Morgunblaðið - 14.06.1989, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1989
Minning:
Valdimar Jónsson
stórkaupmaður
Fæddur 14. júní 1921
Dáinn 7. júní 1989
Það er svo erfitt að trúa þ.ví að
nú sé afí sofnaður og vakni ekki
aftur. Það er svo erfitt að skilja lífið
og dauðann og það er svo erfítt að
ímynda sér tilveruna án afa.
Hvað það var alltaf gott að koma
til afa og ömmu „í brún“. Þar var
alltaf nógur tími fyrir alla og alltaf
var afi tilbúinn að sýna okkur björtu
hliðamar á lífinu og tilverunni. Hann
var duglegasti, skemmtilegasti og
besti afi sem nokkurt barn gæti
eignast. Minningin um afa mun allt-
af lifa í hjörtum okkar og við vitum
að hann mun vaka yfír okkur og
fylgja okkur alla okkar lífsleið.
Elsku amma nú líður afa vel og
megi guð almáttugur styrkja þig í
sorg þinni.
Bamaböm
í dag er kvaddur Valdimar Jóns-
son heildsali, sem lést þann 7. júní
sl. tæplega 68 ára að aldri.
Valdimar var allur stór í sniðum,
hávaxinn og vörpulegur. Hann hafði
sem ungur hrafnsvart hár og yfír
honum var nokkuð suðrænt yfir-
bragð. En Valdimar var ekki aðeins
stór á ytra borðinu. Lundin var stór,
hann var skapmaður en fór val með
skap sitt, var manna stoltastur og
gætti mjög að heiðri sínum. Honum
var í blóð borin rík réttlætiskennd
og vildi á engan halla, heiðarleika
og reglusemi mat hann mikið og
fyrirleit óheilindi og undanbrögð.
Þessir eðlisþættir Valdimars voru
líka metnir í áratugalöngu starfi
hans að verslun og viðskiptum.
Óhæfíleg sérdrægni ráðamanna
þjóðarinnar og embættismanna, tvö-
feldni og staðfestuleysi, var eitt af
fáu, sem ollu nokkurri reiði hjá
Valdimar. Hann hélt í heiðri sígildum
borgaralegum viðhorfum eins og þau
gerast best.
Valdimar sneri sér ungur að versl-
unarstörfum eða fljótlega að loknu
námi í Verslunarskólanum. Aðspurð-
ur sagðist hann ekki hafa verið sinn-
aður fyrir búskap, þótt bóndasonur
væri. Ævistarf hans varð á sviði
verslunar og viðskipta, lengst af í
eigin fyrirtæki, heildversluninni K.
Þorsteinsson og Co. Valdimar var
harðduglegur til allra verka, hafði
sérstakt yndi af líkamlegri vinnu,
sérstaklega smíðum og annarri
vinnnu við húsbyggingar. Enda
byggði hann að meira og minna leyti
þijú einbýlishús og nú síðast tveggja
hæða einbýlishús í Fannafold 71.
Byggingu þess lauk hann rétt í þá
mund að hann fór að kenna þess
sjúkdóms sem varð honum að aldurt-
ila. Það var sérstök ánægja, að sjá
Valdimar að vinnu, dugnaðurinn og
þrekið var slíkt. Yngri menn máttu
hafa sig alla við, ef þeir ætluðu að
fylgja honum í verkum. Það var líka
alltaf áhyggjuefni fjölskyldu hans,
að hann gengi of nærri sér við vinn-
una, hvort sem var úti eða inni við.
Næmt auga Valdimars fyrir verk-
lagni og vinnu við húsbyggingar
hljóta að hafa gagnast honum vel
við dagleg störf. Heildsalan sérhæfði
sig í innflutningi á handverkfærum
og hafði einkaumboð fyrir margar
þekktustu tegundir verkfæra, svo
sem Stanley, Stahlville, Kongsberg
og Lysbro/Zink-garðverkfæri.
