Morgunblaðið - 14.06.1989, Side 43
MORGUNBLAÐE)
ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1989
KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN
Skynsemin ræður
Ásgeir Sigurvinsson segir íslenska liðið verða að spila út
frá öruggri vörn og hafa hugann við að fá ekki á sig mark
„STEMMNINGIN íhópnumer
mjög gott og hugarfarið í
mannskapnum rétt. Ég held að
menn geri sér grein fyrir því
með hvernig hugarfari verður
að fara í leikinn. Sú hlið verður
ekkert vandamál," sagði Ás-
geir Sigurvinsson í samtali við
Morgunblaðið um HM-leikinn
gegn Austurríkismönnum á
Laugardaisvelli í kvöfd.
Asgeir segir leikmenii vera jarð-
bundna — minnuga þess að
bjartsýni getur verið hættuleg.
„Það yrði auðvitað æðislega gaman
að leggja Austurríkismenn en við
höfum allan vara á því að vera að
tala of mikið um það. Ég held að
það sé skynsamlegast."
Hvað með leikaðferð íslenska
liðsins. Er ekki skynsamlegast
Frá Önnu
Bjamadóttur
ÍSviss
■ BLÖÐ í Austurríki sögðu frá
því í gær að íslendingar væru
mjög baráttuglaðir og líkamlega
sterkir og spili svipaða knattspyrnu
og gerist í Eng-
landi. Ekkert lið
geti lengur bókað
sigur gegn litla Is-
landi lengur, hvað
þá á heimavelli.
■ HERBERT Prohaska, leik-
stjómandi Austurríkismanna, á
við smávægileg meiðsli að stríða,
en gert er ráð fyrir að hann leiki
með í dag.
■ SIEGFRIED Held, landsliðs-
þjálfari íslands og Josef Hickers-
berger, þjálfari Austurríkis, eru
gamlir félagar og léku á sínum tíma
með Kickers Offenbach eins og
kom fram í Morgunblaðinu í gær.
Þeir eru mjög varkárir í tilsvörum
við austurrísku blöðin um leikinn
og segja báðir að liðin geti bæði
unnið og dagsformið komi til með
að ráða úrslituim
■ A USTURRÍSKU blaðamenn-
irnir segja að klukktíma seinkun
hafi orðið á flugvélinni sem flutti
liðið til íslands. Þeir minna á að
þriggja tíma seinkun hafi verið á
flugi þeirra til Oslóar á dögunum
er þeir töpuðu fyrir Norðmönnum,
4:1. Hvort samhengi er þarna á
milli skal ósagt látið en blaðamenn-
imir voru greinilega að gefa það í
skyn.
HM 3. RIÐILL
Fj. leikja U J T Mörk Stig
SOVÉTRÍKIN 5 3 2 0 8: 2 8
TYRKLAND 5 2 1 2 8: 6 5
AUSTURRÍKI 3 1 1 1 4: 5 3
fSLAND 4 0 3 1 3: 5 3
A-ÞÝSKALAND 5 1 1 3 4: 9 3
að hún verði sú sama eg venju-
lega? Að liðið bakki og sæti lagi
á að ná skyndisóknum?
„Jú, ég hugsa að hún verði mjög
svipuð og áður hjá okkur. Við þurf-
um ekki að bakka mjög mikið, en
verðum að spila út frá öruggri vörn
og hafa hugann við það að fá ekki
á okkur mark því okkar tækifæri
koma. Við fáum í minnsta lagi þijú
til fjögur tækifæri til að skora.“
Urslitin í Moskvu hafa væntan-
lega komið þér þægilega á óvart?
„Já, ég bjóst alls ekki við að lið-
ið næði stigi í Moskvu. En liðið lék
mjög skynsamlega, og eftir að hafa
náð að jafna alveg í lokin megum
við vera mjög ánægðir með árang-
urinn. Það var töluvert um þetta
talað í Þýskalandi, og víðar reyndar
veit ég, og fannst mönnum þetta
auðvitað mjög góður árangur."
Hefurðu séð þetta austurriska
lið spila?
„Nei, ég hef ekki séð mikið til
Austurríkismanna. Ég sá til dæmis
ekki leikinn í Austur-Þýskalandi,
en frétti af því að þeir hefðu spilað
mjög vel — verið betri aðilinn í
þeim leik. Ég hugsa því að þeir
verði mjög erfiðir hér; þetta er gott
lið.“
Hvernig lýst þér á þær vonir
sem fólk hér á landi virðist vera
farið að gera sér um aðjþið kom-
ist í úrslitakeppnina á Italíu?
