Morgunblaðið - 27.06.1989, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1989
Dómur í máli dómsmálaráðherra gegn Magnúsi Thoroddsen;
Magnúsi Thoroddsen verði
vikið úr dómaraembætti
BORGARDOMUR Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að
með því að kaupa 2.160 flöskur af áfengi á kostnaðarverði hjá ÁTVR
árin 1987 og 1988, hafí Magnús Thoroddsen rýrt svo álit sitt siðferðis-
lega að hann megi ekki lengur gegna embætti hæstaréttardómara.
Hins vegar telja dómararnir, Friðgeir Björnsson, Steingrímur Gautur
Kristjánsson og Eggert Óskarsson, að ekki hafi verið heimilt að víkja
Magnúsi úr embætti um stundarsakir og svipta hann hálfúm launum
irá þeim tíma og þar til dómur var upp kveðinn.
Hér að neðan eru birtar í heild
niðurstöður dómsins en um málsatvik
hefur ítarlega verið fjallað í fjölmiðl-
um, allt frá því að það varð opin-
bert, þann 24. nóvember síðastliðinn.
Niðurstaða dómsins í
aðalsök
Af hálfu stefnda hefur því ekki
verið hreyft að vafi kunni að leika á
því að dómurinn sé til þess bær að
fara með mál þetta. Engu að síður
þykir ástæða til eins og málinu er
háttað að dómurinn geri sérstaka
grein fyrir afstöðu sinni til þess hvort
hann hefur lögsögu í málinu eða
hvort því beri að vísa frá dómi án
kröfu af öðrum ástæðum.
Ekki er að finna í lögum sér-
ákvæði um meðferð mála sem höfðuð
eru gegn hæstaréttardómurum til
vikningar úr embætti eða af öðrum
sökum. Engin ákvæði eru um að mál
gegn þeim skuli höfðuð fyrir sérstök-
um dómstóli á fynsta dómstigi eða
fyrir Hæstarétti. Mál þetta sætir því
réttilega almennri meðferð fyrir al-
mennum dómstólum.
Telja verður ótvírætt samkvæmt
1. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi
og skyldur opinberra starfsmanna
að lögin gildi um dómara, þar með
talda hæstaréttardómara, að því leyti
sem lög mæla ekki á annan veg og
aðrar reglur verða ekki leiddar af
ákvæðum stjórnarskrár eða öðrum
réttarheimildum.
Samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/1954
skal mál ríkisstarfsmanns sem hefur
verið veitt lausn um stundarsakir
fyrir meintar misfellur í starfi rann-
sakað af kunnáttumönnum eða fyrir
dómi að hætti opinberra mála, ef
ástæða þykir til.
Samkvæmt 12. tl. 2 gr. laga nr.
74/1974 um meðferð opinberra mála
fer fram eftir þeim lögum rannsókn
eftir sérstöku boði dómsmálaráð-
herra.
Ekki verður sagt að tilefni þess
að stefnda var veitt lausn um stund-
arsakir sé misfellur í starfí. Þegar
mál þetta var höfðað voru öll atvik
varðandi háttsemi stefnda, þá er mál
þetta snýst um, fullljóst og enginn
ágreiningur um staðreyndir að því
leyti. Önnur atvik málsins hafa, að
mati dómsins, verið nægilega upplýst
undir rekstri þess og verður ekki
talið að skortur rannsóknar standi
því í vegi að lagður verði efnisdómur
á málið. Samkvæmt 10. tl. 2. gr.
laga nr. 74/1974 um meðferð opin-
berra mála, fara mál til ákvörðunar
atriða samkvæmt VII. kafla al-
mennra hegningarlaga nr. 19/1940
eftir lögunum, þótt ekki sé jafnframt
krafíst refsingar. Meðal ákvæða VII.
kafla almennra hegningarlaga er
svohljóðandi ákvæði í 1. mgr. 68. gr.:
„Nú fremur opinber starfsmaður
refsiverðan verknað, og má þá í opin-
beru máli á hendur honum svipta
hann heimild til að rækja starfann,
ef hann telst ekki lengur verður eða
hæfur til þess.“
Því var að vísu hreyft af hálfu
stefnanda við aðalmeðferð málsins
að hann teldi háttsemi stefnda varða
við 139. gr. almennra hegningarlaga,
en á því er málsóknin þó engan veg-
inn byggð. Málið varð þannig ekki
höfðað að hætti opinbesra mála og
telst því réttilega höfðað sem al-
mennt einkamál hér fyrir dómi sam-
kvæmt 61. gr. stjórnarskrárinnar.
