Morgunblaðið - 27.06.1989, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1989
Sr. Jakoh Jónsson
- In memoriam
Fæddur 20. janúar 1904
Dáinn 17. júní 1989
Allmargir dagar voru liðnir án
þess að séra Jakob hringdi í mig,
og var ég farinn að sakna þess að
heyra ekki frá honum, er ég fékk
andlátsfregnina og varð að orði:
Nú hringir hann ekki oftar. Það var
fastur liður í tilveru okkar beggja
að hann hringdi öðru hvoru tii þess
að segja mér frá nýjum hugmynd-
um, eða lýsa þræðinum í nýju leik-
riti sem honum hafði dottið í hug,
eða ausa yfir mig einhverri hneyksl-
un sinni, eins og um prédikun prest-
anna sem honum fannst oft sam-
safn af sundurleitu efni í margar
ræður og saknaði hinnar klassísku
þrískiptingar Jóns Helgasonar og
Sigurðar Sívertsens, eða þá til að
spytja einhvers úr fræðunum eða
fá mig til að fletta upp einhverju,
og ekki ósjaldan sagði hann mér
frá frumlegum hugmyndum sínum,
eins og þegar hann var að undirbúa
grein um sköpun Evu úr rifi Adams
(bæði í gamni og stökustu alvöru)
og hafði fengið tilvísanir hjá
tengdasyni sínum, dr. Jóni Hnefli,
og fundið eitthvað sem mér hafði
aldrei til hugar komið. Las hann
mér greinina, sem átti að birtast í
blaði Seljahlíðar, dvalarheimilisins
þar sem þau frú Þóra bjuggu og
nutu góðrar aðhlynningar hins frá-
bæra starfsliðs sem séra Jakob var
hugfanginn af. Aldrei sendi hann
mér greinina, sem var þó meining-
in, og hefúr hún kannski ekki enn
komið út, en er vel þess virði að
prentast með smælki þessa fijóa
höfundar í safnriti stærri verka
hans, ef einhvemtíma yrði út gefið.
— Hugmyndir fékk séra Jakob svo
margar að hann var eins og vell-
andi hver sem kann að gjósa á
hverri stundu.
Er séra Jakob hafði lokið dokt-
orsprófí sínu í Háskólanum, bauð
frú Þóra upp á kafli. Séra Jakob
fylgdi mér út að garðshliði í veislu-
lok. Þar sagði hann, „Ja, lagsmað-
ur, ég skal segja þér hvaða bók ég
ætla að skrifa næst“, og svo kom
hugmyndin að næstu bók, þótt vart
væri þornuð prentsvertan á hinni
fyrri.
Við vorum í tíðum símasamskipt-
um, því að séra Jakob fylgdi þeirri
gömlu reglu reykvískra andans
manna, sem nú er löngu af lögð,
að hringja ef maður lét í sér heyra
í útvarpi eða blöðum, þakkaði erind-
ið eða greinina en notaði fyrst og
fremst tækifærið til að ræða mál-
efnið, gagnrýna og hrósa á víxl og
spinna fjörlegt samtal, oft kryddað
sögum af kellingum og köllum á
Djúpavogi frá uppvaxtarárum hans,
sumar glettnislegar, aðrar lær-
dómsríkar. Og ekki lét ég undir
höfuð leggjast að svara símleiðis í
sömu mynt þegar tækifæri gafst.
Séra Jakob var, eins og aðrir dauð-
legir menn, ákaflega feginn þegar
einhver lét svo lítið að renna þang-
að augum sem hann var að fást
við eitthvað og var því innilega
þakklátur hve margir komu að sjá
einþáttungana hans í Hallgríms-
kirkju nú í vor (sem sýndu skáldið
og fræðimanninn í einni hugfijórri
persónu), og lét það óspart í ljós.
Við vorum ákaflega ólíkrar gerð-
ar og baksviðs, mín hetja var séra
Bjami en hans Haraldur Níelsson.
En séra Jakob staðnaði aldrei. Hann
mat nýjungar lærifeðra sinna á
sínum tíma en skildi þá eftir í fortíð
sinni og hélt stöðugt áfram að
hugsa og vinna, var í lifandi sam-
bandi við umheiminn um leið og
hann var uppruna sínum á Aust-
fjörðum trúr. Hann var bindindis-
samur heimsmaður og fór um allt,
frakkur að koma sér áfram og
hugðarefnum sínum, stundum af
kappi fremur en forsjá, eins og í
Lundi, en heimkominn með doktors-
ritgerðina vængbrotna leitaði hann
til okkar í deildinni og fékk þær
ordrur, sem hann hlýddi samvisku-
samlega, að leggja nýja ritgerð
undir dóm nýrra manna annarra
háskóla, sem hann gerði og varð
doktor frá Háskóla íslands með
sóma á ábyrgð háskólanna í Strass-
borg og Edinborg, án nokkurs
stuðnings innlendra vinatengsla.
