Morgunblaðið - 07.05.1989, Page 17

Morgunblaðið - 07.05.1989, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1989 C 17 yfír. Sú ganga muni lánast mér vel. Einnig mun mér ganga vel að hnýta ýmsa lausa enda. Eftir þetta á mér að líða vel. Sérstaklega á mér að líða vel í ágústmánuði og það er sannarlega tilhlökkunarefni á kalsömum apríldegi. Þessu næst sópar spákonan saman spilunum en býður mér jafnframt að spytja nánar út í spádóminn sem ég geri við góðar undirtektir. Einnig leggur hún fyrir mig spil fyrir nokkra ná- komna ættingja mína og ég verð að segja að þar kom margt heim og saman við það sem hún sagði. hæfileikum. Frá því ég var barn hef ég séð framliðið fólk og verið mjög næm á umhverfi mitt, séð fylgjur fólks og þess háttar.“ Með nokkrum óhug spyr ég Kristjönu hvað fýlgi mér. „Gömul kona á peysufötum, mjög hnarreist og hnakkakert,“ svarar hún hiklaust. Hún lýsir konunni aðeins nánar og finnst mér ég þar kannast við lýs- ingu á ömmu minni. Ekki kveðst Kristjana nokkurn tíma hafa fundið til hræðslu við hið framliðna fólk, „ekki einu sinni þó ég hafi nokkrum sinn- um sætt ásókn“, segir hún.„Það hefur komið fýrir að það hefur verið sótt að mér á nóttunni, lagst ofan á mig og ég hef orðið að beita ýtrustu kröftum til þess að verjast þeim annar- lega þunga. En komi þetta fyrir kveiki ég jafnan kertaljós þegar mér hefur tekist að komast framúr og þá bið ég fýrir hinum framliðna þar til ég finn að ásókninni léttir. Stundum leitar til mín fólk til þess að fá mig til að biðja fyrir því sjálfu eða því nákomnu fólki. Ég bið fyrir þeim sem sjúkir eru og sorg- mæddir en sjaldnast öðrum." Er gædd skygg-nigáfu Nú verða tímamót í samræðum mínum og Kristjönu spákonu. Ég segi henni nafn mitt og þar með að ég sé blaðamaður á Morgun- blaðinu og vilji gjaman taka við hana viðtal í framhaldi af spádómin- um. Hún verður hugsi við nokkra stund en ákveður svo að láta slag standa. „Ég byijaði ung að spá,“ segir Kristjana. „Ég bjó þá vestur á Isafirði, þar sem ég er fædd og uppalin. Ég ólst upp hjá ömmu minni og afa sem áttu nítján böm. Amma gerði talsvert af því að spá fyrir fólki, þó ekki væri það neitt í líkingu við það sem ég geri. Fólk var ekki eins áfjáð í spádóma þá eins og nú. Ég áttaði mig snemma á því að ég væri gædd dulrænum Tuttugu og sjö uppskurðir Sjálf hefur Kristjana ekki farið varhluta af sjúkdómserfíðleikum. Hún hefur tuttugu og sjö sinnum lagst á skurðarborðið vegna margvíslegra meina og margfalt oftar legið á sjúkrahúsum. Þrátt fyr- ir þessa lífsreynslu seg- ist hún vera mjög bjart- sýn að eðlisfari. „Það var aðeins eftir að ég skildi við eiginmann minn eftir 27 ára hjóna- band sem ég var um tíma mjög dauf í dálk- inn. En ég náði mér uppúr því og í dag líður mér mjög vel,“ segir Kristjana. „Ég gifti mig ung á ísafirði og eign- aðist þijú börn. Fyrstu árin bjuggum við fyrir vestan en fluttum suður árið 1971. Mér hál- fleiddist alltaf á ísafirði þó ég væri þar fædd og uppalin. Ég byijaði að spá í bolla fyrir vestan en fór ekki að sinna þessu að marki fyrr en ég kom suður. Fyrst byijaði ég að spá fyrir vinum og