Morgunblaðið - 24.05.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.05.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1989 27 ÞIIMGBRÉF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Ríkísútgjöld 1988 28,2% af laiidsframleiðslu Stærra hlutfall en áður Fram kom í greinargerð fjármálaráðherra um ríkisfjármál 1988 að útgjöld A-hluta ríkissjóðs vóru 7.200 m.kr. umfram tekjur. Samtals nam eyðslan 71.583 m.kr., sem var 28,2% af lands- framleiðslu ársins. Þetta er 38% hækkun frá gjaldalið ríkissjóðs 1987, sem var 51.688 m.kr. Meðaltalshækkun verðlags á sama tíma var u.þ.b. 25%. Eyðsl- an óx því umtalsvert umfram verðlagsbreytingar. I í skýrslu fjármálaráðherra um ríkisfjármál ársins 1988 segir m.a. um hækkun útgjalda, um- fram verðlagshækkanir: „Utgjöld A-hluta ríkissjóðs á árinu 1988 voru samtals 71.583 m.kr. Samanborið við árið 1987 nemur hækkunin 38%, en þá voru útgjöld alls 51.688 m.kr. Þessi hækkun er talsvert meiri en hækkun almenns verðlags, sem nemur um 24-25%. Af þessari umframhækkun út- gjalda vegur þyngst hækkun rekstrar- og neyzlutilfærslna, sér- staklega niðurgreiðslna, sem skýrir tæplega helming hækkun- arinnar. Að öðru leyti skiptist hækkunin jafnt á vaxtagjöld, kostnað vegna íjárfestingar og almenn rekstrargjöld". Útgjöld A-hluta ríkissjóðs reyndust u.þ.b. 8.000 m.kr. hærri en upphaflegar fjárlagaheimildir stóðu til. Það þætti ekki eftir- breytniverð rekstrar- eða fjár- málastjóm í einkarekstri eða á heimilum skattgreiðenda, sem borga brúsann. II Fjármálaráðherra rekur í skýrslu sinni helming umfra- meyðslunnar til verðlagsbreyt- inga. Með öðrum orðum til verð- bólgu á íjárlagaárinu umfram það sem fjárlagasmiðir gerðu ráð fyr- ir. Það er síðan athyglivert, að verðbólga 1988 og 1989 rekur að drjúgum hluta rætur til þess tvíhöfða stefnuvita — löggjafar- og framkvæmdavalds — sem að fjárlagagerðinni stóð. Meðal ann- ars til ríkisskatta í verði vöru og þjónustu sem og annarra stjóm- valdsákvarðanna, svo sem gengis- skráningar, þótt fleira komi raun- ar til. Að öðm leyti tengir ráðherra umframeyðsluna „efnahagsað- gerðum [ríkisstjómarinnar] meiri skuldum við Seðlabanka en ijárlög gerðu ráð fyrir, hækkunum al- mennra rekstrargjalda umfram áætlun fjárlaga og verðlagsbreyt- ingum“, eins og segir í skýrslunni. Umframeyðslan rekur sum sé rætur til margra úgjaldaþátta. Þar vega þungt launa- og rekstr- arliðir, en jafnframt „tilfærslur" í samfélaginu, en til þeirra teljast lífeyristryggingar, sjúkratrygg- ingar og niðurgreiðslur búvöm. Skuldakostnaður ríkissjóðs [vext- ir] var og um umtalsvert hærri en reiknað var með. III í greinargerð frá fjármálaráðu- neytinu um afkomu ríkissjóðs árið UTGJÖLD RÍKISSJÓÐS 1988 (í milljónum króna) Sam FJARLÖG mmwmm V/ lUTKOMA 25.211 28.364 Rekstrar- og neyslu- tilíærslur 24.281 26.471 Vaxtá gjö(d MMttM 4.8oo Skipting útgjaida rikissjoðs 6864 Stofnkostn. MMM og vif 5.368 Stofn vaxta-j MM\ 3.869 '-'iór- lilllllljy Sri" R0kStrar' 4.127 ogneyslu _________________ tilfærsiur Skýring á töflu Tvær efstu súlumar [láréttar] sýna annarsvegar heimiluð launa- og rekstrarútgjöld 1988 og hinsvegar raunútgjöld. Tvær þær næstu sýna heimiluð og raunútgjöld rekstrar- og neyzlutilfærslna: lífeyristryggingar (9.000 m.kr) sjúkratryggingar (5.848 m.kr), niðurgreiðslur búvöm (3.513 m.kr), útflutningsbætur búvöm (1.292 m.kr.), framlag í lánasjóð námsmanna (1.607 m.kr.) o.fl. Tvær þær næstu sýna áæltuð og raunútgjöld vaxta. Síðan tölur stofnkostnaðar og viðhalds. Loks fjármagnstilfærslur. Hringurinn sýnir sömu útgjaldaþætti sem hundraðshluta af heildarútgjöldum. 