Morgunblaðið - 27.06.1989, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1989
13
Píanótónleikar
__________Tónlist______________
Jón Ásgeirsson
Það er með margvíslegum hætti
sem listamenn koma fram. Það
gerist á stundum með stormi og
miklum fyrirgangi strax frá upp-
hafi og á þá að sigra heiminn í einu
áhlaupi. Sjaldnar hafa menn gát á
hvar ganga skal og gefa því lítt
gaum að öðru en ætlan sinni. Örn
Magnússon, píanóleikari, hefur gef-
ið sér tíma og hugað að ýmsu hér
og þar og ætlar sér af, velur sér
viðfangsefni við hæfi og heldur sína
tónleika á tíma utan við ys og þys
tónleikatimabilsins, nú þegar keppa
þarf við sólskin og veðurblíðu, sem
er nær því það eina sem rifið getur
landann upp úr amstri hversdags-
ins. Umræddirtónleikar voru haldn-
ir sl. sunnudag í Norræna húsinu
og þar sem Örn stefndi ekki að því
að sigra heiminn, þá valdi hann sér
tvö verk eftir J.S. Bach og önnur
tvö eftir Beethoven.
Bach samdi sjö tokkötur á árun-
um 1708 til 1710 og er fís-moll-
tokkatan, en þó sérstaklega sú í
c-moll, taldar bera af. Fís-moll-
tokkatan, sem var fyrsta viðfangs-
efni tónleikanna, er í fimm hlutum
þar sem leikið er með ýmsar hug-
myndir og vinnuaðferðir en eitt af
því sérkennilegasta við þetta verk
er fjórði hlutinn, sem röð af eftirlík-
ingum (sekvensum), sem reyndar
má heyra víðar í þessu ágæta verki.
Örn lék verkið ágætlega, en að
velja sér verk við hæfi á undirritað-
ur við að leikmáti Arnar fellur mjög
vel að barokktónlist, þar sem létt-
leika og skýra hendingamótun má
ekki afmá með ofnotkun pedalsins.
Þessu náði Öm vel og var leikur
hans mjög fallega útfærður að
þessu leyti, sérstaklega í öðru við-
fangsefni tónleikanna, enskri svítu
í a-moll.
Beethoven-sónöturnar voru
ágætlega leiknar þó þar gætti þess
að hin rómantíska ástríða og skap-
gerðareinkenni höfundarins ættu
ekki að öllu leyti samleið með túlk-
un Arnar, sem var nær yfirvegaðri
íhygli barokkmanna og klassískum
glæsileik en „strangt öguðu“
hömluleysi rómantíkurinnar. I As-
dúr sónötunni (op. 26) er söngurinn
ráðandi í tilbrigðakaflanum og er
t.d. erfitt að finna „réttan“ hraða.
í skersóinu leikur meistarinn með
sterkar andstæður í styrk og tón-
ferli og þar var leikur Arnar góður
þó ekki tækist sem best með sam-
stígu þríundimar frægu í b-kaflan-
um. Sorgarmarsinn á að vera
þungstígur en var það hraður hjá
Erni að gönguhraðinn var ekki %,
heldur%, þó hann að öðm leyti væri
í heild skýr og vandlega útfærður.
Síðasti kaflinn er þessi undarlegi
leikur meistarans með andstæður,
að á eftir þungbúinni sorginni slær
hann öllu upp í græskulaust og leik-
andi gaman.
í op. 109 var leikur Arnar nokk-
uð misjafn, sérstaklega er varðar
tilfinningalegar andstæður innan
hvers kafla verksins, t.d. í fyrsta
og þriðja þætti. Annar þátturinn,
„prestissimo“, var í heild ágætlega
leikinn og sömuleiðis hröðu tilbrigð-
in í þeim þriðja. Sem aukalag lék
Örn menuettþátt eftir Haydn, al-
deilis listilega fallega og trúlega
ætti Örn erindi nokkurt við Haydn
og Mozart, samkvæmt leik hans að
þessu sinni, sem í heild var góður
og yfirvegaður.
