Morgunblaðið - 24.05.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.05.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1989 Gylfí Þ. Gunnars- son - Minning Fæddur 17. janúar 1953 Dáinn 18. maí 1989 í dag kveðjum við okkar besta vin og félaga, Gylfa Þorberg Gunn- arsson. Erfitt er að sætta sig við að svo ungur og glaðlyndur vinur skuli vera burtu tekinn og rifja upp allar þær góðu stundir er við höfum átt saman frá því við hittumst fyrst í fyrsta bekk Réttarholtsskóla 1965. í fyrsta og öðrum bekk efldist vin- átta okkar jafnt og þétt. Gylfí hafði alltaf mikið gaman af öllum íþrótt- um og sundið varð strax sameigin- legt áhugamál okkar beggja og sóttum við Sundhöllina á hveijum degi. Og ef ég man rétt þá sáum við líka hveija einustu bíómynd er sýnd var. Peninga fyrir bíóferðum fengum við hjá pabba, því alltaf var eitthvað viðvik sem þurfti að gera fyrir hann í dansskólanum. Það er margs að minnast þegar riflaðar eru upp allar góðu stundim- ar sem við höfum átt saman þar sem Gylfí gaf svo mikið með sínum léttleika. Minnistætt er þegar við þeystum á skíði með Gunnari pabba Gylfa á 8cy Ford Farlaine árg. 1955 og þá alltaf í Skálafell. Þá var oftast þrammað upp brekkurnar og skíðað niður. Eina skíðaferð fórum við með ms. Gullfossi 1972 til ísaQarðar og Akureyrar, en til Akureyrar áttum við eftir að koma oft síðar með vin- um okkar. Ekki voru allar skíða- ferðimar áfallalausar. Ég man þeg- ar við vomm að reyna nýja aðstöðu við Lækjarbotna í Snjófallinu og keyrðum báðir í einu á hraunnibbu í fyrstu ferðinni — ég gjöreyðilagði skíðin, en Gylfi lenti illilega á bak- inu og hafði upp frá því fímm ör hlið við hlið á bakinu er hann varð síðar mjög stoltur af og gerði óspart grín að óheppni sinni. í þriðja bekk í Réttó tókum við eftir ljóshærðum strák er var þá formaður Æskulýðsfélagsins, en var einni bekkjadeild á eftir okkur. Þetta var þá Halldór, nágranni Gylfa og leikfélagi frá sandkassa- tímabilinu. Við þrír urðum slíkir félagar að aldrei hefur hlé komið þar á. íþróttir og alls kyns útivera átti hug Gylfa allan. Við stunduðum köfun, sjóskíði, seglbretti, ferðalög, gúmmíbátaferðir og sveitaböll á þessum tíma og alla sína skólatíð stundaði Gylfí reglulegar æfíngar með Víkingi, bæði í fótbolta og handbolta. Árið 1970 fórum við saman til flögurra mánaða dvalar í Noregi. Gylfí lagði síðan stund á rafvirkjun og stofnaði síðar fyrirtækið Raf- kraft með bekkjarfélaga okkar, Ragnari Bragasyni, og Ögmundi Guðmundssyni. Oft lauk hann verki með þessum orðum: „Það er kraftur í strákunum hjá Rafkraft." Það fór að draga til tíðinda í litlu klíkunni okkar þegar Dóri fann Kötu og við Anna kynntumst og var það okkar Dóra mikið áhyggjuefni hvað dróst að Gylfí fyndi þá réttu. Það var greinilegt að eingöngu var verið að vanda valið því Helga og Gylfí giftu sig fyrst okkar árið 1975. Þau bjuggu sín fyrstu ár í Leirubakka og síðar í Dalalandi og vorum við nágrannar í 10 ár. Það eru margar sundferðimar sem Gylfí hefur stað- ið fyrir á sunnudagsmorgnum í gegnum tíðina. Arið 1973 fékk Gústi bróðir Önnu okkur alla þijá til að hefja störf í nýliðaflokk Flugbjörgunarsveitar- innar. Eftir 2ja ára kennslu gengum við inn í D-flokk en þar kynntumst við þeim vinum og félögum er við eigum nú og hefur sú vinátta hald- ist æ síðan bæði innan sveitarinnar og utan. Við vorum síðan hvattir til að starfa í Jöklarannsóknafélag- inu, enda vantaði þá þar unga menn