Morgunblaðið - 27.06.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.06.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ11989 Óskað eftir að vél- ar og tæki Hagvirk- is hf. verði innsigluð BÚIST er við að vélar og tæki Hagvirkis hf. í Reykjavík og við Blönduvirlgun verði innsigluð í dag. Sýslumannsembættið í Rangár- vallasýslu hefiir óskað bréflega eftir þessu við yfirvöld á stöðunum. Kjartan Þorkelsson sýslufulltrúi á Hvolsvelli sagði við Morgunblaðið, að bréf hefðu verið send fyrir helgi til yfirvalda í Hafnarfírði og Húna- vatnssýslu, með ósk um að skrif- stofur og vinnuvélar Hagvirkis verði innsiglaðar. í gær hefði Toll- stjóraembættinu í Reykjavík verið sent bréf með samskonar ósk. Skrif- stofu Hagvirkis í Hafnarfirði var lokað sl. föstudag, og í gær voru fleiri eigur fyrirtækisins í Hafnar- fírði innsiglaðar. Aðgerðir þessar eru til komnar vegna meintrar söluskattskuldar að upphæð 153 milljónir króna. Skatt- stjórinn í Suðurlandsumdæmi hefur gert kröfu um að fyrirtækið greiði söluskatt af vélavinnu við virkjunar- framkvæmdir og vegavinnu árin 1981-1985. Hagvirki heldur því fram að því sé óskylt að greiða þennan söluskatt. Málið bíður nú úrskurðar ríkisskattanefndar. Elkem óskar eftir viðræðum um álver Sex álfyrirtæki sýna áhuga á viðræð- um við ráðamenn um byggingu álvers NORSKA stóriðjufyrirtækið Elkem hefur sent Jóni Sigurðssyni iðnað- arráðherra bréf þar sem óskað er eftir viðræðum um byggingu ál- vers hér á landi. Elkem á hlut í Járnblendifélaginu á Grundartanga og það rekur nú eitt álver í samvinnu við bandaríska stórfyrirtækið Alcoa. Jón Sigurðsson staðfesti í samtali við Morgunblaðið að um- rætt bréf hefði borist honum en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið þar sem það væri á frumstigi. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Unnur Steinsson með veiðina, sinn fyrsta lax í vinstri hendi og hinir fylla hjólbörur. Unnur mokar upp hiximim Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins: Vextirnir lækka um 1,5% 1. júlí STJÓRN Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins hefiir ákveðið að lækka vexti af lánum til sjóðfélaga úr 7% í 5,5% frá og með næstu mánaðamótum. Vextimir hafa verið 7% frá 1. janúar 1988 eða í 18 mánuði, en voru þar áður 5%. Nú greiða í sjóðinn um 15 þúsund manns og er hann annar tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins. „Þetta er búið að vera lengi áhugamál okkar fulltrúa BSRB í sjöðssijórninni. Þetta er okkar fram- lag til að reyna að ná niður vöxt- um,“ sagði Guðrún Ámadóttir, framkvæmdastjóri Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og núver- andi formaður stjómar lífeyrissjóðs- ins. Sjóðsstjómina skipa þrir fulltrúar ríkisvaldsins, tveir fulltrúar frá BSRB og einn fulltrúi frá Bandalagi háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna. Vaxtalækkunin var sam- þykkt samhljóða. Aðilar gegna for- mennsku til skiptis frá ári til árs. Meðalvextir bankanna em nú um 7,8%, en mjög margir lífeyrissjóðir taka mið af þeim í vaxtatöku sinni. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa sex álfyrirtæki, bæði vestan hafs og austan, sýnt því áhuga að ræða við íslenska ráða- menn um byggingu álvers hér á landi. Þar á meðal er norska fyrir- Jón Signrðsson bankamálaráð- herra: Auðvitað ekki um eignaupp- töku að ræða JÓN Sigurðsson, bankamála- ráðherra, segir að Sveirir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, hljóti að hafa misskilið málið, þegar hann talar um að afnám skiptikj- arareikninga jafiigildi eigna- upptöku rikisins á sparifé landsmanna. „Auðvitað er hér ekki um eignaupptöku ríkisins