Morgunblaðið - 14.06.1989, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1989
25
Islenski fiskurinn
hefiir ekki versnað
0
- segir Þórður Arelíusson eftirlitsmaður
„EG TEL EKKI að íslenski fískurinn á mörkuðunum í Bretlandi
hafí farið versnandi að undanförnu, eins og heilbrigðisfulltrúinn í
Hull heldur fram,“ sagði Þórður Árelíusson, veiðieftirlitsmaður, í
samtali við Morgunblaðið. Þórður var í Bretlandi í síðustu viku,
ásamt Birni Jónssyni veiðieftirlitsmanni, til að fylgjast með sölu á
ísfíski á mörkuðunum í Hull og Grimsby.
Þórður Árelíusson sagði að tveir
bátar hefðu selt lélegan fisk í Hull
31. maí síðastliðinn, eða í sömu
viku og heilbrigðisfulltrúinn þar
kvartaði undan versnandi gæðum
íslenska fisksins. Annar báturinn
hefði verið með lélega einangrun í
lestinni en hinn hefði fyllti sig á
þrem dögum og ekki átt löndunar-
dag í Hull fyrr en nokkrum dögum
síðar. Þórður sagði að báðir bátarn-
ir hefðu verið með lítinn farm og á
leiðinni til stórviðgerðar erlendis.
Óvíst væri að þeir hefðu annars
fengið leyfi til siglingar með aflann.
Þórður sagði að ísfiskur, sem
sendur væri héðan í gámum til
Bretlands, væri ekki verri en fiskur
sem seldur væri þar úr íslenskum
fiskiskipum. Hann sagði að í síðustu
viku hefði íslenski fiskurinn á
bresku mörkuðunum yfirleitt verið
góður. Þá hefði verið fiskur úr neta-
báti í einum gáminum en lágt verð
fengist fyrir netafisk á bresku
mörkuðunum.
Brýn þörf er á ným
bj örgunarþyrlu
- búum ella við falskt öryggi, segir
Benóný Ásgrímsson, þyrluflugmaður
„ÉG tel brýnt að Landhelgisgæzlan eignist aðra björgunarþyrlu og
setji hana niður úti á landi, helzt í Neskaupstað. Án þess stendur
þyrlubjörgunarþjónusta Gæzlunnar á brauðfótum. Mér fínnst lítill
þrýstingur á þetta mál. Sá stuðningur sem við höfum orðið varir við
er frá sjómönnum og ber að þakka hann. Hins vegar ræður skilning-
ur sljórnvalda mestu, en hann skortir enn,“ sagði Benóný Ásgríms-
son, þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæzlunni, í samtali við Morgun-
blaðið.
Benóný segir, að þyrlubjörgunar-
þjónusta Gæzlunnar standi ekki
undir nafni eins og er. TF Sif hafi
reyndar reynzt mjög vel, en ekki
sé hægt að halda úti sólarhrings-
vakt allt árið með einni vél. Venju-
bundið viðhald, skoðanir og hugsan-
legar bilanir komi í veg fyrir það.
Því búi menn í raun við falskt ör-
yggi hvað varðar þessa þjónustu.
Benóný segir eðlilegast, verði ný
þyrla keypt, að hún verði staðsett
úti á landi og komi Neskaupstaður
helzt til greina. Þá sé þyrlan langt
frá Reykjavík og jafnframt nærri
fjölsóttum miðum svo sem togslóð-
um á þorski og karfa, loðnumiðum
og síldarmiðum. Norðijörðurinn sé
fremur stuttur og breiður og þvi
sæmilegt radaraðflug inn á hann.
