Morgunblaðið - 14.06.1989, Page 18

Morgunblaðið - 14.06.1989, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1989 Róttækar tillögur ráðgjafarnefndar EFTA: Kannað verði af- nám neitunarvalds á vissum sviðum RAÐGJAFARNEFND Fríversl- unarbandalags Evrópu (EFTA) gaf út yfirlýsingu í gær þar sem lagðar eru til róttækar breyt- ingar á starfsemi bandalagsins. Tillögurnar ganga út á að styrkja innviði EFTA og þar er meðal annars stungið upp á því að athugaður verði sá möguleiki að EFTA-ráðið taki ákvarðanir á vissum afmörkuð- um sviðum með meirihlutasam- þykki I stað þess að einróma samþykki þurfi til eins og nú er. „Það má segja að ráðherr- amir hafi tekið tillögum okkar mjög vel. Þeir tóku undir það viðhorf að styrkja þurfi EFTA og gera bandalagið að skilvirk- ari stofiiun,“ sagði Ólafiir Dav- íðsson, formaður ráðgjafar- nefhdar EFTA, í gær eftir að utanríkisviðskiptaráðherrum EFTA-ríkjanna hafði verið gerð grein íyrir tillögunum í Krist- ianssand í Noregi. Síðdegis í gær hófst þar svo fiindur ráð- herraráðs EFTA og verður honum fram haldið í dag. í yfirlýsingu ráðgjafamefndar EFTA, þar sem eiga sæti fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðsfé- laga, er stungið upp á ýmsum ráð- stöfunum til að styrkja innviði EFTA. Leiðtogafundir verði haldn- ir reglulega, ráðherrafundum fjölgað og komið verði á fót fund- um annarra ráðherra en þeirra sem sjá um utanríkisviðskipti. EFTA- ráðinu verði fengið meira ákvörð- unarvald og það fái meðal annars umboð til að útnefna samninga- menn sem kæmu fram fyrir banda- lagið í heild. Ráðgjafamefndin leggur ennfremur til að kannaður verði sá möguleiki að meirihluti nægi innan EFTA-ráðsins til ákvarðanatöku á vissum afmörk- uðum sviðum en minnihlutanum verði jafnframt gert kleift að sker- ast úr leik. Ólafur Davíðsson sagði að síðastnefnda tillagan hefði vakið hvað mesta athygli á blaðamanna- fundi sem ráðgjafamefndin hélt í gær. Einnig hefði svissneski ráð- V estmannaeyjar: Hlekktist á í lendingu Vestmannaeyj um. Einshreyfils vél hlekktist á í lendingu á Vestmannaeyja- flugvelli á miðvikudag. Eng- an sakaði við óhappið en hjólabúnaður hægra hjóls vélarinnar laskaðist lítillega. Að sögn flugmanns vélarinn- ar hægði mótor vélarinnar ekki á sér þegar að draga átti af honum við lendingu. Mótorinn hélt háifri ferð og þegar að flugmaðurinn hugðist auka við hann og hætta við lendingu svaraði hann því ekki heldur. Það var því ekki um annað að velja, að hans sögn, en að pína vélina niður á brautina þó að hraðinn væri of mikill og reyna að stöðva hana. Lendingin tókst þokkalega en þó brotnuðu festingar á hægra hjóli vélarinnar er hún skall niður. Flugmanninum tókst síðan að stöðva vélina á brautinni. Grímur herrann lagt mikla áherslu á að allt sem EFTA gerði væri á grund- velli einróma samþykkis. Ólafur sagði rétt að taka fram að meining- in væri alls ekki sú að umræddar ákvarðanir yrðu bindandi fyrir minnihlutann eins og er hjá Evr- ópubandalaginu (EB). Hins vegar væri líklegt að Evrópubandalagið brygðist illa við því að minnihlutinn gæti skorist úr leik þegar EFTA væri að undirbúa samninga við EB. Ráðgjafarnefndin leggur einnig til að komið verði á laggimar sjálf- stæðri eftirlits- og framkvæmda- stofnun innan EFTA enda hafi skortur á henni hindrað aukin sam- skipti EFTA-ríkja í mörgu tilliti. Að síðustu leggur ráðgjafar- nefndin til að tímamörkum í könn- unarviðræðum EB og EFTA fyrir þetta ár verði fylgt og eins verði sett tímamörk á eiginlegar samn- ingaviðræður þegar þær hefjast, væntanlega í lok þessa árs. Að sögn Ólafs yrði þar um að ræða samningaviðræður EFTA og EB um tiltekin efni í framhaldi af yfir- lýsingu leiðtogafundar EFTA í Ósló og utanríkisráðherrafundar EFTA og EB í Brassel 20. mars. Dregið verður á laugardaginn í fjáröflunarhappdrætti vegna byggingar tónlistarhúss sem rísa á við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Þessi mynd var tekin i Háskólabíói á tónleikum til styrktar bygg- ingu hússins. Happdrætti vegna tónlistarhúss: Heitið á alla tónlistar- unnendur að vera með ÁTAK um byggingu tónlistar- húss stendur nú yfir. Dregið verður á laugardag i happ- drætti vegpia hússins, en miðar hafa verið sendir inn á hvert heimili i landinu. Husið hefur verið hannað og lóð við Suður- landsbraut fengin hjá Reykjavíkurborg. Vonast er til að fyrir happdrættispeningana megi hefja byggingu tónlistar- hússins og heitir undirbúnings- nefiid á alla tónlistarunnendur að taka þátt. Armann Örn Ármannsson, for- maður samtaka um byggingu tón- listarhúss, segir að nú séu bráðum sex ár liðin síðan undirbúningur hófst. Fólk sé sammála um að hér vanti hús fyrir hvers konar tónlist- arflutning, en ætíð standi á fjár- framlögum ríkisins. „Núverandi fjármálaráðherra hafði við upphaf ríkisstjómarsamstarfsins afar góð orð um framlög til tónlistarhúss, en engir peningar hafa borist enn,“ segir Ármann Örn. „Miðað hefur verið við að ríkið greiði um helming kostnaðar við að reisa tónlistarhúsið, sem áætlað er að verði 500 milljónir alis.