að ræða,“ sagði Jón i samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að sér virtist sem margt í viðtali Morgunblaðsins við Sverri Hermannsson síðastlið- inn sunnudag benti til þess að Sverrir hefði ekki hugsað sig mikið um áður en hann talaði. „Það er hvergi verið að gera ráð fyrir því að sparifé verði ekki verðtryggt og með já- kvæðum raunvöxtum," sagði bankamálaráðherrann. Aðspurður hveiju hann svaraði fullyrðingu Sverris í áðumefndu viðtali, þess efnis að ráðherra hefði gefið að minnsta kosti 1000 milljónir með í kaupbæti við sölu Út- vegsbankans, svaraði Jón: „Mér sýnist að það hafi nú verið mikil fljótaskrift á þess- um útreikningum Sverris. Ég er þessu ekki sammála og við- skiptaráðuneytið mun á næst- unni gera nánari grein fyrir því hvemig það telur að rétt sé að líta á þessar tölur.“ tækið Hydro Aluminium (Norsk Hydro). Þetta em þó aðeins óform- legar þreifingar enn sem komið er og háðar fyölda af fyrirvörum. Fyr- ir liggur að ef af áformum ATLAN- TAL verður mun ekki vera til orka fyrir þriðja álverið hér á landi fyrr en seint á næsta áratug. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir að það sé ekki nýtt að fleiri álfyrirtæki en ATLANTAL-hópur- inn hafi áhuga á rekstri álvers hér á landi. „Ég tel þetta áhugavert því það sýnir að álfyrirtæki meta það svo að ísland sé vænlegur stað- ur til álframleiðslu og slíkt styrkir stöðu okkar í stóriðjumálum al- mennt,“ segir Jón Sigurðsson. MIKLAR laxagöngur hafa runn- ið upp í Laxá í Kjós síðustu daga og ýmsir þeirra sem þar hafa stundað veiðar hafa heldur bet- ur dottið í lukkupottinn. Meðal þeirra er Unnur Steinsson, fyrr- um fegurðardrottning Islands, sem þreytt hefur frumraun sína við Iaxveiðar síðustu daga. Eins og myndin sýnir hefiir dæmið heldur betur gengið upp. Á hádegi í gær hafði Unnur dregið 13 laxa og saman höfðu hún og eiginmaður hennar, Vil- hjálmur Skúlason, dregið yfir tutt- ugu laxa. Flestir voru laxamir á bilinu 10 til 13 pund, en fáeinir voru smærri. Laxana veiddu þau á maðk. „Þetta hefur verið stórkostlegt,“ sagði Unnur í samtali við Morgun- blaðið, „Maríufískurinn minn var 13 punda nýgenginn lax sem tók í Hökklunum og ég hélt að ég yrði dregin á haf út svo mikill var hamagangurinn. Ég át veiðiugg- ann á laxinum eins og vera ber og þetta er örugglega bara byijun- in hjá mér,“ bætti Unnur við. . Veiðin í Laxá hefur tekið mikinn kipp síðustu dægur og heildarafl- inn í sumar kominn í um 160 laxa. „Þetta er alveg eins og í fyrra, um sama leyti varð áin blá á einni nóttu og eftir það var ein alls heij- ar veiðiveisla fram á haust,“ sagði Ámi Baldursson einn leigutaka árinnar í gærdag, en um morgun- inn höfðu veiðst 26 laxar á svæð- inu frá Laxfossi og niður að sjó. Kirkjugarður í stað kartöflu- garða við Korpu BORGARRAÐ hefur samþykkt að nýr kirkjugarður verði austan Úlfarsár eða Korpu við Korpúlfe- staði, þar sem nú eru kartöflu- garðar Reykvíkinga. í nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík er gert ráð fyrir kirkju- garði við Korpu og jafnframt breyt- ingu á skipulagi kirlq'ugarðsins á Gufunesi. Ástæðan er sú að Gufu- nesgarðurinn hefði legið þvert á byggð í Foldahverfi. Því var ákveðið að skera af landinu sem ætlað var undir garðinn og bæta það upp með því að afmarka land fyrir kirkjugarð við Korpu. Skýrslan um gámaútflutninginn: Afgreiðsla umsókna sögð kák Starfsmenn utanríkisráðuneytis óska eftir að skýrslan verði dregin til baka „VIÐ samanburð á umsóknum, úthlutunum og seldum fiski á mörkuð- um, er algjörlega ómögulegt að sjá að nokkurt samhengi sé þar á milli. Vinnubrögðin eru öll hin undarlegustu og ekki hægt að sjá að umsækjendum sé nokkur alvara, þegar þeir senda inn umsóknir sinar og afgreiðslan er algjört kák, án þess að þar bóli á nokkurri skysam- Iegri, fyrirfram ákveðinni reglu, eða þeir úthlutunarmenn geri sér nokkra grein fyrir á hvaða veiðum bátarnir eru.