Gat því engin hrukka né blettur
fallið á fræðimannsheiður hans.
Fræg var tilhneiging hans að
segja sögur til þess að koma mál-
stað fram, jafnvel þótt timinn leyfði
það ekki, og kom það sér eitt sinn
vel þegar hann sótti stuðning prest-
um í greipar ráðuneytisins. Við vor-
um saman í stjórn Prestafélags Is-
lands, hann sem formaður og ég
sem „menig Soldat“, og var stefnt
að því að halda hér norrænt presta-
þing, en peninga vantaði. Var þá
sér Jakob falið að ganga á fund
ráðuneytisstjóra, sem þá var Gústav
A. Jónasson, en neitaði að fara
nema ég kæmi með. Fórum við sem
leið liggur niður í Arnarhvol, en
þegar við komum í kirkjumálaráðu-
neytið var þar allt á flugi. Eitthvað
óskaplegt var á seyði, og þeyttist
ráðuneytisstjórinn um allt og mátti
ekkert vera að því að tala við okk-
ur. Séra Jakob sagði með stóískri
ró að við myndum bíða, og sett-
umst við þar. Eftir langa hríð bar
ráðuneytisstjórann að á flugferðum
sínum meðal starfsmannanna og sá
okkur sitjandi á bekk. „Eruð þið
þarna enn?“ spurði hann undrandi,
„best þið komið inn.“ Við snöruðum
okkur inn á einkaskrifstofuna, en
sér Jakob settist makindalega í
hægindastól í norðvesturhominu,
sveiflaði nasavængjunum, eins og
honum einum var lagið, eins og til
að gefa til kynna að nú væri spaug
í aðsigi, og sagði að þetta minnti
sig á sögu um kall og kellingu á
Austfjörðum, og svo koma sagan,
sögð með viðeigandi tilbrigðum og
ræskingum. Gústav var allur á iði,
mátti ekki vera að þessu, ók sér
öllum, og klukkan tifaði, og um
leið og séra Jakob lauk sögunni,
nærri því hreytti hann út úr sér,
Hvað vantar ykkur mikið? Ja, svona
hundrað þúsund, svaraði séra Jakob
hóglega. „Gott, þið fáið það“, sagði
Gústav og' vatt sér út tii annarra
starfa, en við héldum heim á leið,
ég himinlifandi yfír snilli vinar míns
að koma málum fram.
Eitt sinn skrifaði séra Jakob
grein um Kýrosarrímur og fékk
hana birta erlendis. Þegar svo ír-
anskeisari hugðist halda upp á 2000
ára afmæli Kýrosar Persakonungs
var m.a. boðið sérfræðingum allra
landa í írönskum fræðum. Einn ís-
lendingur hafði birt grein um
íranskt efni og var þar með útnefnd-
ur íranológ, séra Jakob Jósson, dr.
theol. Og var honum prompte boðið
í afmælið. Ég var á göngu heim til
mín á Bárugötuna úr fyrirlestri kl.
um tóif á hádegi, og sem ég beygði
af Túngötu inn á Ægisgötuna sé
ég séra Jakob vera að kveðja hóp
syijenda fyrir utan líkhúsið, og
vindur hann sér að mér og segir:
Nú er íranskeisari búinn að bjóða
mér til íran á Kýrosarafmælið. Ég
samfagnaði innilega, því að ekkert
gat komið mér á óvart um frumleg
uppátæki séra Jakobs. Á næsta ári
var konan mín á leið út á Keflavík-
urflugvöll, því að ég kenndi þá við
Edinborgarháskóla, og viti menn,
með henni í rútunni eru séra Jakob
og frú Þóra, á leið í Kýrosaraf-
mælið í íran. Skyndilega geysist
fram úr þeim bílalest svartra
límosína, og þegar á völlinn kemur
verður ljóst að þarna eru íslenskir
ráðherrar að kveðja ráðherra frá
svörtustu Afríku. Séra Jakob vindur
sér að íslensku ráðherrunum og
segir við þá, „Ég hélt þið væruð
komnir til að kveðja mig, þegar ég
sá þessa bílalest, ég er að fara til
íran í boði íranskeisara." Þegar
hann hvarf aftur til kvennanna seg-
ir hann við nöfnu sína (Jakobínu
konu mína nefndi hann ætíð svo):
„Ég held þeir hafí talið mig ljúga
þessu. Ég skal segja þér að maður-
inn þinn var sá eini sem trúði mér
lengi vel!“
Það var áhugi séra Jakobs á
bókmenntum sem var kveikjan að
doktorsritgerð hans og raunar
áhrifavaldur um skilning hans á
Nýja testamentinu. Þessi áhugi
Minning:
Ingjaldur Jónsson
húsasmíðameistari
Fæddur 15. nóvember 1894
Dáinn 24. júní 1989
Aðfaramótt 21. júní lést í Borg-
arspítalanum í Reykjavík Ingjaldur
Jónsson skipstjóri og húsasmíða-
meistari á nítugasta og fímmta ald-
ursári.
