Morgunblaðið - 14.06.1989, Page 44

Morgunblaðið - 14.06.1989, Page 44
vZterkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! MIÐVIKUDAGUR 14. JUNI 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Allt að 700 manns voru á fundinum á Hótel Borg í gærkvöldi. Morgunblaðið/Þorkell Hækkun eignaskatts harðlega gagnrýnd á um 700 manna ftindi FUNDUR um ekknaskatt, eins og sagði í fundarboði, var haldinn á Hótel Borg í gSerkvöldi og gagnrýndu fundarmenn harðlega eignaskattshækkun þá sem ákveðin var síðasta vetur. Húsfyllir var og starfsmenn hússins gátu sér þess til að allt að 700 manns hefðu verið á fundinum. Frummælendur voru Þuríður Pálsdóttir óperusöngkona, Sigurður Líndal lagaprófessor, Sigurður Tómas- son endurskoðandi og Kristjana Milla Thorsteinsson viðskipta- íræðingur. Fundarstjóri var Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi. Þuríður Pálsdóttir sagði á fund- inum að með álagningu ekkna- skattsins væri bæði um eignaupp- töku og margsköttun að ræða. Greiðendur þessa skatts hefðu áður greitt skatt af tekjum sem þeir hefðu notað til að koma sér upp húsnæði, svo og byggingar- efni sem þeir hefðu notað í það. Sigurður Líndal lagaprófessor fjallaði um lagalega hlið þessarar skattlagningar og velti fyrir sér hvort hún stangast á við þau ákvæði stjórnarskrárinnar sem vemda eignarrétt manna en sagð- ist ekki geta svarað spurning- unni. „Hins vegar hefur oft verið stofnað til málaferla af minna til- efni en þessu,“ sagði Sigurður. Sigurður Tómasson endurskoð- andi sagði að fasteignamat, sem lægi til grundvallar álagningu eignaskatta, hefði hækkað meira en skattleysismörk og því hækk- uðu skattamir meira en ella. Kristjana Milla Thorsteinsson sagði að með sköttum af þessu tagi væri verið að refsa fólki fyr- ir að standa skil- á skuldum sínum og þeir væru ekki til þess fallnir að stuðla að sparnaði. í máli annarra ræðumanna á fundinum kom einnig fram hörð andstaða við eignaskattshækkun- ina, svo og gagnrýni á sérstakan eignaskattsauka vegna byggingar Þjóðarbókhlöðunnar. Á blaðsíðu 18 er sagt frá blaðamannafundi Qármála- ráðherra um eignaskattinn. Flugmálasljórn kyrrsetur Boeing 737-400 þotur Flugleiða Krafist verður breytinga á hreyflum Flugleiðaþotnanna Morgunblaðið/Bjami CFM56-3C hreyfíll á Boeing 737-400 þotunni Aldísi. Guðmundur Salbergsson flugvirki sýnir hvar hverfilblöðin eru fest í hreyfildisk. Jarðhiti hitaveitna þverrandi Egilsstöðum. TALIÐ er að úr flestum jarðhita- svæðum landsins sé unnið meira vatn en svarar til náttúrulegs afls þeirra. Líklegt er því talið að kalt vatn streymi inn í jarðhitakerfin eftir að nýting þeirra er hafin. Þetta leiðir til þess að nýtt jarð- hitasvæði í landinu muni fara kóln- andi í framtíðinni og orka hita- veitnanna þverrandi. Þetta kom fram í erindi Guðna Axelssonar sérfræðings hjá Orku- stofnun um forðafræði jarðhitans á aðalfundi Sambands íslenskra hita- _ jæitna á Egilsstöðum. Margar hitaveitur í landinu hafa þegar brugðist við þessum kólnunar- vandamálum með markvissum að- gerðum. Hefur það verið gert með því að setja upp rafkynnt grunnafl og nota heitavatnsforðann sem vibót- arafl á álagstímum. Einnig hafa hita- veitur breytt um sölufyrirkomulag, hætt að selja vatn eftir magnhemlum og farið að selja eftir rennslismælum. Hjá mörgum veitum hafa slíkar breytingar dregið úr vatnsnotkun um 20-30%. - Björn Svíar kanna kostnað við stækkun Isals Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins. STARFSMENN sænska fyrirtæk- isins SIAB, sem sá um byggingu 'álversins í Straumsvík á sínum tíma, munu gera könnun á kostn- aði í sambandi við stækkun versins í næstu viku. Alusuisse hefur þeg- - —nr