vandamönn- um. Þeim þótti ég æði oft sannspá og sögðu frá því og þannig stækkaði alltaf hringur- inn í kringum mig. Æ fleiri leituðu til mín í von um að ég gæti sagt þeim eitthvað um framtíð þeirra. Það má segja að nú lifi ég og hrærist í spádómum og ýmsri dulrænni reynslu. Ég hef tekið eftir því að eftir að ég er búin að spá fyrir einhveijum verð ég mjög oft vör við sitthvað hérna í íbúðinni minni. En ég er aldrei hrædd, þetta fólk sem er í kringum okkur það gerir okkur ekki neitt. Sjaldnast órar mig fyrir eigin framtíð. Ég legg næstum aldrei spil fyrir sjálfa mig. En komi það hins vegar fyrir að ég slysist til að leggja spil, t.d. áður en ég fer út að skemmta mér, og lögnin kemur illa út, þá veit ég að ég get alveg eins setið heima. Ég fínn þó oftast á mér ef að veikindi eru í aðsigi. þá segi ég kannski við dótt- ur mína: „Nú fer ég að fara á spítala,“ og það hefur aldrei brugð-' ist. Þessi dóttir mín geymir hjá sér margt af því sem ég hef sagt og minnir mig á þegar það kemur fram. Til gamans get ég sagt þér að ég sagði fyrir uppá dag hvenær öll sex barnabörn mín myndu fæð- ast.“ Notar eigið spádómskerfi Kristjana segist jafnan spá heima hjá sér og nota eigið kerfi og spá bæði í bolla og spil. Bollann segist hún nota til að komast í samband við fólk og þvi sé nauðsynlegt að fólkið hafi handfjatlað bollann vel áður en hún fær hann í hendur. I áranna rás hefur Kristjana spáð fyrir mörgu fólki en eins og gengur eru henni sumir spádómar eftir- minnilegri en aðrir. „Ég man sér- staklega eftir því hversu sorglegt mér þótti þegar ég sá í spilum einn- ar vinkonu minnar að maðurinn hennar sem þá var mjög sjúkur, myndi ekki life af aðgerð sem fyrir- huguð var. Ég vissi uppá dag hve- nær hann færi. Ég sagði henni að hann kæmi lifandi heim en hún skyldi samt búa sig undir hið versta. Þetta rættist, maðurinn kom heim lifandi en dó skömmu síðar, ná- kvæmlega þann dag sem ég hafði séð fyrir. Nokkru seinna lagði ég aftur spil fyrir þessa konu. Þá sá ég að dóttir hennar myndi veikjast á sama hátt og faðir hennar hafði gert. Nú var mér allri lokið og fékk mig ekki til að segja henni eins og var. Bað hana að koma seinna. Stuttu seinna kom hún og þá lagði ég spil fyrir hana á ný. Þá sá ég að stúlkan myndi lifa af og þá sagði ég henni hvað ég sæi. Það kom allt fram. Þetta gerðist þegar ég var að byija að spá. Mér finnst gaman að spá og það gefur mér mikið. Mér fínnst ég geta gert gagn og stundum fínnst mér ég hjálpa fólki. Ég reyni þó alltaf að segja sannleikann, en á bágt með að segja fólki frá yfírvof- andi skilnaði. Eg reyni þá að fara í kringum það og ég segi heldur áldrei fólki frá feigðarmerkjum. Það þarf mannþekkingu til þess að spá fyrir fólki. Það er nauðsynlegt að skynja hvað fólk hefur mikið sálar- þrek, það má ekki segja fólki meira en það getur borið. Til mín kemur allra handa fólk í alls konar ásig- komulagi. Oft sit ég sem þurrausin þegar fólk fer frá mér. Sumir taka frá mér mikinn kraft. Stundum get ég heldur ekki spáð, en það hefur enginn tekið því illa þó ég treysti mér ekki til að spá þegar á hólminn er komið. Það er mjög