Morgunblaðið - 14.06.1989, Side 30

Morgunblaðið - 14.06.1989, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1989 3Q MALAÐU BETUR MEÐ MÁLNINGU FRÁ OKKUR 2 mSlippfélagiðm m Málningarverksmiðjam Dugguvogi 4 Minning: Vigdís Helgadóttir Fædd 9. mars 1924 Dáin 4. júní 1989 Mér er skylt að minnast nokkrum orðum Vigdísar Helgadóttur, sem lézt 4. júní sl., þegar hún nú er til grafar borin, svo vinsamleg og hlý var hún mér og fjölskyldu minni. Vigdís fæddist í Reykjavík 9. marz 1926, dóttir hjónanna Helga Sigurðssonar húsgagnab Istrara og konu hans, Steinunnar G ðmunds- dóttur, en þau hjón eru nú bæði látin. Vigdís naut góðs atlætis í for- eldrahúsum, en að venjubundinni skólagöngu lokinni tók hún að vinna við afgreiðslustörf. Þann 18. apríl 1946 giftist hún Þorsteini Árriasyni verzlunarmanni og átti með honum tvö börn, Hall- fríði hárgreiðslukonu, sem gift er Ríkharði Björnssyni bakarameist- ara á Dalvík, og eiga þau hjón tvo drengi, og Helga, kvæntan sænskri konu, Birgittu Þorsteinsdóttur, og eru þau hjón búsett í Svíþjóð, en áður hafði Vigdís eignast dótturina Kötlu, sem foreldrar hennar ólu upp. Katla er gift Ásgeiri Ólafssyni fulltrúa og eiga þau tvo syni. Þor- steinn Árnason lézt 9. september 1973. Síðari manni sínum, Karli R. Guðmundssyni úrsmíðameistara, giftist Vigdís 24. júlí 1981. Karl var ekkjumaður og létti það honum lífið að fá þessa ágætu konu á heimili sitt, og það fór vel á með þeim hjónum. Tengdaföður mínum var mikil stoð að konu sinni, Vigdísi, sem bjó honum á ný nota- legt heimili, og þau hjón ferðuðust mikið innanlands og utan. Vigdís reyndist vel barnabömum Karls og þau hændust að henni. Það virtist allt leika í lyndi í einka- lífi tengdaföður míns, þegar dauð- inn barði skyndilega og óvænt dyra á húsinu á Fossheiði 16 á Selfossi. Vigdís fékk hjartaáfall að morgni 4. júní. Hún komst undir Iæknis- hendur, en varð ekki bjargað. Vigdís var mikil hannyrðakona og eftir hana liggja mörg smekkleg og vel unnin verk af því tagi. Húsmóðurstörf fórust henni vei úr hendi, eins og öll verk sem hún vann, því hún var kona verklagin og verkhyggin. Prójaðu. Græðandi varasalvi ú kraftavefkaþykkbloðungnum ALOE VERA Heilsuval, laugavegi 92, S: 626275 og 11275 Heimili þeirra hjóna, Vigdísar og Karls, stóð barnabörnum Karls jafnan opið, og þar mættu þau hlýju viðmóti og góðu atlæti og sakna börnin þessarar iátnu konu, „Vigdísar ömmu“, eins og mín börn kölluðu hana. Tengdaföður mínum er þetta mikill missir. Blessuð sé minning þessarar góðu konu. _ Jóhannes Ásgeirsson í dag, miðvikudaginn 14. júní, er gerð útför mágkonu minnar, Vigdísar Helgadóttur, og fer hún fram frá Fossvogskirkju. Vigdís var fædd í Reykjavík, dóttir hjónanna Steinunnar Guð- mundsdóttur og Helga Sigurðsson- ar húsgagnabólstrara. Foreldrar Vigdísar giftust árið 1924 og bjuggu alla sína tíð í Reykjavík, lengst af á Leifsgötu 17. Bæði eru þau dáin fyrir nokkrum árum. Vigdís var elst systra sinna, en þær eru: Sigrún, Fríða, Hlíf og Steinunn. Haustið 1944 átti ég því láni að fagna að kynnast fjölskyldunni á Leifsgötu 17 og njóta þess glæsi- lega heimilis, gestrisni og elskuleg- heita fólksins þar, og síðar að gift- ast næstelstu dótturinni, Sigrúnu. Á Leifsgötunni var þá Vigdís, tengdamóðir Helga, og fylgdi sú góða kona fjölskyldunni til æviloka. Einnig var þar lítil „dama“, Katla, sem var augasteinn allra á heimil- inu, þessi hnáta var dóttir Viggu, en Vigdís gekk undir því gælunafni meðal ættingja og vina. Katla varð síðar kjördóttir ömmu sinnar og afa og ólst þar upp. Katla er gift Ásgeiri Braga Olafssyni skrifstofumanni og búa þau í Reykjavík. Á Leifsgötu 17 var gott að koma eins og ég hef áður sagt, enda voru konur þar í miklum meirihluta. Systurnar voru mjög samrýndar og miklar vinkonur og bundust þær traustum vináttuböndum sem end- ist þeim lífið. Vigga giftist Þorsteini Árnasyni, skrifstofumanni í Reykjavík, 18. apríl 1946 og eignuðust þau tvíbura: Hallfríði hárgreiðslumeist- ara, gift Rikarði Björnssyni bakara- meistara og búa þau á Dalvík og Helga rennismið, kvæntur Birgith Þorsteinsson sjúkraþjálfa og búa þau í Svíþjóð. Þorsteinn andaðist 9. september 1973. Á heimili Viggu og Steina kom- um við Sigrún oft og áttum þar ógleymanlegar stundir. Vigga eignaðist 6 barnabörn og 1 barnabarnabarn og eru það allt drengir. 