Morgunblaðið - 14.06.1989, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JUNI 1989
Stjórn Byggðastofiiunar:
Akveðið að kaupa
hlutdeildarskírteini
STJÓRN Byggðastofounar ákvað
á fundi sínum í gær að veita for-
stjóra stofhunarinnar heimild til
þess að klaupa svokölluð A-hlut-
deildarskírteini af HlutaQársjóði
vegna sjö fiskvinnslufyrirtækja
samtals að upphæð tæpar 165
milljónir króna. Þá var ákveðið
að veita 59 eigendum smábáta
lán samtals að upphæð 8,4 millj-
ónir og er jafnframt verið að
Jafiiréttisráð:
Mál Valgerðar
Selmu skoðað
JAFNRÉTTISRÁÐ hefur tekið
fyrir mál Valgerðar Selmu
Guðnadóttur en hún kærði setn-
ingu Reynis Daníels Gunnarsson-
ar í stöðu skólastjóra Oldusels-
skóla á sínum tíma. Jafnréttisráð
mun á næstunni afla gagna og
upplýsinga &á umsagnaraðilum
í málinu en meðal gagna sem
óskað er eftir er jafiiréttisáætlun
menntamálaráðuneytisins.
Ásdís J. Rafnar formaður Jafn-
réttisráðs segir að úrskurðar ráðs-
ins sé ekki að vænta fyrr en í fyrsta
lagi í ágúst n.k. Valgerður var ann-
ar umsækjenda um stöðu skóla-
stjóra Ölduselsskóla og telur hún
að jafnréttislög hafi verið brotin er
gengið var framhjá henni við setn-
ingu í stöðuna.
vinna úr 100 slíkum umsóknum
til viðbótar.
Þessi fiskvinnslufyrirtæki eru
Hraðfrystihús Stöðvaríjarðar hf.,
Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hf., Bú-
landstindur hf, Djúpavogi, Hrað-
frystihús Patreksgarðar hf., Fisk-
vinnslan hf., Bíldudal, Fáfnir hf.
og Kaupfélag Dýrfirðinga og Hrað-
frystihús Breiðdælinga.
Þá var samþykkt heimild til.for-
stjóra um að lána Hlaðsvík á Suður-
eyri til að koma togara fyrirtækis-
ins, Elínu Þorbjamardóttur aftur
til veiða og jafnframt lýsti stjómin
yfir vilja stofnunarinnar til þess að
kaupa A-hlutdeildarskírteini af
Hlutafjársjóði Byggðastofnunar
vegna Fiskiðjunnar Freyju og
Hlaðsvíkur hf. á Suðureyri fyrir
allt að 19,3 milljónir.
Mortfunblaðið/Bjami
Umferð áberandi minni á álagstímum
Margir virðast hafa farið að áskorun Alþýðusambands íslands og
Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og skilið bílinn eftir heima
til að mótmæla verðhækkunum undanfarið. Samkvæmt upplýsing-
um lögreglunnar í Reykjavík var umferðin áberandi minni á hefð-
bundnum álagstíma í gærmorgun þegar fólk fór til vinnu og eins
þegar fólk fór úr vinnu. Umferðarlögreglunni þótti umferðin svip-
uð þess í milli, en mjög fá umferðaróhöpp voru einnig í gær eða
fjögur fram að kvöldmat. Mörg ný andlit sáust í strætisvögnunum
og bæta þurfti aukavögnum inn á leiðir í gærmorgun. Þess þurfti
ekki um eftfimiðdaginn, en SVR eru undir það búnir að bæta inn
aukavögnum á Breiðholts- og Árbæjarleiðir í dag.
Pétur kjörinn
í Glerársókn
PÉTUR Þórarinsson, prestur á
Möðruvöllum, var kjörinn sókn-
arprestur í Glerárprestakalli á
kjörmannafúndi í gærkvöldi.
