Morgunblaðið - 24.05.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.05.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1989 Sovétríkin: Lígatsjov svarar fyr- ir sig Moskvu. Reuter. FYRRUM æðsti hugmynda- fræðingur sovéska kommún- istaflokksins, Jegor La'gatsjov, hefur sakað sovéska saksókn- arann Níkolaj ívanov um að hafa reynt að koma óorði á flokksforystuna. ívanov stjórn- ar rannsókn á spillingarmáli og olli miklu fjaðrafoki er hann lýsti því yfir að rannsóknin beindist meðal annars að Lígatsjov. „Ég lít á þessa full- yrðingu sem ögrun og illkvittn- islegan tilbúning. ívanov heldur þessu fram til þess að koma óorði á flokksforystuna og til að tryggja eigin stjórnmála- frarna," sagði Lígatsjov á fundi miðstjórnarinnar á mánudag. Hann bætti við að sinn heiður væri ekki aðeins í veði heldur einnig alls stjómmálaráðs flokksins. V estur-Þýskaland: Von Weiz- sácker end- urkjörinn Bonn. Reuter. KRISTILEGI demókratinn Ric- hard Von Weizsácker var í gær endurkjörinn forseti Vestur- Þýskalands, en hann hafði gegnt embættinu í eitt kjörtímabil. Vestur-þýski for- setinn er kjörinn af þinginu í Bonn og kjörmönnum og hlaut Von Weizsácker 881 atkvæði af 1.038 mögulegum. Enginn mótframbjóðandi var, en 108 kjörmenn greiddu atkvæði gegn Von Weizsácker vegna óánægju með nokkrar af ákvörðunum hans. Noregur: Grænfrið- ungarsaka Brundtland um hræsni Ósló. Reuter. U mhverfisvemdarsamtökin Grænfriðungar sökuðu í gær Gro Harlem Bmndtland, for- sætisráðherra Noregs, um tvískinnung og sögðu að stefna hennar í umhverfismálum heima fyrir væri í engu sam- ræmi við baráttu hennar fyrir umhverfis- vemd á al- þjóðavett- vangi. Sögðu þeir að um- hverfisáætl- un hennar, sem hún lagði fyrir þingið í síðasta mánuði, væri furðuleg í ljósi þess að hún hefði ferðast um heiminn til að ræða hin ýmsu mengunarvandamál. Brundtland hefur að undanf- ömu sætt harðri gagnrýni um- hverfísvemdarsinna fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir mengun frá verksmiðjum í norskum fjörðum og fleiri mengunarvandamál. Reutcr Lígatsjov Hvíta húsið: Bush tók sér- staklega vel á móti Vigdísi Washington. Frá fvari Guðmundssyni, fréttararitara Morgunblaðsins. VIGDÍS Finnbogadóttir forseti Islands dvaldist lengur í Hvíta húsinu hjá George Bush Banda- ríkjaforseta og Barböru eigin- konu hans en vænst hafði verið. A meðan ljósmyndarar og blaða- menn biðu utan dyra eftir að Vigdís kæmi úr kurteisisheim- sókninni, voru forsetahjónin að sýna henni ejnkahíbýli sín í Hvíta húsinu. Ók forseti íslands síðan á brott frá öðrum stað við húsið en þar sem fjölmiðlamenn biðu. Venjulega taka kurteisis- heimsóknir þjóðhöfðingja eða frammámanna í Hvíta húsið aðeins um tíu mínútur eða svo og er þeim skipað það rúm á dagskrá Banda- ríkjaforseta. Er tíminn ætlaður fyrir ljósmyndara og til að skiptast á kveðjum. Þegar þau Vigdís Finn- bogadóttir og George Bush höfðu rabbað saman um hríð og lengur en ráð er fyrir gert við slík tæki- færi, stakk Bush upp á því, að forseti íslands hitti Barböru Bush forsetafrú og skoðaði einkahíbýli forsetahjónanna. Var Vigdís 40 mínútur í Hvíta húsinu. Blaðamenn og Ijósmyndarar höfðu tekið sér stöðu utan dyra við Hvíta húsið, þar sem bifreið forseta íslands beið og ætluðu þeir að taka myndir og ná tali af for- seta að loknum fundinum með Bush. Skyndilega var bifreiðin flutt án þess að forsetinn og fylgdarhlið hennar kæmi úr Hvíta húsinu. Síðan bárust þau boð, að Bush hefði boðið Vigdísi inn á heimili forsetahjónanna. Var þá blaðafull- trúi í Hvíta húsinu spurður, hvort henni hefðu verið sýndir hvolpam- ir sem mikið hefur verið látið með í bandarískum fjölmiðlum, en þeir fæddust skömmu eftir að Bush- hjónin fluttu í Hvíta húsið. Svarið var, að hvolparnir væru farnir úr húsinu. Forseti íslands hvarf á braut frá Hvíta húsinu án þess að blaðamenn kæmust í kallfæri við hana þar og hélt rakleitt út á flugvöll, þar sem hún sté um borð í einkaflugvél Long John Silver’s fyrirtækisins er flutti hana til höfuðstöðva þess í Lexington í Kentucky, en fyrir- tækið hefur keypt mikinn fisk af íslendingum. Kafka-hátíð í Prag Pragf. Reuter. ANDLIT Franz Kafka blasir nú við íbúum Prag, heimaborgar þessa fræga tékkneska rithöfiindar, sem verið hefiir í ónáð hjá tékkneskum stjórnvöldum undanfarna tvo áratugi. Reuter MinningMaós formanns óvirt Rauðri, svartri og blárri málningu var í gær atað á risastóra veggmynd af Maó