1988, dagsettri 31. janúar sl., segir m.a.: „Hlutfall heildartekna af lands- framleiðslu nam um 25,4% í fyrra ... Hlutfall heildarútgjalda var hins vegar munn „ hærra, eða 28,2%. Þetta ár sker sig nokkuð úr í samanburði við fyrri ár, sem yfírleitt hafa verið í kringum 25%...“ Samkvæmt þessum orðum í skýrslu fjármálaráðherra hafa út- gjöld A-hluta ríkissjóðs vaxið en ekki minnkað sem hlutfall af landsframleiðslu næstliðið ár. Samdrátturinn í þjóðarbúskapn- um sagði ekki til sín með sama hætti í ríkisbúskapnum — a.m.k. ekki á heildina litið — og hjá al- menningi og atvinnuvegum, sem sátu að rýrðum skiptahlut. IV Skoðum í þessu sambandi nokkrar hagtölur ársins 1988: ★ Aflaverðmæti rýmuðu í fyrsta sinn frá árinu 1983 — eða um 2-3% að raungildi. ★ Heildarútflutningur 1988 var 4% minni en 1987. ★ Ráðstöfunartekjur heimila vóru 20% minni 1988 en 1987. ★ Kaupmáttur ráðstöfunartekna dróst saman um 4-5% á árinu. ★ Einkaneyzluútgjöíd, sem vax- ið höfðu um 16% 1987, minnkuðu um 2,5-3% 1988. ★ Fjárfestingarútgjöld, semjuk- ustu um 19% 1987, minnkuðu um 2-3% 1988. ★ Heildarútgjöld A-hluta ríkis- sjóðs reyndust hins vegar milli 3 og 4% hærri, sem hlutfall af lands- framleiðslu, árið 1988 en næstlið- in ár. Framangreindar tölur eru allar teknar úr greinargerð íjármála- ráðuneytisins, dagsettri 31. jan- úar sl„ um afkomu ríkissjóðs 1988. Samkvæmt þessum hagtölum ráðuneytisins sjálfs sýnist nokkuð á skorta að ríkisstjómin hafi haft það taumhald á ríkisútgjöldum ársins 1988, sem samdráttur í þjóðarbúskapnum gaf tilefni til. Og eyðslustefna ríkisvaldsins hef- ur fordæmisgildi út í samfélagið. Eftir höfðinu dansa limimir, segir máltækið. 2.500 kr. nefskattur vegna málefiia aldraðra: Þingmenn Borgaraflokks komu skattinum í gegn NÝ lög um máleftii aldraðra voru samþykkt frá Alþingi síðasta dag þingsins. Gildistöku sérstaks nefskatts, sem áætlað var að yki tekjur ríkissjóðs um 200 miiyónir í ár var frestað til 1990. Breytingartillaga sljómarandstæðinga um að fella skattinn nið- ur var felld með atkvæðum sljómarþingmanna og þingmanna Borgaraflokksins, einn Framsóknarflokksþingmaður sat hjá og annar greiddi atkvæði með tillögunni. Jón Baldvin Hannibalsson kveður þingmenn Alþýðuflokksins vera andsnúna þessari skatt- lagningu. Á síðasta degi Alþingis gekk neðri deild Aþingis frá lögum um málefni aldraðra. Sá liður sem valdið hefur mestum deilum eru ákvæði um tekjur Framkvæmda- sjóðs aldraðra. Hin nýju lög kveða á um sér- stakan nefskatt, 2.500 kr. sem lagður er á alla skattþegna frá 16 ára aldri til 70. Undanþegnir eru þeir sem hafa lægri tekjustofn en 530.196. Upphæðin breytist samkvæmt byggingarvísitölu. Meirihluti heilbrigðis- og trygg- inganefndar neðri deildar lagði til að gildistöku þessarar skattlagn- ingar yrði frestað fram á árið 1990, þannig að hún taki gildi um leið og aðrir liðir frumvarpsins. Minnihluti nefndarinnar lagði hins