Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989 C 7 Martin Larsen myndi ekki tala um neina lúðrablástra lífsgleðinnar. En ég hafði gaman af því þegar sveit- ungarnir héldu mér þessa veglegu veislu á 100 ára afmælinu.i-Mér þótti þó afleitt að stundum mundi ég ekki alveg strax eftir fólki sem var að heilsa mér og það varð að segja á sér deili svo að ég áttaði mig. Svona fara árin með mann. t Samt man ég nú sumt af þessu gamla, en stundum rekur mig í vörðurnar og ég næ ekki þræðinum aftur. Árans sem það fer í skapið á mér stundum. Hvort ég hef verið skapgóður um dagana? Eg held að ég verði að segja eins og er, stund- um hef ég verið hálfgerður skap- fantur. En ég hef reynt að fara vel með það. Sit út í horni og þegi. Stundum lengi. Ég hef ekki alltaf verið skemmtilegur í umgengni, þótt ég hafi verið skemmtilegur að sumra dómi! Svo hló hann, og þótt þar hljóm- uðu kannski ekki lúðrablástrar lífsgleðinnar eimdi eftir af gamla Eyjólfshlátrinum. Svo teygði hann sig í pontuna, bauð í nefið og sagð- ist hafa mest gaman af að tala um hestana sína og rifjaupp gamlar vísur. Af hestunum er honum kær- astur Fögrubrekku-Rauður, sem einniggekk undir nafninu Lúlli. Á hundrað ára afmælinu létu börn hans og tengdabörn gera teikningu af þeim félögum eftirgamalli ljós- mynd. „Sérðu augað í honum,“ sagði Eyjólfur og benti á myndina sem hékk uppi á vegg. „Ég hefði getað svarið fyrir að það væri hægt aðnáþessubliki.“ Jú, ég hef átt margan góðan klár- inn um dagana, en sumir eru meira í huga mér en aðrir. Lúlli minn var fjörugur og fimur og hafði svo gott skap. Hann vargóðurtöltari, en ég hef haft mest gaman af þeim gangi. Ég fékk Lúlla — eða Rauð — upphaflega til tamningar. Ég vissi engin ráð til að eignast hann og var dapur í huga. Þá varð þessi vísa til: Alltaf þyngjast örlögin einn og gleðisnauður horfí ég á hnakkinn minn og hugsa til þín Rauður Lúlli var fullviljugur fyrir eig- anda sinn og með góðra manna hjálp lenti hann hjá mér. Við urðum virktavinir. En Lúlli varð ekki gam- all, hann fékk skaufnabólgu og ég varð að lóga honum. En mikið sá ég eftir honum. Stundum finnst mér hann komi enn á gluggann hjá mér. Það er í draumi, líklega — eða þegar ég er milli svefns og vöku. En það er gaman að rifja upp þeg- ar við Lúlli vorum báðir í essinu okkar. Þú varst mikið á ferðinni hér áður fyrr. Sóttir flest hestamót og svo varstu póstur í Búðardal á vetr- um. Já, en það voru nú engar svaðil- farir. Oft leituðu Hrútfirðingar til mín um að sækja lækni í Búðardal eða ég var beðinn að fylgja mönnum yfír heiðina. Hún getur verið gletti- lega varasöm í þoku. En ég hef alltaf verið ratvís. Stundum gátu komið vond veður á leiðinni fram dalinn. Ef riðið er viðstöðulítið var ég venjulega þijá tíma í Búðardal. En það má fara á skemmri tíma. Á heimleiðinni vildi brenna við að ég tefðist því að mér fannst gaman að koma við á bæjunum. Eg erind- aði ýmislegt fleira fyrir fólk en sækja póstinn. í eðli mínu hef ég alltaf verið dálítið greiðvikinn og viljað vel. En það getur verið að sumum hafí þótt fara fullmikið fyr- ir mér. Það er liðinn tími nú. Ertu enn að setja saman vísur? Nei, ég get ekki sagt það. Og margar vísur hafa verið eignaðar mér sem ég hef ekkert átt í. En ég get nú leyft þér að heyra nokkr- ar. Hér er ein Upp sér rykkir, fékk víst flog folinn þykkjuríkur klippti lykkjur allar og engri bikkju líkur. Þetta er um stjömóttan fola sem ég hafði fyrir löngu í tamningu. Ég var á ferð á honum og kominn fram fyrir Gröf. Hann var léttur í taumi og ég lét hann fara beint af augum, þótt það