Morgunblaðið - 14.06.1989, Page 20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1989'
20
Námsmenn í Seoul mótmæla
Suður-kóreskur námsmaður kastar bensínsprengju á óeirðalög-
reglu við Seoul-háskóla í Suður-Kóreu í gær, er 500 námsmenn
efhdu til mótmæla til að krejast þess að Roh Tae-woo, forseti
landsins, segði af sér.
Þing Evrópuráðsins:
Fjórum Austur-Evrópuríkj -
um boðið að senda fulltrúa
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Á FUNDI forseta og varafor-
seta þings Evrópuráðsins sem
haldinn var í París í síðustu
viku var samþykkt að bjóða
fjórum Austur-Evrópuþjóðum
að senda áheymaríulltrúa á
þingfundi ráðsins. Þjóðimar
sem hér um ræðir em: Sovét-
menn, Ungveijar, Pólveijar og
Júgóslavar.
andi en þá er áformað að Míkhaíl ávarpi þing Evrópuráðsins í
Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, Strassborg.
Aðstoðarforsætisráðherra Sovétríkjanna:
Engirni efnahags-
Sænski þingmaðurinn, Anders
Björck, nýkjörinn forseti þingsins,
sagði að með þessu móti væri ýtt
undir þróunina í Austur-Evrópu.
Hann lét í ljósi þá ósk að einn
góðan veðurdag næðu þessi ríki
því marki að geta orðið fullgildir
aðilar að Evrópuráðinu.
Einungis lýðræðisríki geta
fengið aðild að Evrópuráðinu og
þing ráðsins hafa haldið fast við
þá reglu, til dæmis var fulltrúum
Grikklands vísað út af fundum
ráðsins eftir valdatöku herforingja
þar á sínum tíma en þeir síðan
boðnir velkomnir aftur þegar lýð-
ræði hafði verið endurreist í
landinu.
Ríkjunum fjórum er boðið að
senda fulltrúa sína í fyrsta skipti
á þingmannafund í júlí næstkom-
bati næsta árið
Moskvu. Reuter.
NÝSKIPAÐUR aðstoðarforsætisráðherra Sovétríkjanna, Leoníd
Abalkín, sem falið heftir verið að móta efnahagsstefhuna, sagði
í gær að enginn efhahagsbati yrði í Sovétríkjunum á næstu tólf
mánuðum.
Abalkín, sem Níkolaj Ryzhkov
forsætisráðherra skipaði aðstoðar-
forsætisráðherra í síðustu viku,
sagði í viðtali við Prövdu, málgagn
sovéska kommúnistaflokksins, að
þeir sem gerðu sér vonir um skjótan
éfnahagsbata væru sekir fullkomið
óraunsæi. „Við verðum að gæta
raunsæis í öllu. Það verður enginn
efnahagsbati á næstu mánuðum,
fyrir haustið. Og í rauninni eru
engar líkur á efnahagsbata næstu
tólf mánuði. Við verðum að viður-
kenna þetta opinskátt,“ sagði
Abalkín.
„Forgangsverkefni okkar er að
koma í veg fyrir frekari hnignun.
Efnahagsástandið hefur haldið
áfram að versna undanfarna mán-
uði,“ bætti aðstoðarforsætisráð-
herrann við.
Abalkín hefur ítrekað gagnrýnt
efnahagsstefnu Kremlveija frá ár-
inu 1986. Ryzhkov forsætisráð-
herra upplýsti í síðustu viku að er-
lendar skuldir Sovétmanna væru
alls um 34 milljarðar rúblna (3.130
milljarðar ísl. kr.) og að þeir þyrftu
að taka fleiri lán til að greiða af
skuldunum.
Vináttusamningnr Sovétmanna og Þjóðverja 1939:
Kort sýnir hvemig Stalín
og nasistar skiptu Evrópu
Moskvu, Bonn. Reuter, Daily Telegraph.