24. júlí 1980 giftist Vigga eftirlif- andi manni sínum, Karli R. Guð- mundssyni úrsmíðameistara, og bjuggu þau á Fossheiði 16, Sel- fossi. Karl var ekkjumaður og á 3 uppkomin börn, sem reyndust Viggu vel. A Fossheiði 16 var gott að koma, þar réð ríkjum hlýleiki og reisn hjónanna og þar var snyrtimennsk- an og smekkvísin í hávegum höfð. Síðast kom ég á heimili þeirra hjóna í mars sl., þá var merkis- dagur frúarinnar, þá þótti sjálfsagt að fagna, halda boð henni til heið- urs og bjóða skyldmennum og vin- um, þá var glatt á hjalla og veitt af rausn og gestrisni hjónanna naut sín. Allir sem þar voru eiga fagrar minningar frá þeirri kvöldstund. Er mér barst sú fregn, að mág- kona mín hefði verið flutt í skyndi í sjúkrahús í Reykjavík átti ég síst von á því að kveðjustundin væri komin, en því miður reyndist svo vera. Við sem þekktum Viggu söknum glæsilegrar og góðrar konu. Vigga var skemmtileg kona í góðum vina- hópi, hún var meiningargóð, hafði sínar skoðanir á málum, hún gat verið spaugsöm og aðeins stríðin en sanngjörn. Við minnumst Viggu fyrir marga kosti sem hún átti í fari sínu, t.d. bar hún ekki óvild í huga til neins og öfund þekkti hún ekki, gjafmildi einkenndi far hennar og hún mátti ekkert aumt sjá, þá var hönd henn- ar útrétt. Nú hafa leiðir skilið um stund og kveðjum við Viggu með harm í hjarta. Með þessum fátæklegu línum er góð kona kvödd og votta ég eftirlif- andi eiginmanni og öllum ættingj- um mína innilegustu samúð. Jón Ásgeirsson Sunnudaginn 4. júní barst okkur sú sorgarfregn að Vigga frænka væri látin. Ekkert okkar var við- búið skyndilegu brottkalli hennar úr hópi systranna, mæðra okkar. Samheldni þeirra er slík að við litum alltaf á þær sem óijúfanlega heild, enda gengur systrahópurinn undir nafninu „blokkin" okkar á meðal. Fyrir þremur mánuðum héldum við yfir heiðar og fögnuðum 65 ára afmæli Viggu á yndislegu heimili hennar og Kalla. Við erum þakklát fyrir þessa síðustu minningu um Viggu, glaða og reifa í hópi fjöl- skyldu og vina, þessa kvöldstund sem við vorum öll saman. Vigga var okkur kær fyrir margra hluta sakir. Ríkur þáttur í fari hennar var hversu traustur fé- lagi hún var vinum sínum og alltaf var gaman að ræða málin við Viggu því hún var skemmtileg, hreinskilin og víðsýn. Með þessum fáu orðum viljum við kveðja okkar elskulegu frænku sem mun lifa í hjörtum okkar. Elsku Kalli, Katla, Fríða og Helgi, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur við fráfall ástkærrar eiginkonu og móður. Ég gestur er í heimi hér, tíðin líður, boð ei bíður. Senn ég heim til feðra fer. Ó, ljúfi faðir, lít til mín, að ég megi, ég þótt deyi, koma heim til þeirra og þín. (Vald. Briem) Systrabörn María B. Gunnbjöms- dóttir - Kveðjuorð Tölvusumarskóli • 10 -14 ára Skemmtileg 3ja vikna sumamámskeið hefjast 26.júní. Tímar 9-12 eða 13-16 Ódýr og fræðandi námskeið! Tölvu- og verkfræöiþjónustan Hringiö og fáiö Grensásvegi 16* sími 68 80 90 sendan bækling Fædd 4. ágúst 1968 dáin 1. mai 1989 Okkur langar til að minnast í örfáum orðum Maríu Bjargar Gunnbjörnsdóttur. Við kynntumst Maju haustið 1987, er hún hóf nám við Fjöl- brautaskólann á Sauðárkróki, þá nýkomin heim eftir ársdvöl í Þýskalandi á vegum AFS. Það kom fljótt i ljós að hér var ÖRN OG isr • SÍÐUMÚLA 11 - SÍMI 84866 ÖRLYGUR HM * ARNARik.ORLYGS Handbók ræktunarmannsins. Leiðbeiningar um ræktun og hirðingu. Með 170 litmyndum. á ferð hress, en tilfinningarík og hreinskilin ung kona. Áhugi á fé- lagsstörfum var mikill, jafnt innan skólans þar sem hún lagði leiklist- inni lið og hjá AFS þar sem hún var ávallt tilbúin til starfa. Það sem einkenndi Maju sein- asta ár, þrátt fyrir veikindi, var ótrúleg elja og hugrekki. Aldrei var gefist upp og hún stundaði námið af mikilli ákveðni og reisn. Að lokum þökkum við fyrir að hafa kynnst Maju og vottum ást- vinum hennar, okkar dýpstu sam- úð í sorg þeirra. Fyrir hönd AFS á_ íslandi. Eva Hjörtína Ólafsdóttir, Rannveig J. Jónasdóttir. Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.