Morgunblaðið - 07.05.1989, Page 16
16 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989
eftir Guórúnu Guðlaugsdóttur
Um daginn fór ég til spákonu. Kristjana Valdi-
marsdóttir heitir hún og býr í Hafiiarfirði. Það
var hláka og hlýir vindar í lofti þegar ég lagði
af stað og vatnselgurinn á götunum mikill. A
leiðinni setti ég mér fyrir sjónir hvemig spákona
myndi búa. ímyndaði mér að inni hjá henni hlyti
að vera dimmt og dularfiillt um að litast og sjálf
hlyti hún að vera mjög leyndardómsfiill í bragði.
Spákonan, kona á miðjum aldri, reyndist búa á
jarðhæð í blokk og andstætt ímynd minni var
nánast ungpíulegt um að litast í íbúðinni hennar.
Allt í hvítu eða ljósum pastellitum, kertaljós á
Kristjana Valdi-
marsdóttir spáir
í spil og bolla
borði og hálfTullur
kaffibolli fyrir
framan stólinn þar
sem mér var ætlað
að sitja. Kristals-
kúla var þarna eng-
in en hinsvegar
spilabunki á borðinu fyrir framan stól spákonunn-
ar. Ég settist og fann hríslast um mig óþreyju
og eftirvæntingu. Það er ekki á hverjum degi sem
manni stendur til boða að fá að skyggnast inn í
framtíð sína. Spákonan vissi ekki nafn mitt og
gerði engar tilraunir til að spyrja mig neins,
spurði mig ekki einu sinni hvort ég vildi sykur-
mola með svörtu kaffinu. Hins vegar var auðsótt
mál að fá sykur og hún bað mig endilega að
drekka kaffið í rólegheitum, ekkert lægi á. Svo
fór hún að spá.
Eg supla kaffið meðan hún
lætur mig draga spil úr
bunkanum. Áður hefur
hún spurt mig hvort hún
mætti ekki líta aðeins til
baka í fortíð mína. Ég
jánkaði því og dreg nú sex
spil einhvers staðar úr
spilabunkanum. Það ríkir rafmögn-
uð þögn meðan ég dreg spiiin og
það smellur í borðinu þegar spákon-
an leggur þau á borðið, eitt af öðru.
Því næst spyr hún mig í hvaða stjör-
numerki ég sé. Ég segi henni að
ég sé fædd í lok tímabils krabba-
merkisins. Heilsufar mitt er fyrst á
dagskrá. Spákonan segir að það sé
í dag nokkuð gott en ég hafi verið
lasin á síðasta ári. Ég hugsa til
vöðvabólgunnar sem hijáði mig þá
og fæ með naumindum varist því
að kinka kolli. Ég fæ einnig að vita
það að ég hafi verið undir nokkuð
miklu álagi en nú sé því að létta.
Ég neita því ekki að það hýrnar
yfir mér við þær fréttir. Þessu
næst hefur spákonan orð á að ég
hafí haft nokkrar áhyggjur af ung-
um manni eða pilti eins og hún
orðar það. Hugur minn tekur til
starfa í hendingskasti. Hvaða ung-
um manni hef ég haft áhyggjur af?
Ég man í fljótu bragði ekki eftir
neinum slíkum. Og þó, kannski að
hún eigi við ungan strák sem ná-
kominn ættingi minn í kvenlegg
hætti að vera með á síðasta ári.
Satt að segja þótti mér miður þegar
hann hvarf út úr hvunndagslífi
mínu. Það kemur Iíka í ljós að í
kringum þennan umrædda unga
mann eru slík gæfuspil að ég þarf
ekki að bera neinn kvíðboga fyrir
afdrifum hans. Næst kemur röðin
að fjármálunum. Um þau er spá-
konan fáorð að sinni en lofar meiru
seinna og snýr sér að svo mæltu
að tilfinningamálunum. Hún segir
mig hafa fundið fyrir vanlíðan en
ákveður að athuga það líka betur
seinna. Svo koma atvinnumálin.
Hún segir mig hafa nýverið gert
breytingar á atvinnumálunum sem
hún telur að hafi verið mér til góðs.
Svo sópar hún spilunum saman og
þakkar mér fyrir að hafa leyft sér
að líta tii baka. Segir að sumir vilji
snúið honum þijá hringi réttsælis
yfir höfðinu á mér og sett hann svo
á ofn. Nú er hann í höndum spákon-
unnar og vitnar þar um næstu
framtíð mína. Hún sér þijú börn í
bollanum en tvö börn í spilunum.
Ég geri hvorki að játa né neita.
Aftur kemur ungi pilturinn til sög-
unnar og áhyggjur mínar af honum
sem ekki er líklegt að Ijúki fyrr en
seinnipartinn á árinu. Ég gef mig
á vald hugrenningum um hvort
líklegt sé að nýr strákur komi til
sögunnar hjá fyrrnefndum ættingja
mínum en hrekk upp úr þeim hugs-
unum þegar atvinnumálin eru aftur
það ekki og það þyki sér ógurlega
erfitt.
Næst dreg ég spil fyrir hvern
staf í nafninu mínu. Ég tel í hugan-
um stafina í nafninu mínu, sex staf-
ir, sex spil. Spákonan smellir þeim
jafnóðum á borðið og leggur svo
mörg spil úr bunkanum ofan á spil-
in sem ég dró. Nú er það nútíðin
sem gildir. Ég reynist draga inn á
mig áhyggjur og það veldur spákon-
unni áhyggjum. Ég er sammála
henni að þetta sé ekki gott hjá mér
en get lítið í því gert. Eg dró bara
einhver spil og væntanlega eru það
forlögin sem stjóma því hvaða spil
koma upp. Spákonan segist í það
minnsta vera þeirrar trúar. Hún
rýnir í spilin og hefur bollann minn
til hliðsjónar. Eg hafði drukkið kaff-
ið í snarheitum, blásið í hann og
á dagskrá. Eitthvert rót virðist vera
á þeim eða hafa verið og ég í spennu
af þeim sökum. En sem betur fer
segja spilin að ég eigi von á
skemmtilegu ferðalagi sem ekki
komi mér þó á óvart. Spilin spá vel
fyrir því ferðalagi.
Fjármál mín eiga líka eftir að
batna samkvæmt upplýsingum
Kristjönu spákonu. Ekki veitir af
hugsa ég og minnist matarskattsins
og fleiri álaga sem komið hafa illa
við launþega þessa lands. Svo kem-
ur að rúsínunni í pylsuendanum,
ástarmálunum sem öllum finnst svo
spennandi. Spilin segja að ég hafi
góð tök á ástarmálunum í náinni
framtíð. „ Gott“ hugsa ég. Spá-
dómnum lýkur með því að spákonan
segir mér að það sé gil framundan
hjá mér, sem ég verði að ganga