væri þýft undir fæti. En honum fipaðist ekki, rann áfram eins og á sléttum vegi. Marg- ar mínar vísur eru um hesta og ýmsir kannast við þessa Ég hef eignast hest og hest höfðingjans sem kjósa en mig hefur alltaf borið best beinagrindin ljósa. Þennan hest fékk ég í braski eins og fleiri sem ég eignaðist. Hann var holdlítill en ákaflega duglegur. En víxlari alla daga. Það var alveg furðulegt hvað hann ruglaðist í gangi og ég náði ekki að koma því í lag. Svo var hann góður að rata og ég gat treyst hann skilaði mér rétta leið. Nei, ég hef ekki alltaf hlíft hest- um, og var ekki nógu gætinn fram- an af. En það var unggæðisskapur og rann af. Það ljótasta sem ég veit er að vera vondur við dýr. Margir sendu mér fola í gamla daga og vildu að égtemdi þá. Stundum gekk mér það bara ágætlega. Ég man eftir einum frá Brekkulæk í Miðfirði. Snöggt kann krælq'a traustri tá töltið rækir þolinn. Byrstur sækir brattann á Brekkj ulækj arfolinn. Eyjólfur fæddist á Gillastöðum en kom ungur í Sólheima með for- eldrum sínum og ólst þar upp. Hann bjó á næsta bæ, Svalhöfða í nokkur ár, en sfðustu sjötíu ár hefur hann verið í Sólheimum. Bærinn brann fyrir fáeinum árum og meðan byggt var nýtt hús, fór Eyjólfur til sonar- dóttur sinnar í Ásgarði í Hvamms- sveit. Ingvi sonur hans tók við bú- skapnum fyrir æðilöngu ásamt Helgu Guðbrandsdóttur konu sinni frá Lækjarskógi og nú síðustu ár hefur þriðja kynslóðin komið til sögunnar, Guðbrandur Ingvason bý5 á móti föður sínum. Stundum var ég nú sendur í vinnu á bæi í gamla daga. Ég var um tíma á Dönustöðum 1907, þeg- ar ég var 18 ára. Dönustaðabóndi og nokkrir fleiri mektarmenn úr hreppnum fóru á Þingvöll að sjá kónginn, Nei, mig langaði ekki, mér var nokk sama um hann. Ég var að hjálpa til við að laga fjósið og binda hey af bökkunum. Ég stóð mig hvorki vel né illa, ég hef alltaf verið dálítið latur, en ég hafði gott af að læra að vinna undir öðrum. Afturámóti hef ég víst aldrei verið góður bóndi. Þó að ég ljúgi nú stundum, þyðir ekkert fyrir mig að segjaþað. Hvort ég sé dús við ævina mína? 0, ég veit það ekki. Það er margt gott sem ég hef lifað. Ég hef átt góða fjölskyldu og vini. Kannski hafa þó sumir hestanna minna ver- ið mínir bestu vinir. Og tveir hund- ar sem ég hef átt, Kastor og Sveijk. Dýrin eru misjöfn eins og mann- skepnurnar, en geta verið það besta og vitrasta í heiminum. En sjálfsagt hefði ég einhvem tíma viljað eitt- hvað öðruvísi. Varla þó meira en gengur og gerist. Ég hafði gaman af að lesa, svo að það fer í skapið á mér að geta varla gert það leng- ur. Það er margt farið að bila en’ mig dreymir enn og oft.. . hef allt- af verið berdreyminn skal ég segja þér. Svo hef ég látið margt ógert. Ég kvennamaður? Nei, veistu nú hvað.Ég hef verið alltof lítill kvennamaður! Sé hálfpartinn eftir þvi. En ég hef verið frjáls maður og átt góðar stundir. Einhvers stað- ar bar mig á góma ekki alls fyrir löngu og sagði þá annar: „Nú, er Eyjólfur lifandi enn.“ Enda er þetta orðið nokkuð gott. Nú skal ég leyfa þér heyra eina vísu og svo tölum við ekki meira um aldurinn. Átak lúið, að var sorfíð orkuþörfín brýn þetta er búið enda orðið annarra þörf en mín Svo rak hann upp skellihlátur og rétti fram pontuna. „Svona lít ég nú á það rafmagn, eins og einhver sagði. Og nú er engin miskunn. Við fáum okkur í nefið.“ SUMARBOÐ OPUS 20 TOMMU LITSJÓNVARP OG FULLKOMIÐ VHSHO MYNDBANDS- TÆKI FYRIR AÐEINS 59.900 STGR. ÓTRÚLEGT EN SATT ÞETTA ER TILBOÐ SEM EKKERT SLÆR ÚT. LÁTUM HENDUR STANDA FRAM ÚR ERMUM, TAKMARKAÐ MAGN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.