Morgunblaðið - 27.06.1989, Side 14
14
MORGUNBLÁÖIÐ ^kÍÍJjUtíACfUÍt 2t.-: 3ÖN? Ifijfo
SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN WORLD FISHING
Aukiii verðmætasköpun
með minnkandi tilkostnaði
Afturkippur á norðurhveli, hreyfing á því syðra
Sjávarútvegssýningin World Fishing í Bella Center í Kaup-
mannahöfn er sú sýning sem Islendingar leggja hvað mesta
árherzlu á. Sýningin er haldin á þriggja ára fresti og er ein
sú stærsta sinnar tegundar, reyndar líkt og World Fishing,
sem haldin er hér með sama millibili. Sýninguna að þessu
sinni einkenndi lægð í sjávarútvegi við Norður-Atlantshaf.
Aðsókn og þátttaka var að vísu góð, en marktækar fyrir-
spurnir af norðlægum slóðum voru mun minni en síðustu ár.
I samræmi við þessa stöðu beinast nýjungar og þróun í sjáv-
arútvegi sífellt meira að sparnaði, aukinni nýtingu og gæð-
um. Markmið allra er aukin verðmætasköpun, en minni til-
kostnaður.
Ásgeir Matthíasson verkfræðingur hjá Meka við slægingarvélina, sem
á sýningunni.
Aukin samvinna framleiðenda alls
kyns búnaðar og tækja fyrir sjávar-
útveg fer um leið vaxandi. Fyrir-
tækin vinna fremur saman að því
að ná árangri erlendis í stað þess
að keppast á mörgum vígstöðvum.
Innan vébanda Útflutningsráðs ís-
lands sameinuðust nú flest íslenzku
fyrirtækin og keppinautarnir Póls-
tækni og Marel vinna saman í aukn-
um mæli. Islenzk fyrirtæki vinna
einnig meira í samvinnu við erlend,
einkum hvað varðar heildarlausnir
af ýmsu tagi. Sjávarútvegur í Suð-
ur-Evrópu, Suður-Ameríku, Ástr-
alíu og á Nyja-Sjálandi hefur ekki
tæknivæðzt eins hratt og á norð-
lægari slóðum. Vegna þess verða
fyrirspurnir úr þessum heimshlut-
um nú meira árberandi en áður.
Heimavinnan mikilvæg
Bein sala eða samningar um
meiri háttar viðskipti eru ekki al-
gengir á sýningum sem þessum.
Gangur mála er fremur sá að menn
taka þátt í sýningunum, fyrst og
frest til að kynna vaming sinn, fyrst
til að láta vita af sér og síðar til
þess að fylgja eftir árangri af fyrri
sýningum, rækta sambönd við við-
skiptavini og afla nýrra og fylgjast
með keppinautunum. Auðvitað
kemur fyrir að samningar eru und-
irritaðir á sýningum, en það hefur
þá verið undirbúið með töluverðum
fyrirvara. Menn ganga ekki inn á
sýningu og kaupa vélar eða tæki
fyrir milljónir króna, nema hafa
kynnt sér þær vandlega áður. Vinn-
an fyrir og eftir sýningar skiptir
því miklu máli og vænlegar fyrir-
spumir eru einskis virði, sé heima-
vinnan á eftir ekki vandlega unnin.
Styrkir frá Iðnlánasjóði
Þátttaka í sýningum er kostnað-
arsöm, skiptir milljónum króna á
hvert fyrirtæki, sem er með bás og
tæki til sýnis. Því er mikilvægt að
vel takist til og vandað sé til verka.
Þar kemur Útflutningsráð Islands
til sögunnar svo og Iðnlánasjóður,
sem vinna með útflytjendum að því
að sem bezt takist til. Iðnlánasjóður
styrkir sýnendur með nálægt helm-
ingi kostnaðar og útflutningsráð sér
um sameiginlegt skipulag og kynn-
ingu af. ýmsu tagi. Mat á því hvert
rétt sé að taka þátt í sýningum sem
þessari er erfitt. Einkum með tiliti
til þess að sjávarútvegssýningum
fer nú mjög fjölgandi og geta verið
nokkrar á hveiju ári. Tæpast er
nauðsynlegt að vera með í hvert
skipti, en menn óttast að keppinaut-
urinn mæti og hafi fyrir vikið betur
í baráttunni um viðskiptavinina. Því
er hætt við að fyrirtækin teygi sig'
of langt, taki þátt í ofmörgum
sínum með of miklum tilkostnaði.
Margir viðmælenda okkar Morgun-
blaðsmanna töldu þessa sýningu
standa í of langan tíma og vera
opna of lengi á hveijum degi. Færri
dagar og styttri tíma dag hvern
hefði þjappað aðsókninni saman og
skilað sama árangri en minni kostn-
aði.
Afturkippur í þróunina?
