Morgunblaðið - 14.06.1989, Síða 35
35
MÖRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JUNÍ 1989
Minning:
Ingibjörg Sumarliða
dóttirfrá Valshamri
Fædd 3. desember 1899
Dáin 3. júní 1989
í dag er til moldar borin frá
Fossvogskirkju sæmdarkonan Ingi-
björg Sumarliðadóttir. Ingibjörg var
gjarnan kennd við bæinn Vals-
hamar í Geiradal, en þar ól hún
mestan sinn aldur.
Ingibjörg var orðin háöldruð er
hún kvaddi þennan heim og langur
dagur að baki, sem hefur skilað
miklu í rann þeirra, er nú eru fullir
saknaðar.
Ingibjörg var mannkostakona og
bjó yfir einstakri stefnufestu og
þolgæði, sem entist henni allt fram
á hinstu stundu. í mörgu barðist
hún áfram með vindinn í fangið og
hennar heita trú og ákveðna af-
staða með krossi Jesú Krists gerði
veg hennar oft torfarinn, en hjá
henni var ekki að finna hik eða
undanslátt, enda var hún einlæg
og taugin er tengdi hana við frels-
ara hennar var sterk.
Ingibjörg var orðinn fullorðin
kona, þegar ég kynntist henni og
manni hennar, Karli Guðmunds-
syni, sem dó fyrir nokkrum árum,
en ég er þakklátur fyrir þann sterka
vitnisburð sem hennar líf og fram-
ganga öll hefur verið mér og mínu
húsi.
Það er löstur í landi okkar hversu
skilin eru mikil á milli þeirrar kyn-
slóðar sem er að fara og þeirra, sem
er að koma. Það vill gjarnan verða
að gamla fólkið einangrast og sá
mikli Tjársjóður reynslunnar, sem
það býr yfir, verður ekki öðrum að
veganesti. Slíkt er ekki þar sem
Ingibjörg átti í hlut. Hún var sístarf-
andi og vökul augu hennar fylgdust
með börnum og barnabörnum og
barnabarnabörnum og hún tók full-
an þátt í lífi þeirra og starfi eins
og hún hafði þrótt og getu til. Til
að þetta gæti orðið var hún borin
á kærleiksörmum á heimili dóttur
sinnar og tengdasonar á Svalbarði
12 í Hafnarfirði. Hjá Rúti og Siggu
hafði hún þann sess sem ber konu,
sem hefur lagt sig alla fram um
langa ævi öðrum til blessunar og
farsældar.
Ingibjörg átti sitt andlega heim-
ili hjá okkur hér i Krossinum í
Kópavogi um nokkurt skeið og það
má með sanni segja að líf hennar
var vitnisburður og fordæmi fyrir
alla. Þrátt fyrir háan aldur og las-
burða líkama var hugur hennar og
andi að starfi og hún leitaði ætíð
fram og höndlaði meira í samfélag-
inu við Drottin.
Margur gæti ætlað að kona kom-
in á efri ár, sem hefur gengið með
Guði meginþorra ævi sinnar, hefði
tekið út allan sinn þroska, en svo
var ekki; hún hélt áfram að drekka
af þeim nægtarbrunni sem er að
finna í samfélaginu við Drottin Jes-
úm Krist og aldrei verður þurraus-
inn og var þannig öðrum til eftir-
breytnj og ábendingar um að á
göngunni með Guði er engin stöðn-
un, heldur verður dýrðarljóminn æ
meiri þeim mun nær sem dregur
endalokunum.
Á þessari stundu er þakklæti
efst í huga mínum fyrir konu sem
var góð amma konunnar minnar,
góð langamma barnanna minna,
trúarhetja og stólpi í söfnuði Guðs.
Megi minning Ingibjargar Sum-
arliðadóttur lengi lýsa.
Gunnar Þorsteinsson
Ingibjörg Sumarliðadóttir fædd-
ist að Bakka í Geiradal. Foreldrar
hennar voru Jóhanna Friðrikka
Loftsdóttir og Sumarliði Guð-
mundsson, póstur frá Krossfjarðar-
nesi, austur á Bíldudal. Fyrstu hjú-
skaparárin bjuggu foreldrar Ingi-
bjargar í Geiradal en fluttu svo á
Borg í Reykhólasveit og þar ólst
Ingibjörg upp. Tæplega tvítug að
aldri hélt hún til Reykjavíkur þar
sem hún stundaði nám við Kvenna-
skólann í tvo vetur og reyndist af-
burða góður nemandi. Að námi
loknu starfaði hún við kennslu í
nokkur ár. Veturinn 1947—48
stundaði hún nám við handavinnu-
deild Kennaraskólans og fékk J)ar
réttindi til handavinnukennslu. Árið
1925 giftist Ingibjörg Guðmundi
Karli Guðmundssyni frá Arnkötlu-
dal í Strandasýslu en hann lést árið
1982. Þau bjuggu fyrstu 2 árin á
Patreksfirði og þar eignuðust þau
tvíburana Guðmund og Loft, en
Loftur lést aðeins 2ja sólarhringa
gamall. 1928 fluttust þau að Borg
og þar fæddist Jóhanna 1928, Guð-
björg fæddist að Valshamri 1929
og Sigríður að Borg 1934 en þar
bjuggu Ingibjörg og Guðmundur
Karl á meðan þau unnu að upp-
byggingu á Valshamri, en þar
bjuggu þau síðan allan sinn bú-
skap, liðlega 40 ár.
