Morgunblaðið - 07.05.1989, Page 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989
BJARNI
ÓLAFSSON
fSLEHSKUKENNMI
„Það hefði verið dauður
bókmenntakennari, sem ekki hefði
tekið eftir óhrifum rauðsokka ó
ii
bókmenntir og listir.
félagsins, að engum nema körlum
væri trúandi fyrir neinu. Það fannst
mér og finnst enn óþægilegt. Það
var ekki fyrr en síðar að umræðan
snerist gegn okkur en mér hefur
alltaf fundist það hlægilegt og ekki
léð því eyra.
Það er erfitt að mæla árangur
baráttunnar, nema þá í hugarfars-
breytingu. Nú þykir ekki lengur
undarlegt þó karlar sinni því sem
áður voru nefnd kvennastörf. Ég
held að það þyki t.d. ábyrgðarlaust
að skipta sér ekki af uppeldi barna
sinna. En því fer fjarri að unnist
hafi einhver fulinaðarsigur. Barátt-
unni hefur ekki verið fylgt nægilega
vel eftir, við sjáum það til dæmis á
því hveijir skipa æðstu stöðurnar.
Það eru karlar sem halda í sín
gömiu forréttindi.
Mér finnst að á rauðsokkaámn-
um hafi ég mótast og sé meðvit-
aðri en ég hefði annars orðið. Jafn-
vel þó að ég hefði ekki gerst rauð-
Vorum aldrci hættu-
legir hreyfingunni
Einn fárra karla í Rauðsokkahreyfingunni var Bjarni Ólafsson
íslenskukennari. Hann gekk í hreyfinguna þegar í upphafi en starfaði
stutt í henni. Hann segist þó alltaf hafa fylgst vel með baráttunni.
„Eg horfi ekki til þessara tíma með glýju í augum. Þettá var mjög
skemmtilegt fyrir þau sem þátt tóku í þessu og vígstaðan var góð
þó að fordómarnir væru miklir. Aðferðirnar voru nýstárlegar og
ádeiluefni okkar berskjölduð."
*
Eg gekk í Rauðsokkahreyfing-
una einfaldlega til þess að
vinna að mannréttindum; jafnrétti
fólks. Ég lagði aðaláherslu á að
þjóðfélagið veitti körlum þrýsting
til að sinna heimilinu frekar og svo
að gera karla jákvæða
gagnvart því.
Þetta vom að lang-
stærstum hluta konur
en svo fiutum við
nokkrir eiginmenn
með. Og síðar fieíri
karlar. Eg var töiu-
vert virkur í fáein misseri, mætti á
fundi og tók þátt í umræðuhópum.
Á þeim tíma sem ég var í hreyfing-
unni var talið jákvætt að hafa karla
með, það var ekki fyrr en síðar að
konumar þóttust sjá að við væmm
enn einu sinni að reyna að hlaða
undir rassinn á okkur. En ég held
að við höfum aldrei verið hættuleg-
ir hreyfingunni hérlendis.
Ég varð aldrei var við að kyn-
bræðmm mínum þætti neitt skrýtið
að ég væri í Rauðsokkahreyfmg-
unni. Ég minnist þess heldur ekki
að við höfum verið kallaðir ljótum
nöfnum eða gagnrýndir. Við lágum
líklega ekki eins vel við höggi og
konumar. En auðvitað var hreyf-
ingin gagnrýnd, enda var hún eina
kvenréttindahreyfingin sem ýtti við
baráttumálum. Hún spratt upp eftir
erfiða tíma og við urðum vör við
tortryggni frá öðmm kvenréttinda-
samtökum. Þeim fannst að við vær-
um að sletta okkur fram í eðlilegan
framgang mála og gerðum van-
hugsaðar kröfur. Þó tóku margar
kvennanna okkur vel.
Gagnrýnin beindist ekki að okkur
körlum, heldur þeirri stefnu þjóð-
sokkur hefði verið óhjákvæmilegt
að verða fyrir áhrifum frá hreyfing-
unni, að ekki sé nú minnst á áhrif
hennar á bókmenntir og listir. Af
þeim sem skrifuðu fyrir málstaðinn
má nefna Svövu Jakobsdóttur og
Jakobínu Sigurðardóttur. Þessa sér
líka stað í bókmenntum karla. Það
hefði verið dauður bókmenntakenn-
ari, sem ekki hefði tekið eftir þessu.
Nú og svo var ég, og er enn, vinstri
maður í pólitík og okkar hugmynd
er sú að þegnar séu jafnir, ekki
síður kyn en stéttir.
Ég held að hreyfingin hafi ekki
náð að festa sig í sessi í sögunni,
nema sem ein lína, ekki miklu
meira. Það veltur allt á því hvert
framhaldið verður. Ég er á því að
hennar verði minnst sem einhvers
konar undanfara Kvennalistans. Ef
ástandið í jafnréttismálum verður
eitthvað svipað um næstu aldamót
og fyrir daga Rauðsokkahreyfmg-
arinnar, þá tekur því ekki að nefna
hana. En ef það verður orðið sjálf-
sagt að konur og karlar séu jafn-
gild í þjóðfélaginu, væri sögufölsun
að geta þess ekki hvenær hún kom
upp.“
Gleymdu því
sem gott var
INGIBJÖRG
SÓLRÚN
GÍSLADÓTTIR,
SAGNFRÆÐINGUR
„Þegar umræðan fór allt í einu að
snúast um að það væri ekki
eftirsóknarvert og í raun ekkert starf
að vera húsmóðir, þó var það mikið
vanmat ó ævistarfi mjðg margra
kvenna.