„Ég held að enginn í hópnum sé
farinn að hugsa svo langt. Það er
heldur ekki skynsamlegt að menn
fari að leika sér með tölur og tala
um annað sætið í riðlinum. Það er
eitthvað sem við eigum ekki að
velta fyrir okkur í augnablikinu.
Það er ekkert nýtt að fólk sé að
leika sér með tölur, en það hefur
alltaf farið á verri veginn þegar
eitthvap svoleiðis hefur verið gert,“
sagði Asgeir.
Asgeir Sigurvinsson.
Verðum að halda
okkur á jörðinni
- segir GuðmundurTorfason sem verður í fremstu víglínu
„LEIKURINN leggst vel í mig,
en við gerum okkur grein fyrir
því að Austurríkismenn hafa á
að skipa mjög góðum leik-
mönnum sem allir eru atvinnu-
menn," sagði Guðmundur
Torfason, sem leikur með
Rapid Vín í Austurríki og þekk-
ir því vel til austurrfska liðsins.
jr
Eg tel að það séu tímamót í
íslenskum fótbolta. Við eygjum
nú möguleika á að komast í úrslit
heimsmeistarakeppninnar í fyrsta
sinn. Þess vegna verða leikmenn
að koma sér niður á jörðina og
gefa sig meira en hundrað prósent
í leikinn eigi góður árangur að
nást,“ sagði Guðmundur.
„Austurríska liðið hefur á að
skipa mjög góðum einstaklingum,
en hefur fengið ákúrur fyrir að leika
ekki sem liðsheild. Liðið lék vel
gegn Austur-Þýskalandi fyrir
skömmu og var óheppið að vinna
ekki. Þjálfarinn gerði þá skyssu að
láta liðið bakka eftir að hafa kom-
ist yfir í stað þess að halda áfram
með sama leikstíl. Ég tel að úrslitin
í Noregi [1:4 tap] hafi verið slys
og því ekki marktæk. Austurríska
liðið hefur verið gagnrýnt mikið
eftir tapið og leikur því undir mik-
illi pressu á Laugardalsvelli.
Hættulegasti leikmaður þeirra er
Anton Polster, sem leikur með Sev-
illa á Spáni. Hann er mikill marka-
hrókur og það má ekki líta af hon-
um eitt augnablik. Með honum í
framlínunni verður líklega Andreas
Ogris, Austría Vín, sem er mjög
snöggur. Herbert Prohaska er
frægasti og leikreyndasti leikmaður
austurríska liðsins og er mjög góður
leikstjórnandi. Hann hefur sagt að
leikurinn hér verði sinn síðasti og
Byrjunarliðið
Tvær breytingar verða á byij-
unarliði íslands í kvöld frá
því í viðureigninni gegn Sovét-
mönnum í Moskvu. Asgeir Sigur-
vinsson kemur inn fyrir Ómar
Torfason og Sævar Jónsson tekur
stöðu Ágústs Más Jónssonar.
Siegfried Held, landsliðsþjálf-
ari, sagði i samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi að Ásgeir Sig-
urvinsson væri mun betri af bak-
meiðslunum en daginn áður og
nær öruggt væri að hann léki.
Byijunarliðið verður því þann-
ig, að sögn Helds, að Bjarni Sig-
urðsson stendur í markinu, Guðni
Bergsson, Atli Eðvaldsson og
Sævar Jónsson verða í vöminni,
tengiliðir verða Gunnar Gíslason
og Ólafur Þórðarson, sem leika á
vængjunum, Ásgeir Sigurvinsson,
Sigurður Jónsson og Pétur Am-
þórsson, og í fremstu víglínu
verða Sigurður Grétarsson og
Guðmundur Torfason.
Varamenn verða Guðmundur
Hreiðarsson, markvörður, Halldór
Áskelsson, Rúnar Kristinsson,
Þorvaldur Örlygsson og Viðar
Þorkelsson.
því mikið í húfi fyrir hann að ná
hagstæðum úrslitum.“
Guðmundur sagði að Austurríkis-
menn hafi talið það nánast forms-
atriði að vinna Islendinga áður en
Island náði öðm stiginu í Moskvu.