Það var gestkvæmt að Valsham
ri og oft þröngt setið. Foreldrar
Ingibjargar og 2 önnur gamalmenni
bjuggu hjá þeim í mörg ár og nutu
þau hjónin þá hjálpar Þóreyjar,
systur Ingibjargar, við umönnun
þeirra. 1969 brugðu þau hjónin búi
og fluttu til Jóhönnu dóttur sinnar
í Hafnarfírði, þar sem þau bjuggu
í 1 ár en þá keyptu þau hús á
Strandgötu 35b í Hafnarfirði. Þau
bjuggu þar til ársins 1978, en þá
fluttu þau til Sigríðar, dóttur sinnar,
og Rúts þar sem þau voru sín
síðustu æviár.
Yngri kynslóðir ræða gjarnan um
eldra fólkið sem svo gott og elsku-
. ríkt. Oft heyrast setningar sem
þessar: „Hún amma, hún er svo
góð“ — „afi var alveg yndislegur
maður“ — „þau voru svo trúuð.“
Staðreyndin er sú að í flestum til-
fellum má greina einhveija snert-
ingu þessa aldraða fólks við kristna
trú og verðmætamat. Án kristninn-
ar dvínar fegurð mannlífsins og
verðmætamatið breytist til hins
verra. — Ingibjörg hafði ekki aðeins
einhverja snertingu við kristna trú,
hún helgaði líf sitt allt Kristi og
ríki hans. Hvar sem hennar naut
við geislaði hún anda Krists, kær-
leika hans, hlýju og þjónustulund.
Hún var ekki fjarlægur vitnisburður
um Jesú Krist, heldur var líf henn-
ar þannig að það smitaði allt og
alla í kring. Það sést best á hennar
nánustu, sem flestir hafa einnig
fetað veg trúarinnar og líf allrar
fjölskyldunnar ríkti af því sem ein-
kenndi hana sjálfa. Þetta sáum við
vel og sjáum, þó svo við hefðum
ekki þekkt Ingibjörgu í mjöglangan
tíma. Við minnumst og geymum
með okkur þau ljóð sem hún orti
og blessaði fólk með. Við minnumst
þeirra stunda sem við áttum með
henni á heimili þeirra Rúts og Siggu
þar sem Ingibjörg bjó til síðasta
dags hér á jörðu. Við lásum og
ræddum orð Drottins, áttum bæna-
stundir saman og það fór ekki fram-
hjá okkur að við vorum í návist
guðskonu. Þér finnst kannski, les-
andi góður, að nú sé nóg komið af
lofræðunni og að svona fólk finnist
nú varla. Jesús sagði „Af ávöxtun-
um skuluð þið þeklq'a þá“ og Ingi-
björg bar þennan ávöxt trúarinnar
þannig að allir sáu sem til þekktu.
Við biðjum Föðurinn að blessa ykk-
ur sem misst hafið og heilagan
anda að hugga þá sem söknuðinn
finna. Ingibjörg er ekki dáin, hún
er horfin úr húsi þvi sem hún lifði
í hér á jörð, en hún lifir, því Drott-
inn Kristur lifir.
Halldór og Arný
Þegar ég sest niður og festi á
blað nokkur minningabrot við æfi-
lok Ingibjargar Sumarliðadóttur,
verða fyrst fyrir orð manns sem
ferðast hafði mikið um landið og
veitt athygli náttúrufegurð ein-
stakra staða og byggðarlaga, en
hann sagði að innsveit Reykhóla-
hreppsins væri fallegasta sveit á
íslandi. Þar er ég honum fyllilega
sammála að öðru leyti en þvi, að
ég vil láta þessi fallegu ummæli ná
yfir Reykhólasveit alla, að Geiradal
meðtöldum. Á þessu svæði sem
löngum var skipt í tvo hreppa er
náttúrufegurð slík að nánast hvert
einasta bæjarstæði er stórkostlegt.
