Morgunblaðið - 24.05.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.05.1989, Blaðsíða 44
Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! / MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. Ólafsvík: Fékk sel á 'handfæri Ólafevík HANDFÆRAVEIÐAR eru nú í fúllum gangi og er róið hveija stund sem á sjó gefúr. Einn þeirra trillukarla, sem hvað bestum árangri ná, er Birgir Vilhjálmsson, sem rær á Onnu SH 310. Þetta er annað sumarið sem Birgir er á skaki og virðist hann fljótur að tileinka sér fjöl- kynngi trillukarla, því að hon- um vill allt á skip. í fyrrasumar veiddi hann til dæmis 50 kílóa þorsk sem reynd- ist 12 ára gamall. Öðru sinni dró —■'hann stærri lúðu en almennt veið- ist hér á handfæri. Nú á dögunum fékk hann svo á færi sitt veiði, sem fátíð hlýtur að teljast. Það var á slóð skammt innan við Öndverðar- nes, að ein rúllan byijaði að draga úr miðjum sjó og var þungur drátt- urinn. Reyndist þetta vera vetur- gamall selur. Og nú riðu stórir í skörðunum, mikið skvamp og átök, en að lokum var selurinn innbyrtur. Hafði krækst í hreifa og var hann lítið sár. ^ Þótti nú Birgi vel hafa í veiði borið og gaf hann kobba þegar í stað kost á hásetaplássi. En kobbi virtist una því illa að vera „sjang- hæaður“ og reyndist bæði latur og hyskinn. Lá hann lengst af og virtist sofa, en gaut augunum öðru hvoru á formanninn. Varð því að samkomulagi, að þeir fiskuðu hvor í sínu lagi. Fékk kobbi að hverfa úr skipsrúmi með galdraþulu í veganestið. Helgi Fundu 4-5 kíló af hassi TOLLVERÐIR á Keflavíkur- flugvelli fúndu á laugardag 4-5 kíló af hassi í fórum rúm- lega þrítugrar konu, sem var að koma frá Kaupmanna- höfn. Konan hefúr verið úr- skurðuð í gæsluvarðhald til 12. júní. Þetta er mesta hasssmygl sem löggæslumenn hér hafa upplýst frá því í nóvember 1987 er lagt var hald á tæp 11 kíló af hassi sem reynt var að smygla í málningardósum. Morgunblaðiö/Bjami Unnið er að gerð sviðs og annars umbúnaðar messu páfa á Landakotstúni við Túngötu og Ægisgötu eins og sést á myndinni til hægri. A Þingvöllum er gerð pallsins þar sem páfi mun, ásamt biskupi íslands og leiðtogum annarra kristinna safnaða, taka þátt í sam- kirkjulegri ahöfii laugardaginn 3. júní, vel á veg komin. Morgunblaðið/Emilía Styttist í komu páfa Undirbúningur heimsóknar Jóhannesar Páls páfa II hingað til lands 3. júní næstkomandi er í fullum gangi. Fyrsta dag heimsóknarinnar mun páfi meðal annars taka þátt í samkirkjulegri athöfn á Þingvöll- um, sem biskup íslands býður til og fulltrúar ýmissa kristinna safnaða taka þátt í. Sunnudaginn 4. júní mun páfi syngja heilaga messu á Landakotshæð á ensku og latínu. Fiskverð laust um mánaðamót: Eigum heimtingu á að fá sömu kjarabætur og aðrir - segir Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ „Við teljum okkur eiga sama rétt og aðrir á því að njóta þeirra launahækkana, sem kveðið er á um í svokallaðri þjóðarsátt. Ríkisvaldið hefúr riðið á vaðið í gerð allra samninga og er með puttana í öllum þessum þáttum. Við ætlum okkur ekki að sitja eftir og það verður fróðlegt að sjá hvort okkur sjómönnum er annað ætlað en öðrum þegnum þessa lands,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands, í samtali við Morgunblaðið. Almennt fiskverð er laust um næstu mánaðamót og eru lauslegar viðræður því þegar hafnar um ákvörðun verðs, sem gildi til hausts eða áramóta. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins mun krafa sjó- manna og útgerðarmanna verða 8% hækkun fiskverðs, 5% strax og 3% í október. Forystumenn fiskvinnsl- unnar meta stöðu hennar hins veg- ar afar slaka. Segja tapið 2 til 2,5% nú og eigi þá eftir að reikna inn í myndina frekari launahækkanir verkafólks, lækkun á endurgreiðslu söluskatts og verðbóta. Vinnslan geti því með engu móti tekið á sig hækkun fiskverðs. Guðjón A. Kristjánsson segir, að hvað sem menn vildu kalla .