Morgunblaðið - 27.06.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.06.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1989 47. í»essir hringdu ... Vargur Lesandi hringdi: „Komið hefur fram í fréttum að hrafnar hafi spillt varpi við Tjörnina en ég vil vekja athygli á því að hvítur köttur hefur verið að spilla varpi þarna. Það sást til hans við Alþingishúsið eftir að hann hafði drepið önd. Ég hefði ekki trúað að köttur gæti drepið önd svona auðveldlega en þennan varg verður að uppræta." Allir eiga að vera jafiiir fyrirlögum Signrður hringdi: „Nokkur orð varðandi dóm sem féll í sakadómi gegn Halli Magn- ússyni fréttamanni. Mér þykir athyglisvert í þessu máli hve frjálslega saksóknari hefur tjáð sig um þetta mál áður en það var tekið fyrir. Finnst mér óeðlilegt að opinberir starfsmenn megi tjá sig með þessum hætti meðan þeir njóta sjálfir verndar eins og kem- ur fram í 108. grein hegningar- laga. Ef eitthvað væri t.d. sagt opinberlega um lögbrot dómara á almannafæri, þó satt væri, væru slík ummæli ólögleg samkvæmt þessari grein. Allir eiga að vera jafnir fyrir lögum og finnst mér mikil skinhelgi felast í þessu.“ Sumarblóm á 42 krónur. Haft var samband frá Gróðrar- stöðinni til leiðréttingar á mis- skilningi sem fram kom í Velvak- anda fyrir skömmu þar sem sagt var að sumarblóm kostuðu 45 krónur. í Grórarstöðinni Birkihlíð, Alaska í Breiðholti, Alaska Mikl- atorgi og Gróðrarstöðinni Skuld í Hafnarfirði kosta sumarblóm 42 krónur. Verðkönnun var gerð á garðplöntum í vor en var ekki birt og hafði því takmarkað gildi. T.S. hringdi: „Það er einkenni á samfélgi okkar að ekkert fær að vera í friði fyrir skemmdarvörgum. Til dæmis fá almenningssímar sjaldn- ast að vera í friði. Að vísu þekk- ist þetta líka erlendis t.d. í fá- tækrahverfum en jafnvel þar virð- ist skemmdarfysnin ekki jafn mik- il. Veggjakrot en einn anginn af þessu sama vandamáli. Það fólk virðast til sem finnst viðeigandi að krota alls konar klúryrði á húsveggi og hvar sem er. Þessu fólki er auðvitað vorkun sem þetta stundar því bágt hlýtur það að eiga. Ef til vill er ekki tekið jafn hart á þessu hér og annars stað- ar. Ef svo er mætti gera betur. Vinna þyrfti markvisst að því að uppræta þennan þjóðarlöst. Kettlingur Tveggja mánaða kettlingur, svartur á baki og bröndóttur, kassavanur og mjög mannelskur, fæst gefins. Upplýsingar í síma 43908 eftir kl. 16. Vinsæl mynd Bjarni Krisjánsson hringdi: „Fyrir nokkru var beðið um að sjónvarpið sýndi kvikmyndina Innrásin í Normandí og hefur hún verið sýnd. Ég vil fara þess á leit við sjónvarpið að kvikmyndin Blóðský á himni verði sýnd en hún var mjög vinsæl á sínum tíma.“ Hjól Svart strákahjól með gulum brettum var skilið eftir við Hörða- land í Fossvogi fyrir nokkru. Upp- lýsingar í síma 31702. Köttur Svartur fresskötur hefur verið á flækingi í Hlíðunum í lengri tíma. Hann er mannelskur og greinilega heimilisköttur. Eigandi hans er beðinn að hringa í síma 672909. Myndavél Myndavél af tegundinni Min- olta fannst við Bergstaðastræti 17. júní. Upplýsingar í síma 19004. Úlpa Dökkblá vinnuúlpa tapaðist við Laugalækjarskóla. Upplýsingar í síma 82638. i«*r. Ragnheiðarstaðir Ragnheiðarstaðahatíð verður haldin laugardaginn 1. júlí og hefst kl. 18.00 með skemmtidagskrá, grillveislu og dansleik á eftir. Hópferð á hestum frá Efri Fák föstudaginn 30. júní kl. 14.00. Hestamannafélagið Fákur. Svangir Islendingar! Takió ykkur frí frá matseld 7DIIRISTMENU \^eitingastaóir víða um land innan Sambands veitinga- og gistihúsa bjóóa ísumar sérstakan matseðil, Sumarrétti SVG, þarsem áhersla erlögð á staögðúan mat é gððu mði. Sumarréttamatseðillinn gildir frá 7. júní til 15. september. Hádegisv. Kvöldverður Forréttur eöa súpa, kjöt- eða fiskréttur, kaffi. 600-750kr. 850-1200kr. Börn 0 til 5 ára: Ökeypis Börn 6 til 12 ára: 50% afsláttur Samlega gáú tíiinti Irrir sraaga ferðalanga. Upplýsingabæklingur fæst á ferðaskrifstofum og upplýsingamiðstöó í Ingólfsstræti 5. Sjá þátttakendalista íMorgunblaðinu laugardaginn 1. júlí. VERÐ - 15.675 - 22.320 - 25.390 0\ Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurtandsbraut 16,108 Reykjavík - Sími 91-680 780 UNBEAM GRILL= "Þetta er ROLLSINN í gasgrillum !" segir Hilmar B. Jónsson matreiöslu- meistari, en hann valdi SUNBEAM gasgrill að vel athuguðu máli. Það eru ótvíræð meðmæli. Vandaðu valið - veldu SUNBEAM. y Handhægt ✓ Einfalt / Öruggt / þrifalegt Útsölustaðir um allt land Sportgrill C ■UWOCAWO GREIÐSLUKJÖR Hrfytjántton hF FAXAFENl 9 S. 91 - 67 88 00 GREIÐSLUKJOR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.