Hann hélt til hinstu stundar á
löngum ævivegi óskertum kostum
persónuleika síns, tilfinningaríkur
og beinskeyttur í viðhorfí til manna
og málefna. Hann var eitt besta
úrtak hins dæmigerða manns alda-
mótakynslóðarinnar sem nú er óðum
til síðasta manns að hníga til foldar.
Ingjaldur fæddist í Melhúsum í
Leiru 15. nóvember 1894. Voru for-
eldrar hans Margrét Ingjaldsdóttir,
húsfreyja þar, af hinum merka ætt-
bálki Magnúsar lögréttumanns að
Litlu-Tungu í Holtum, Guðmunds-
sonar og Jón Bjamason útvegsbóndi
og formaður sama stað af ætt
Bjama sýslumanns frá Búlandi á
Síðu, Eiríkssonar.
Jón, faðir Ingjaldar, var 3 ára
þegar hann kom með foreldrum
sínum út í Garð frá Núpi undir
Eyjafjöllum. Hann óx þar upp til
harðra átaka við úfínn sjó og snauða
landkosti. Hann giftist 26 ára 1892
hinni söngelsku, þá 20 ára gömlu,
Margréti frá Hafurbjamarstöðum í
Garði, Ingjaldsdóttur. Hún ól manni
sínum 13 böm og stóð með reisn
og sæmd við hlið manns síns í ein-
dæma hjúskaparfarsæld.
Ingjaldur hefur á fullorðinsárum
minnst þess með undmn og aðdáun
hve óhemju miklu faðir hans kom í
verk á umbýlisárum sínum. Hann
reisti frá granni af eigin rammleik
og með mikilli lagni lítið snoturt
hús. Ræktaði hann í kringum "það
tún og hlóð umhverfis það mikinn
gijótgarð. Allt þetta gerði hann
samtímis sjósókn tl lífsbjargar á
fyrstu 6 búskaparáram sínum, þeg-
ar elstu bömin vora í frambemsku.
En á gamlársdag við aldamót
1900 brann til kaldra kola hús bónd-
ans í Melbæ í næstu nánd, sem svo
leiddi til burtflutnings fjölskyldunn-
ar er þar bjó. Þá var það að Jón
Bjamason á kost á því að flytja
búsetu sina þangað, sem honum var
hagstæðara vegna nálægðar við sjó.
Byggði hann nú á granni hins
brunna húss af áræðni og með fram-
sýni vandað timburhús sem taldist
tvílyft.
Flutti Jón með fjölskyldu sína i
hið nýbyggða hús og þar með í
Melbæ. Voru þá 5 börn þeirra hjóna
fædd. í Melbæ fæddust þeim 8 börn
til viðbótar og þar uxu þau elstu
upp til sjálfbjargar undir farsælli
sýóm hinna samhentu foreldra sem
áttu miklu barnaláni að fagna. Þau
fluttu svo með yngri bömum sínum
á bú- og sjávaijörðina Stórhólma
og bjuggu þar góðbúi til dánardæg-
urs.
Ingjaldur var annar í aldursröð
systkina sinna. Sólmundur var elst-
ur, kunnur aflaformaður allt frá
tvítugsaldri og skipasmiður að auki.
Ungur laðaðist Ingjaldur mjög
að hinum dverghaga Helga í Hrúðu-
nesi og lærði margt af honum er
að smíðum laut. Hann varð þó ung-
ur að leggja lið föður sínum við að
draga björg úr sjó í stórheimilið að
Melbæ. Hann naut vel barnaskóla-
náms síns undir handleiðslu hins
skapfasta Gunnlaugs Kristmunds-
sonar, síðar sandgræðslustjóra.
Þegar Ingjaidur er við fermingu
ber svo til einn góðan veðurdag að
flóabáturinn Ingólfur hefur stöðvað
ferð sína á móts við Melbæ. Jón
kallar á syni sína Sólmund og Ingj-
ald til farar á heimilisbátnum út að
mb. Ingólfí. Er þá kassa snotrum
rennt niður í skut róðrarbátsins og
tekinn með varúð upp úr honum við
lendingu. Hann var síðan fluttur á
vagni heim að bæ og ekki opnaður
fyrr en á stofugólfi. Þegar það var
gert og til undranar heimilisfólki
öðra en bónda, var dregið út úr
honum lítið orgel, einfalt að gerð
en hljómfagurt. Að því búnu snýr
Jón bóndi sér að Ingjaldi og segir:„Á
þetta hljóðfæri átt þú að læra,“ og
þó að Ingjaldur andmælti dugar það
ekki því faðir hans segist þegar
hafa falið Þorsteini kirkjuorganista
að kenna honum á hljóðfærið. Varð-
svo að vera og gekk Ingjaldur af
einhug og kappi til orgelnámsins.
