Morgunblaðið - 27.06.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.06.1989, Blaðsíða 12
12 ......................... .......... MORGUNBLAÐIÐ E-KÍÐJubAGUR 27,'JÚNÍ 1989 Ertu ibílahugleiðingum? SAFIR Ódýr, rúmgóður fjölskyldubill á góðu verði. Eins og aðrir Lada bílar hefur Lada Safir reynst afbragðsvel hérá landi, enda kraftmikill og sterkur. Veldu þann kost, sem kostar minna! Opið 9-18, laugard. 10-14 Bifreiðar og landbúnaðarvélar hf. Ármúla 13, Suðurlandsbraut 14. Sími 681200. ELFA Loftviftur - baðherbergisviftur - eldhúsviftur - borðviftur - röraviftur - iðnaðarviftur Hagstættverð^ Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28. Sími 16995. IvorticeI viftur í úrvali VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Með sýn til hafs Bókmenntir Erlendur Jónsson Jóhann Hjálmarsson: GLUGGAR HAFSINS. 54 bls. Örlagið. Reykjavík, 1989. Þrjátíu og þijú ár eru síðan Jó- hann Hjálmarsson sendi frá sér fyrsta ljóðasafnið. Aungull í tímann kom út þegar hann var sautján ára. Strax í fyrsta ljóði þeirrar bók- ar koma fram stemmningar frá hafinu. Og hafið er meira eða minna í bakgrunni í flestum ef ekki öllum bókum hans. Gluggar hafsins er þrettánda ljóðasafn Jóhanns ef þýðingar eru ekki með taldar. Þær hafa verið gefnar út sér — í fjórum bókum. Ljóðlist Jóhanns hefur tekið veru- legum breytingum í áranna rás. Sigurður A. Magnússon sagði í er- indi sem hann flutti fyrir þijátíu árum að Jóhann hefði »hneigzt til æ huglægari og óræðari ljóða«. Ef til vill mátti það til sanns vegar færa. En þá var Jóhann aðeins búinn að senda frá sér tvær bæk- ur. Löngu síðar varð hann einmitt fyrstur til að bijóta upp ljóðformið sem þá var óneitanlega komið í heldur dauflega kyrrstöðu, hleypa birtu inn í Ijóðlistina, opna ljóðið. Nefni ég í því sambandi bækumar Myndin af Iangafa, Dagbók borg- aralegs skálds og Frá Umsvölum. í Gluggum hafsins staldrar HITAMÆLAR SfltoirOsaiuigHuiDr Vesturgötu 16, sími 13280. skáldið við og gerir úttekt á stöð- unni. Hér eru ekki farnar nýjar leið- ir í formi. Um afturhvarf til fyrri stefnu er ekki heldur að ræða. Fremur getum við sagt að skáldið byggi þarna á reynslu sinni allri, bæði fyrr og síðar. Þannig má líta á bókina sem samnefnara þess sem Jóhann hefur ort. Sumt minnir á ljóðin í fyrstu bókum hans. Annað tengist fremur því sem hann hefur ort á seinni ámm. Opin getur bók þessi varla talist. »Oræð« er hún ekki heldur. Skáldið sækir hér í átt til knappara og hnitmiðaðra forms en nokkru sinni fyrr. Orðaval er nákvæmt og agað, undir niðri heit og stundum sár tilfinning sem er á stöku stað sjálfhæðni blandin. Sú stund rennur alltaf upp fyrr eða síðar að skáld taki að velta fyrir sér hver sé tilgangurinn og hvers ljóðið sé megnugt. Þótt ljóðlistin sé í eðli sínu innhverf er skáld jafn- framt að tala til annarra. Því er ekki ófyrirsynju að velt sé fyrir sér hvort og þá hvernig tjáningin kom- ist til skila. í ljóðaflokknum Sonur Alpanna er minnt á að í sérhveiju ljóði megi jafnan leita merkingar, allt eins þótt hún kunni að vera fólgin að