Starfs síns vegna þurfti Valdimar
eðlilega oft að fara erlendis, þá oft-
ast til Þýskalands. Þangað þótti
honum best að koma, kunni vel að
meta ýmis sérkenni í fari Þjóðveija
éins og stundvísi, eljusemi, reglu-
semi og næmt auga fyrir skipulagi.
Fyrirtæki Valdimars naut almennrar
virðingar fyrir traust, áreiðanleika
og sanngirni. Er það ekki að undra
þar sem Valdimar lagði metnað sinn
í að rekstur þess væri í samræmi
við grundvallarsjónarmið hans sjálfs.
Af þeirri sérstöku forsjálni sem ein-
kenndi Valdimar tók hann þátt í
byggingu húsnæðis fyrir heildsölur
inni í Skútuvogi, þar sem húsnæði
heildsölunnar var aukið um helming.
Var það á síðasta ári eða á sama
tíma og hann stóð í byggingu húss-
ins í Fannafold. Framkvæmdir voru
Valdimar að skapi, og þótti heldur
dauflegt, ef ekki þurfti að ráðast í
einhver verk eða framkvæmdir.
Rekstur heildsölunnar var alla tíð
arðsamur, þar sem Valdimar hafði
góða tilfínningu fyrir vönduðum
rekstri og nauðsynlegri aðgæslu í
peningamálum.
Valdimar var gæfumaður í einka-
lífí sínu. Þau hjónin, Valdimar og
Dóra, byggðu upp gott heimili, þar
sem rausnarskapur og hlýja sátu í
fyrirrúmi. Heimilið var alla tíð stórt,
börnin alls 5 og barnabömin 12. Það
var Valdimar sérstök ánægja að
hafa sem flesta af íjölskyldunni hjá
sér enda var hann sérstakur heimilis-
faðir, vandaði uppeldi sinna af þeim
sama metnaði, sem einkenndi hann
sjálfan, og hlúði að og studdi afkom-
endur sína. Áður er minnst á for-
sjálni hans. Þegar Valdimar réðst í
byggingu hússins í Fannafold, réð
þar nokkru um að hann vildi minnka
við sig á þann hátt að fá tvær íbúð-
ir til umráða í sama húsi. Þannig
gæti hann látið böm eða barnabörn
njóta annarrar íbúðarinnar eftir
þörfum. Fluttu þeir feðgar, Valdimar
og Guðjón, saman með konur sínar.
Er það Dóm mikill styrkur að hafa
son sinn og fjölskyldu hjá.sér á þess-
um erfiðu tímum.
Það hefur verið einstakt happ að
mægjast við Valdimar Jónsson.
Slíkir heiðursmenn eru ekki algeng-
ir. Af slíkum manni mátti margt
læra fyrir utan þá ánægju að vera
honum samferða síðastliðinn áratug.
Það er því mér, sem tengdasyni
hans, sjálfsagt að þakka fyrir alla
þá vinsemd, aðstoð og góðvild, sem
hann alla tíð sýndi. Blessuð sé minn-
ing Valdimars Jónssonar.
Ólafur Klemensson
Þann 7. júní síðastliðinn andaðist
í Landspítalnum tengdafaðir minn,
Valdimar Jónsson, eftir hetjulega
baráttu við illkynja sjúkdóm. Hann
sem alla tíð hafði verið mjög hraust-
ur tók því með miklu æðruleysi
þegar sjúkdómurinn uppgötvaðist
fyrir tæpu ári.
Valdimar fæddist á Flugumýri í
Skagafirði, sonur hjónanna Jóns
Jónassonar bónda þar og seinni
konu hans, Sigríðar Guðmunds-
dóttur. Þar ólst hann upp með
systkinum sínum þrem, tveim hálf-
systrum og fóstursystur. Þessi
Flugumýrarsystkini, böm þeirra og
bamabörn hafa alla tíð haft mjög
náið samband og veit ég ekki sam-
heldnari fjölskyldu en þessa, svo
vel vaka þau yfir velferð hvors ann-
ars.
