Morgunblaðið - 24.05.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.05.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAI 1989 inni Perm í Úralfjöllum, komu á hæla Sukhanovu. 500 fegurðar- gyðrjur hvaðanæva úr Sovétríkjun: um tóku þátt í undankeppninni. í fyrra var fegurðardrottning Moskvu valin í fyrsta sinn. étnlqanna bæði af dóm- nefnd og sjónvarpsáhorf- endum. Anna Gorbunova, frá Zelenograd skammt frá Moskvu, og Jekaterina Meshtsjeq'akova frá borg- Fegurðardrottning Sovétríkjanna, Júlia Sukhanova, fyrir miðju, Anna Gorbunova (t.h.) og Jekaterina Meshtjeijakova. Þær urðu hiut- skarpastar í fyrstu fegurðarsamkeppni Sovétríkjanna 21. maí síðast- liðinn. GOLF Kylfingar á íslendingamóti í Englandi Alls tóku 63 kylfingar þátt í „Pre- Arctic golf- keppninni“ á Sundridge golfvellinum í Englandi fyrir nokkru síðan, 28 íslendingar, 33 Bretar og 2 Danir. Englendingurinn Joe White bar sigur úr býtum pg í sigurlaun fékk hann ferð með Flugleiðum til íslands til að taka þátt í miðnæturgolfmóti Golf- klúbbs Akureyrar í sumar og gistingu á Hótel KEA meðan á dvölinni stendur. Joe White, einn af yfirmönnum IBM-fyrirtækisins í Englandi, sigraði í Pre-Arctic-keppninni að þessu sinni, Sam Staffurth varð annar og Jim O’Connor í þriðja sæti. Alls voru veitt 19 verðlaun í mótinu og meðal þeirra sem hlutu verðlaun í „Pre Arctic" voru þeir Jóhannes Einarsson hjá Cargolux, búsett- ur í Luxemborg, og Jón A. Baldvinsson, sendiráðs- prestur í London. Úrslit í keppni þeirra íslenzku kyifínga sem gagngert komu að heiman til að taka þátt í mótinu urðu þau að Inga Magnúsdóttir, GA, bar sigur úr býtum, Þorsteinn Erlingsson, GS, varð annar og Svana Tryggvadóttir, GR, varð í þriðja sæti. Þess má geta að sjö íslenzkir skipstjórar tóku þátt í mótinu, Þorsteinn Erlingsson þeirra á meðal, með góðum árangri. í tvíliðaleik, sem tengdist „Pre- Arctic-keppninni" léku íslendingur og Engiendingur saman f liði og sigruðu Pétur Antonsson og Sam Stafford, Marie Rooks og Þorsteinn Erlingsson urðu í öðru sæti og Joe White og Hafsteinn Guðnason í þriðrja sæti. Það var Jóhann F. Sigurðsson, fyrrum yfírmaður Flugleiða í Englandi, sem hafði veg og vanda af mótinu, en hann rekur nú fyrirtæki í Englandi, sem skipuleggur golfferðir hvort sem er til Islands eða Englands. Alls voru veitt 19 verðlaun og voru fyrir- tækin Flugleiðir, Sölumiðstöð hraðfiystihúsanna, Sölustofnun lagmetis, Sambandið og Cargolux helstu bakhjarlar mótsins. Næsta „Pre-Arctic“ keppni verð- ur haldin á Sundridge golfvellinum 4. mai að ári. Jóhann hefur unnið að kynningu á golfferðum til íslands víða í Evrópu og hafa fréttir af miðnæturmót- inu á Akureyri birzt í golftímaritum í Englandi, V-Þýzkalandi, Hollandi og Finnlandi og fleiri út- breidd tímarit munu birta fréttir um mótið á næst- unni. Hluti íslenzku keppendanna á mótinu á Sundridge-gol- vellinum í Brom- ley skammt frá* London ásamt Jó- hanni Sigurðs- syni, sem skipu- lagði mótið, og nokkrum enskum hjónum úr golf- klúbbnum sem í ár og í fyrra taka á móti ungum íslenzkum kylf- ingum og hýsa þá meðan þeir stunda golf undir handleiðslu kenn- ara á Sundridge- golfvellinum. Morgunblaðið/Bill Lovelace FEGURÐ 17 ára Moskvu- mær kjörin ungfrú Sovétríkin Sautján ára stúlka, Júlia Suk- hanova, var krýnd ungfrú Sov- étríkin fyrir skemmstu og bar hún sigurorð af 34 öðrum keppendum í þessari fyrstu fegurðarsamkeppni sem stúlkur hvaðanæva úr hinu víðlenda ríki geta tekið þátt í. Suk- hanova, sem er borin og bamfædd í Moskvu, sagði að áhugamál sín væru líkamsrækt og umhverfísmál og stefnir hún að því að vinna við auglýsingagerð. Hún var valin fegursta stúlka Sov- % SKEMMTILEGT OG FJÖLBREYTT HEILSUÁTAK í Heilsugarðinum í Garðabœ er lögð öhersla á margbreytilega líkamsþjálfun sem slyrkir og eykur þol. Þú mœtir hvencer sem þér hentar og .• eins oft í viku og þú vilt. ^ Inni-ogútiþjálfun Allir finna eitthvað við sitt hœfi í Heilsugarðinum því þjálfunin er bœði Ijölbreyttog skemmtileg. Þartvinnastsaman: • Markvisstœkjaþjálfun •Hressileg leikfimi • Skokk eftir skipulögðum skokkleiðum undirleiðsögnkennara. Þú fullkomnar svo daginn með því að skella þér í gufuna og nuddpottinn á eftir. Nuddarar geta séð um að ná úr þér sfreitunni og góðir Ijósabekkir eru alltaf við höndina. í Heilsugarðinum í Garðabœ er öll aðstaða til fyrirmyndar. Fagfólk er á staðnum sem þú getur ráðfœrt þig við: Lœknir, íþróttafrœðingur, nœringarfrœðingur og sjúkraþjálfari. Láttu heilsuna hafa forgang og skelltu þér í fþruga heilsurœkt. • Ókeypis reynslutími • Skráning og upplýsingar í síma 656970 eða 656971. HEILSUGARÐURINN GARÐATORGI1, GARÐABÆ. jy r mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.