til að vera með í að byggja skála félagsins, en þeir urðu alls 4 á árun- um 1976-1978, og einn 1987. Gylfi var virkur félagi í Jöklarannsókna- félaginu. Öll miðvikudagskvöld í 10 ár hitt- umst við FBS-félagar á þrekæfíng- um. Þar var lagt á ráðin um marg- ar ferðir okkar og var Gylfi alltaf í þeim hópi. Haustferðimar hófust hjá okkur á tveimur Willysjeppum 1973 og síðan er alltaf ein hvert ár og standa enn. Þæru eru mjög eftirminnilegar margar hveijar. Alltaf var Gylfí tilbúinn til starfa, hvort heldur var að bjarga kindum úr sjálfheldu í Grafningi, veita for- ystu björgunaraðgerðum vegna snjóflóðanna á Patreksfírði eða leika jólasvein á skemmtunum Flugbjörgunarsveitarinnar, bömum til mikillar ánægju, en Gylfí var mikil bamagæla. Sem betur fer þróaðist mikill og góður vinskapur með Helgu Kötu, Onnu og hinum stelpunum. Þetta varð til þess að þær sýndu góðan skilning á öllum þeim tíma er varið var til björgunarstarfa, æfinga, ferðalaga og fundarhalda. Best var að þær urðu smám saman þátttak- endur í starfinu með okkur, en það lagði gmnninn að tryggri vináttu okkar allra í milli. Gylfí var óþijótandi í að hvetja aðra til starfs og dáða, eins og með setningunum: „Kýla á þetta“, „Standa stífan trekk“ og annað í svipuðum dúr sem kom öllum til að brosa á erfiðum stundum. Ef það dugði ekki tii þá kastaði hann fram stöku sem átti eingöngu við um stund og stað og ef hann var mát sneri hann öllu upp í grín. Á vegum FBS fórum við árið 1977 á foringjanámskeið til Finse í Noregi ásamt Stefáni Bjamasyni. Ári seinna keyrðum við Ánna með Helgu og Gylfa um Evrópu. Við keyrðum kringum Hofsjökul 1979 og gengum á skíðum saman yfír hálendið 1980. Síðasta stórferðin var farinn 1987 „yfír jöklana þijá“. Oft voru þetta langar og strangar ferðir og í öllum var Gylfi ómiss- andi, úrræðagóður og setti fram allar tillögur um framkvæmdir á auðveldan og oft og tíðum á gaman- saman hátt. Aldrei fór styggðaryrði á milli okkar og ef við einhvem tímann vom ósammála þá bámm við alltaf mikla virðingu fyrir skoðunum hvors annars. Allar minningar um Gylfa em svo góðar að þær munu seint gleym- ast og það verður alltaf jafn skemmtilegt að rifja þær upp, eins og þessa ógleymanlegu setningu: „Enginn veit hve vel hefur sofið fyrr en vaknað hefur“. AHtaf gat hann komið á óvart og kryddað tilvemna í kringum sig með nýjum uppátækjum. Tilvemna sem hann elskaði og hafði svo gott vald á. Öll höfum við nú misst mikinn og góðan vin. Elsku Helga, litla Fríða og litli Gunnar, foreldrar, bræður og tengdaforeldrar, megi Guð vera með ykkur og styrkja á þessari sorgarstund. Anna og Arngrímur í dag er til moldar borinn Gylfí Þorbergur Gunnarsson. Gylfi lést í Borgarspítalanum 18. maí síðastlið- inn eftir stutt veikindastríð, sem bar mjög brátt að. Gylfi fæddist 17. janúar 1953. Foreldrar hans em Guðrún Sigurð- ardóttir og Gunnar Þ. Hannesson. Gylfí var næstelstur af fjórum son- um þeirra hjóna. Gylfi var rafvirkja- meistari og hafði ásamt tveimur öðram stofnað fyrirtækið Rafkraft hf. árið 1977. Þeir fluttust í nýtt húsnæði á síðastliðnu ári. Gylfí var með eindæmum duglegur og at- orkusamur. Má segja að snyrti- mennska, háttvísi og létt Iund hafí verið einkunnarorð Gylfa í starfí. Ungur kynnist hann hann Helgu Ámadóttur cg giftu þau sig í apríl 1975. Þau eignuðust tvö böm, Fríðu sem verður 7 ára í júní, og Gunnar Þorberg sem er 4 ára. Gylfi var einstakur faðir bömum sínum. Þegar við