“ Hingað til hafa safnast 30 millj- ónir króna hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Happdrætti var haldið vegna tónlistarhússins fyrir Qóram áram og megnið af pening- unum sem þá komu inn bárast þijá síðustu dagana áður en dreg- ið var. Ármann Öm segir að því sé treyst á að landsmenn greiði happdrættismiðana fyrir helgi. Breyting á gjaldskrá Pósts- og síma: Innanbæjarsímtal hækkar en langlínusamtal lækkar Boðið upp á „græn“ símanúmer GJALDSKRÁ Pósts- og síma verður breytt frá og með 1. júlí næstkomandi þegar gjald fyrir langlínusamtal lækkar en gjald fyrir innan staðar hækkar. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar samgönguráðherra, mun þessi breyting jafna aðstöðu þeirra, sem búa í dreifbýli og þurfa oft að hringja langlínusímtöl því þeir hafa í raun greitt niður símtöl í þéttbýli. Þá hefiir verið ákveðið að bjóða opinberum stofnunum og fyrirtækjum upp á svokölluð „græn“ símanúmer frá og með næstu áramótum. Þegar hringt er í þau númer, greiðir sá, sem hringir einungis fyrir staðarsímtal, hvaðan sem hringt er af landinu en rétthafi „græna“ símanúmers- ins greiðir mismuninn. „Eg lít á þessa breytingu á gjald- skránni, sem skref í þá átt að jafna aðstöðu landsmanna, en sjálfur hef ég þá skoðun að landið allt eigi að vera eitt gjaldsvæði um leið og tæknin leyfir það, rétt eins og menn greiða það sama fyrir bréf í pósti til hvaða staðar sem er á landinu," sagði Steingrímur. Breyt- ingin felur í sér að sekúndum í skrefi í langlínusamtölum á lengri leiðum fjölgar úr 16 sekúndum í 24 og á kvöldin alla virka daga úr 24 sekúndum í 36. í langlínusam- tölum á styttri leiðum lengist skref- ið úr 24 sek. í 36 sek. og á kvöld- in alla virka daga lengist skrefið úr 36 í 54 sekúndur og um nætur og helgar úr 48 í 72 sekúndur. Þegar um staðarsímtal er að ræða, fækkar sekúndum í skrefi úr 360 sek. í 240 sekúndur. Á kvöldin og um nætur og heigar fækkar þeim úr 720 sek. í 480 sek. í skrefi. Þessar breytingar á stað- arsímtölum hafa sömu áhrif um allt land. Áætlað er að breytingin hafi í för með sér að skrefum til inn- heimtu fækki um 16% og til að vega upp á móti tekjutapi Pósts- og síma mun verð fyrir hvert skref hækka úr kr. 2,76 í kr. 3,00 og ársfjórðungsgjald fyrir síma hækk- ar úr kr. 1.125,00 í kr. 1.250,00 hjá heimilum og úr kr. 1.526,25 í stöðu þeirra sem hringdu utan af á slíka þjónustu, jafnvel hjá fyrir- landi. Víða erlendis væri boðið upn tækjum í einkaeign. SKIPTING SlMTALA INNANLANDS I DREIFBÝLI kr. 2.500,00 hjá fyrirtækjum. Breytingamar munu því sam- kvæmt þessari áætlun ekki hafa áhrif á tekjur PÓsts- og síma, ef símanotkun verður sú sama. Ef dæmi er tekið um 3ja mínútna staðarsímtal á ódýrsata tíma sólar- hrings þá hækkar það úr kr. 3,45 í kr. 4,13 og 3ja mín. langlínusam- tal, lengsta leið á ódýrsta tíma sól- arhrings lækkar úr kr. 18,29 í kr. 14,25. Bergþór Halldórsson yfirverk- fræðingur hjá Pósti- og síma, sagði að ekki væri vitað hversu margir símnotendur á landinu, hringdu eingöngu staðarsímtöl sem hækka mest. Utreikningar vegna gjald- skrárbreytingarinnar byggðu á meðaltali af heildar fjölda langlínu- og staðarsímtala frá stafrænum stöðvum á landinu en eingöngu er hægt að mæla hvert samtalið fer úr þeim stöðvum en ekki hvaðan þau koma. Ekkert er vitað um hvert samtal fer úr öðram stöðvum. Frá og með næstu áramótum mun Póstur- og sími bjóða opin- beram stofnunum, og fyrirtækjum sérstök „græn“ númer. Steingrím- ur J. Sigfússon samgönguráðherra, sagðist ætla að beita sér fyrir því að opinberar stofnanir tækju upp þessi númer og jafna þannig að- I I FJOLDI siutala ESS FJOLDI skrefa SKIPTING SlMTALA INNANLANDS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU LZi fjoldi siutala VZ\ fjoldi skrefa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.