mismunandi að spá fyrir fólki. Sumir eru nei- kvæðir og þá líður mér illa. Ég man eftir einum manni sem kom til mín. Hann reyndi á allan hátt að ergja mig meðan ég var að spá. Sagðist engu trúa og var hinn versti. Þegar hann var að fara gat ég ekki stillt mig um að ýta aðeins við honum. Ég spurði hann hvort hann vildi ekki vita hvað fylgdi honum. Jú, hann vildi það. Ég sagði honum að í fylgd með honum væri eineygður maður og lýsti klæðnaði hans og fasi. „Segðu meira,“ sagði maður- inn. „Þessi maður sem fylgir þér varð fyrir því sem ungur maður að missa fótinn," sagði ég og um leið fannst mér fylgjan brosa glað- hlakkalega. Þá sagði maðurinn: „Nú get ég ekki rengt þig, ég þekkti vel þennan mann sem þú lýstir.“ Ég get ekki stillt mig um að spyija Kristjönu aðeins út í þjóðmál- in áður en ég kveð hana. Hún vill fátt segja, segist ekki hafa lagt sig eftir slíku þó vissulega hafi hún séð ýmislegt fyrir, t.d. þegar Sjálfstæð- isflokkurinn klofnaði og Borgara- flokkurinn var stofnaður. „Ég hef verið beðin að gera ársspá fyrir blöð eða tímarit en ég hef ekki gefið mig í það,“ segir Kristjana. „Ég get þó sagt það að útlitið er í dekkra lagi í þjóðmálunum núna en það fer að lagast þegar líður á haustið. Ég sagði í haust að við myndum þurfa að þreyja af einn snjóþyngsta vetur sem komið hefði lengi. Það hefur gengið eftir. í ár fer ekki að vora að ráði fyrr en í maí, þá bregður skyndilega til betri tíðar. Ég spái góðu sumri með löng- um sólarköflum, en ég tel þó að maí og september verði bestu mán- uðirnir þetta árið,“ segir Kristjana og með það held ég út í blákaldan veruleikann á hinu misvindasama suðvesturhorni þessa lands. FOSSVOGS- SAMKOMU- LAGIÐ HER fer á eftir samkomulag, sem gert var milli Reykjavíkurborgar og Kópavogskaupstaðar 9. októ- ber 1973, um breytingu á mörkum kaupstaðanna og fleira og yfirlýsing sömu aðila frá 21. júní 1974: gr. Aðilar eru sammála um að leita lagaheimildar til breytingar á mörkum kaupstaðanna, þannig að mörkin verði í samræmi við hjálagðan bráðabirgðauppdrátt, dags. 13.8 1973, þ.e.a.s. í stórum dráttum sem hér segir: Meðfram Reykjanesbraut að vestan, suður yfir Breiðholtsbraut. Á Selhrygg færast mörkin til vesturs og suð- urs. Á mörkum frá Reykjanes- braut að Markaklett (H) skal vera óbyggt svæði fyrir göngu- leiðir o.fl., 25—50 m breitt Reykjavíkurmegin við mörkin. 2. gr. I framhaldi af þessu sam- komulagi munu fulltrúar aðila ákveða mörkin skv. hnitakerfi landmælinga og færa inn á upp- drátt nákvæmlega. Jafnframt munu fulltrúar aðila ganga frá lagafrumvarpi í samræmi við samkomulag þetta. 3. gr. Reykjavíkurborg lætur Kópa- vogskaupstað í té kvaðalaust og án endurgjalds land það, er lend- ir vestan Reykjanesbrautar. 4. gr. Reykjavíkurborg sér sjálf um kaup á landi á Selhrygg, en það tilheyrir Fífuhvammi. 