Morgunblaðið - 07.05.1989, Page 15

Morgunblaðið - 07.05.1989, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989 rC 15 og armböndum, silfur- og gull- munum að ógleymdum eitur- lyfjunum, sem lögreglan veit þó ekki enn hvað um varð. Á þeim mánuði, sem þeir glæpa- félagarnir gengu lausir komu þeir þessum djásnum í verð með ýmsum hætti. Gimstein- amir voru seldir í Belgíu, skartgripirnir í ísrael og suð- ur-afrísku gullpeningarnir (Krugerrand) í Bandaríkjun- um. Það er dálítið kaldhæðnis- legt, að mikið af fénu, sem þeir fengu fyrir, geymdu þeir í sams konar öryggishólfum og þeir rændu í Knightsbridge. Viccei var handtekinn mán- uði eftir ránið og ef til vill má hann þakka fyrir það þrátt fyrir allt. Hann hafði stolið frá mönnum, sem vilja sem minnst af lögreglunni vita, þjófurinn hafði stolið frá þjófum og það er ekki víst, að hann væri á lífi hefði lögreglan ekki náð honum jafn fljótt og raun ber vitni. Agnarögn af þeim hluta þýfisins sem lögreglunni tókst að endur- heimta. Öllu lokið þegar Stephen Mann leysti frá skjóðunni. sér stöðugt af því að hafa „skipu- lagt hann og framkvæmt". Þegar honum var hins vegar sagt, að játn- ingin þýddi það, að hann kæmi ekki fyrir réttinn fyrr en dómurinn yrði kveðinn upp, venti hann sínu kvæði í kross og afturkallaði hana. Hann vildi vera viðstaddur réttar- höldin í Old Bailey og fylgjast með sumum félaga sinna, sem kváðust vera saklausir, og hlýða á Stephen Mann, annan glæpafélagann í frá, sem hafði gerst vitni saksóknarans. Réttarhöldin stóðu í þrjá mánuði og allt frá upphafi var eins og Vic- cei væri að fara með áhrifamikið hlutverk á sviði. Á fyrsta degi mætti hann í dýrindis Giorgio Ar- mani-fötum og með sólgleraugu, sem hann tók aðeins ofan til að hlæja að kviðdómnum þegar á hann var bent. Þegar fram kom, að sam- starfsmenn hans hefðu gengið ber- serksgang í trylltu kaupæði strax eftir ránið sneri hann sér að þeim, hristi höfuðið með ýktum vandlæt- ingarsvip eða bara hló upp í opið geðið á þeim. Þegar Mann sagði, að Viccei hefði verið með byssu og tilbúinn til að nota hana hallaði Viccei sér fram og sagði svo allir máttuheyra: „Já, og einkanlega á þig.“ Pakistaninn Latif var dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir ránið og 12 ára fangelsi fyrir vopnaburð. David Pole, annar samstarfsmaður þeirra, fékk 16 og fimm ár fyrir sömu sak- ir. Þótt Viccei hafi verið trúði líkast- ur við réttarhöldin segir það ekki alla söguna um manninn. Á Ítalíu var hann í slagtogi með alræmdum fasistum og grunaður um aðild að ýmsum hryðjuverkum. Hann er fæddur í Ascoli Pinceno árið 1955 og rekur móðir hans vinsæla loð- feldaverslun í þessum ferða- mannabæ við Adríahafið. Að skóla- göngu lokinni gekk hann í ítölsku sósíalhreyfinguna, nýfasískan flokk, sem rak hann seinna burt vegna þess, að hann þótti einum of öfgafullur. Meðal hryðjuverkanna, sem Vic- cei er grunaður um, er tilraun til að sprengja í loft járnbrautarlestina milli Mílanó og Lecce með 1.500 farþegum. Hafði dýnamíthleðslu verið komið fyrir á teinunum en svo vildi til, að sprengiþráðurinn slitn- aði þegar önnur lest fór yfir hann. Gerðist þett.a á árinu 1974 og síðar það ár var Viccei sakaður um að hafa ætlað ásamt öðrum að spengja upp stífluna við Campotosto-vatn en hefði hún brostið, hefði ógurlegt vatnsmagn steypst yfir þorpin Montorio og Teramo. í bréfi, sem Viccei skrifaði dóm- aranum þegar hann var í gæslu- varðhaldi í London, reynir hann að skýra út hvað vakti fyrir honum með ráninu: „Það, sem ég^gerði, er vissulega mjög alvarlegt. Eg mun greiða fyr- ir það með bestu árum ævi minnar en ég iðrast þó einskis. Það getur vel verið, að ég sé rómantískur bijálæðingur og lifi í mínum eigin drauma- og ímyndunarheimi en það var síður en svo, að ég sæktist eft- ir peningunum. Það, sem fyrir mér vakti, var að gera eitthvað, sem stæði upp úr og ætti sér engin for- dæmi.“ SPORTVORU MARKAÐURSPÖRTU KRINGLUNNI4 Sfionfoönctn, á, Kringlurini 4 - Sími 680835 SPORTVÖRUVERSLUNIN L-b'LiJlAtij Legghlífar Verd kr. 390, Puma Stenzel Leðurskór. Nr. 3]h-9]h (36-44). Verd kr. 1.490,- Töskur kr. 890, Glansgallar, barna og unglinga kr. 1.990,- Bómullargalíar nr. S - M - L - XL kr. 1.990,- Apaskinnsgallar nr. S - M - L kr. Patrick Baby Gray Nr. 27-34. Verökr. 1.190,- Adidas J.L. Junior Nr. 30-35. Veró kr. 990,- Adidas Breitner Super Nr. 40-44 (6'h-9'h Verókr. 1.490,- Adidas Volley Nr. 7]h-1 1 'h Veró kr. 1.990,' Adidas Squash Nr. 7'h-W'h Verókr. 1.990,- Póstsendum Adidas Topspin High Nr. 5]h-1OV2 Veró kr. 2.420,- Fótboltar nr. 4 og 5 kr. 790,- ~ Adidas Freerun Nr. 36-44. Verókr.990,- Adidas Orion Nr. 35-42. Verókr. 1.290,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.