hugsum til Gylfa koma margar minningar fram í hugann. Okkur er sérstaklega minnisstæð kvöldstundin sem við áttum með Gylfa og Helgu kvöldið áður en Gylfi veiktist alvarlega. Við sátum í stofunni og röbbuðum saman. Bömin okkar vom að leik. Áður en við vissum af höfðu Fríða og Gunn- ar klifrað upp í fang föður síns og fljótlega fylgdu dætur okkar á eft- ir. Þama sátu þau öll og hjúfmðu sig að honum. Þetta lýsir Gylfa vel enda var gott að Ieita til hans jafnt fyrir unga sem aldna. Helga og Gylfi fluttust í sitt nýja hús í Grafarvoginum fyrir rúmum tveimur ámm. Þau vom afskaplega samiýnd og áttu mörg sameiginleg áhugamál. Oft mátti sjá þau í gönguferðum eða á gönguskíðum með bömin sín í hverfinu. Gylfí var virkur félagi í Flug- björgunarsveitinni í Reykjavík ámm saman. Margir minnast hans þaðan og störf hans í þágu sveitarinnar einkenndust af ósérhlífni og dugn- aði. Alltaf var hann glaður í bragði og ekki vantaði bjartsýnina í erfíð- um leitum. Fregnin um lát Gylfa kom eins og reiðarslag. Við sem eftir sitjum emm felmtri slegin yfír missi góðs vinar sem nú hefur verið kallaður til annarra starfa. Við emm þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Gylfa. Við fráfall hans hefur verið höggvið skarð sem aldrei verður fyllt. Elsku Helga, Fríða og Gunnar, missirinn og söknuðurinn er mikill. Við sendum ykkur innilegar samúð- arkveðjur á þessum erfiðu tímum og einnig foreldmm Gylfa og tengdaforeldmm. Blessuð sé minn- ing Gylfa Þorbergs Gunnarssonar. Björg Birgisdóttir Bjarni Haraldsson Að leiðarlokum langar mig að rifja upp nokkrar svipmyndir af Gylfa frænda mínum. Það er sólrík- ur dagur, ég er í heimsókn í Gmnd- argerðinu, á meðan pabbi og mamma em að flytja upp í Árbæ. Ég fer í labbitúr með Gylfa, hann sýnir mér marga hluti, stórmerki- lega í augum fimm ára smápolla, kofa sem hann hefur byggt og fleira. Ég þakka Gylfa fyrir, það var gaman. Það er jólaboð í Gmnd- argerði, frændsystkini mín em að ærslast, við bræðumir emm yngst- ir, svolítið utanveltu, Gylfi hefur tíma til að tala við okkur. Ég þakka Gylfa fyrir, að hann tók eftir okk- ur. Það er stór veisla, amma á af- mæli, allir em að ræða málin, Gylfi kveður sér hljóðs, heldur skemmti- lega ræðu, allir klappa, kyssa ömmu og þakka Gylfa fyrir. Við Diddi frændi emm að vinna uppi í Grafar- holti fyrir pabba, Gylfí kemur og tengir rafsuðuvél, hlær með okkur, grínast við karlana, allir hlæja, því að Gylfí er orðheppinn. Ég er að vinna í húsinu þeirra Gylfa og Helgu, Heimir og Óli Raggi koma líka. Bræðumir í Grundargerði hjálpa alltaf hver öðmm. Helga kemur með kaffí, við sitjum og hlæj- um og gemm grín að öllu og engu. Það var alltaf líf og fjör í kringum Gylfa. Elsku Guðrún frænka, Gunn- ar og bræðumir, ég hugsa til ykkar héðan frá Svíþjóð. Elsku Helga, Guð gefí þér og börnunum þínum styrk til að standast þessa raun sem á ykkur er lögð. Davíð Þegar við fluttum í Dalalandið fyrir tæpum fímm ámm vomm við svo gæfusöm að kynnast ungum hjónum á okkar reki í sama fjölbýl- ishúsi. Þetta vom þau Gylfí og Helga. Þau áttu þá von á öðm bami o g af þeim geislaði sú hamingja sem einkennir fjölskyldu sem byggir á sterkum gmnni. Þar fóm sam- hentir foreldrar með hlutverk sitt af mikilli natni. Gylfi var okkur strax þá, og af og til síðar, innan handar um ýmislegt er tengdist fagj hans enda greiðvikinn þrátt fyrir annasamt starf. Gylfi var glaðlyndur og opinn í viðmóti, hafði framkomu sem