Ingibjörg var dóttir þeirra gagn-
merku hjóna Jóhönnu Loftsdóttur
og Sumarliða Guðmundssonar pósts
en þau bjuggu lengst á Borg í Reyk-
hólasveit. Ekki ætla -ég mér þá dul
að geta sagt um hver áhrif það
hefur á lífsstíl fólks, sem elst upp
í slíku umhverfi sem áður getur.
Ingibjörg átti góða foreldra og eitt
er víst að nefnd byggðarlög vestra
áttu í henni mikil ítök.
Ingibjörg Sumarliðadóttir giftist
athafnarmanninum Karli Guð-
mundssyni og fluttu þau að Vals-
hamri í Geiradal á fyrstu hjúskap-
arárum sínum. Karl er látinn fyrir
nokkrum árum síðan. Þau eignuð-
ust fimm börn og lifa fjögur þeirra
foreldra sína, einn drengur dó í
frumbernsku.
Á Valshamri var starfsvettvang-
ur
Ingibjargar um áratuga skeið. Þar
var hún hin sanna húsmóðir. Öll
umsvif heimilisins virtust húsfreyj-
unni á Valshamri leikur einn, þar
með talið uppeldi barnanna.
Ég kom að Valshamri Ijórtán ára
gamall og var þar mikinn partinn
úr þremur árum hjá þeim Ingi-
björgu og Karli. Taldi mig þá þegar
vera þar á góðu heimili enda heimil-
isbragur allur til fyrirmyndar. í tíð
Ingibjargar var ætíð margt manna
á Valshamri. Á dvalarárum mínum
þar vorum við sex óviðkomandi
manneskjur til heimilis þar, sem
sagt tólf manns í heimili. Ékki ætla
ég að hallmæla þessu vandalausa
fólki sem ég var samtíða á Vals-
hamri svo andstætt sem það væri
minningu Ingibjargar. Ég minnist
þess alls með góðum hug, en það
gefur að skilja að mikið álag hefur
það verið húsmóðurinni að sjá svo
um að öllu þessu fólki liði vel og
væri jafn ánægt og raun bar vitni.
Vetrarkvöldin á Valshamri voru
löng, svo sem annarsstaðar inn til
dala á íslandi, en húsmóðirin réði
yfir hæfileikum til að koma af stað
sameiginlegri glaðværð sem bægði
myrkri og hríðarbyljum frá hugum
manna.
Meðal þess vandalausa fólks sem
áður er nefnt voru tvær konur á
áttræðis og níræðis aldri. Til dæm-
is um það hve tillitssöm og góð
Ingibjörg var þessum konum þá
hjálpaði hún þeim hvorri fyrir sig
til að halda heimilisfólkinu veislu
oftar en einu sinni á vetri. Þá var
á borðum súkkulaði og kaffi ásamt
alls kyns meðlæti en sú sem fyrir
taldist hveiju sinni lagði til veislu-
föngin eftir efnum og ástæðum og
réð um alla tilhögun.
Þriðja konan, þó hún væri mun
yngri, hafði einnig sama sið. Hús-
móðirin sem venjulega stjórnaði af
mikilli röggsemi, þó alla tíð án há-
vaða, var á þessum veislukvöldum
aðeins lipur aðstoðarmanneskja og
ég þori að fullyrða að þessi tilbreyt-
ing var Ingibjörgu ekki minni gleði
en gömlu konunum og öðru heimil-
isfólki.
Þess ber að geta að á þessum
árum sem ég var á Valshamri er
Ingibjörg aðeins á fertugs aldri og
átti eftir að vinna mikið að líknar-
störfum á heimilinu.
Ingibjörg Sumarliðadóttir var
sannkölluð fyrirmyndar manneskja
sem grundvallaðist á stórum, áber-
andi einkennum. Engri manneskju
sem ég hefi þekkt hafa þessi ein-
kenni farið jafn vel og henni. Hún
var skapstór en kunni svo vel með
að fara að það voru henni hreinustu
töfrar.
Ingibjargar frá Valshamri er
gott að minnast og kemur þá aftur
upp í huga minn náttúrufegurð
byggðarlaganna hennar fyrir vest-
an.
Blessuð sé minning hennar.
Júlíus Þórðarson
Hún lést að morgni 3. júní á St.
Jósefsspítala í Hafnarfirði eftir
stutta legu þar. Við höfum öll misst
mikið og hennar nánustu þó mest.
Hún var svo heil og trúföst í öllu
sínu lífi og starfi í gegnum árin.
Hún var fjölhæf til munns og handa.
