Morgunblaðið - 27.06.1989, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 27.06.1989, Qupperneq 15
MORGUNBþAÐIÐÞRIÐJUDAGUR 27: ^ÚNÍ 1989 15 vinnur nú að því með okkur að koma upp fískborgaravinnslu með útflutning í huga og verður notað í þá ákveðið hlutfall af hausamam- ingi. Það gæti aukið nýtingu vem- lega og skilað miklum tekjum. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hefur unnið mikið fyrir okkur á þessu sviði og höfum við notið góðs af því.“ J. Hinriksson Jósafat Hinriksson lét vel af gangi mála. Á síðasta sýningardegi hafði hann gengið frá sölu á 7 hlerapörum, 30 til 40 tonn. Kaup- endur Poly-Ice hleranna era að mestu leyti Norðmenn, Færeyingar og Grænlendingar, en Jósafat segir að áhugi sé viða annars staðar. „í íjarlægum löndum er mikill áhugi á umtalsverðum kaupum og mun koma í ljós síðar hvort af þeim verð- ur. Auk þess hafa margir góðir við- skiptavinir komið hingað til að láta vita um ánægju sína með hlerana og það er auðvitað þægileg viður- kenning. Kannski er það þó mesta viðurkenningin að danskt fyrirtæki er farið að apa eftir hleranum mínum. Við því er lítið hægt að gera annað en vara menn við eft- irlíkingunni og fagna um leið viður- kenningunni á því að ég standi í fararbroddi í toghlerasmíði,“ sagði Jósafat. Hampiðjan „Sýningin hefur verið mjög góð fyrir okkur Hampiðjumenn. Til okk- ar hafa margir komið og mikið rætt um fiskveiðar af ýmsu tagi. Þær umræður' geta verið okkur gott veganesti í frekari þróun veið- arfæranna. Fyrirspuminr hafa borizt víða að svo sem Frakklandi, Finnlandi og Grænlandi og salan fylgir í kjölfarið. Hjá okkur er ýmis- legt í gangi, sem við vinnum úr við heimkomuna. Við eram líka að fylgjast með keppinautunum og mér sýnist við halda okkur í farar- broddi eins og áður. Ég hef ekkert séð hjá öðram, sem ógnar þeirri stöðu okkar, enda hafa viðbrögð sýningargesta verið mjög góð. Það kann að hljóma einkenni- lega, en hér sinnum við líklega að mestu leyti viðskiptavinum að heim- an. Það era hér um 400 íslendingar og svo stórum hópi náum við ekki saman heima. Að auki má nefna að við bjóðum hér á annað hundrað manns í veglega veizlu og era það nær eingöngu íslendingar. Þá vil ég geta þess, að Útflutningsráð á heiður skilinn fyrir frammistöðu sína. Starfsmenn þess hafa leyst mjög vel það, sem að þeim snýr,“ segir Gylfí Hallgrímsson,“ mark- aðsstjóri hjá Hampiðjunni. Marel „Þessi sýning gekk vel. Ég hef að vísu takmarkaðan samanburð við fyrrir sýningar, en hingað komu margir gamlir og nýir viðskipavinir okkar og áhugi á búnaði frá okkur er töluverður, Að vísu er deyfð meðal þjóðanna við Norður-Atlants- hafið vegna erfiðleika í sjávarútvegi ,þar, en þess meiri áhugi er úr suð- lægari löndum. Þar má til dæmis nefna Ástrali og Ný-Sjálendinga. Það er lítið hægt að tala um beina sölu á sýningum. Við voram hér fyrst og fremst til að láta vita af okkur, sýna hvað við höfum upp á að bjóða og afla okkur sambanda til að vinna að sölu að lokinni sýn- ingu. Við kynnum hér nýjan vöru- bækling; framleiðslustýringu, ýmis vinnslukerfí og skipavogir. Við vinnum á mörgum vígstöðvum og árangurinn á eftir að kom a í ljós. Þá er vaxandi samvinna fyrirtækja innan sjávarútvegsins mikið ánægjuefni og má í því tilefni nefna Marel og Pólstækni,“ sagði Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmda- stjóri Marels. Traust - verksmiðja Traust verksmiðja kynnti á sýn- Morgunblaðið/HG Hampiðjumennirnir Ingi Þórðarson og Gylfí Hallgrímsson létu vel af gangi mála. básinn, hannað