þann dans, sem stiginn hefði verið í kjara- samningunum, hrunadans eða frið- arvals, ætluðu sjómenn sér ekki að bera skarðan hlut frá borði og stíga dansinn líka. Vinnslan hefði í vetur sagt að hún stæði ekki undir þeim fiskverðshækkunum og kjarasamn- ingum, sem þá hefðu verið gerðir, en ákvörðun um þá hefði verið tek- in af ríkisvaldinu. Ríkisvaldið hlyti að bæta kjör sjómanna eins og ann- arra og búa þá yfir einhverri lausn á rekstrarvanda vinnslunnar. Þá mætti ekki gleyma því að sjómenn væru með Iausa samninga við út- gerðarmenn og þar væri margt ógert. Óskir um viðræður um ákveðna hluti hefðu þegar verið lagðar fram, en ákvörðun um nýtt fiskverð hlyti að hafa áhrif á gang þeirra mála. Sjá nánar á bls. 18. Umtalsvert tap var á nýrri hitaveitunum á síðasta ári REKSTRARAFKOMA flestra nýrri hitaveitna á landinu var slæm á síðasta ári, og samkvæmt þeim ársreikningum sem þegar liggja fyrir er ljóst að í flestum tilfelium hefiir verið um verulegt tap á rekstri hitaveitnanna að ræða, og vegur gengistap þar þyngst. Hjá Hitaveitu Akureyrar var tapið 71 milljón kr., 53 milljónir hjá Fjarhitun Vest- mannaeyja og 19 milljónir hjá Hitaveitu Egilsstaðahrepps og Fella, en hjá Hitaveitu Akraness og BorgarQarðar var bókfærður hagnaður 38,5 milljónir fyrir utan rekstrarkostnað, en þar var gengistap á síðasta ári greitt með gengishagnaði frá árunum 1986 og 1987, en ef hans hefði ekki notið við hefði tapið numið um 150 milljónum kr. Franz Ámason, hitaveitustjóri á Akureyri, sagði að bókfært tap Hita- veitu Akureyrar á síðasta ári væri 71 milljón, en hagnaður fyrir ijár- munatekjur og fjármagnsgjöld væri 70 milljónir kr. „Um 75% af útgjöld- um Hitaveitu Akureyrar eru vextir og afborganir af erlendum lánum, 9% fara í raforku, og afgangurinn af útgjöldunum fer í laun og allan annan rekstrarkostnað," sagði Franz. Hjá Hitaveitu Egilsstaðahrepps og Fella var rekstrartapið á síðasta ári 19 milljónir kr., og vaxtagjöld, gengi- stap og verðbætur jukust úr 13 millj- ónum í 47 milljónir, að sögn Björns Sveinssonar, hitaveitustjóra. í árslok var eiginfjárstaða hitaveitunnar nei- kvæð um 11,5 milljónir. Eiríkur Bogason, veitustjóri í Vestmannaeyjum, sagði að afkoma Fjarhitunar Vestmannaeyja hefði verið slæm á síðasta ári, og þá fyrst og fremst vegna verðstöðvunar og gengistaps. Heildartap hitaveitunnar í Vestmannaeyjum á síðasta ári var tæplega 53 milljónir kr. Ingólfur Hrólfsson, hitaveitustjóri Hitaveitu Akraness og Borgarfjarð- ar, sagði að afkoma fyrirtækisins væri slæm og hallaði á verri veg á þessu ári. Heildartekjur hitaveitunn- ar voru 136 milljónir kr. á síðasta ári og greiddir og áfallnir vextir 101 milljón kr., en samkvæmt bókhaldi var hagnaður ársins 38,5 milljónir fyrir utan rekstrarkostnað. Ef geng- ishagnaður frá 1986 og 1987 hefði ekki verið til staðar hefði tapið á árinu verið um 150 milljónir kr. Skuldir fyrirtækisins um áramót voru 1.317 milljónir kr. og eigið fé nei- kvætt um 248 milljónir kr. Fleiri leita aðstoðar við framfærslu FÉLAGSMÁLARÁÐ Reykjavíkurborgar hefúr far- ið fram á 49,5 milljóna króna aukafjárveitingu og beint samþykkt þar að lútandi til borgarráðs. Aukafjárveitingin gerir kleift að fjölga þeim sem fá fyrir- greiðslu hjá Félagsmálastofnun um 16,5%, verði hún samþykkt. Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, segir að beiðnum um aðstoð Félagsmálastofnunar hafi fjölgað. „Það er versnandi efnahagur og fleiri sem fara nið- ur á þau mörk, að geta ekki framfleytt sér á því sem þeir hafa og þurfa því að leita til Félagsmálastofnunar," segir hann. Fénu á að veija þannig, að 48 milljónir eiga að fara í fjár- framlög til fólks og 1,5 milljónir til að ráða þijá starfsmenn tíma- bundið vegna aukins álaers.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.