Samkvæmt 8. gr. starfsmannalag-
anna, sbr. 7. gr. og 28. gr. sömu
laga, virðist rétt að veita ríkisstarfs-
manni lausn að fullu, ef framkoma
hans eða athafnir í starfí eða utan
þess þyki ósæmilegar, óhæfilegar
eða ósamrýmanlegar starfínu. Þessi
regla gildir samkvæmt framansögðu
um hæstaréttardómara að svo miklu
leyti sem aðrar réttarheimildir mæla
ekki annan veg.
Samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 5 gr.
laga nr. 75/1973 um Hæstarétt Is-
lands er rétt að skipa þann einan
hæstaréttardómara sem fullnægir
almennum dómaraskilyrðum auk
þeirra sérstöku skilyrða sem talin eru
í lagagreininni.
Almennu dómaraskilyrðin eru tal-
in í 32. gr. laga nr. 85/1936 um
meðferð einkamála í héraði og er
óflekkað mannorð meðal þeirra.
Óumdeilt er í málinu að ákvæði þess-
arar lagagreinar eiga við hæstarétt-
ardómara.
Samkvæmt 3. mgr. 35. gr. laga
nr. 85/1936, sem ótvirætt á við um
héraðsdómara, víkur ráðherra dóm-
ara frá embætti um stundarsakir,
sem hann telur hafa misst hin al-
mennu dómaraskilyrði, eða gert sig
sekan um misferli í dómarastarfi, eða
rýrt svo álit sitt siðferðislega að hann
megi ekki lengur gegna dómaraemb-
ætti.
Hér kemur einvörðungu til skoð-
unar hvort hæstaréttardómara megi
víkja úr embætti á grundvelli fram-
angreinds ákvæðis vegna siðferðis-
brests, en um gildi þessa ákvæðis
að því er varðar frávikningu hæsta-
réttardómara um stundarsakir er
fjallað í úrlausn gagnsakar.
Fyrir gildistöku laga nr. 85/1936
giltu ákvæði Norsku laga frá 15.
apríl 1687, N.L. 1-5-1, um almennu
dómaraskilyrðin, en þar sagði m.a.
að dómarar skyldu vera heiðursmenn
og hafa óflekkað mannorð. Jafn-
framt voru ákvæði í kosningalögum
og ýmsum öðrum lögum um missi
réttinda vegna flekkaðs mannorðs.
Greint ákvæði Norsku laga var skýrt
svo að dómari teldist hafa fengið
blett á mannorð sitt ef hann hafði
verið dæmdur fyrir verknað sem tald-
ist svívirðilegur að almenningsáliti.
En auk þess var talin ástæða til að
gera strangari kröfur til dómara
þannig að hann gæti fyrirgert emb-
ætti sínu, þótt hann hefði ekki orðið
sannur að refsiverðu athæfí, ef hátt-
erni hans og áliti manna á honum
var svo farið að hann nyti með réttu
ekki þess trausts, sem dómarar verða
að hafa. Þessi skilningur hefur nú
lagastoð í 3. mgr. 35. gr. laga nr.
85/1936.
Samkvæmt þessu og eðli máls
verður óhjákvæmilega að líta svo á
að meðal almennra skilyrða til að fá
skipun í fast dómaraembætti sé, að
sá semskipun vill fá hafí ekki rýrt
svo álit sitt siðferðislega að hann
megi ekki gegna dómarastarfi.
Þessi regla gildir um héraðs-
dómara eins og að framan var lýst
og einnig um hæstaréttardómara
samkvæmt tilvísun 5. gr. laga nr.
75/1973 um Hæstarétt íslands um
að þeir skuli fullnægja almennum
dómaraskilyrðum. Af þessy leiðir
jafnfamt að hæstaréttardómara
verður samkvæmt 3. mgr. 35. gr.
laga nr.85/1936, sbr. 5 gr. laga nr.
75/1973, vikið úr starfi hafi hann
rýrt svo álit sitt siðferðislega að hann
megi ekki lengur gegna dómaraemb-
ætti og halda því.
Regla þessi er vísiregla sem mælir
hið siðferðislega ámælisverða athæfi
ólögmætt með því að láta það varða
embættismissi, enda þótt það varði
ekki öðrum viðurlögum. Ekki verður
talið að vísiregla þessi gangi lengra
í því að veita dómstólum svigrúm til
mats en heimilt er að stjórnlögum.