„Nú er breytt hljóð úr horni og
þeir gera sig ánægða með jafntefli
í Reykjavík. Ég hef trú á því að
Austurríkismenn byiji ekki með
heinum látum heldur fari rólega af
stað og sjái hvernig leikurinn þró-
ast. Annars held ég að það verði
dagsformið sem komi til með að
ráða úrslitum.“
Guðmundur meiddist í leik með
Rapid Vín á þriðjudaginn í síðustu
viku, en hefur verið hjá sjúkraþjálf-
ara síðan og sagðist vera búinn að
ná sér. „Ég spilaði ekki síðasta leik
Rapid Vín í deildinni á föstudaginn
vegna meiðsla, en hef verið með á
fullu á æfingunum með landsliðinu
og ekki fundið til. Svo ég er bjart-
sýnn fýrir leikinn," sagði hann.
■ GUÐNI Bergsson ætti að vita
hvað tímanum líður héðan í frá —
við hádegisverðarborðið í gær fékk
hann afhent úr að gjöf frá KSÍ, í
tilefni þess að hann lék 25. lands-
leik sinn á dögunum. Þeim áfanga
náði hann gegn Englendingum.
■ PÉTUR Amþórsson hlaut
svöðusár á annan fótinn á síðari
æfingunni í gær. Þorsteinn nudd-
ari Geirharðsson batt um sárið,
og síðan hélt Pétur áfram og verð-
ur með í kvöld. Hann kallar greini-
lega ekki allt ömmu sína.
■ HÉR á árum áður tíðkaðist
það fyrir landsleiki að leikmenn
færu til rakarans rétt fyrir leik og
mættu með herraklippingu í barátt-
una. Þrír landsliðsmannanna fóru í
gær að dæmi forvera sinna í liðinu.
Guðni Bergsson, Pétur Arnþórs-
son og Gunnar Gíslason fóru allir
á hársnyrtistofuna í kjallara
Holiday Inn hótelsins, þar sem liðið.
hefur dvalist undanfarna daga, í
gær, og létu skerða hár sitt. þeir
mæta með stuttklippta drengjakolla
til leiks í kvöld.
Guðni
Pétur
■ GUÐMUNDUR Torfason,
sem líklega ber titilinn síðhærðasti
landsliðsmaðurinn, sagðist í gær
ekki þurfa að fara að dæmi félag-
anna þriggja. „Ég hef engin grá
hár sem ég þarf að losna við!“ sagði
hann.
■ FORSALA miða á landsleik=—
inn í gær gekk mjög vel. Rúmlega
sex hundruð miðar voru eftir í stúku
þegar sala hófst, og seldur þeir
miðar á svipstundu. Mikið hefur
einnig verið selt í stæði og er ljóst
að fjölmenni verður í Laugardalnum
í kvöld.
GETRAUNIR
Svíar reikna með íslenskum sigri
LEIKUR íslands og Austurríkis
í kvöld er á sænska getrauna-
seðlinum. Svíar búast við
íslenskum sigri þvílægsta upp-
hæðin er borguð fyrir sigur Is-
lands (1,9). Hæsta upphæðin
fæst fyrir jafntefli (2,95), en
svipað fyrir sigur Austurríkis-
manna (2,6).
Ef menn vilja t.d. leggja tíu krón-
ur á íslenska sigur frá þeir 19
til baka. Veðji þeir á jafntefli fá
þeir 20 en 26 krónur veðji þeir á
útisigur og hafi rétt fyrir sér.
Sænska getraunakerfið (Odd-
sett) er töluvert frábrugðið því
íslenska. Þar velja menn þijá leiki
af seðli og ef þeir eru með þá alla
rétta fá þeir greiddan vinning í hlut-
falli við líkurnar. Þess má geta að
hugbúnaðurinn við þetta kerfi er
framleiddur af sömu aðilum og
framleiddu íslenska kerfið og hjá
íslenskum getraunum er mikill
áhugi á að taka þetta kerfi upp,
enda gengur það í lottó-kassana.
-ekk'
Lauqardaqur kl. 13:25 --
24. LEIKVIKA- 17.júní1989 m X m
Leikur 1 Fram * Valur
Leikur 2 B. Miinchen - Bochum
Leikur 3 W. Bremen - Stuttgart
Leikur 4 M. Gladbach - H.S.V.
Leikur 5 Mannheim - Kðln
Leikur 6 B. Dortmund - Karlsruhe
Leikur 7 Hannover - E. Frankfurt
Leikur 8 St. Kickers - Núrnberg
Leikur 9 St. Pauli - B. Uerdingen
Leikur 10 B.Leverkusen - Kaisersl.
Leikurn Kongsvinger - Brann
Leikur 12 Rosenborg - Vikinq
Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN S. 991002
Ath. breyttan lokunartíma! Z