Ljóðagerð hennar, og þá sérstak-
lega er hún minntist látinna vina,
á sér engan samjöfnuð. Þannig
mætti margt upp telja en ég læt
öðrum það eftir. Margs er að minn-
ast og margt að þakka þegar ég
lít til baka og hlugleiði hálfrar ald-
ar kynni mín af Ingibjörgu Sumar-
liðadóttur. Það er mikið happ að
fá að kynnast slíkri manneskju og
að eiga hana að vini. Þegar Jesús
Kristur kallaði hana til fylgis við
sig var það hennar gæfa að taka
því boði af þakklátum og einlægum
huga og þar var enginn nafnkristni
á ferð, hún fann og skildi að með
því að játa Jesúm Krist sem frels-
ara sinn hlaut það að kosta daglegt
líf í anda hans, sem henni var svo
ljúft að uppfylla. Og eins og fleir-
um, sem hafa þegið þessa stórkost-
legu gjöf — frelsið í Jesú Kristi —
nægði henni ekki að sitja þar ein
að. Hún þráði að sem flestir nytu
þeirra náðar sem hún. Hún var
mikil bænarkona og hennar bænir
voru heyrðar og nutu þar margir
góðs af. Hún vissi að sá sem biður
og vill auðmýkja sig frammi fyrir
Guði fær svar, hún vissi líka að
Guð er hinn trúfasti Guð, sem held-
ur sáttmálann og miskunnsemina í
þúsund ættliði við þá, sem elska
hann og varðveita boðorð hans. Við
sem þekktum Ingibjörgu Sumar-
liðadóttur, Jóhönnu móður hennar
og annað skyldfólk, og svo börn
hennar og alla þeirra afkomendur,
sem feta í fótspor móður og ömmu,
höfum séð að Biblían hefur svör
við öllum þörfum mannsins. Hún las
mikið í bók bókanna og sótti þang-
að styrk og fróðleik, sem ekki sveik.
Ég á Ingibjörgu heitinni mikið að
þakka, mitt líf hefði orðið snauðara
hefði ég ekki kynnst henni, Karli,
eiginmanni hennar, og þeirra börn-
um. Ég gat sótt til hennar ráðlegg-
ingar við ýmsum vanda, sem oft
vill steðja að, og alltaf var hún hinn
trausti og sanni ráðgjafi. Ég þakka
allar samverustundirnar á heimili
hennar, bama hennar og þeirra
maka þær stundir gleymast ekki.
Og nú síðustu árin er hún var aldur
hnigin og sjúk á heimili dóttur
sinnar og tengdasonar, Sigríðar og
Rúts, það var stórkostlegt að sjá
hversu þau önnuðust hana af kær-
leika og hlýju, og eins var samband-
ið við hin bömin, tengdabörnin og
bamabörnin, maður bókstaflega
fann fyrir nærvem Guðs. Ingibjörgu
tók það sárt er hún varð þess vör
að samferðamennirnir færa villir
vegar. Hún gróf ekki sitt pund, hún
var á verði að áminna og leiðbeina
og benda á hið eina sanna ljós, sem
lýsir jafn vel þótt farið sé um dimma
dalinn.
Hún var svo heil og sönn í trú
sinni og þjónustu, óþreytandi að
benda á hinn stærsta sannleik. Nú
er hún horfin okkur en minningin
um góða og göfuga konu lifir.
Innilegar samúðarkveðjur og
blessunaróskir til barna hennar
tengdabarna og bamabamanna.
Að lokum þetta, eins og segir í II
Timóteusarbr. 4.k.: Þú hefur barist
góðu baráttunni, hefir fullnað skeið-
ið, hefir varðveitt trúna. Og nú er
þér geymdur sveigur réttlætisins,
sem Drottinn mun gefa þér á þeim
degi. Hann, hinn réttláti dómari.
En ekki einungis þér heldur og öll-
um, sem elskað hafa opinberun
hans.
Blessuð sé minning hennar.
Unnur Guðmundsdóttir
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för föður okkar, tengdaföður og afa,
KRISTJÁNS LUNDBERGS,
Neskaupstað.
Þorsteinn Kristjánsson, Björk Aðalsteinsdóttir,
Sigurbergur Kristjánsson, Hafrún Kristjónsdóttir,
Jóhann Kristjánsson, Ólöf Sigurðardóttir,
Kristján Örn Kristjánsson, Aðalbjörg Einarsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför móður
okkar, ömmu og langömmu,
GUÐNÝAR ÓLAFSDÓTTUR,
frá Sellátrarnesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahúss Patreksfjarðar fyrir
góða hjúkrun og hlýhug í hennar garð.
Una Sveinsdóttir,
Ólafur Sveinsson,
börn og barnabörn.
Lokað
Lokað í dag, miðvikudaginn 14. júní, frá kl. 13.00
vegna útfarar VALDIMARS JÓNSSONAR.
Erlendur Blandon & Co.,
Skútuvogi 10F.
Lokað
Lokað í dag, miðvikudaginn 14. júní, vegna út-
farar VALDIMARS JÓNSSONAR.
K. Þorsteinsson hf.,
Skútuvogi 10E.