Morgunblaðið - 27.06.1989, Side 9

Morgunblaðið - 27.06.1989, Side 9
MOítGtíNÉLÁÖIÍ) ÞRIÖJUDAGUK 27. JÍJNÍ 1989 9 P HEFUR Þð GAMAN é AF BIBRðflUM Það finnst okkur mjög ólíklegt. Þess vegna viljum við minna þig á Hraðþjónustu Útvegs- bankans. Til þess að forðast biðraðir skaltu fá þér umslag sem er merkt Hraðþjónustunni. í þetta umslag getur þú sett inniegg, gíróseðla, víxla o.fl. og afhent það í bankanum. Síðan færðu kvittanirnar sendar. Hraðþjónusta Útvegsbankans - fyrir þá sem vilja nota tímann. ÚT■ VEGSBANKANS Þrír menn líflátnir í Kína í blóra við áskoranir um að milda dauðadoma. Aftaka verkamannanna fordæmd á Vesturlöndum D^adómum fiölgar ot búist viAflPÍri nftnknm á næstnnni m Umræður á villigötum Komist umræður um öryggis- og friðarmál á villigötur er voðinn vís. Þá hætta menn að láta raunsætt mat ráða og halda að óskhyggjan geti bjargað þeim. Við höfum kynnst þessari áráttu hér á landi í ýmsum myndum. Karlar og kjamorka I síðustu viku var stödd hér á landi Helen Caldecott, bamalæknir frá Astralíu, sem hefur hin siðari ár helgað sig baráttunni gegn kjam- orkuvopnum og átti á shium tíma þátt í stofiiun Samtaka lækna gegn kjamorkuvá og hefiir einnig beint spjótum sínum sérstaklega gegn karimönnum síðustu ár. Helen Caldecott þykir góður ræðumaður og hefiir prýðilega hæfileika til að hrifa fólk með sér. Mörgum þykir hins veg- ar boðskapur hennar þess eðlis, að erfitt sé að leggja hann til grundvall- ar við lausn þeirra vandamála, sem viðblasa á alþjóðavettvangi. I máli hennar hér á landi vakti sérstaka athygli, hve blind hún var í aðdáun shmi á Mikhaíl Gorbatsj- ov, Sovétforseta, og hve harðorð hún var í garð George Bush, Banda- rilqaforseta, og Margar- et Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, sem Caldecott segir, að sé ekki kona! Hvað segðu menn, ef hún hefði haldið því fram, að Gorbatsjov væri ekki karl? I málflutningi Caldec- ott hefur þess gætt í vax- andi mæli hin síðari ár, að hún telur karlmenn ekki síður hættulega heimsfriði en kjamorku- vopn. Þeir séu vegna starfsemi heilans árásar- gjamari en konur og þeim mun meiri sem áhrif kvenna verði því meiri likur á að friður dafiii. Hún litur á kjam- orkuvopnakapphlaupið sem sjúkdóm og læknar eigi að kenna stjórn- málamönnum þá lexiu að það verði að útrýma þess- ari plágu, eins og hún orðaði það í helgarblaði Þjóðviljans. Hún telur að karlar hafi ýtt sér út úr Samtökum lækna gegn kjamorkuvá með óheið- arlegum hætti og nú hangi friðarverðlaun Nóbels, sem hún hefði átt að fá, um hálsa karl- manna er beittu hana rangindum, svo að enn sé vitnað í Þjóðviljann. Og hún vill að konur taki völdin í heiminum, þó ekki væri nema í sam- ræmi við það, að þær séu 53% af íbúum jarðar. Ekkert breytist I tílefiii af því að vara- lið Bandaríkjaliers hefur verið hér á æfingu hafa herstöðvaandstæðingar reynt að magna upp and- stöðu við æfingaraar og jafiiframt haft í frammi tilburði til að trufla þær með valdi. Það sem vaktí sérstaka athygli i sam- bandi við þessi mótmæli var hve fámenn þau voru og að þar komu enn einu sinni saman þeir, sem hafa verið fremstir í bar- áttunni gegn Banda- ríkjunum allt frá því að Víetnamstríðið var háð fyrir 15 til 20 árum. Bendir ekkert til þess að þessi hópur liafi end- umýjast. Þvert á mótí minnkar hann jafht og þétt. Valda hans og áhrifa hefur einkum gætt innan Alþýðubandalags- ins en þó er svo komið, að flokkurinn vill lítið með fólkið hafa í baráttu sem þessari eins og fram kom á laugardaginn. Kann Kvennalistimi nú að verða pólitískur vett- vangur þessa fólks. í fyrrgreindu samtali við helgarblað Þjóðvilj- ans skýrir Helen Caldec- ott einmitt frú því, að hún hafi orðið „róttæk“ þegar hún dvaldist í Banda- ríkjunum á árum Víet- namstriðsins og þá opn- uðust augu hennar fýrir því hvað „hugtakið lýð- ræði þýddi“. Síðan hefur hún sem sé starfað utan við ramma hefðbundiima stjórnmálaflokka og tek- ið annan pól í hæðina í umræðum um stríð og frið en þeir gera, sem ræða málin á hefðbundn- um grundvelli. Vafalaust er henni gert rangt til að líkja henni við Birnu Þórðardóttur hér á landi en Birna hefur einmitt verið í fararbroddi fyrir róttækum öflum í „friðar- baráttunni" hér á landi álíka lengi og Caldecott hefur háð sitt stríð, sem nú beinist ekki síst gegn karlmönnum. Biraa starfar að vísu ekki með Kvennalistanum heldur hefur komist til valda og áhrifa í Alþýðubandalag- inu eftir að trotskiistar sem vilja heimsbyltingu gengu í þann flokk. Bima komst undir hendur lög- reglunnar vegna heræf- inganna í síðustu viku en það gerði hún einnig fyr- ir 20 árum, þegar mót- mælt var stríðinu í Víet- nam. Um þetta allt fer best að vitna I franska orðatiltækið: „Plus <;a change, plus c’est la méme chose“ eða allt er við hið sama þrátt fyrir miklar breytingar. Kommúnistar og sósí- alistar hafa löngum hald- ið því fram, að sjálfstæði Islands hafi horfið úr sög- unni við aðild landsins að Atlantshafsbandalag- inu og með vamarsamn- ingnum við Bandaríkin. Þeir vildu á sinum tima fryggja sjálfstæðið með svipuðum hættí og skoð- anabræður þeirra í Eystrasaltsrikjunum eða Póllandi, Tékkóslóvakíu og Ungverjalandi. Það gerðist svo á föstudag, að fulltrúar Kvennalist- ans gengu svartklæddar að dyrum Sfjóraarráðs- ins með visnuð blóm og borða, sem á var letrað: Til minningar um sjálf- stæði þjóðarinnar. Engir íslendingar hafa fárið opinberlega í svört klæði vegna ungmennanna sem er verið að skjóta í hnakkann í Kina um þessar mundir. Veröld oé Arnarflu __ _^Q\a, \s bjóda þér lægstu farpldin til Norður- og Mié-Ameríku. Með viökomu í Amsterdam bjóðast lægstu fargjöldin til helstu borga í Ranada, USA og Mexico. aWYorl<.... 'Cc,9o " kr. /in ,<C.........kr.£«0 °SAn9olos..^60.820 e*ico •• ^-óp 900 iso kr80 820 Austurstræti 17, sími 622200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.