Valdimar var ekki allra og finnst
mér lýsing sem skrifuð hefur verið
um föður hans vera að mörgu leyti
mjög vel til fallinn að lýsa Valdi-
mari, en um föður hans, Jón á
Flugumýri, skrifar Gísli Magnússon
í Eyhildarholti meðal annars: „Hann
var greindur vel, hygginn í besta
lagi, og vom þau honum eðlisgró-
inn, íjármálvit hafið yfír allan efa.
Hitt vissu líka þeir sem þekktu
manninn best, að hjartað var gott
og geðið hlýtt, þegar inn kom úr
harðhnjósku hins ytra borðs. Eigi
var hann allra, satt er það, þurr á
manninn og stundum höstugur,
einkum þegar honum þótti skorta
manndóm, orðheldni og ábyrgðar-
kennd, en á hinn bóginn hjálpfús
og hoHráður, rammmtraustur mað-
ur, felldi aldrei niður velvild sína
til nokkurs manns, þess er hann
einu sinni hafði bundið tryggð við.“
Ég vil gera bessa lýsingu af Jóni
bónda á Flugumýri að minni, á syni
hans Valdimar, svo mjög fínnst mér
hún passa við hann.
Það eru orðin rúm tuttugu ár
síðan ég tengdist Valdmari og í
átján ár höfum við starfað saman
í fyrirtæki hans. Þegar litið er til
baka hefur ekki skugga borið þar
á, hann var mér ávallt hjálplegur
og vinsamlegur. Valdimar var mik-
ill íjölskyldumaður, ávallt tilbúinn
að rétta hjálparhönd enda velferð
og umhyggja fyrir fjölskyldunni
alltaf í fyrirrúmi hjá honum. Það
var ekki sjaldan þegar maður kom
í heimsókn til afa og ömmu „í brún“
að hann lá á gólfinu með bók og
bamabömin og hundurinn Kaffon
vom skríðandi yfir hann og aldrei
þreyttist hann á að segja sögur af
bamabömunum. Hundurinn Kaffon
skipaði sérstakan sess í lífi hans,
þeir ræddu oft málin eins og Valdi-
mar orðaði það og á meðan hallaði
Kaffon undir flatt. Á milli þeirra
var einstakur vinskapur.
Valdimar var mjög bókhneigður
maður, alltaf ef möguleiki var þá
tók hann sér bók í hönd og las sér
til fróðleika og ánægju. Þetta hefur
haft áhrif á uppeldi og þroska barna
hans og barnabama. Nú hefur
síðustu bókinni sem hann var að
lesa verið lokað, en ef til em bækur
í hinu lífinu þá verður hann áreiðan-
lega fljótur að ná sér í eitthvað að
lesa þar.
Valdimar kvæntist Dóm Ragn-
heiði Guðnadóttur frá Kotmúla í
Fljótshlíð árið 1945. Þau eignuðust
fimm mannvænleg böm og era
bamabömin orðin tólf. Samband
þeirra var alla tíð mjög kærleiksríkt
og stóðu þau ávallt saman í öllum
ákvörðunum varðandi þeirra líf.
Gagnkvæm virðing var þar í fyrirr-
úmi. Þetta tæplega ár sem Valdi-
mar háði sína baráttu var það Dóra
hans sem, jafnt vakandi sem sof-
andi, sá um að honum liði sem allra
best enda vom þeir dagar sem hann
hann var á sjúkrahúsi mjög fáir
miðað við þau miklu veikindi sem
þjáðu hann. Honum leið best heima
í umsjá Dóm sinnar og í nálægð
bama og bamabarna.
Það verður tómlegt að koma í
heimsókn í nýja húsið þeirra við
Fannafold um næstu jól og fá ekki
að hlusta með honum á uppáhalds
jólaplötuna og sjá tár blika í augn-
hvörmum undir söngnum.