baki myrkum orðum: Einföld eru flest ljóð og létt, jafnvel hin þyngstu. Já, einfóld eru flest ljóð og björt, jafnvel hin myrkustu. Samt er merkingin falin. Gluggar hafsins skiptist í sjö kafla. Með augum dýrsins heitir hinn fyrsti, Endurtekningar nefnist hinn síðasti. Endurtekningin hefur jafnan verið Jóhanni hugleikið yrk- isefni. Lífið er endurtekning. Og þá fer varla hjá því að sama máli gegni um ljóðið: »Vindurinn er end- urtekning, ljóðið endurtekning« {Endurtekningirí). Bein skírskotun til náttúmnnar er líka áberandi í ljóðlist Jóhanns og eru Gluggar hafsins engin undantekning frá því, síður en svo. Taka má sem dæmi Boð þar sem líkingin er bæði bein og óbein: Frá fjallinu hvíta hingað inn berst mér þú sem liggur við hlið mína. Við eigum saman þrátt fyrir allt þjáningu á stærð við íjall og hún nægir okkur. í mörgum ljóðanna er andar- tak, svipmynd, stemmning, sem jafnframt er léð nokkurs konar al- gildi og gegnir þá hlutverki sem dæmisaga þótt af annarri rót sé mnnið. Jóhann ólst upp við hafið. Ná- lægð þess hefur því öðm fremur mótað ljóðlist hans. Ungur hélt hann svo utan, dvaldist lengst á Spáni og nam þá margt af spænsk- um, og yfirhöfuð spænskumælandi ljóðskáldum, hefur reyndar dvalist þar endurtekið síðan. Hvor tveggja áhrifin renna saman í þessari bók. Heimahögunum og hinu framandi umhverfi lýstur ekki saman sem andstæðum; verður skáldinu þvert á móti tilefni samanburðar. Hafið ber svipaða ásýnd hvort heldur er undir Jökli eða fyrir ströndum Andalúsíu. Það er alltaf og alls stað- ar eins en þó síbreytilegt hvar sem er. Hafið getur því skoðast sem tákn hvors tveggja: hins einstaka og hins altæka, andartaksins og eilífðarinnar, auk þess sem breyti- leiki þess minnir á svipbrigðin í lífinu. Áhrifunum frá nálægð hafs- ins er óvíða betur lýst en í fyrsta hluta Ijóðaflokksins Strendur. Ein- kunnarorðin »lífið er draumur« segja mikið en þau eru frá Calderón: Að vakna til þessarar þrár: sjá sjóinn og hafið, klettana, þangið, gulan sandinn. Það rifjast upp hér á hvítri strönd við annan sjó og annað haf. Kvöldkyrrðin flæðir yfir borðin, diskana, hendumar, augun. í loftinu er nálægð, Qarlægð, dálítið óþol, en mest eftirvænting hins liðna. Einkar næmlega er túlkuð hér óraunveruleikatilfinning sú sem gjarnan er kennd við nútímann er maður finnur sig í svo annarlegu umhverfi að hann treystir ekki leng- ur eigin upplifun. Náttúran ein verður þá hin bjargfasta viðmiðun. Hún ein er ósvikin, hitt má allt vera tálsýn! Tilfinningin leitar því halds í einhveiju sem er bæði áþreif- anlegt og varanlegt. Og »eftirvænt- ing hins liðna« er engin þversögn! Við getum kallað það söknuð ef við víkkum það hugtak, lögum það að annars konar tímaskyni. Sem annað dæmi þéss hvernig Jóhann bregður upp sterkum mynd- um með náttúruna að baksviði nefni ég Haustrós í garði. Undirtitill: Til Ragnheiðar og fyrstu rósarinnar: Þessi rós er fráhverf sorg. Fullur máni teygir sig eftir henni. En það er bara til þess að við sjáum betur fölan roða hennar. Þessi rós er fráhverf sorg. En vill lifa