gert athugun á því en Svíarnir munu nú endurskoða hana og leggja fram lokaniðurstöðu svo að aðilarnir í Atlantal-hópnum geti borið hana saman við kostnaðinn við byggingu nýrrar álverksmiðju við hlið ísals. Líklegt þykir að stækkun álvers Alusuisse, með aðild fleiri fyrirtækja, verði ofan á. Austurríska fyrirtækið Austria Metal mun láta vita á næstu dögum hvort það hyggst fjárfesta í álframleiðslu á íslandi. Sænska fyrirtækið Grangers og hollenska Alumined Beheer hafa ver- ið áhugasamari um áætlunargerðina þar en hið austurríska. FLUGMÁLASTJÓRN kyrrsetti í gær Boeing 737-400 þotur Flug- leiða, Aldísi og Eydísi, eftir að sprunga fannst í hreyfildiski í breskri systurvél þeirra. Ákveðið var að beðið skyldi nánari upplýs- inga úr rannsókn breskra flug- málayfirvalda á orsökum bilunar í tveimur 737-400 þotum þar í landi uns Flugleiðavélarnar fengju að fljúga á ný. Fulltrúi bandarísku flugmálastjórnarinnar (FAA) sagði i samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að stofnunin myndi í dag senda flugmálayfir- völdum og flugfélögum fyrirmæli, þar sem m.a. yrði krafist breyt- inga á hreyflunum, sem knýja þotur Flugleiða. Fyrirmæli stofn- unarinnar varðandi flugvélar, sem smíðaðar eru I Bandaríkjunum, eru látin gilda hvarvetna í heimin- um. Samkvæmt fréttatilkynningum, sem Flugmálastjórn og Flugleiðir sendu frá sér í gær, kom ekkert at- hugavert í ljós við skoðun á hreyflum Aldísar og Eydísar. Síðdegis í gær hafði hins vegar við skoðun hjá Brit- ish Midland-flugfélaginu í Bretlandi komið í ljós sprunga í hreyfildiski. Með hliðsjón af því að gæta fyllsta öryggis hefði verið ákveðið að 737-400 þotur Flugleiða skyldu ekki vera í notkun fyrr en nánari upplýs- ingar úr rannsókn á bresku vélunum lægju fyrir. John Freeman, talsmaður bresku fiugmálastjórnarinpar, sí^gty í sam- tali við Morgunblaðið í gær að flug- bann, sem Boeing 737-400 þotur í eigu breskra flugfélaga hefðu verið settar í, gæti allt eins staðið í marga daga. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði að verið væri að kanna það af hálfu fyrirtækisins hver ætti að bera tjón, sem af kyrr- setningu Aldisar pg Eydísar hjytist. Ekki lægi fyrir hvert tjónið yrði. Jón R. Steindórsson, yfirflugstjóri, segir að flugmenn Flugleiða, sem flogið hafa Boeing 737-400 vélunum Aldísi og Eydísi, hafi aldrei orðið varir við neinn titring í hreyflunum né annað sem gæti bent til að eitt- hvað væri í ólagi. Sjá fréttir á bls. 22-23. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins: Stjórnin fari frá og kosið verði sem fyrst MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins telur brýnt að ríkisstjórnin fari frá og efiit verði til kosninga svo fljótt sem verða megi til þess að unnt verði að mynda nýja starfhæfa ríkisstjórn áður en þing kemur saman í haust. Þetta kemur fram í ályktun miðstjómarinnar, sem samþykkt var á fiindi hennar í gær. í ályktuninni segir að stefna í ályktuninni er gerð krafa um stjómarinnar hafí beðið skipbrot að eignaskattshækkun, sem stjórn- og hún sé rúin trausti almennings. Ríkisstjómin hafí augljóslega ekki burði til að takast á við mikil verk- efni í efnahags- og atvinnumálum og enn síður hafi hún styrk til að móta stefnu ísler.dinga í samskipt- um og viðskiptum við aðrar þjóðir á tímum mikils umróts og breyt- inga á alþjóðavettvangí. in hafi lagt á síðastliðinn vetur, verði afnumin. Hún sé óréttlát og leggist þyngst á einstaklinga, eink- um ekkjur og ekkla. Þá segir í ályktun miðstjómarinnar: „Núver- andi ríkisstjóm hefur tekið hags- muni ríkissjóðs fram yfír hag heim- ila og þarfír atvinnuvega,“ .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.