Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.05.1989, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAI 1989 Fleiri smá- sögubrot úr Borgarfirði HðSGANGAR okkar á milli ... ® Fyrirhuguð heimsókn þrett- án ára tyrknesks drengs, búsetts í Vestur-Þýskalandi, til ömmu sinnar, fór á annan veg en hann ætlaði. Amman var búsett í Tyrklandi og varð drengurinn sér úti um flugmiða og komst án nokkurra vandræða í gegnum allt eftirlit á Frankfurt-flugvelli. Honum varð þó ljóst uppi í háloft- unum að flugvélin var ekki á leið til Tyrklands heldur Sri Lanka. Þegar til Colombo, höfuð- borgar Sri Lanka, var komið brast hann kjark og hann fór að hágráta i flugstöðinni. Farar- stjóri einn sá aumur á drengnum, tók hann að sér, og kom honum aftur til Þýskalands seint og um síðir. Þá hafði ítarleg leit staðið yfir að drengnum í eina viku. Ekki er vitað hvernig hann Qár- magnaði þetta uppátæki. ® Kínverskt veitingahús eitt í Frakklandi fékk reglulega sent krydd frá Kína til að nota í mat- reiðsluna. Dag einn kom hins vegar sending af „kryddi" sem eigendur veitingahússins könn- uðust ekki við. Fannst þeim það beiskt á bragðið og óhentugt til matreiðslu. Viku seinna kom hins vegar bréf sem skýrði málið: „Amma er dáin og hún vildi að þið fengjuð öskuna.“ ■ Einn af flugmönnum franska flughersins missti ný- lega vinnuna, þar sem hann þótti vera einum of ástfanginn. Yfir- mönnum hans var svo sem ekk- ert í nöp við að flugmaðurinn kæmist í snertingu við örvar Amors. Hins vegar þótti þeim full langt gengið þegar í ljós kom að hann hafði tekið sína heitt- elskuðu með sér í flugferðir í orrustuþotunni til að ganga í augunáhenni. StS Þýska límdósin Nýja húsið var að verða tilbúið og vinnufélagamir höfðu komið til að leggja síðustu hönd á lokafráganginn með eigandanum. Þegar kom að því að dúkleggja kom í ljós að húseigandinn hafði keypt límdós af þýskri gerð. Kom nú babb í bátinn, því enginn af þeim sem á staðnum voru kunni stakt orð í þýsku. Var þá brugðið á það ráð að kalla til einn vinnufélagann sem hafði verið í Þýskalandi um tíma fyrir mörgum árum og var gjaman með þýskuglósur á takteinum í vinnunni. Hann kom strax á staðinn og var honum þá fengin límdósin og hann beðinn um að þýða leiðbeiningamar. Sat félaginn þó nokkra stund með dósina fyrir framan sig og las. Þegar félögum hans fór að leiðast biðin, spuiðu þeir hvað stæði eiginlega á dósinni. Þá svaraði vinurinn: „Þeir segja að það sé ekki svo nauið hvemig h'mið er borið á gólfíð.“ Eftir þessa greinargóðu þýðingu gekk dúklagningin auðvitað mun betur fyrir sig og var létt yfir mannskapnum. Dunhill Maður einn fékk gefíns forláta Dunhill-pípu frá kunningja sínum. Hún reyndist mjög vel í fyrstu en þar kom að þegar eigandinn var eitt sinn að slá úr henni í öskubakkann þá brotnaði hún. Nú vom góð ráð dýr, en vinir pípueigandans bmgðu á það ráð að senda pípuna út til verksmiðjanna með tilskrifum um að hún hefði verið gölluð. Varð það úr að maðurinn fékk til baka glænýja Dunhill-pípu sér að kostnaðarlausu. Leið nú og beið og undi maðurinn vel við nýju pípuna en eitt sinn þegar hann var að slá úr henni í öskubakkann þá brotnaði hún, alveg eins og sú fyrri. Aftur var skrifað og pípan send og aftur fékk maðurinn nýja pípu. Fljótlega brotnaði sú þriðja á sama hátt og hinar og enn var skrifað út með þeirri brotnu. Og enn og aftur kom ný pípa til baka frá Dunhill-verksmiðjunum en nú með eftirfarandi tilskrifí: „Sendið manninn næst...