Loks sé sjúkrarhús á staðnum og
stutt til varaflugvallar á Hornafirði.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 13. júní.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 68,00 30,00 55,69 16,834 937.502
Ýsa(smá) 63,00 25,00 36,86 14,903 554.942
Karfi 41,50 15,00 35,26 20,991 740.337
Ufsi 33,00 33,00 33,00 0,668 22.045
Steinbítur 36,00 35,00 35,51 4,160 147.725
Langa 39,50 32,00 35,97 2,263 81.414
Lúða 120,00 70,00 88,77 0,311 27.609
Koli 55,50 54,00 54,49 8,565 466.781
Keila(ósL) 14,00 14,00 14,00 0,212 2.968
Skata 40,00 40,00 40,00 0,067 2.662
Skötuselur 106,00 100,00 102,27 2,634 269.400
Samtals 45,43 71,607 3.253.385
Selt var m.a. úr Arnari SU og Sigurjóni Arnlaugssyni HF. I dag
verða m.a. seld 25 tonn af þorski, 7 tonn af ýsu, 3 tonn af
kola, 1,5 tonn af skötusel og óákv. magn af öðrum teg. úr bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 63,00 27,00 58,60 16,543 969.410
Ýsa 72,00 35,00 68,80 35,593 2.448.663
Karfi 35,00 31,50 34,93 6,981 243.820
Ufsi 32,00 15,00 29,75 0,717 21.329
Steinbítur 40,00 30,00 32,45 0,869 28.202
Hlýri 15,00 15,00 15,00 0,060 900
Langlúra 8,00 8,00 8,00 0,440 3.520
Langa 28,00 28,00 28,00 0,093 2.604
Blálanga 41,00 41,00 41,00 4,842 198.502
Lúða 205,00 115,00 171,13 0,973 166.505
Grálúða 56,00 53,50 54,79 96,199 5.271.079
Skarkoli 68,00 49,00 50,04 0,255 12.761
Skötuselsh. 235,00 235,00 235,00 0,136 31.960
Samtals 57,36 164,450 9.433.237
Selt var úr Sunnutindi SU, Krossnesi SH og bátum. í dag verð-
ur selt óákveðið magn úr Freyju RE, Hoffelli SU og bátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 90,00 45,00 54,44 17,823 970.341
Þorskur(smár) 29,50 25,00 28,29 0,739 20.905
Ýsa 62,00 35,00 46,46 1,354 62.913
Karfi 35,00 27,00 31,52 2,008 63.301
Ufsi 34,00 30,50 33,39 8,237 275.087
Steinbítur 41,50 30,50 34,17 0,795 27.151
Hlýri+steinb. 27,00 27,00 27,00 0,368 9.923
Langa 37,00 30,00 36,48 4,282 156.203
Lúða 155,00 105,00 132,43 0,871 115.350
Sólkoli 51,00 51,00 51,00 0,279 14.229
Skarkoli 42,00 35,00 35,24 0,575 20.265
Skata 50,00 50,00 50,00 0,029 1.450
Skötuselur 220,00 92,00 94,44 0,105 9.916
Öfugkjafta 15,00 15,00 15,00 0,182 2.730
Samtals 46,46 37,659 1.749.829
Sélt var meðal annars úr Hrafni Sveinbjarnarsyni GK. ( dag
verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr ýmsum bátum.
Einn viðskiptavina HAZARS
BAZARS leikur listir sínar á
hjólabretti.
Ók á dreng
og í burtu
Tvö
prestaköll
auglýst
laus til um-
sóknar
BISKUP íslands hefíir nýlega
auglýst tvö grestaköll laus til
umsóknar í Isafjarðarprófasts-
dæmi, en það eru Holtspresta-
kall (Holts-, Flateyrar- og
Kirkjubólssóknir) og Isafjarðar-
prestakall (Eyrarsókn í Seyðis-
fírði, Hnífsdals- og ísafjarðar-
sóknir).
Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson,
sem hefur gegnt stöðu sóknar-
prests í ísafjarðarprestakalli frá
1. október 1977, tekur við stöðu
annars prests við Dómkirkjuna í
Reykjavík 15. júní nk., en sr. Lárus
Þorvaldur Guðmundsson, sem verið
hefur prestur í Holtsprestakalli sl.
26 ár, mun taka við stöðu sendi-
ráðsprests í Kaupmannahöfn 15.
júlí nk.
Þá er einnig laust til umsóknar
starf fræðslufulltrúa Þjóðkirkjunn-
ar með búsetu á Norðurlandi.
Umsóknarfrestur um þessar þijár
stöður er til 8. júlí nk.
Námskeið hjá
Kramhúsinu
KRAMHÚSIÐ heldur Alþjóðlegt
sumamámskeið dagana 19. júní
til 2. júli. Námskeiðið er 10 daga
heilsdags námskeið fyrir dans-
ara og dansáhugafólk. Einnig er
mögulegt að sækja einstaka
kennslugreinar innan nám-
skeiðsins fyrir þá sem ekki geta
nýtt sér námskeiðið að fullu.
Kennslugreinarnar eru þijár.
Auður Bjarnadóttir kennir
klassískan ballet, Anna Haynes og
Christien Polos kenna danstækni
og kóreógrafík og Adrienne Haw-
kins og Christien Polos kenna jass-
dans/
nútímajass/blues. Fólki er bent á
að skrá sig sem fyrst, þar sem
fjöldi á námskeiðinu verður tak-
markaður. Sýning verður að loknu
námskeiðinu.