í skjalasafhi vestur-þýska utanríkisráðuneytisins er kort,
sem sýnir hvemig Sovétmenn og þýskir nasistar skiptu Evr-
ópu á milli sín er þeir gerðu landamæra- og vináttusamning
sinn 28. september árið 1939. Vestrænir sagnfræðingar telja
að kortið ásamt ýmsum gögnum, sem varðveitt hafa verið í
skjalasafninu, sanni að Eystrasaltsríkin Eistland, Lettland og
Litháen hafi verið innlimuð í Sovétríkin í kjölfar samningsins
við nasista, en ríkin hafi ekki kosið af ftjálsum vilja að sam-
einast Sovétríkjunum eins og sovésk sljómvöld hafa haldið
fram.
Vestur-þýskur stjómarerind-
reki í Moskvu, sem ekki vildi láta
nafns síns getið, sagði að kortið
hefði fylgt „leyniákvæðum" í
samningi Sovétmanna og nas-
ista, þar sem Eystrasaltsríkin og
Austur-Pólland eru sögð falla
undir áhrifasvæði Sovétmanna.
Sovésk stjómvöld hafa aldrei við-
urkennt að umrædd ákvæði hafi
verið í samningnum og sagt að
frumritið hafi aldrei fundist.
Samkvæmt hinni opinberu sögu-
skoðun í Sovétríkjunum samein-
uðust Eystrasaltsríkin Sovétríkj-
unum af fijálsum vilja árið 1940
en því hafa þjóðernissinnar í Eist-
landi, Lettlandi og Litháen mót-
mælt. Míkhaíl Gorbatsjov Sovét-
leiðtogi ítrekaði í ræðu á sovéska
fulltrúaþinginu fyrir tveimur vik-
um að fmmrit samningsins frá
1939 væri hvorki í Sovétríkjunum
né Vestur-Þýskalandi. Gorbatsj-
ov sagðist hafa spurt Helmut
Kohl, kanslara Vestur-Þýska-
lands, í fyrra hvort frumrit „leyn-
iákvæðanna" væri í Bonn. Hann
kvað Kohl hafa sagt að frumritið
væri þar, en þegar sovéskir emb-
ættismenn hefðu ætlað að skoða
það hefði þeim verið sagt að það
fyndist ekki. Hann- studdi hins
vegar tillögu um að nefnd kann-
aði málið að kröfu þjóðemissinna
í Eystrasaltsríkjunum.
Stjómarerindrekinn, sem hef-
ur afrit af kortinu, sagði að sov-
éskir embættismenn hefðu fengið
að sjá kortið í Bonn og afrit hefðu
verið send til miðstjómar sovéska
kommúnistaflokksins. Sovésk
stjórnvöld væm að reyna að slá
því á frest að taka ákvörðun um
hvernig bregðast skyldi við kröf-
um Eystrasaltsþjóðanna um að
hin opinbera söguskoðun yrði
afhjúpuð sem lygi.
Hitler
I skjalasafni vestur-þýska ut-
anríkisráðuneytisins í Bonn em
örfílmur af fmmriti samningsins
frá 1939, sem nasistar gerðu á
ámnum 1943-44 er loftárásirnar
á Berlín vom hertar. Theodor
Gerling, aðstoðaryfirskjalavörður
safnsins, segir að Bretar og
Bandaríkjamenn hafi staðfest að
örfilmumar séu ófalsaðar og not-
að þær í Nurnberg-réttarhöldun-
um. Einnig hafi verið vísað til
ákvæðanna í öðmm samningum
og skjölum. „Sagan sýnir að far-
ið var eftir samningnum. Enginn
Josef Stalin
vafi leikur á að örfilmutextinn
er ófalsaður," segir Gerling.
Á miðju kortinu, sem talið er
að hafi fylgt samningnum, er
markalína, sem skiptir Evrópu í
áhrifasvæði nasista og Sovét-
manna og á því er undirskrift
Stalíns í stómm stöfum. Fyrir
neðan er undirskrift Joachims
von Ribbentrops, utanríkisráð-
herra Þýskalands á þessum tíma.
Á einum stað hefur markalínan
verið leiðrétt lítilsháttar og undir
leiðréttingunni er önnur undir-
skrift Stalíns.
ééééé
■
alain
mikli
G L E R A U
K Y N N I
Sölustjóri alain mikli
í París kynnir það
nýjasta í Linsunni,
1 5. og 16. júní.
Fullar töskur af
spennandi gleraugum
fyrir spennandi fólk.
LINSAISl - Aðalstræti 9