“ Morð Hann var að versla, það var margt fólk; í versluninni og þar sem hann stóð í miðri biðröðinni við afgreiðslukassann sá hann hvar kunningi hans kom askvaðandi inn. Þegar kunninginn kom auga á hann kallaði hann til hans: „Hvenær eigum við að fara að myrða hana?“ Við þessi orð féll öll verslun niður og allt datt í dúnalogn. um stund. Allra augu beindust að kunningjanum í dyragættinni og ekki var laust við að sjá mætti skelfingu í svip afgreiðslustúlkunn- ar og annarra kvenna sem vom í miklum meirihluta í versluninni. Auðvitað grunaði þær ekki að kunninginn ætti við fiðraðar gæsir, en þetta var að haustlagi og gæsaveiðitíminn rétt hafínn. Sryallur Ungur dekkjaviðgerðar- maður sem eitt sinn var starfandi í Borgamesi sagði gjaman, þegar honum tókst upp við viðgerðimar: „Nú er ég snjallur." Tokst honum svo oft upp við viðgerðimar að þar kom að hann var nefiidur „Snjallur." Viðgerðarmaðurinn var glaðsinna og flestum helgum eyddi hann við gleðskap og söng með vinum og kunningjum. Skar hann sig alls staðar úr fjöldanum því hann bar ætíð barðastóran hatt Jiegar hann var að skemmta sér og öðmm. Af þessu tvennu var hann því ætíð titlaður „Snjallur kúreki.“ Ekki dónalegur Það gerðist eitt sinn á dansleik í Borgarfirðinum að góðglaður maður, sem var oiðhvatur í meira lagi, kom að borði þar sem kona sem hann þekkti sat og var að ræða við kuhningja sinn. Sá góðglaði bauð konunni kurteislega upp í dans en hún neitaði og kvaðst vera upptekin. Við þessa afneitun fyrtist vinurinn, en sat þó á sér um stund og settist við næsta borð. Unglingspiltur sem fylgst hafði með tilbuiðum þessum, sá hvar sá góðglaði stóð allt í einu upp og gekk aftur að borðinu til konunnar og sagði stundarhátt við hana: „Heyrðu góða, það er eitt sem ég verða að segja þér. Þú ert sú næst ljótasta kona sem ég hef á ævinni séð.“ Síðan stmnsaði hann í burtu án þess að bíða eftir svari. Pilturinn elti og náði loks tali af honum. Lék piltin- um hugur á að vita hvers vegna hann hefði sagt við kon- una „næst ljót- asta“ en ekki „ljót- asta“. Þá svaraði sá góðglaði: „Kjáni geturðu verið, drengur. Ég ætlaði ekki að vera dónalegur við konuna“. Annfulans Á sínum yngri ámm var sögu- hetjan virkur meðlimur í skáta- hreyfingunni. Tók hann hlutverk sitt þar mjög alvarlega og fór í einu og öllu eftir „ritúalinu“ varðandi alla hegðan og framkomu, jafnt á fundum sem utan þeirra. Eitt var það í reglunum sem hann átti þó í verulegum erfiðleikum með að til- einka sér, en það var að hætta að bölva og ragna, sem honum var mjög tamt í tíma og ótfma. Rættist ekkert úr þessari raun hans fyrr en einn daginn að honum hug- kvæmdist að búa til ný blótsyrði í stað þeirra forboðnu. Taldi hann að með þessum nýyrðum bryti hann í engu í bága við reglurnar, en sval- aði þó þessari brýnu þörf sinni að blóta hressilega. Þannig var það að hann sagði „annfúlans“ í stað andskotans, „hebúlans" í stað helvítis og „ósansanns" í stað ein- hvers enn ljótara. Finnskur gæöaregnfatnaiur ftalla fjölskylduna Bjóðum finnsk gæðaregnföt í miklu úrvali á hagstæðu verði. Nýjung á íslandii Regnvettlingar - jafn sjálfsagdir og stigvél, segja Finnar. Verslaðu í Regnfatabúðinni, einu sérverslun sinnar tegundar á íslandi. • Hlífðar- og tískuregnföt á alla fjölskylduna.#Mótorhjóla-, siglinga-, golf- og sportregnföt. #Hjólaregnslár, regnhattar, stígvél, regnhlífar, ofl. ofl. Heildsöludreifing fyrir landsbyggóina. Unnur og Sif sf. Laugavegi 21 sími 18866. Útsölustaóur á höfuóborgarsvæóinu: Regnfatabúóin, Laugavegi 21 sími 26606.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.