Morgunblaðið - 27.06.1989, Blaðsíða 25
MORGL'NBLADIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27i ITÚNÍ Í1989
25
Reuter
Merki HM á Ítalíu
Merki heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu, sem haldin verður
á Italíu næsta sumar, er risið af stalli í Rómarborg. Um er að
ræða gríðarstora eftirlíkingu af knattspyrnumanni sem gerður
er úr 24 rauðum, hvítum og grænum bitum og einu fótbolta-
höfði. Efiit var til samkeppni um heiti merkisins og í lokakeppn-
inni bar heitið „Ciao“ (Halló) sigurorð af „Amico“, (Vinur) með
um 60.000 atkvæðum. „Ciao“ er eitt algengasta orðið í ítölsku
og getur bæði merkt „halló" og „bless“.
Flutningar aldar-
innar í Frakklandi
Trier. Frá Steingrírai Sigurgeirssyni fréttaritara Morgunblaðsins.
EMBÆTTISMENN franska fjármálaráðuneytisins voru flestir
hverjir ekkert alltof glaðir á brún um helgina. Eftir að hafa haft
starfsaðstöðu sína um 118 ára skeið í einni af álmum Louvre-hallar-
innar, við Rue de Rivoli í París, og þar með getað státað af „falleg-
asta ráðuneyti veraldar", þurftu þeir að flytja sig um set, alls Qög-
urra kílómetra vegalengd, í nýja byggingu sem reist hefiir verið
fyrir ráðuneytið í hverfinu Bercy í austurhluta Parísar. Alls þurftu
6.000 starfsmenn að skipta um aðsetur og eru þetta þar með um-
fangsmestu flutningar, sem átt hafa sér stað í Frakklandi á þess-
ari öld. -
Það hgfur lengi verið á döfinni,
að flytja ráðuneytið úr Louvre-
höll, og veita Louvre-safninu, þar
sem meðal annars Mona Lisa da
Vincis er til sýnis, alla höllina til
umráða. Embættismenn fjármála-
ráðuneytisins börðust hins vegar
lengi gegn öllum slíkum hugmynd-
um og það var ekki fyrr en Fran-
cois Mitterrand tók við forsetaemb-
ætti að tókst að fá þá til að sam-
þykkja áformin. í stað konungs-
hallarinnar gömlu hefur verið reist
nýtískuleg risabygging fyrir ráðu-
neytið að andvirði um 30 milljarða
íslenskra króna þar sem meðal
annars er að finna 1.000 skrifstof-
ur, 27 kílómetra af göngum, íjóra
veitingastaði, barnaheimili og
þyrluflugvöll. Auk ráðherrabílsins
mun fjármálaráðherrann, Pierre
Beregovoy nú einnig hafa Signu-
hraðbát til umráða.
Þrátt fyrir allan glæsileikann og
tæknina í nýju byggingunni eru
embættismennirnir langt frá því
að vera ánægðir. Kvarta þeir und-
an „Stalín-arkitektúr“ og þröngum
skrifstofum, enda öðru vanir í hin-
um glæsilegu sölum Louvre.
Bretland:
Minnkandi fylgi
Ihaldsflokksins
Lundunura. Reuter.
BRESKI íhaldsflokkurinn hefur misst talsvert fylgi, ef marka má
skoðanakönnun sem birtist í dagblaðinu Observer á sunnudaginn.
Einungis 34% þeirra sem spurðir
voru sögðust styðja íhaldsflokkinn.
Talið er að fylgistap íhaldsmanna
megi rekja til deilna innan flokksins
en afstaða Margrétar Thatcher,
forsætisráðherra, gegn sameigin-
legum gjaldmiðli Evrópubandalags-
ins, hefur sætt mikilli gagntýni.
Verkamannaflokkurinn fékk
stuðning 48% aðspurðra þó ekki sé
langt síðan að innan hans var deilt
harkalega um efnahags- og varnar-
mál.
Skoðanakönnunina gerði Harris
stofnunin síðasta miðvikudag,
stuttu eftir að Verkamannaflokkur-
inn vann stóran sigur á íhaldsmönn-
um í kosningum til þings Evrópu-
bandalagsins.
Umrótið í sovésku Mið-Asíulýðveldunum:
Æðsta ráðið vill að
gripið verði í taumana
Moskvu. Reuter.
SOVÉSKA Æðsta ráðið, sem kom aftur saman í gær, hefiir hvatt
stjórnvöld til að grípa strax í taumana í þremur sovétlýðveldanna
þar sem ástandið einkennist af ofbeldi og átökum milli ólíkra þjóða.