af Kristjáni Kristj- ánssyni á Akureyri. Að sögn tals- manna hópsins náðist besti árangur samstarfsins til þessa er Kanada- menn stöðluðu fiskikassa sína og hófu notkun framleiðslu fyrirtælq- anna og síðan fylgdu breytingar á kanadísku toguranum sem Slipp- stöðin vann fyrir nokkram misser- um. Um árangur af þátttöku í sýn- ingunni í Bella Center, töldu þeir Quality menn að væri fyrst hægt að meta það að tveim áram liðnum, en þátttaka væri fyrst og fremst til að viðhalda samböndum, fá upp- örvandi fréttir frá ánægðum við- skiptavinum og einnig það sem ef til vill væri mikilvægast, að fylgjast með framleiðslu annarra fyrirtækja. Björgunarnetið Markús Markúsarnetið var með bás á íslenska sýningarsvæðinu, en netið hefur verið með á átta sýningum síðan í janúar mánuði síðastliðnum og þar af þrem í júnímánuði. Geysi- leg vinna hefur verið lögð í kynn-' ingu að undanförnu og virðist' árangur vera farin að skila sér. Hingað til hefur verið lögð höfuðá- hersla á atvinnusjómennsku, en nú hefur opnast leið inn á sportmark- aðinn til sjós, en hann er geysistór. Forráðamenn nokkurra af þekkt- ustu siglingakeppnum Evrópu hafa ákveðið að Markúsar netið skuli notað um borð í keppnisskútunum. Ein athyglisverðasta nýjungin er ef til vill það sem að fræðslumálum snýr, stórar stofnanir víða um heim sem sjá um fræðslumál þeirra sem sjó stunda, hafa í huga að setja Markúsar netið inn í fræðslukerfí sitt. Um beinan árangur af sýning- unni í Bella Center segir Pétur Th. Pétursson, forstjóri fyrirtækisins, að hann hafi verið talsverður, nokkrir sölusamningar hafí verið gerðir, sérstaklega við danska aðila. Mjög mikilvægt atriði telur hann það að vera með, láta vita af sér, því eftirhermur skjóta stöðugt upp kollinum, en áralöng reynsla fyrir- Morgunblaðið/HG Ágúst Ágústsson stendur við vogir frá Pólstækni, sem felldar hafa verið inn í rælguvinnslukerfi frá danska fyrirtækinu Carnitech. ingunni sprautusöltunarvél fyrir saltfisk, en 16 slíkar hafa þegar verið smíðaðar. Flestar þeirra era í noktun á íslandi, en nokkrar í Noregi. Traust verksmiðja hefur náð samningum um sölu og upp- setningu á fiskvinnslukerfí í tvö frystiskip frá Alaska, en þeim á að breyta úr rækjuvinnslu í bolfisk- vinnslu. Trausti Eiríksson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins segir það mjög gott að komast inn á þennan markað, en hann hefur alls unnið vinnslulínur um borð í 15 skip. Þá stendur Trausti í viðræðum við Sovétmenn og bindur vonir við sölu á hörpudiskiínu þangað. „Það er áhugi á búnaði frá okkur í Kanada og víðar. Við erum að vinna úr töluverðu af fyrirspumum og ýmis tilboð eru í gangi,“ segir Trausti. Quality Fishhandling Group Þijú fyrirtæki á Akureyri, hafa síðan 1980 verið í samstarfi við danskt og norskt fyrirtæki um markaðssetningu og sölu á fram- leiðslu sinni. íslensku fyrirtækin era Vélsmiðjan Oddi, . Plasteinangran sem heftir reyndar nýverið samein- ast Sæplasti frá Dalvík og Slipp- stöðin. Fyrirtækin fímm hafa notað nafnið Quality Fishhandling Group. Quality-hópurinn var með allstórt sýningarsvæði til hliðar við íslenska tækisins reynist ómetanleg í hinni hörðu samkeppni. Samey Fyrirtækið Samey úr Kópavogi sýndi á sameiginlega íslenska svæð- inu. Samey hefur einbeitt sér að því að bæta vinnuaðstöðu físk- vinnslufólks, og felst það meðal annars í framleiðslu á gegnumlýs- ingarlömpum. Ijósinu er beint frá augum skoðandans, en engu að síður gegn um fískflakið. Samey hefur einnig tekið að sér ýmis verk- efni fyrir önnur forystu