Ennfremur vaknar sú spuming
hvort það sé rétt mat að leggja nú
mikla áherzlu á háþróaðan búnað
til hvers konar fiskvinnslu, sem að
miklu leyti miðast við það að spara
vinnuafl. Þjóðirnar við Norður-
Atlantshafið nota slíka búnað til
að draga saman launakostnað og
mæta minnandi aðsókn fólks í fisk-
vinnslu. Þessar þjóðir halda nú að
sér höndunum vegna erfiðrar stöðu.
Þær þjóðir, sem nú eru að hugsa
sér til hreyfings hvað varðar þróun
í sjávarútvegi, standa hinum langt
að baki. Þær þurfa ekki á vinnu-
sparandi tækjum að halda, þar sem
vinnuafl er nægilegt og kostar sára-
lítið. Feikileg vinna og fjármunir
hafa verið lagðir í þróun flókinna
tækja, sem suðrænar þjóðir svo sem
Suður-Ameríkumenn munu tæpast
kaupa í nánustu framtíð. Þjóðir á
norðurhveli munu ennfremur tæp-
ast festa kaup á slíkum búnaði
næstu misserin svo framleiðendum
virðist nokkur vandi vera á höndum
og líklega má vænta einhvers aftur-
kipps í þróun flókins tækjabúnaðar
fyrir veiðar og vinnslu á næstu
árum að minnsta kosti lítillar fram-
þróunar, því það eru kaupendurnir
sem greiða þróunarkostnaðinn að
mestu leyti.
Fyrirlestrar um íslenzka
þekkingu
Ljóst er að þátttaka íslendinga
á þessari sýningu skilaði árangri.
Það er tekið eftir framlagi íslend-
inga og þeir virtir fyrir þekkingu
sína á sviði sjávarútvegs. Útflutn-
ingsráð stóð fyrir röð fyrirlestra um
íslenzka þekkingu í sjávarútvegi og
voru þeir vel sóttir. Bárður Haf-
steinsson og Steinar Viggósson,
skipaverkfræðingar, fjölluðu um
endurbyggingu fiskiskipa og
nýsmíði, Dr. Grímur Valdemarsson,
forstjóri Rannsóknastofnunar fisk-
iðnaðarins, fjallaði um meðferð afla
um borð í fiskiskipum, Ingólfur
Skúlason, forstjóri Icelandic Freez-
ing Plants í Grimsby, fjallaði um
markaðsmál og þróun umbúða og
framleiðslu fyrir neytendamarkað
og Dr. Rögnvaldur Ólafsson frá
Háskóla íslands flutti erindi um
upplýsingasöfnun og framleiðsiu-
stýrikerfí fyrir frystihús. Allir fyrir-
lesararnir gáfu vinnu sína.
Umfjöllun sú, sem hér fer á eft-
ir, snýst fyrst og fremst um þátt-
töku íslendinga á sýningunni, en
fulltrúar Morgunblaðsins ræddu við
fulltrúa þeirra fyrirtækja, sem voru
með sýningarbása í Bella Center.
Pólstækni
„Við erum ánægðir með gang
mála hér. Við verðum auðvitað var-
ir við lægðina í sjávarútvegi við
Norður-Atlantshaf, en á móti kem-
ur aukinn áhugi úr suðri,“ sögðu
þeir Jónas Ágústsson og Ágúst
Ágústsson frá Pólstækni. „Ástralir,
Ný-Sjálendingar og Suður-
Ameríkumenn eru meira áberandi
en áður og Frakkar reyndar líka.
Menn sækjast í auknum mæli eftir
lausnum til að auka nýtingu og
gæði og ná fram sparnaði í vinnu-
afli og framleiðslukostnaði. í því
skyni er mikið spurt um heildar-
lausnir á sviði fiskvinnslu. Nú hafa
verið undirritaðir samningar um
sölu skipavoga um borð í þijú Port-
úgölsk skip og hugsanlega opnast
þar stór markaður fyrir flæðivogir
og samvalsvélar." Pólstækni sýndi
meðal annars flæðivogir, samvals-
vogir og svokallaða afvigtun (tékk-
vog) fyrir fiskiskip. Afvigtunin er
fyrir rækjuvinnslu og var sýnd á
bási danska fyrirtækisins Carn-
Morgunblaðið/Grímur Friðgeirsson
vakti hvað mesta athygli nýjunga
itech, en Pólsvogir eru meðal ann-
ars innan heildarlausna hjá því fyr-
irtæki og öðru, sem heitir Tecnodan.
Meka
Meka sýndi slægingar- og blóðg-
unarvél, sem nær innyflum fisksins
óskemmdum út. Með því móti er
vinnsla lifrarinnar möguleg og nýt-
ing fiskins verður um leið meiri.