I
„Rauðsokkahreyfingin kenndi mér að efast. Að setja
spurningarmerki við hlutverkaskiptinguna í samfélaginu og þá
pólitík, sem þar er rekin. í hreyfingunni lærði ég að horfa á heiminn
öðrum augum en ég hefði annars gert. Mér fannst mjög gaman þar,
en þó var Kvennaframboðið mun stærri upplifiin fyrir mig.
Hugmyndafræði Kvennaframboðs og -lista hafði það til að bera, sem
alltaf vantaði í Rauðsokkahreyfinguna. Konur voru á þeim tíma svo
uppteknar af því að bæta stöðu sína, sem vonlegt var, að þær horfðu
of mikið á neikvæðu hliðina á því að vera kona en gleymdu því sem
gott var.“ Svo farast Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sagnfræðingi
og fyrrverandi borgarfulltrúa Kvennaframboðs orð um
Rauðsokkahreyfinguna.
Eg fylgdist með Rauðsokka-
hreyfingunni allt frá 1974 er
umræðan um fóstureyðingalöggjöf-
ina stóð sem hæst. Ég dáðist að
kjarki kvennanna sem fóru fyrir
baráttunni. Umræðan um fóstur-
eyðingar og kvenna-
frídagurinn 1975
urðu til þess að ég fór
að fylgjast vel með,
þó að það væri ekki
fyrr en 1976 sem ég
gerðist virk í hreyf-
ingunni. Ég var þá
orðin formaður Stúdentaráðs og
fannst ég hafa virkilega þörf fyrir
Rauðsokkahreyfinguna. Allt í einu
fannst mér ég vera komin inn í
æfingabúðir upprennandi pólitík-
usa, þar sem giltu hin hörðu lög-
mál karlaheimsins. Rauðsokka-
hreyfingin gaf mér kjark til þess
að gera mér aðra kvenímynd en
hafði verið ríkjandi. Ég starfaði í
hreyfingunni fram til ársins 1979
og fylgdist með henni allt til loka.
Rauðsokkahreyfingin losaði um
hefbundið hlutverk kvenna. Konur
Forverar Rauðsokkahreyfingar-
innar voru Úumar svonefndu,
æskudeild Kvenréttindafélags ís-
lands. Úumar vom stofnaðar 1967
til að vekja áhuga ungra kvenna á
starfi félagsins. Sjálf Rauðsokka-
hreyfingin var mynduð sumarið
1970 og hreif brátt með sér fjölda
kvenna sem áhuga höfðu á jafnrétt-
ismálum þó að stjómmálaskoðunum
þeirra bæri ekki alltaf saman.
Hreyfingin vakti fyrst athygli í
kröfugöngu 1. maí það ár, er hópur
kvenna á rauðum sokkum bar
líkneski Venusar úr leikritinu Lýs-
iströtu með áletruninni „Manneskja
ekki markaðsvara". Ekki munu
rauðsokkar þó hafa haldið sokka-
litnum til streitu í starfi sínu. Á
tveimur fundum þá um sumarið var
uppbygging og starfsemi Rauð-
sokkahreyfingarinnar skipulögð og
hún formlega stofnuð í október það
ár. Komið var á fót starfshópum
er tóku fyrir þau mál er þeim þótti
mikilvægust. Tengiliður hópanna
var svonefnd miðstöð. Karlar voru
í hreyfíngunni frá upphafi en þeir
vom aldrei margir.
Rauðsokkahreyfingin var nýtt afl
Blaðamannafundur rauðsokka og 8. mars-hreyfingarinnar í mars 1979. F.v.: Einn hópanna sem störfuðu fyrsta veturinn, 1970-
Hildur Jónsdóttir, Margrét Rún Guðmundsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir frá rauðsokk- 1971. Viðfangsefnið var hjúskaparlöggjöfin. F.v. Stef-
um, Elín Vilhelmsdóttir, Sigrún Ágústsdóttir og Ásta Þórarinsdóttir frá 8. mars-hreyfingunni. án Karlsson, Lilja Ólafsdóttir, Guðjón Friðriksson og
í réttindabaráttu kvenna, sem hafði
það að meginmarkmiði að vekja
konur til vitundar um stöðu sína.
Skipulagi hennar og baráttumálum
svipaði til erlendra hreyfinga sem
störfuðu undir sama nafni. Dagvist-
armál, fóstureyðingalöggjöfin, fyr-
irvinnuhugtak, skattamál og feg-
urðarsamkeppnir vom meðal þess
sem rauðsokkar tóku fyrir.
Baráttuaðferðir rauðsokka vom
nýstárlegar og vöktu athygli og
stundum hneykslun. Þær komu oft
illa við fólk, bæði þá sem gagnrýn-
in beindist að, en ekki síður þá sem
barist var fyrir. Hreyfingin var
gagnrýnd harðlega, bæði fyrir bar-
áttumál sín og aðferðir, að
Bjarni Ólafssoi
ógleymdu útliti rauðsokkanna.
Allt fram til ársins 1974 var
Rauðsokkahreyfingin ópólitísk. En
á fyrsta þingi hennar á Skógum í
júlí 1974 var samþykkt að barist
skyldi fyrir jafnrétti með vopnum
stéttabaráttu. Þá þegar gengu
nokkrar konur úr hreyfingunni og
þeim fjölgaði síðar, er pólitísk öfl
nýttu sér hreyfinguna í æ ríkari
mæli til að koma stefnumiðum
sínum á framfæri. Miklar deilur
urðu í Rauðsokkahreyfingunni milli
þeirra kvenna sem starfað höfðu
frá upphafi og málsvara róttækra
vinstri hópa. Smám saman fækkaði
félögunum og hreyfingin var form-
Iega lögð niður 1982.