vegar til að. fallið yrði frá þessari sérstöku skattlagningu og yrði framkvæmdasjóðnum skap- aðar samsvarandi tekjur með beinu framlagi frá ríkissjóði, eins og verið hefur undanfarin tvö ár. í ræðu sem Geir H. Haarde, einn flutningsmanna minnihlut- ans, flutti sagði hann að með frumvarpinu væri verið að taka upp skatt sem fallið hefði niður við gildistöku staðgreiðslukerfis- ins Taldi hann að gagnrýni sjálf- stæðismanna á þennan skatt hefði orðið til þess að fallið var frá inn- heimtu þessa skatts í ár sem hefði haft f för með sér 200 milljóna viðbótartekjur fyrir ríkissjóð. Væri vert að fagna því, en eftir stæði að búið væri að taka upp nýjan skatt þrátt fyrir loforð sem gefin voru við gildistöku stað- greiðslukerfisins og Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi fjár- málaráðherra, hefði tekið undir. Kvað Geir sjálfstæðismenn myndu beijast gegn framkvæmd skatt- lagningarinnar á næsta ári, því ekki ættu að vera neinir smáskatt- ar við hlið staðgreiðslukerfisins. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði í umræðu að skattur þessi væri slys; hann væri á móti nefsköttum sem þess- um og að Alþýðuflokkurinn myndi gera fyrirvara varðandi skattlagn- inguna. Viðhaft var sérstakt nafnakall um breytingartillögu minnihlut- ans. Var tillagan felld með 19 atkvæðumgegn 16. Greidduþing- menn Borgaraflokksins í deild- inni, þau Óli Þ. Guðbjartsson, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og Benedikt Bogason, atkvæði gegn breytingartillögunni. Alexander Stefánsson (F/Vl) sat hjá við at- kvæðagreiðsluna og Olafur Þ. Þórðarson (F/Vf) greiddi atkvæði með tiílögunni. Aðrir stjórnarliðar greiddu atkvæði gegn breyting- artillögu'nni.! > ■ Geir H. Haarde í samtali við Morgunblaðið sagði Geir H. Haarde að skattur þessi væri trúaratriði hjá Alþýðu- bandalaginu, en ekki væri öll nótt úti enn og myndu þingmenn Sjálf- stæðisflokksins leggja á það kapp á haustþingi að koma í veg fyrir skattlagninguna, en tryggja sjóðnum tekjur með öðrum hætti. Benti hann af því tilefni á yfirlýs- ingar Jóns Baldvins í umræðunni. „Það kemur að sjálfsögðu engum á óvart að þingmenn Borgara- flokksins skuli hafa stutt þessa skattlagningu, eins rækilega og þeir hafa stutt við bakið á öllum skattlagningaráformum ríkis- stjórnarinnar," sagði Geir H. Ha- arde. Óákveðið hver verð- ur yfir- dýralæknir ENN hefúr ekki verið ákveðið hver tekur við emb- ætti yfirdýralæknis og hef- ur landbúnaðarráðherra farið fram á það við Pál Agnar Pálsson yfirdýra- lækni að hann gegni emb- ættinu áfram um skeið ef þurfa þykir. Páll Agnar Pálsson yfir- dýralæknir hafði óskað eftir að láta af störfum 1. júní næst- komandi og var starfíð auglýst laust til umsóknar frá og með þeim degi. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar landbúnaðar- ráðherra var tínainn til að safna saman umsóknum, fara yfír þær og ræða við umsækjendur of naumur. Vegna annríkis gat ráðherrann fyrst rætt við um- sækjendur fyrir fáum dögum. Steingrímur sagði að nú væri naumur tími til stefnu og engin trygging fyrir því að nýr maður geti tekið til starfa umsvifalaust. Honum fannst því vissara að færa þetta í tal við Pál, sem tók þessari mála- leitan vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.