Ekki er að orðlengja það að Ingjald-
ur náði þeim árangri að vera fær
um að spila lög sálmasöngbókar.
Ingjaldur taldi síðar á ævi áð þetta
framtak föður síns hefði verið til
þess að láta draum rætast, því for-
eldrar hans unnu söng og hljóð-
færaslætti.
Ekki leið þó á löngu að Ingjaldur
gengi aftur á vald raunveraleikans
í lífsbaráttunni. Síðar þegar hægðist
um á lífsbraut endumýjaði hann
fyrri kynni sín við hljómborðið.
Á uppvaxtarárum Ingjaldar var
það viðtekin hefð að menn sunnan
af Nesjum héldu austur á fírði til
landróðra á smábátum. Og Ingjald-
ur fer á eigin vegum austur á
Bakkafjörð 17 ára gamall. Hann
ræðst þar á bát hjá ágætum for-
manni sem nýtur vel hins harðdug-
lega unga sjómanns af Suðurnesjum
og fræðir hann um fiskimið og sjó-
sókn út af Bakkafirði. Þetta varð
til þess að næsta sumar fara þeir
þrír saman sunnan úr Leiru austur
á Bakkafjörð bræðumir Ingjaldur
og Sólmundur og leikfélagi þeirra
yngri þeim, Tryggvi Ófeigsson.
Fjórði maðurinn forfallaðist svo þeir
urðu að ráða sér mann í hans stað
á leið sinni norður A ustfirði. Þeir
höfðu tryggt sér bát og aðstöðu á
Bakkafirði. Nú var það vegna þekk-
ingar sinnar á miðum og róðrar-
háttum þama að það féll í hlut Ingj-
alds að taka að sér formennsku á
bátnum. Enda fórst honum það vel
úr hendi eins og öll verk er hann
síðar tók að sér. Um Ingjald sagði
Tiyggvi Ófeigsson og hafði vafa-
laust í huga samvist þeirra þetta
sumar: „Hann (Ingjaldur) var for-
maður á árabáti á Austfjörðum 18
ára. Góður formaður og aflasæll.
Eftirsóttur í félagsskap vegna frá-
bærs dugnaðar og„glaðlyndis. Á
meðan Ingjaldur var á léttasta
skeiði vann hann tveggja manna
verk. Hvort hann vann sjálfum sér
eða öðram breytti þar engu um.“
Þetta vora góð meðmæli frá einum
mesta athafnamanni íslands.
Ingjaldi fannst gaman á efri áram
sínum að riija upp sumarævintýri
þeirra félaga og var það löng og
vel flutt saga.
Árið 1915 erlngjaldur, fyrif railli-
göngu föður síns, ráðinn á
Reykjavíkurtogara, þá um tvítugt.
Reyndi hann þá miskunnarleysi þess
að vera togarsjómaður fyrir vöku-
lög, þegar skipstjórar létu menn
standa allt að þijá sólarhringa án
svefns. Ingjaldur á þó svo góðan
skipstjóra að hann leggur ekki meira
á menn sína en tveggja sólarhringa
törn.
Árið 1916 fer Ingjaldur á Stýri-
mannaskóla íslands og lýkur þaðan
físki- og farmannaprófi 1918. Um
þetta segir Tryggvi Ófeigsson:
„Ingjaldur var í fremstu röð í Stýri-
mannaskólanum. Það var gaman
að lesa með honum, þ.e.a.S. hafa
stuðning af honum fyrir þann, sem
skemmra var kominn ... Hann var
boðinn til þess að segja öðrum til
og gerði það rétt og vel, því hann
var sjálfur ágætis námsmaður."
Hann fer þó ekki að prófi loknu
sem stýrimaður á togara eins og
vænta mátti. En nú hefur hann
kynnst unnustu sinni, Kristjönu
Kristjánsdóttur, honum fjóram
árum yngri f. 2. desember 1898.
Þau gifta sig 5. nóvember 1919.
Ingjaldur snýr nú baki við sjó um
sinn, en gengur óskiptur og kapps-
fullur til þess verks er kallaði á
smíði þaks yfír sig og konu sína.
Hann er í öðrum byggingaráfanga
kominn í eigið húsnæði á Baldurs-
götu 24. Hann snýr sér nú aftur
að sjómennsku 1922 og tekur nú á
leigu 50 tonna skip sem hann sljórn-
ar og gerir út á eigin vegum. Hann
er fengsæll, einkum á síldveiðum.
Birtíng afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins I Hafiiarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga. ,
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki
eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er
að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfund-
ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú,
að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.