I þessum mánuði hafa á annað hundrað manns fallið í valinn í
Kazakhstan, Úzbekístan og Tadzhíkístan og í Moldavíu og Hvíta
Rússlandi kreQast margir aukinnar sjálfsljórnar. Ekki verður út-
varpað eða sjónvarpað beint frá fiindum Æðsta ráðsins, aðeins skýrt
frá þingstörfunum í samantekt á
Pravda, málgagn kommúnista-
flokksins, sagði á sunnudag, að
átök hefðu verið í fimm bæjum í
Kazakhstan um helgina. Hefði hóp-
ur 150 manna vopnaður bareflum
og gijóti ráðist á lögreglustöð í
bænum Mangyshlak og í öðrum
fjórum hefði verið um að ræða of-
sóknir á hendur minnihlutahópum.
99 manns voru drepnir fyrr í mán-
uðinum þegar Úzbekar réðust gegn
Meskhetum, fólki af tyrkneskum
ættum, og að minnsta kosti tveir
féllu þegar ókyrrðin barst til ná-
grannaríkisins Tadzhíkístan.
Meðal fyrstu verka Æðsta ráðs-
ins, sem er skipað 542 mönnum,
verður að ræða nýjan ráðherralista,
sem Níkolaj Ryzhkov forsætisráð-
herra hefur lagt fram. Búist er við,
að umræðurnar um hann verði heit-
ar og taki nokkra daga en í síðustu
viku var súmum ráðherraefnanna
hafnað í þingnefndum.
Um 40.000 manns söfnuðust um
helgina saman í Kíshínev, höfuð-
borg Moldavíu, til að „harma“
stofnun sovétlýðveldisins 20. júní
árið 1940. Moldavía heyrði áður til
Rúmeníu. Krafðist fólkið þess að
fá að tala sína eigin tungu, rúm-
enskuna; að latneska stafrófið yrði
tekið upp í stað þess kýrílíska og
síðast en ekki síst, að stofnað yrði
nýtt lýðveldi Moldavíu og Norður-
Búkovínu, sem rúmensk stjórnvöld
gáfu Sovétstjórninni árið 1940.
Nú um helgina var einnig stofn-
fundur Alþýðufylkingarinnar í
Hvíta Rússlandi og var hann hald-
inn í Litháen vegna þess, að emb-
ættismenn kommúnistaflokksins í
Hvíta Rússlandi vildu ekki ljá neinn
fundarsal þar í landi. 500 manns
sátu stofnfundinn og voru aðalkröf-
urnar þær, að Hvíta Rússland fengi
aukna sjálfstjórn í efnahagsmálum,
að mállýska íbúanna yrði jafn rétt-
há stórrússneskunni og íbúarnir
upplýstir að fullu um kjarnorku-
slysið í Tsjernobyl og afleiðingar
þess.
EGILSSTAÐTR
Páll Kr. Pálsson
UPPBYGGING IÐNAÐAR
f DREIFBÝLI
Iðnlánasjóður gengst nú fyrir fundum
um uppbyggingu iðnaðar í dreifbýli.
Að þessu sinni:
■ 29. júní á EGILSSTÖÐUM
Hótel Valaskjálf kl. 20.00.
að kynna starfsemi Iðnlánasjóðs fyrir stjórn-
endum fyrirtækja og fulltrúum atvinnulífs í
dreifbýli,
að vekja áhuga stjórnenda fyrirtækja á
nýsköpun, sameiningu fyrirtækja og samstarfi
þeirra.
Lögð verður áhersla á þessa málaflokka:
1. Kynning á starfsemi Iðnlánasjóðs og þeirri
fyrirgreiðslu sem. Iðnlánasjóður veitir fyrirtaekj-
um.
Bragi Hanr.esson, bankastjóri.
2. Fyrirlestur um markaðsathuganir og mat á
markaðsþörf.
Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri.
3. Fyrirlestur um vöruþróun.
Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri.
4. Fyrirlestur um samstarf og samruna fyrirtækja.
Pétur Fleimarsson, framkvæmdastjóri.
5. Fyrirlestur um arðsemismat á
hugmyndum.
Jafet S. Ólafsson, útibússtjóri.
Lánafyrirgreiðslu, vöruþróun, markaðsmál,
tækni, afkastagetu, söluaðferðir, dreifileiðir
og samstarf við önnur fyrirtæki.
Gert er ráð fyrir að hver fyrirlestur taki 20-30
mínútur. Fundarstjóri verður Jón Magnússon,
formaður stjórnar Iðnlánasjóðs.
VIÐ HVETJUM ALLA ÞÁ SEM MÁLIÐ VARÐAR TIL AÐ KOMA.
IÐN LÁNASJÓDUR
ÁRMÚLA 7, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 6804 00
APGúS SIA