Nú við leiðarlok Iangar mig að
þakka fyrir alla þá umhyggju og
vinsemd sem hann hefur sýnt mér
á liðnum áram.
Elsku Dóra, þinn harmur er mik-
ill en þú átt góð börn og barnaböm
sem munu allt gera til að létta þér
sorgina og halda minningu um góð-
an föður á lofti.
Blessuð veri minning tengdaföð-
urs míns, Valdimars Jónssonar.
Ólafur R. Jónsson
Góður og traustur vinur í marga
áratugi hefur kvatt langt um aldur
fram. Nú á tímum þykir 67 ára ald-
ur hreint ekki hár. En hin versta
meinsemd, sem læknavísindin ráða
enn ekki við, réðst að Valdimar fyr-
ir ári og var á si. haust nokkuð séð
að hveiju stefndi, þrátt fyrir alla þá
læknisfræðilegu aðstoð og aðgerðir,
sem unnt var að veita. Valdimar
gerði sér sjálfur vel grein fyrir því,
hvað myndi fljótlega gerast. Andleg-
ur styrkleiki hans var þó svo mikill
að þegar ég kom á heimili hans og
Dóru, fyrir um það bil mánuði, hafði
hann gamanyrði á vömm, en hann
var með afbrigðum orðhnyttinn í
hópi góðra félaga og vina.
Valdimar var fæddur að Flugu-
mýri í Skagafirði. Foreldrar hans
vom Jón Jónasson, bóndi, ættaður
frá Engimýri í Öxnadal í Eyjafirði,
og Sigríður Guðmundsdóttir frá Gröf
í Laxárdal í Dölum. Eftir uppvaxtar-
ár sín á Flugumýri fór Vaidimar í
Verslunarskólann í Reykjavík og
lauk þaðan verslunarprófi vorið
1943.
Þann 17. nóv. 1945 kvæntist
Valdimar ungri stúlku af Suður-
landi, Dóm Ragnheiði Guðnadóttur,
sem fædd var að Kotmúla í
Fljótshlíð. Þau hafa alla tíð búið í
Reykjavík.
Valdimar og Dóra eignuðust fimm
mannvænleg börn, sem hafa sannar-
lega erft hina miklu mannkosti for-
eldra sinna. Þau em: Sigríður, hjúkr-
unarfræðingur, gift Ólafi R. Jóns-
syni, framkv.stj. Sara Regína, kenn-
ari, gift Þórarni Magnússyni, bónda
og kennara. Inga Aðalheiður, hjúkr-
unarfræðingur, gift Ólafí Ö. Klem-
enssyni hagfræðingi, og Guðjón Við-
ar, viðskiptafræðingur, kvæntur
Guðrúnu Sigurðardóttur, húsfreyju.
Allir, sem til þekkja, vita, að þessi
fjölskylda var bundin óvenju sterk-
um fjölskylduböndum. Má í því sam-
bandi nefna þá miklu umhyggju og
umönnun, sem Valdimar naut í
sínum miklu veikindum. Það álag
var mikið og þá einkum fyrir Dóru.
Hún hefur átt margar svefnlitlar
nætur, en hann dvaldi lengst af
sínum veikindatíma heima. Valdimar
sagði við mig fyrir nokkmm vikum,
að nú fyrst gerði hann sér grein
fyrir þeirri miklu gæfu, að eiga slíka
konu og böm, sem hann ætti.
Valdimar var ákaflega mikill
heimilismaður og vora þau hjón mjög
samtaka um að gera heimili sitt sér-
lega fallegt, bæði innanhúss og ut-
an. Iburður er enginn en fegurðars-
mekkur svo af ber. Húsbóndinn var
slíkur dugnaðarforkur, að slíka
þekki ég fáa. Sem dæmi um dugnað
Valdimars verð ég að nefna að hann
hóf byggingu nýs húss í Grafarvogi
haustið 1987 og þau fluttu inn vorið
1988. Sjálfur vann hann gífurlega
mikið við þessa framkvæmd.