undir himninum, lýsa í myrkrinu með hjálp mánans eða vera þar ein. Myndmálið í þessu ljóði leynir kannski á sér. Að mínum dómi er þó hér að finna þá margslungnu tilfinning sem mér finnst orka svo sterkt frá ljóðum þessarar bókar: ást, eftirvænting, söknuð, sorg, ein- semd. Þó eru þessi Ijóð aldrei hávær fremur en ljóðlist Jóhanns yfirleitt. Gluggar hafsins er bók sem stendur fyrir sínu ein sér. En hana má einnig lesa með hliðsjón af fyrri Jóhann Hjálmarsson bókum skáldsins. Og þá virðist mér sem þær sýnilegu breytingar sem orðið hafa á ljóðlist Jóhanns á þrjátíu og þriggja ára tímabili — og þær geta fljótt á litið virst nokk- uð róttækar — taki mest til ytra forms. Undirtónninn er alltaf sam- ur. Með þessari bók er meðal ann- ars verið að sætta tvenns konar sjónarmið sem í fyrstu kunna að sýnast ólík. Á það er verið að minna, hygg ég, í fyrrnefndum ljóðaflokki, Syni Alpanna, sem vel má skoðast sem leiðarvísir fyrir þann sem tekur sér í hönd bók með nútímaljóðlist. Handan formsins, hvert svo sem það er, leynist jafnan stemmning sú sem í ljóði felst, stundum tjáð opinskátt en stundum líka með »óræðum« hætti; eða með líkingum og myndmáli sem setur svip á ljóð þessarar bókar. Senni- lega hafa lesendur strax í upphafi tekið ljóðum Jóhanns Hjálmarsson- ar svo opnum örmum sem raun bar vitni sakir þess að þau eru af lífinu sprottin og búa yfir djúpri tilfinn- ingu, jafnvel þau sem torræð kunna að virðast. Þau segja svo mikið, lýsa svo miklu, tjá 'svo margt, vísa til svo margra átta. Seiður ljóðs, sem fólk hélt í gamla daga að bund- inn væri rími, ljóðstöfum og reglu- bundinni hrynjandi, liggur nefni- lega utan og ofan við sérhvern tján- ingarmáta og verður allra síst út- skýrður svo vit sé í. í hljóðleika sínum bera ljóð þessi sterkan undir- tón. Kápumynd er af málverki eftir Picasso en hann fæddist í Malaga þar sem Jóhann hefur dvalist og þar sem að minnsta kosti sum ljóð- in í þessari bók munu vera ort. Þjóðleikhúsið: Nefiid til að endurskoða reksturinn Menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, hefúr skipað nefnd til að endurskoða rekstur Þjóðleik- hússins. Verkefni nefhdarinnar er að fínna leiðir út úr þeim vanda sem við leikhúsinu blasir og marka starfsemi þess rekstr- argrundvöll í framtiðinni. Til að ná ofangreindu markmiði er nefndinni meðal annars ætlað: Að endurskoða og endurmeta alla kostnaðar- og tekjuþætti í rekstri Þjóðleikhússins og láta framkvæma breytingar, sé þeirra þörf. Áð endurmeta starfsmannaþörf og gera nauðsynlegar ráðstafanir þar að lútandi. Að gera tillögu að framtíðar- skipuriti fyrir stofnunina, þar sem fram kemur stjórnunar-, ákvarð- ana- og ábyrgðardreifing. Nefndina skipa: Friðrik H. Frið- þjófsson menntamálaráðuneytinu, Sigrún Valbergsdóttir menntamála- ráðuneytinu, Gísli Alfreðsson Þjóð- leikhúsinu, ívar H. Jónssoon Þjóð- leikhúsinu, Haukur Ingibergsson deildarstjóri hjá fjárlaga- og hag- sýslustofnun og er hann jafnframt formaður nefndarinnar. (Fréttatilkynning-)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.