ein- kenndist af mýkt og því þægilegt að vera í návist hans. Kunnings- skapur bama okkar, sem léku sér á grasflötinni fyrir utan húsið, tengdi fjölskyldur okkar enn frekar og gaf okkur tilefni til að spjalla saman og njóta samvista. Það jók einnig á tengslin að Gylfí var ein- staklega bamgóður og hændust bömin mjög að honum. Við sáum því með söknuði á eftir þeim Helgu og Gylfa úr Dalalandinu er þau fluttu í Grafarvoginn þar sem færri tækifæri gáfust til samskipta. Á merkisdögum barna okkar höfum við þó komið saman og nú síðast í afmæli dóttur okkar fyrir skemmstu. Þá hittum við þau glöð og ánægð, Gylfi var léttur í tali eins og hann átti vanda til, og framtíðin virtist blasa við þeim. Að kvöldi annars í hvítasunnu bámst okkur þau sorglegu tíðindi að Gylfi lægi þungt haldinn á sjúkrahúsi af bráðum sjúkdómi sem bar hann ofurliði á nokkram dögum. Það er sár söknuður og sorg sem fylgir skyndilegu dauðsfalli, ekki síst þegar um ungan fíölskyldu- mann í blóma lífsins er að ræða og auk þess föður ungra bama. Elsku Helga, við vottum þér og bömum þínum okkar dýpstu sam- úð. Það er e.t.v. vegna hliðstæðra fíölskylduaðstæðna að okkur fínnst við skilja betur en ella hversu mik- ið þú hefur misst við fráfall Gylfa. Það fylgir því skiljanlega mikill tómleiki að missa sinn nánasta, maka sem að einhveiju leyti _er orð- inn hluti af manni sjálfum. Á slíkri stundu reynist sumum það hugar- léttir að upplifa viðkomandi í sem mestri nálægð. í því skyni m.a. em þessar fátæklegu línur settar á blað. Megi björt og fögur minning lifa í hugskoti þínu, bamanna og annarra aðstandenda um góðan dreng. Frosti og Steina, Dalalandi 4. 19. maí er mnninn upp og eftir- vænting mikil að koma heim til ástvina sinna, eftir stutta utanferð. Heimkoman breytist á einu augna- bliki, er mér berst sú harmafregn að elskulegur vinur, Gylfi Þorberg- ur hafi látist á Gjörgæsludeild Borg- arspítalans daginn áður eftir aðeins 5 daga legu; Gylfí Þorbergur, þessi mæti og góði drengur, heilbrigður á sál og líkama, er fallinn í valinn, langt fyrir aldur fram, frá yndislegri eig- inkonu, Helgu Ámadóttur, og sólar- geislunum þeirra, Fríðu 6 ára og Gunnari Þorbergi 4 ára. Minningarnar streyma fram. Kynni okkar af Gylfa hófust 17. júní 1974, þegar Helga systurdóttir ,mín kynnti Gylfa fyrir okkur hjón- um. Það var strax eitthvað í fari þessa unga manns, sem vakti at- hygli okkar. Fallegur svipur, blítt bros, kátína í augum og þetta dæmalaust góða skap. Það varið því hátíðisdagur í báðum fíölskyldum þeirra þegar Gylfi og Helga gengu í heilagt hjónaband 26. apríl 1975. Síðan má segja að samlíf þeirra beggja hafi verið ein hamingju- braut, stráð rósum og sólstöfum og gerðu þau sér far um, ásamt böm- um sínum að hver dagur yrði góður dagur. Gylfí var rafvirkjameistari að iðn. Hann var hagur í höndum og gott að leita til hans. Við undirrituð vit- um að fengur var að honum í fyrir- tækinu Rafkraft, sem hann var einn af meðeigendum að. Gylfi var virk- ur félagi í Flugbjörgunarsveitinni og verður skarð hans þar vandfyllt. Þegar hugsað er um Gylfa, virð- ist alltaf hafa verið sólskin. Sól- skinsbarn er óhætt að segja að hann hafi verið. Fjölskylda Gylfa var samhent. Böm hans og eigin- kona sátu í fyrirrúmi og ekki var minna ástríki hans við foreldra og bræður. Þar ríkti hlýja og tillits- semi, sem var eftirtektarverð. Erfitt er fyrir okkur mannanna börn að skilja er dauðinn hrífur á brott góðan