formanni er gnæfír yfir Torgi hins himneska friðar í miðborg Peking. Þó svo myndir af formanninum verði æ sjaldséðari líta kínverskir kommúnistar á veggmyndina í miðborginni sem eins konar helgigrip. Námsmenn sem haldið hafa uppi mótmælum á torginu undanfama 11 daga til að leggja áherslu á kröfur sínar um aukið lýðræði í landinu lýstu sig saklausa af verknaðinum. Fyrri myndin sýnir málningarslettumar á ásjónu formannsins en á seinni myndinni er verið að breiða tjald yfír veggmyndina. Sovétríkin: Flokksbroddar vilja takmarka völd nýja fulltrúaþingsins Moskvu. Reuter. NÝKJÖRIÐ fulltrúaþing Sovétríkjanna kemur saman til fyrsta firnd- ar í Moskvu á morgun. í gær þótti ýmislegt benda til þess, að hátt- settir embættismenn kommúnistaflokksins beittu sér markvisst fyrir því að takmarka völd þingsins. Fulltrúar á það voru kjörnir í mars í fyrstu kosningum í sögu Sovétríkjanna, þar sem fleiri en einn gátu boðið sig fram í einstök sæti. Hefiir hingað til verið litið á þingið sem dæmi um frjálsræðisstefhu Míkhaíls Gorbatsjovs, Sovétleiðtoga, en ætlunin er að þingið kjósi hann sem forseta Sovétrílyanna. Deilur hafa risið um það, hvaða mál skuli lögð fyrir fulltrúaþingið. TASS-fréttastofan hefur sent frá sér óljósar fréttir um þetta mál. Spumingin snýst um það, hvort forsætisnefnd þess þings Sovétríkj- anna, sem nú er verið að leggja niður og hefur verið afgreiðslu- stofnun flokks og ríkisstjómar, eigi að leggja mál fyrir til afgreiðslu í fulltrúaþinginu eða í nýja Æðsta ráðinu sem því er ætlað að kjósa. Fulltrúaþingið situr aðeins í skamman tíma á ári hveiju en Æðsta ráðið starfar meirihluta árs- ins sem löggjafarsamkunda. Fyrst sagði TASS, að forsætis- nefndin hefði í hyggju að leggja mál aðeins fyrir nýja Æðsta ráðið. í því fælist að 2.250 manna fulltrúa- þingið yrði sniðgengið en völdin væm öll hjá 500 manna Æðsta ráðinu. Umbótasinnar á fulltrúa- þinginu hafa sagt, að þeir ætli sér að gera breytingartillögur við ýms- ar samþykktir forsætisnefndarinn- ar svo sem þá, að unnt sé að fang- elsa fólk fyrir að „vanvirða" ríkið. Eftir fund forsætisnefndarinnar í gær sagði TASS hins vegar ekk- ert um það, hver ætti að afgreiða samþykktir hennar. Hefur þögnin verið túlkuð á þann veg, að tillagan um að sniðganga fulltrúaþingið hafí verið felld, málið sé f biðstöðu eða bannað hafí verið að skýra frá niðurstöðu málsins. Andrei Sakharov sem var kjörinn á fulltrúaþingið hefur lýst þeirri skoðun, að þingið eigi eitt að setja lög en ekki framselja vald sitt til fámennari hóps manna í Æðsta ráðinu. Boris Jeltsín sem einnig á sæti á fulltrúaþinginu hefur sagt, að hann muni ekki una því að taka við fyrirmælum um dagskrá þings- ins. Vill hann að kallað verði saman aukaþing flokksins til að gjörbreyta miðstjóm hans og stjómmálaráði, sem er valdamesta stofnun sovéska stjórnkerfísins. „Það er ótrúlegt að sjá þetta andlit hér aftur,“ sagði ungur Tékki, sem virti fyrir sér vegg- spjald, þar sem auglýst var lista- hátíð í Prag til minningar um Kafka dagana 18.-28 maí. Verða þar meðal annars sýnd leikrit byggð á skáldsögum og smásög- um rithöfundarins. Tékkneska bókaútgáfan Odeon hyggst síðar á árinu gefa út 30.000 eintök af skáldsögunni „Kastalanum", en fresta varð útgáfu hennar í fyrra vegna andstöðu stjómenda prentsmiðja við hana. Verk Kafka voru bönnuð þeg- ar nasistar hemámu Tékkósló- vakíu og einnig eftir að kommún- istar komust til valda í landinu árið 1948. Kafka var síðan end- urreistur á sjöunda áratugnum, en eftir að Sovétmenn réðust inn í landið og bundu enda á „Vorið í Prag“ árið 1968 héldu harðlínu- menn innan kommúnistaflokks- ins því fram að „gagnbyltingin" hefði hafíst með ráðstefnu um bókmenntir, þar sem ógnum Stalínstímans var líkt við martr- aðarkenndar lýsingar Kafka. Bækur hans hurfu þá af hillum bókasafna og verslana. Jósef Simon, yfírmaður Ode- on-bókaútgáfunnar, segir að enn sé mikil andstaða í landinu við verk Kafka. Harðlínumenn innan kommúnistaflokksins óttast að „Vorið í Prag“ enturtaki sig verði verk hans gefín út. „í hvert sinn sem þeir vilja koma höggi á okk- ur byija þeir aftur á þessum Kafka,“ er haft eftir lögreglu- manni, sem yfirheyrði tékknesk- an bókmenntafræðing, sérfróð- um um verk Kafka. Reuter íbúi Prag virðir fyrir sér veggspjald, þar sem auglýst er listahá- tið til minningar um tékkneska rithöfundinn Franz Kafka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.