fyrirtæki í framleiðslu tækja fyrir fískiðnað og er þar aðallega um að ræða stýri- tækni, en hún er nauðsynleg þar sem tengja á nútíma rafeindatækni og vélbúnað. Þorkell Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sameyjar, segir að sýningu þessa í Bella Center megi líta á sem vörukynningu og eins sé mikilvægt að taka þátt til að sjá hvað aðrir hafa að bjóða og einnig til að fá nýjar hugmyndir. Bátasmiðja Guðmundar Bátasmiðja Guðmundar Hafnar- firði sýndi á sérbás í sýningarhöll- inni. Básinn einkenndist af myndum frá siglingu Sómabátanna sem fyr- irtækið framleiðir, um ísland, Fær- eyjar og til Grænlands. Bátamir era úr trefjaplasti og komast í allt að 30 sjómílna hraða. Búið er að selja um 230 báta og erlendis hafa þeir verið seldir til Færeyja, Grænlands og Kanada. Það era fjögur fyrirtæki sem standa að byggingu bátanna auk Bátásmiðju Guðmundar, NORMX, Sjóvélar, DNG og Klettur. Að sögn talsmanna Bátasmiðju Guðmundar vakti mesta athygli þeirra á sýning- unni í Bella Center hversu margir gestanna vora frá fjarlægum lönd- um og hversu vel þeir virtust skoða hlutina. Léttir Léttir frá Egilsstöðum sýndi sjálfvirka beitingavél. Sænskir aðil- ar tengdir íslandi hafa tekið að sér að kynna vélina, en aðeins þarf einn mann til að vinna við hana. 5.000 öngla er hægt að beita og leggja á klukkustund og er nýting beitunnar á önglum milli 90 og 100%. At- hygli vakti að sænska fyrirtækið Profísh sem boðið hefur sjálfvirkar beitingarvélar og átti að vera á bás við hlið Léttismanna, hætti við þátt- töku á síðustu stundu og keypti Léttir og sænsku umboðsmennirnir básinn og höfðu þar af leiðandi gott pláss fyrir vélar sínar. Icecon Fyrirtækið Icecon sérhæfir sig í útflutningi á íslenzkri þekkingu og hefur tekið að sér verkefni víða um heim, meðal annars í Chile, á Grænlandi og Hjaltlandseyjum. Úflutningur á vegum fyrirtækisins nemur hundruðum milljóna króna. Icecon var með aðstöðu á sameigin- legum bás íslenzku fyrirtækjanna og var Sverrir Guðmundsson þar fyrir svöram: „Við tökum þátt í þessari sýningu til að sýna okkur og sjá aðra. Til að meta það í raun hvort við eigum erindi á sýningar sem þessar. Við höfum gert það sama á Boston Seafood, sjávaraf- urðasýningunni í Bandaríkjunum. Við metum framhaldið svo síðar. Hvað okkur varðar býst ég við því að bezt væri fyrir Icecon að sýna í tengslum við önnur fyrirtæki, sem hluti einhverrar heildarstefnu í út- flutningsmálum líkt og Danir gera. Stefna okkar íslendinga á þessu sviði hefur verið fremur tilviljana- kennd. Við höfum áhuga á því að kanna fleiri sýningar. Markaður okkar er fremur í fjarlægari löndum og því er spurningin hvort við þurf- um ekki að færa okkur nær mark- aðnum. Annars fannst mér gott streymi fólks í gegnum sýninguna, en fann af því litla peningalykt," sagði Sverrir Guðmundsson. Stálvinnslan Stálvinnslan í Reykjavík sýndi flokkunarvélar fyrir síld, makríl og skyldar físktegundir, en slíkar vélar hefur fyrirtækið selt til Danmerkur, írlands og Noregs í nokkrum mæli. Þá kynnti STAVA, eins og fyrir- tækið heitir á erlendri grandu, nýja flokkunarvél fyrir lifandi eldisfisk. Morgunblaðið hefur áður getið get- ið gangs mála hjá fyrirtækinu á sýningunni, en það hefur nýlega selt flokkunarvélar til Japans. Þrá- inn Sigtryggsson, framkvæmda- stjóri Stálvinnslunnar lét vel af sýn- ingunni og sagði hana vafalítið eiga eftir að skila fyrirtæki sínu árangri. Myndir og texti Hjörtur Gíslason og Grímur Friðgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.