Séra Pétur Þórarinsson hiaut
meirihluta atkvæða kjörmanna í
fyrstu umferð kosninganna í gær-
kvöldi. Tveir aðrir sóttu um presta-
kallið er staðan var auglýst laus til
umsóknar, séra Svavar Alfreð Jóns-
son sóknarprestur í Ólafsfirði og
séra Ólafur Jóhannsson skólaprest-
ur í Reykjavík.
Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofiiunar íyrir Morgunblaðið:
Fylgi Sjálfstæðis-
flokksins nú 39,3%
Andstaða við
aðild að EB fer
minnkandi
FLEIRI telja það æskilegt að
sækja um aðild að Evrópubanda-
laginu, en óæskilegt, samkvæmt
þjóðmálakönnun sem Félagsvís-
indastofiiun hefur gert fyrir
Morgunblaðið. Virðist andstaða
við aðild að EB frekar fara
minnkandi meðal almennings.
í könnuninni var spurt hvort
æskilegt eða óæskilegt væri að ís-
land sæki um aðild að Evrópu-
bandalaginu. 33,1% þeirra sem
svöruðu töldu það æskilegt, 23,9%
töldu það óæskilegt, en 41,6% voru
óvissir í afstöðunni. Ef einungis var
litið á þá sem afstöðu tóku töldu
58% æskilegt að ísland sæki um
aðild, en 42% töldu það óæskilegt.
í þjóðmálakönnun í maí síðast-
liðnum var sömu spumingar spurt.
Þá sögðust 34,4% telja æskilegt að
ísland sækti um aðild að EB. 28,5%
töldu það óæskilegt en 34,7% svar-
enda voru óvissir.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
39,3% fylgi, samkvæmtþjóðmála-
könnun Félagsvísindastofiiunar
sem gerð var fyrir Morgunblaðið
í byijun júní. Stuðningur við
flokkinn hefiir þó minnkað frá
síðustu þjóðmálakönnun sem
gerð var í maí. Tveir ríkisstjórn-
arflokkanna, Alþýðuflokkur og
Framsóknarflokkur, bæta við sig
fylgi frá síðustu könnun, en Al-
þýðubandalag missir fylgi.
Stuðningur við ríkisstjórnina
hefur minnkað um 8% frá síðustu
þjóðmálakönnun.
í könnuninni voru svarendur
spurðir hvaða flokk þeir kysu ef
Alþingiskosningar yrðu á morgun.
Þeir sem sögðu „veit ekki“ voru
spurðir áfram hvaða flokk eða lista
líklegast væri að þeir kysu og ef
svarið var enn „veit ekki“ voru þeir
spurðir hvort líklegra væri að þeir
kysu Sjálfstæðisflokk eða aðra
flokka og lista.
Fylgi flokka var eftirfarandi ef
miðað er við þá sem afstöðu tóku:
Alþýðuflokkur fékk 11,3% (10,9%
í maíkönnun og 15,2% í kosning-
um), Framsóknarflokkur fékk
20,3% (19,8% og 18,9%), Sjálfstæð-
isflokkúr 39,3% (41,8% og 27,2%),
Alþýðubandalag 8,6% (9,7% og
13,4%), Kvennalisti 15,2% (12,6%
og 10,1%), Flokkur mannsins 1,1%
(0,8% og 1,6%), Samtök um jafn-
rétti og féíagshyggju 0,9% (0,3%
og 1,2%), Þjóðarflokkur 1,1% (1,9%
og 1,3%), Borgaraflokkur 1,8%
(0,5% og 10,9%) og Frjálslyndir
hægrimenn 0,4% (1,6%). Græningj-
ar komust ekki á blað.
Þegar spurt var hvort svarendur
væru frekar stuðningsmenn ríkis-
stjómarinnar eða andstæðingar
sögðust 23,6% styðja stjómina en
53,1% var á móti henni. 21,5% vom
óviss og 1,8% neitaðu að svara. í
síðustu könnun studdu 31,7% svar-
enda stjómina, 44,2% vom á móti
henni en 22,2% tóku ekki afstöðu.