í júlí heldur Kramhúsið áfram
starfsemi sinni með leikfimi,
samba, karneval/afró. Einnig verð-
ur boðið upp á leikfimi fyrir fólk
með álagssjúkdóma.
Helgina 23.-25. júní verður reið-
námskeið á vegum Kramhússins
haldið á Sigmundarstöðum í Hálsa-
sveit. Kennari verður Reynir Aðal-
steinsson.
Sérverslun með
hjólabretti
FYRIR stuttu var opnuð fyrsta
hjólabrettasérverslunin á Is-
landi, HAZAR BAZAR, á Skóla-
vörðustíg 17B. Hún var opnuð
vegna sívaxandi vinsælda hjóla-
brettaíþróttarinnar hérlendis
sem erlendis.
Verslunin er sérhæfð í hjóla-
brettum og er þar allt fáanlegt sem
að þeim lýtur. Þar má nefna sam-
sett hjólabretti og ósamsett, allir
varahlutir, allur öryggisbúnaður
s.s. hlífar og hjálmar, fatnaður,
skór og svo framvegis.
Helstu merkin í hjólabrettaiðn-
aðinum eru á boðstólum: Pacer,
Santa Cruz, Powell Peralta, Vision,
Sims, Blockhead, Zorlack, Protec,
Gullwing, Tracker, Independent og
fleiri. Hjólabrettasnillingarnir
Shane O’Brian og Dan Adams, sem
staddir voru hérlendis nýverið, tóku
þátt í hönnun og frágangi Hazars
Bazars að erlendri fyrirmynd.
Lögð er áhersla á varahluta- og
viðgerðaþjónustu. Verslunin er op-
in frá mánudegi til fimmtudags
9-18, föstudaga 9-19 og lokað
laugardaga.
Eigandi HAZARS BAZARS er
reiðhjólaverslunin Örninn.
Vitni vantar
Rannsóknarlögreglan í Hafíi-
arfirði lýsir eftir vitnum að því
er ekið var á grænan Fiat Uno
bíl við Riddarann, Vesturgötu 8
í Hafíiarfirði aðfaranótt laugar-
dags.
Sá sem tjóninu olli gaf sig ekki
fram heldur ók af vettvangi. Vitni
eru beðin að hafa samband við lög-
regluna í Hafnarfirði.
Slysarannsóknadeild lögregl-
unnar í Reykjavík lýsir eftir vitn-
um að því er ekið var á dreng
á mótum Laugavegar og Rauð-
arárstígs um klukkan 17.30
síðastliðinn föstudag. Sá sem það
gerði fór af vettvangi.
Drengurinn slasaðist ekki alvar-
lega en er þroskaheftur og getur
lítið tjáð sig um málsatvik. Skorað
er á ökumanninn eða vitni að at-
burðinum að gefa sig fram við lög-
reglu.
Vestnorræna
þingmannaráðið
fundar á íslandi
ÁRLEGUR fúndur Vestnorræna
þingmannaráðsins (Vestnordens
Parlamentariske Samarbejdsrád
— VPS —) verður að þessu sinni
haldinn í Stykkishólmi dagana
14.-16. júní nk. Er þetta í annað
sinn sem ráðið heldur fund á
Islandi, en það var stofnað í
Nuuk á Grænlandi 1985.
Hlutverk ráðsins er að annast
samastarf þjóðþinga Færeyja,
Grænlands og íslands og vinna að
sameiginlegum hagsmunamálum
þjóðanna. Ráðið hefur tillögurétt
gagnvart þingum og stjómum
landanna þriggja.
Formaður Vestnorræna þing-
mannaráðsins er kosinn til eins árs
í senn. Núverandi formaður er
Preben Lange, landsþingsmaður
frá Grænlandi, en á fundinum í
Stykkishólmi mun Friðjón Þórðar-
son, formaður íslandsdeildar ráðs-
ins, taka við formennsku.
Núverandi íslandsdeild Vestnor-
ræna þingmannaráðsins skipa, auk
Friðjóns Þórðarsonar formanns:
Alexander Stefánsson, Óli Þ. Guð-
bjartsson, Árni Gunnarsson, Mar-
grét Frímannsdóttir og Danfríður
Skarphéðinsdóttir.
<
i/i
'»"» 1----TT
MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ
NÍÐSTERK
ÞUNGAVIGTARLÍNA
Fœst í nœstu sportvöruverslun.