Athugasemd
í FRÉTT í Morgunblaðinu fyrir
nokkru, þar sem skýrt var frá
úrskrift stúdenta frá Fjölbrauta-
skólanum við Ármúla, láðist að
geta viðurkenninga sem einn
nemenda hlaut.
Sagt var að Halla Tómasdóttir
hefði fengið viðurkenningu fyrir
störf að félagsmálum. Það er rétt,
en niður féll hins vegar að hún fékk
einnig viðurkenningu fyrir námsár-
angur í íslensku, þýsku og ensku.
Sumarferð Varðar
laugardaginn 1. júlí
■ orsardalur
Sumarferð Lands-
álafélagsins Varðar
verðurfarin laugar-
daginn 1. júlí nk.
Lagt verður af stað
frá Valhöll kl. 08.00.
Áætlaður komutfmi er
kl. 19.30.
Ferðinni er heitið í Þjórsárdal. Fyrsti áfangastaður er Skálholt, þar sem drukkið
verður morgunkaffi og fræðst verður um þennan sögufræga kirkjustað. Því næst
er ferðinni haldið áfram yfir Iðubrú, upp í Þjórsárdal og snæddur hádegisverður
í Skriðufellsskógi. Þar mun formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson,
alþingismaður fyrir Suðurland, heilsa gestum og síðan mun aðalfararstjórinn,
Höskuldur Jónsson, forseti Ferðafélags Islands, lýsa staðháttum. Þar verður einn-
ig plantað 60 trjáplötnum til marks um stuðning sjálfstæðisfólks við land-
græðslu og gróðurvernd á 60 ára afmæli flokksins. A heimleiðinni verða skoðað-
ir ýmsir merkir staðir í Þjórsárdal og ferð haldið áfram niður í Land í Gunnars-
holt, en þar eru höfuðstöðvar Landgræðslu ríkisins. Þar verður drukkið síðdegi-
skaffi og mun Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, rekja sögu þeirra stórvirkja,
sem unnin hafa verið á sviði landgræðslu. Á leiðinni til Reykjavíkur verður ekið
um Óseyrarbrú. Áætlaður komutími til Reykjavíkur er kl. 19.30.
Aðalfararstjóri verður Höskuldur Jónsson, forseti Ferðafélags íslands.
Þátttakendur hafi allar veitingar meðferðis.
Miðaverð er kr. 1.600 fyrir fullorðna og kr. 600 fyrir börn 5-14 ára, frítt
fyrir börn yngri en 5 ára. Miðasala fer fram í sjálfstæðishúsinu Valhöll,
Háaleitisbraut 1, frá kl. 8-18 daglega.
Allar upplýsingar og miðapantanir í síma 82900. Tryggið ykkur miða tímanlega.
Stjórn Varðar.
Þessir bílar eru tilvalin lausn á
flutningaþörf flestra fyrirtækja og
einstaklinga.
MAZDA „E“ bílarnir hafa undanfarin
ár veriö vinsælustu bílar sinnar
gerðar hérlendis. Þeir eru sérlega
rúmgóöir, þýöir og léttir í akstri og
fást nú í 3 mismunandi geröum:
Lokaöir sendibílar, sendibílar meö
gluggum og sætum fyrir 6 manns
og pallbílar meö sætum fyrir 3.
Hægt er að velja milli bensín- eða
dieselvéla, sendibílarnir eru nú allir
með vökvastýri og fást
einnig meö aldrifi.
Viö eigum nú til afgreiðslu strax
nokkra af þessum frábæru bílum á
mjög hagstæöu verði,
eöa frá kr.
846.000
Hafið samband við sölumenn
okkar, sem veita fúslega allar
nánari upplýsingar.
F R Á M A Z D A