Það em 44 ár síðan við Valdimar
hittumst fyrst. Þá unnum við báðir,
nýlega komnir úr skólum, hjá heild-
versluninni G. Þorsteinsson hf. hér
í Reykjavík. Við urðum fljótt góðir
félagar og vinir, sem hefur haldist
alla tíð síðan. Aðaleinkenni' Valdi-
mars vom þá strax og ætíð síðan
hversu traustvekjandi allt hans tal
og öll hans vinnubrögð vom. Menn
treystu honum, að ég held, ósjálf-
rátt. Söluhæfíleikar Valdimars vom
ótvíræðir. Hann hafði ekkert mál-
skrúð í kringum hlutina, heldur kom
strax að efninu og menn urðu strax
sannfærðir um, að allt var rétt, sem
hann sagði. Líklega var hann talinn
verslunarmaður af eldri skólanum.
Ég held að slíkt mætti vera yngri
mönnum til eftirbreytni.
Síðan unnum við Valdimar saman
við samskonar störf í Landsmiðjunni
um nokkur ár. Þar sýndi Valdimar
sama dugnaðinn við sín störf, sem
vom af sama toga. Um 1956 stofn-
aði Valdimar ásamt fleirum heild-
verslunina K. Þorsteinsson & Co.
Því fyrirtæki stjómaði hann alla tíð,
þar til veikindi hömluðu störfum.
Þetta fyrirtæki lætur kannski ekki
mikið yfir sér, en ég trúi að það sér
traust — raunar veit ég að það er
efnahagslega mjög traust.
Valdimar hafði þá frístundaiðju,
að lesa þegar um frístundir var að
ræða. Hann las heimsbókmenntir og
fagurbókmenntir hvenær sem stund
gafst. Kunningjar veittu því athygli
hversu óvenju minnugur hann var á
það er hann hafði lesið, jafnvel fyrir
mörgum áram. Einnig hafði hann
mjög gaman af lausavísum, sem
hann kunni n\jög margar.
Við Valdimar byijuðum að spila
saman bridge fyrir meira en 40
ámm. Sumir félaganna sem byijuðu
saman hafa horfið yfír vetrarmánuð-
ina. Við, sem síðast höfum spilað
saman, höfum gert það í nær 20 ár.
Vð söknum sárt góðs og skemmti-
legs félaga, sem alltaf hafði hnyttin
orð á vömm.
Að kveðja góðan vin hinsta sinn
er erfítt. En slíkt er gangur lífsins.
Þeir, sem hafa skilað jafngóðu dags-
verki og Valdimar Jónsson, em
kvaddir með þakklæti fyrir sín miklu
og góðu störf.
Við Hrefna sendum Dóm, bömum
þeirra Valdimars og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Pétur Pétursson
Vinur minn, Valdimar Jónsson
heildsali frá Flugumýri í Skagafírði,
er látinn og féll hann frá langt fyrir
aldur fram.
Foreldrar Valdimars vora merkis-
hjónin Jón Jónasson ættaður frá
Engimýri í Öxnadal og kona hans
Sigríður Guðmundsdóttir frá
Kambsnesi í Dalasýslu. Valdimar var
mjög hrifínn af sinni heimabyggð,
en samt hélt hann suður til fram-
haldsnáms og lauk Verslunarskóla-
prófi vorið 1943. Hann var eftirsótt-
ur og mjög hæfur starfsmaður og
vann við verslunarstörf rösk 10 ár,
en árið 1954 stofnaði hann heild-
verslunina K. Þorsteinsson & Co. og
var aðaleigandi og stjómandi þess
alla tíð meðan heilsan leyfði.
