ráðuneytið með þessu fara inn á verksvið sitt og í kringum
lög. Tíu félög BSRB hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning með
yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
Ölafur Karvel Pálsson fískifræð-
ingur, sem situr í samninganefnd
BHMR, sagði að ákvörðun sjávarút-
vegsráðuneytisins yrði ekki til þess
að stuðla að lausn kjaradeilunnar.
Það yrði metið í ljósi viðbragða
stjómvalda við mótmælum gegn
verkfallsbrotunum hvort samninga-
nefndin mætti á fundinn.
Wincie Jóhannsdóttir, formaður
Hins íslenska kennarafélags, tók í
sama streng; þetta stefndi samn-
ingaviðræðunum í hættu og hún
gæti ekki fullyrt um hvort af fund-
inum yrði. „A hinn bóginn gleður
það mig mjög að heyra formann
samninganefndar ríkisins segja að
sér fínnist ástæða til þess að leysa
þessa deilu. Okkur hefur löngum
fundist ástæða til þess en hann
hefur ekki viljað ræða við okkur,“
sagði hún.
„Við létum þess getið við ríkis-
sáttasemjara þegar hann grennsl-
aðist fyrir um stöðu mála að við
teldum fyrir okkar leyti ekki rangt
að ræðast við og að aðilar gerðu
grein fyrir stöðunni," sagði Indriði
H. Þorláksson, formaður samninga-
nefndar ríkisins.
Sjá ennfremur fréttir á bls. 2
og 4.
ildum. Verði niðurstaðan sú að
þetta verði samþykkt á Alþingi,
verður frumvarpið ekki afgreitt á
þessu þingi.
Það eru þau Geir H. Haarde, Egg-
ert Haukdal, Alexander Stefánsson
og Kristín Einarsdóttir sem munu
leggja þetta til, annað hvort á mánu-
dag eða þriðjudag. Þau Guðrún
Helgadóttir, Jón Sæmundur Sigur-
jónsson og Jón Kristjánsson vilja á
hinn bóginn að frumvarpið komi til
atkvæða á þessu þingi.
Geir H. Haarde sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að hann væri
vissulega samþykkur því að hús-
bréfakerfið kæmist á laggirnar hér,
en á hinn bóginn teldi hann að frum-
varpið væri gallað og þyrfti frekari
vinnslu. Því hefði verið breytt í með-
förum stjómarflokkanna, eftir að
gengið var frá því í milliþinganefnd.
Því kæmi vissulega til greina að vísa
því til ríkisstjórnarinnar og þannig
væri hægt að nota tímann í sumar
til þess að sníða hnökrana af frum-
varpinu og meðfylgjandi vaxtabóta-
frumvarpi og síðan væri hægt að
afgreiða það í upphafi næsta þings,
þannig að þetta þyrfti ekki að tefja
framkvæmd málsins á nokkurn hátt.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra leggur höfuðáherslu á
að frumvarpið verði að lögum á þessu
þingi. Málið var rætt á fundi ríkis-
stjórnarinnar í gær, þar sem félags-
málaráðherra lýsti áhyggjum sínum
vegna þessa. Jóhanna sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gærkvöld að
sín afstaða hefði ekkert breyst í
þessu máli. Hún myndi hiklaust
standa við þau orð sín að segja af
sér ráðherradómi verði frumvarpið
ekki að lögum á yfírstandandi þingi.
Jóhanna Sigurðardóttir
Frestun á afgreiðslu þess kæmi ekki
til greina að sínum dómi.
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að hann tryði því að
húsbréfafrumvarpið yrði afgreitt á
þessu þingi. „Ef svona tillaga kemur
frá meirihluta félagsmálanefndar, þá
kemur til atkvæðagreiðslu þingsins
um hana. Ég held að slík tillaga hlyti
ekki meirihluta," sagði forsætisráð-
herra.
Forsætisráðherra var spurður
hvort þessi staða væri ekki ríkis-
stjórninni áhyggjuefni: „Nei, ekki
svo. Það er náttúrlega alltaf slæmt,
þegar ráðherrar eru búnir að gefa
of miklar yfírlýsingar. Félagsmála-
ráðherra er því að sjálfsögðu mjög
mótfallinn að þessi háttur verði hafð-
ur á.“