5. gr. Ákvörðun um breytingu á mörkum kaupstaðanna í Foss- vogsdal verði skotið á frest um 2 ár. Aðilar eru sammála um að nota þennan frest til eftirfarandi: a) Endurskoðunar á umferð- arkerfí höfuðborgarsvæðisins og þá sérstaklega til athugunar á nauðsyn Fossvogsbrautar. Að þeim þætti endurskoðunarinnar skulu báðir aðilar standa. b) Með hvaða hætti megi gera Fossvogsbraut, ef nauðsynlegt reynist, þannig úr garði, að hún valdi sem minnstri röskun á umhverfi Fossvogsdals. e) Athugunar á samtengingu útivistarsvæða kaupstaðanna í dalnum, þar með tengingu skóg- ræktarstöðvar Skógrækarfélags Reykjavíkur við fyrirhugað úti- vistarsvæði Kópavogskaupstaðar í landi Lundar. 6. gr. Leiði endurskoðun á umferðar- kerfi höfuðborgarsvæðisins skv. 5. gr. a) í ljós, að nauðsynlegt reynist að ráðast I gerð Fossvogs- brautar, þ.e., að í ljós komi, að ekki fínnist aðrar viðunandi lausnir á umferðarkerfi höfuð- borgarsvæðisins að dómi beggja aðila, skulu eftirfarandi ákvæði gilda: Suðurbrún Fossvogsbrautar verði mörk kaupstaðanna. Þegar til framkvæmda kemur, þó eigi fyrr en að 4 árum liðnum frá dagsetningu samkomulags þessa, lætur Kópavogskaupstað- ur Reykjavík í té kvaðalaust og án endurgjalds land það, er hann á í Fossvogsdal og lendir innan marka Reykjavíkur skv. sam- komulagi þessu. Um Meltungu skal þó sá hátt- ur hafður, að hvor aðili um sig greiði land og mannvirki sem innan marka hans lenda. 7. gr. Aðilar eru sammála um, að stærð þess Iands, sem um ræðir í samkomulagi þessu, sé sem hér segir: Skv. 3. gr. ca. 30,6 ha skv. 4. gr. ca. 33,7 ha. 8. gr. Nú rís ágreiningur um fram- kvæmd á samningi þessum, og skal hann þá lagður fyrir gerðar- dóm, skipaðan einum fulltrúa frá hvorum aðila. Ef þeir verða sammála, gildir niðurstaða þeirra, en að öðrum kosti skal dómkvaddur oddamað- ur af Hæstarétti og ræður þá meirihluti. Úrskurði gerðardóms verður ekki áfrýjað. Reykjavík, 9. október 1973. F.h. Reykjavíkurborgar, Birgir Isl. Gunnarsson F.h. Kópavogskaupstað- ar, Björgvin Sæmundsson Yfirlýsing Samkvæmt samningi, dags. 9. október 1973, undirrituðum af borgarstjóranum í Reykjavík f.h. Reykjavíkurborgar og bæjar- stjóranum í Kópavogi f.h. Kópa- vogskaupstaðar, er samkomulag um það, að umrædd sveitarfélög óski í sameiningu eftir lögsögu- markabreytingu. í þeim samningi er gert ráð fyrir, að 33,7 ha á svonefndum Selhrygg úr landi Fífuhvamms falli til Reykjavíkur- borgar og að til Kópavogskaup- staðar falli úr landi Reykjavíkur 30,6 ha landsvæði á Kópavogs- hálsi vestan Reykjanesbrautar. Stefnt er að því, að umrædd lög- sögumarka breyting hljóti stað- festingu Alþingis á næsta Al- þingi. Af þessu tilefni er eftirfar- andi yfírlýsing gerð: Kópavogskaupstaður hefur fyrir sitt leyti ekkert við það að athuga, að borgaryfírvöld Reykjavíkur taki til meðferðar og afgreiði uppdrætti af mann- virkjum á fyrrnefndu 33,7 ha svæði á Selhrygg, sem mun falla til Reykjavíkurborgar samkvæmt fyrrgreindum samningi, og sömuleiðis hefur Reykjavíkur- borg ekkert við að að athuga, að bæjaryfírvöld Kópavogs taki til meðferðar og afgreiði teikn- ingar af mannvirkjum á fyrr- greindu svæði austast á Kópa- vogshálsinum 30,6 ha að stærð, sem samkvæmt samningum mun falla til Kópavogskaupstaðar. Reykjavík, 21. júní 1974. F.h. Kópavogskaupstaðar, Björgvin Sæmundsson F.h. Reykjavíkurborgar, Birgir ísleifur Gunnarsson“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.