Vélin er afkastamikil, vinnur á við
þijá, en aðeins einn þarf til að vinna
við hana. Jón Geirsson, sölustjóri
hjá Meka, segir að vélin hafi verið
reynd um borð í Ásbrini RE um
tíma og sannað getu sína. Nú sé
það málið að sannfæra mögulega
kaupendur um að vélin virki eins
og hún gerir. „Við höfum fengið
mikið af fyrirspurnum, en auk vél-
arinnar sínum við hér flæðilínur
fyrir ýmsar fisktegundir," segir Jón
Geirsson. „Það ræðst á næstu mán-
uðum hver árangurinn verður.“
Útflutningsráð
Bogi Sigurðsson er markaðsstjóri
fyrir vélar ogtæki hjá Útflutningsr-
áði íslands. Hann lét vel af gangi
mála, aðstaðan væri góð og aðsókn
sömuleiðis. „Hér eru 20 íslenzk fyr-
irtæki, þar af 12 á sameiginlegum
bás. Það er mun áhrifameira á sýn-
ingu sem þessari að fyrirtækin tengi
sig sem mest saman og kynni sig
sem eina heild, sé það mögulegt.
Sameiginleg móttaka í Tívolí tókst
einnig mjög vel. Gestir muna betur
eftir okkur, sjá að Islendingar
standa framarlega og þannig verður
minni fyrirtækjum einnig auðveld-
ara en ella að ná fótfestu erlendis.
Umtalsverður kostnaður er auðvit-
að samfara sýningahaldi af þessu
tagi. Hann skiptir milljónum fyrir
hópinn, en Iðnlánasjóður styrkir
DON’T LETTHE
ORANGE COLOURED
TRAWL DOORS
CONFUSE YOU
THE TRAWL DOORS
ARE THE ORIGINAL ONES
) J. Hinriksson Ud.
4
i
Á sýningarbás J. Hinrikssonar
hékk þetta veggspjald, þar sem
varað var við rauðgulum eftirlík-
ingum. Danskt fyrirtæki hefiir
byijað smíði á toghlerum, sem
svipar ákaflega til Poly-Ice-hle-
ranna frá Jósafat og þótti honum
því vissara að vara menn við.
íslenzku fyrirtækin myndarlega til
sýningarhaldsins. Þátttaka okkar
með sérstakan bás er auðvitað mik-
ilvæg fyrir kynningu á landi og þjóð
auk þeirra fyrirtækja og möguleika,
sem ekki eru beinlínis kynntir hér
á sýningunni. Þá er ánægjulegt að
sjá hve miklu betur íslénzku fyrir-
tækin starfa saman og má í því
efni nefna fyrri keppinauta, Póls-
tækni og Marel, sem eru saman á
bás og vinna nú töluvert saman.
Bæði fyrirtækin eru með merkileg-
ar nýjungar og sama má til dæmis
segja um Meka. Fyrirlestrar okkar
manna hafa einnig verið vel sóttir
af háttsettum mönnum innan sjáv-
arútvegsins og á það án efa eftir
að skila sér. Allir fyrirlesaramir
gáfu vinnu sína og verður fyrirlestr-
unum dreift, en mikið hefur einmitt (
verið beðið um það. Þessi áhugi
sýndi hve langt við emm komnir
og hve mikið álit menn hafa á kunn- (
áttu íslendinga," sagði Bogi.
Sæplast
„Menn hafa sýnt framleiðslu okk-
ar töluverðan áhuga, en kreppan í
sjávarútveginum hefur greinileg
áhrif á gang mála. Ástralir hafa
þó verið mjög áhugasamir og nú
er að vinna heimavinnuna. Það er
misjafnt hve fyrirspurnir skila sér
vel og hve fljótt. Á sýningunni hér
1986 sýndu menn frá Saudi Arabíu
kerunum mikinn áhuga, en það liðu
tvö og hálft ár áður en þeir keyptu
nokkuð. Útflutningur á erlenda
markaði, sem ekki hafa þekkt vör-
umar áður, er erfið og tímafrek
vinna, en hún getur skilað sér,“
segir Pétur Reimarsson, fram-
kvæmdastjóri Sæplasts á Dalvík. i
Kvikk
„Þetta gengur vel og mikið er 1
spurt um hausaklofningsvélina,“
sagði Bjarni Elíasson frá Kvikk sf.
„Tími okkar er að renna upp um
leið og áherzia á gjörnýtingu sjávar-
fangsins eykst. Spennandi hlutir
em að gerast í Kanada og Suður-
Ameríku. Fylkjastjómin í Kanada
hefur styrkt nokkur fyrirtæki þar
til kaupa á vélinni og sumir em
byijaðir á marningsvinnslu í fram-
haldi þess. National Sea Products
er með þrjár vélar í gangi, en fyrsta
vélin hjá þeim skilaði afurðum að
verðmæti um 350.000 dollarar og
í Skotlandi er eins vél sem hefur
framleitt fyrir 600.000 pund. í Suð-
ur-Ameríku fellur til óhemja af
nýtanlegum fiskhausum svo sem
af king klip. Þar er dæmi um fyrir-
tæki með 25 manns í vinnu við að
skera hausa og hefur það áhuga á
frekari nýtingu með kaupum á vél-
inni. Til þess að svo geti orðið þarf
að laga vélina að þessum hausum
og er nú verið að vinna að því að
svo geti orðið. Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins, Iðnlánasjóður og SH