Stuðningur við stjómina var
mestur meðal kjósenda Alþýðu-
bandalags og Framsóknarflokks
eða 73% en minnstur meðal kjós-
enda 'Sjálfstæðisflokks eða 6%. Þá
fór stuðningur við stjórnina vaxandi
eftir aldri og hlutfallslega fleiri
stuðningsmenn stjórnarinnar em á
landsbyggðinni.
Könnunin fór fram 3.-6. júní og
var úrtakið 1.000 manns á aldrinum
15-80 ára. Alls fengust svör frá 699
manns.
Sjá ennfremur bls. 26.
Vatnavextir
valda spjöllum
Egrlssladir.
VERULEGIR vatnavextir hafa
verið víða á Austurlandi vegna
hlýinda og rigninga undanfarna
daga. Víða hafa hlotist vegar-
skemmdir og samgöngutruflanir
af þessum sökum. Brýr hefur
tekið af eða þær skemmst og
vegir grafist í sundur.
Lagarfljót er í óvenju miklum
vexti og flæðir nú yfir öll nes.
Mest allt Egilsstaðanes er undir
vatni og það sama gildir um Finns-
staðanes. Af þessum sökum hafa
verktakar við nýjan Egilsstaðaflug-
völl orðið að leggja niður vinnu
vegna þess að allt athafnasvæði
þeirra er umflotið vatni eða komið
undir vatn. Að sögn Guðjóns
Sveinssonar, verktaka við flugvall-
argerðina, er þetta ekkert sem kem-
ur þeim á óvart. Flóð í Lagarfljóti
em árviss. Björn
Fí kniefnasj úkl-
ingnr lést á með-
ferðarstoftiun
Rúmlega fertugur fíkniefiia-
sjúklingur lést á meðferðarstofn-
un fyrir áfengis- og fíkniefiia-
sjúklinga um helgina. í fórum
' hans fannst nokkuð af kókaíni
og sprautur. Dánarorsök er
ókunn.
Komið var að manninum látnum
á stofnuninni á sunnudag. Læknir
var þegar kvaddur til svo og sýslu-
maður. Lík mannsins var sent til
krufningar og er nú beðið niður-
stöðu hennar hvað varðar dánar-
orsök.
Reykjavík:
Þúsund manns án atvinnu
50 umsóknir til ráðuneytis um styrki til að ráða skólafólk til vinnu
RÚMLEGA þúsund manns, eða
1.035, eru á atvinnuleysisskrá hjá
Ráðningarskrifstofu Reykjavík-
urborgar, þar af er 321 skóla-
Morprunblaðið/Þorkell
Mikill áhugi fyrir landsleiknum
Mikill áhugi virðist á landsleik íslendinga og Austurríkismanna
í knattspyrnu, sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn
er iiður í heimsmeistarakeppninni. Þeir rúmlega sex hundruð
miðar, sem eftir voru í stúku áður en forsala hófst í gær, seldust
á svipstundu enda höfðu myndast biðraðir áður en sölufólk mætti
til vinnu. Allt er nú til reiðu í Laugardal — á myndinni leggja
Þorvaldur Jónasson, teiknikennari, og Ómar Magnússon, starfs-
maður Laugardalsvallar síðustu hönd á skiltin sem verða á marka-
töflunni í kvöld.
Nánar um leikinn á íþróttasíðum, bls. 42 og 43.
nemi. Á sama tíma í fyrra voru
194 skráðir atvinnulausir, þar af
voru 68 skólanemar. í Kópavogi,
Garðabæ, Hafnarfirði og á Akur-
eyri fengust þær upplýsingar að
rúmlega helmingi fleiri hefðu
verið á atvinnuleysisskrá 1. maí
síðastliðinn, miðað við sama tíma
í fyrra en þá var nær ekkert at-
vinnuleysi yfir sumarmánuðina.
Ekki er vitað um hversu margt
skólafólk er atvinnulaust í þess-
um sveitarfélögum, þar sem end-
anlegri skráningu er ekki lokið.