“ Þetta segir orðrétt í skýrslu veiðaeftirlitsins um skipan á útflutningi isfisks í gámum til Bretlands. Skýrslan fjallar almennt um þessi mál og voru skýrsluhöf- undar, Björn Jónsson og Þórður Árelíusson, ytra í fyrstu viku júní- mánaðar. Stefán Gunnlaugsson, deildar- stjóri viðskiptaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, og Marías Þ. Guð- mundsson, starfsmaður Fiskifélags íslands og ráðunautur utanríkis- ráðuneytisins, hafa óskað eftir því við Halldór Ásgrímsson að skýrslan sé dregin til baka. Að sögn Stefáns sendu þeir sjávarútvegsráðherra bréf fyrir helgina með athugasemd- um við efni skýrslunnar og óskuðu jafnframt eftir fundi með ráðherr- anum, en ekkert svar hefur borist. Máli sínu til sönnunar nefna Bjöm Jónsson og Þórður Árelíusson eftir- farandi dæmi: „Alls var sótt um að senda 2.380 tonn til Englands. Úthlutað var 730 tonnum, en send 630 tonn af þorski og ýsu. Fjöldi þeirra báta, sem sótt er um fyrir, eru bátar sem stunda humarveiðar, einnig langlúrubátar. Þetta eru bátar sem yfirleitt fá ekki þorsk eða ýsu sem neinu nemur. Þama era togarar á grálúðuveiðum, sem ekki áttu von á öðrum fiskteg- undum þegar umsókn var send. Sótt er um heilan gám fyrir trillubát og 12 tonn fyrir bát sem legið hefur bilaður við bryggju síðan 4. aprfl sl. Er því ekki vanþörf að benda á, að á þessum málum þyrfti að gera rækilega bót, því að menn sem stunda þennan útflutning segja, að farið sé að braska með leyfi og sé Ieyfið selt fyrir 2% af brúttósölu gáms. Þetta væri ekki verra þótt dregið væri um leyfí úr hatti.“ Og ennfremur segir í skýrslunni: „En það allra versta sem kom fram í ferðinni og það sem er veiðaeftirlit- inu mestur þymir í augum vora gámar sem í auknum mæli eru flutt- ir beint frá seljanda á íslandi til kaupenda í Englandi. Þar telja út- hlutunarmenn sig vera að vinna þjóðþrifaverk því allir þeir sem sælq'a um leyfi fyrir gámum, sem ekki fara á markað, fá úthlutað. Úthlutunar- menn virðast hafa Iitla þekkingu á þessu, ef þeir telja, að þetta hafi ekki áhrif á markaðinn, því þetta veldur því að þeir kaupendur, sem jafnan era við fiskuppboðin, mæta ekki.“ Skýrsluhöfundar segja ganga illa að fá upplýsingar um innihald gáma, sem seldir séu beint og því geti eftir- lit með því, hvort verið sé að bijóta reglur, ekki gengið nægilega vel. Síðan segir svo: „Talsverð aukning virðist vera í þessum útflutningi og er þetta greinilega leið til að komast framhjá útflutningstakmörkunum með því að bleklq'a úthlutunarmenn. Mikið hefur verið flutt til Dan- merkur eftir þessari leið og gæti sá fiskur allt eins komið .á markaðina í Englandi með feijum. Eins er í Þýzkalandi, þar sem einn stærsti fískkaupandinn er mataður á fiski bak við markað, þannig að togarar hafa lent í „downsölu" fyrir bragð- ið.“ Skrautlegur gestur Eskifírði. EINSTÆÐUR en skrautlegur gestur hefiir glatt augu Esk- firðinga síðustu daga. Það er litfagur fúgl sem heitir bísvelgur. Þetta er í fyrsta skipti sem bisvelgur hefiir sést á Islandi, en heimkynni hans eru í Suður-Evrópu og Norð- ur-Afríku. Skarphéðinn Þórisson, líffræðingur á Egilsstöðum, kom á vettvang og skoðaði fuglinn, og staðfesti að hér væri um bísvelg að ræða. Fuglinn hefur haldið sig í húsagörðum og í skrúðgarði bæjarins, en er styggur og ekk- ert gefinn fyrir að láta mynda sig. - HAJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.