vin, en minningin um Gylfa lifir og verður lyftistöng fyrir okkur. Það er þakkarvert að hafa fengið að kynnast slíkum manni. Við biðjum góðan Guð að blessa og styrkja elskulegu Helgu okkar og litlu bömin tvö, nú og um alla framtíð. Við vottum foreldmm, bræðmm og tengdaforeldrum dýpstu samúð. Blessuð sé minning Gylfa Þor- bergs Gunnarssonar. Gerður og Sveinn A. Bjarklind í miðju amstri daganna þegar lífið virðist eingöngu snúast um baráttuna um auknar tekjur til að kaupa lengri sólarlandaferðir og dýrari bfla, eða þegar við bísnumst yfír náunganum og vorkennum sjálfum okkur þessi ósköp yfír smá- atriðum, gerast atburðir sem minna okkur svo sannarlega á að lífíð er fallvalt. Menn skyldu setja verkin í rétta forgangsröð og fagna hveij- um nýjum degi. Skyndileg veikindi Gylfa og váleg tíðindi sem þau síðan boðuðu komu fjölskyldu minni sem reiðarslag. Ur hópi dugmikilla og góðra bræðra sem jafnan em tilbúnir að leggja lykkju á leið sína til þess að hjálpa öðmm, var nú hrifinn sá er ötullega hafði starfað í þeim anda. Við minnumst Gylfa sem einstak- Iega vandaðs verkamanns. Ekki aðeins var handbragð hans hið vandaðasta, heldur einnig fram- koma hans og áreiðanleiki. Þótt hann væri sívinnandi, var hann í hópi þeirra ágætu iðnaðarmanna sem stóðu við orð sín. Eitt tilvik sem er mér sérstaklega minnisstætt og var umtalsefni okkar á meðal, var þegar Gylfí hafði tekið að sér verk heima hjá mér sem hann hugð- ist vinna þegar hann hefði Iokið verki sínu fyrr um daginn. Hann áætlaði að vera búinn um klukkan átta að kveldi og kæmi þá. Þegar klukkan nálgaðist átta hringdi Gylfí, sagði að sér hefði unnist verr en hann hefði ætlað og sagði að því miður tefðist hann um hálfa aðra klukkustund. Klukkan hálf tíu mætti svo Gylfi, jákvæður að vanda, og vann sitt verk þar til því var lokið um nóttina. Þannig var áreið- anleiki þessa verkmanns, lífsgleði og dugnaður. Hann var maður sem stóð við orð sín og vann hlutina brosandi jafnt í starfí sem leik. Hann hreif alla með sér í glaðværð- inni, var vel að sér og gat gert ótrú- legustu hluti að hinu broslegasta efni. Gilti þar einu hvort hann var í vinnunni, yfír grillteinunum í sum- arbústaðnum eða þar sem menn bjuggust við uppmálaðri alvömnni. Vissulega hvarflar hugur að því hvers vegna þessi hæfileikaríki bar- áttumaður fékk ekki tækifæri til að beijast gegn dauðanum. Honum virðist ekki hafa verið ætlað að gera það. Hann var kallaður til björgunarstarfa annarra heima. Því næg er eymdin en fáir em bjarg- vættimir. Fyrir hönd foreldra minna og systkina og fjölskyldna þeirra vil ég kveðja þennan ljúfa dreng og biðja góðan Guð að varðveita hann og veita honum veglegan ses3 í ríki sínu. Við vottum eftirlifandi eigin- konu, bömum, foreldmm, bræðmm og vandamönnum okkar dýpstu samúð. Megi minning um góðan og vandaðan dreng lifa í hjörtum eftir- lifenda. Megi hún verða okkur hvatning til að greina hismi þessa lífs frá kjamar.um. Gylfí Sigfússon í iitlu samfélagi eins og í stiga- gangi í fjölbýlishúsi kynnist fólk hvort öðm oft náið, það gefst tæki- færi til að nálgast hinn innri mann, manninn sem allt byggist á. Slíkt samfélag myndaðist hjá okkur á Leimbakka 14 árið 1971. Árið 1975 flytur fyrsta ijölskyldan burtu. Það vom Friðrik og Þuríður, sem höfðu selt sína íbúð Gylfa Þ. Gunnarssyni og Helgu Ámadóttur. Gylfi og Frið- rik höfðu þá verið vinir og vinnufé-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.