Félagsmálaráðuneytinu hafa
borist um 50 umsóknir frá félaga-
samtökum, einstaklingum og
stofnunum um styrki til að ráða
skólafólk til vinnu og eru flestar
umsóknir af landsbyggðinni.
Nefnd skipuð fúlltrúum þriggja
ráðuneyta, félags-, fjármála og
forsætisráðuneytis tjallar um
umsóknirnar.
Að sögn Gunnars Helgasonar,
forstöðumanns Ráðningarskrifstofu
Reykjavíkurborgar, hefur almennt
atvinnuleysi ekki verið jafn mikið í
Reykjavík í tíu ár. Á sama tíma í
fyrra voru 88 karlar skráðir at-
vinnulausir og 106 konur eða 194.
Þar af var skólafólk 68, eða 28
strákar og 40 stúlkur. „Nú erum
við með 1.035 á skrá, þar af eru
159 skólastrákar og 162 skólastúlk-
ur. Útlit með ráðningu þeirra er
mjög slæmt í sumar því borgin er
þegar búin að ráða í þær stöður sem
bættust við með aukafjárveiting-
unni. Ríkisvaldið hefur lofað 200
milljónum, sem við bíðum eftir að
sjá hvað verður um, en þetta hefur
aldrei verið svona slæmt áður. Und-
anfarin tíu ár hafa allir verið komn-
ir til vinnu um miðjan júní,“ sagði
Gunnar. „Fyrir utan skólafólkið eru
rúmlega 700 á almennri atvinnu-
leysisskrá, þar af er 131 verkamað-
ur en var 21 í fyrra og verkakonur
eru 97 en voru 24 í fyrra. Þá eru
75 karlar úr verslunarstétt skráðir
en þeir voru 5 á síðasta ári og 119
konur en þær voru 16 í fyrra.“
í lok maí voru 104 skráðir at-
vinnulausir í Kópavogi, þar af 50
karlar og 54 konur. „Af skráning-
unni má ráða að hér sé ekki um
hefðbundið atvinnuleysi að ræða,“
sagði Hrafn Sæmundsson, atvinnu-
málafulltrúi Kópavogs. „Af 25
verkalýðsfélögum sem eiga ein-
staka félagsmenn á skrá eru 49
félagar í Versiunarmannafélagi
Reykjavíkur. Næst er Dagsbrún
með 20 félagsmenn á skrá. I fyrra
var ekkert atvinnuleysi yfir sumarið
frekar en árin á undan.“ Sérstök
vinnumiðlun hefur verið í gangi
fyrir námsmenn og voru milli 50
og 60 — 16 ára og eldri — búnir
að láta skrá sig fyrir helgi en bæjar-
stjórn Kópavogs mun ætla að beita
sér fyrir aðstoð við þetta fólk.
í Hafnarfirði var 61 á almennri
atvinnuleysisskrá 1. maí síðastlið-
inn og eru það mun fleiri en í fyrra.
Margrét Pálmarsdóttir, forstöðu-
maður vinnumiðlunar unglinga,
sagði að 170 unglingar væru ráðn-
ir til vinnu hjá bænum í sumar en
60 væru enn atvinnulausir og hefur
verið sett upp sérstök vinnumiðlun
vegna þeirra.
í Garðabæ eru 49 á atvinnuleys-
isskrá en voru 30 um mánaðamótin
maí og júní. Á sama tíma í fyrra
voru 4 á skrá í lok maí og 22 í
júní eftir að skólum lauk. Þá hefur
verið tekin upp skráning skólafólks,
16 ára og eldri, en það hefur aldrei
verið gert áður og hafa 26 þegar
látið skrá sig.
Á Ákureyri voru 120 skráðir at-
vinnulausir 31. maí, þar af 57 kon-
ur og 63 karlar en á sama tíma í
fyrra voru samtals 58 atvinnulaus-
ir. Þá hefur bæjarstjórn tekið
ákvörðun um að kanna atvinnuleysi
meðal skólafólks og verður það
skráð í þessari viku.