Fljótlega komu í ljós afburðahæfi-
leikar hans sem stjórnanda og var
fyrirtækið alla tíð rekið til mikillar
fyrirmyndar. Valdimar hafði aflað
sér á fyrri starfsferli góðrar þekk-
ingar á margvíslegum tækjum og
vélum og nú nýttist þessi þekking
hans í eigin rekstri. Fljótlega fékk
hann góð umboð og með þrautseigju
og dugnaði varð hann á sínu sviði
einn dugmesti og traustasti heildsali
landsins. Fyrirtækið naut mikils
trausts, enda vissu viðskiptamenn
að loforð hans yrði haldið og vömr
afhentar á réttum tíma.
Ég hefi þekkt Valdimar í meira
en þijátíu ár, en mjög náin urðu
kynni okkar, þegar sonur hans og
dóttir mín stofnuðu heimili. Ég hafði
því mörg tækifæri til þess að ræða
við hann um margvísleg málefni.
Hann var mjög vel að sér og skarp-
greindur. Við fyrstu kynni var Valdi-
mar hlédrægur, en fljótlega komst
maður að raun um mikla velvild
hans og hjartahlýju og mikla mann-
kosti. Viðskiptavinir hans komust
fljótt að mannkostum hans og því
skapaðist velvild og gagnkvæmt
traust milli þeirra. Valdimar hafði
stálminni og næman skilning á því,
hvaða vömr myndu seljast og þar
af leiðandi gat hann haldið vöralag-
er í lágmarki en það er einn þýðing-
armesti gmndvöllur vel rekinna inn-
flutningsfyrirtækja. Enda tókst hon-
um að rífa fyrirtækið úr litlum efn-
um í stöndugt og virt fírma, sem
bjó að sínu í nýtísku húsakynnum
þar sem hagkvæmni í rekstri réði
ríkjum.
K. Þorsteinsson & Co. réð ekki
yfír mörgu starfsfólki, en hver starf-
maður gekk í þau störf, sem vinna
þurfti á hvetjum tíma. Það gilti jafnt
um forstjórann og alla aðra. Valdi-
mar bar mikið traust til starfsmanna
sinna og þakkaði þeim velgengni
fyrirtækisins og það traust var
gagnkvæmt.
Það var mesta gæfusporið í lífi
Valdimars, þegar hann þann 17.
nóvember 1946 kvæntist Dóm
Guðnadóttur, ættaðri úr Rangár-
þingi. Dóra Ragnheiður studdi mann
sinn í öllum störfum hans og það
var öllum ljóst að þar fóm samhent
hjón, sem byggðu hvort annað upp
alla tíð.
Valdimar var maður önnum kaf-
inn, en hann hafði alltaf tíma fyrir
íjölskyldu sína og nú er hans sárt
saknað. Barnalán þeirra hjóna er
mikið, en þau em: Sigríður gift
Guðjóni Ólafssyni ojg eiga þau eitt
barn; S. María gift Olafí R. Jónssyni
og eiga þau 4 börn; Sara R. gift
Þórami Magnússyni. en þau eiga 4
börn; Inga A. gift Ólafi Klemens-
syni, en þau eiga 2 börn, og Guðjón
Viðar kvæntur Guðrúnu Sigurðar-
dóttur, en þau eiga 1 bam.
Fyrir um það bil einu ári var Ijóst
að Valdimar var haldinn banvænum
sjúkdómi. Hann barðist hetjulegri
baráttu í æðruleysi og með þraut-
seigju, en þó án uppgjafar. En í
veikindum sínum var hann ekki einn.
Þar reyndust honum best eiginkona
og fjölskylda hans, sem stóðu með
honum og léttu gönguna þar til yfir
lauk. Hann var mjög þakklátur
læknum og hjúkmnarliði fyrir mikla
umönnun. Við hjónin vottum eigin-
konu og fjölskyldu samúð okkar, en
minningin um góðan dreng er hugg-
un harmi gegn.
Drottinn blessi minningu Valdi-
mars Jónssonar.
Sigurður Helgason