Óupplýst er með hvaða hætti þær
reglur um áfengiskaup á sérverði
sem um er deilt í málinu voru sett-
ar. Ekki er upplýst að þær hafí ver-
ið settar á grundvelli sérstakra laga-
heimilda, en helst að sjá að þær
hafi komið til fyrir ákvarðanir fjár-
málaráðuneytisins og séu því stjórn-
valdsákvörðun. Þá verður ekki séð
að reglurnar hafí verið birtar eða
kynntar á annan hátt. Engu að síður
verður að telja að reglurnar hafi
haft það gildi að þeir sem fengu
keypt áfengi á sérkjörum í skjóli
þeirra hafí haft til þess heimild enda
væri áfengiskaupunum haldið innan
réttra marka. Telja verður í ljós leitt
af gögnum málsins, þ.á.m. framburði
vitna, að framangreindar reglur hafi
verið þess efnis og þannig fram-
kvæmdar um langt árabil, að þeim
sem þær náðu til hafi verið heimil
kaup áfengis til einkanota, þ.á.m.
handhöfum forsetavalds. Hér ber
þess sérstaklega að geta að ríkis-
stjórn íslands ákvað árið 1971 að
heimild ráðherra og forseta Alþingis
til kaupa áfengis á sérkjörum til
einkanota skyldi afnumin, en engin
breyting var gerð á reglunum að því
er varðaði handhafa forsetavalds og
aðra þá er þær tóku til.
í reglunum var ekki að finna
ákveðin takmörk á því magni sem
samkvæmt þeim var heimilt að
kaupa, en þrátt fyrir það verður að
líta svo á að þeir sem reglurnar náðu
til hafi ekki getað nýtt heimildir þess-
ar takmarkalaust.
Hér er um forréttindi að ræða sem
fáir njóta og slík forréttindi hijóta
ætíð að vera vandmeðfarin. Þeim
sem þeirra nutu bar að gæta hófsemi
og velsæmis og hafa í huga virðingu
þeirra stofnana ríkisins sem þeir
voru í forsvari fyrir. Ekki verður
talið að við nákvæmari viðmiðunar-
mörk hafí verið að styðjast og ekki
var þess að vænta að starfsmenn
Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins
gætu leiðbeint í þessu efni, eins og
stefndi virðist hafa reitt sig á.
Stefndi keypti 720 flöskur af
áfengi árið 1987 og 1.440 flöskur
árið 1988 eða samtals 2.160 flöskur.
Fyrir það greiddi hann kr. 357.438,
en verð á sama magni í verslunum
Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins
var kr. 2.934.789 og er því mismun-
urinn kr. 2.577.342 eða kr. 112.058
fyrir hvern mánuð er stefndi var for-
seti Hæstaréttar.
í Ijósi þess sem að framan er rak-
ið verður að telja að áfengiskaup
stefnda hafi farið langt fram úr því
sem hæfilegt gat talist og samboðið
virðingu hans sem forseta Hæsta-
réttar og eins af handhöfum forseta-
valds.
Telja verður að stefndi hafí með
þessum áfengiskaupum rýrt svo
mjög álit sitt siðferðislega að hann
megi ekki lengur gegna dómaraemb-
ætti.
Samkvæmt þessari niðurstöðu ber
að víkja stefnda úr embætti dómara
við Hæstarétt íslands.
Niðurstaða dómsins í
gagnsök
Stefnandi í gagnsök, Magnús
Thoroddsen, hefur gert þá kröfu að
stefndi í gagnsök, dómsmálaráðherra
f.h. ríkisvaldsins, greiði sér kr.
388.477 með tilgreindum vöxtum.
Hér er um að ræða hálft kaup hæsta-
réttardómara í fjóra mánuði, en frá
1. janúar 1989 voru gagnstefnanda
greidd hálf laun. Gagnstefnandi ger-
ir því kröfu til að fá laun sín greidd
að fullu í þennan tíma.
Samkvæmt 3. mgr. 20. gr. stjórn-
arskrárinnar getur forseti Islands
vikið þeim frá embætti, er hann hef-
ur veitt það. í niðurlagsákvæði sömu
greinar er kveðið á um að með lögum
megd undanskilja ákveðna embættis-
mannaflokka auk embættismanna
þeirra sem taldir eru í 61. gr. stjórn-
arskrárinnar. Þar segir að þeim dóm-
endum, sem ekki hafi að auk um-
boðsstörf á hendi, verði ekki vikið
úr embætti nema með dómi.
Þessi stjórnarskrárgrein veitir
umboðsstarfalausum dómurum sem
gagnstefnanda þá vörn að fram-
kvæmdavaldið getur ekki vikið þeim
úr embætti án atbeina dómstóla. I
greininni er ekki sérstaklega fjallað
um vikningu um stundarsakir. Sú
skoðun hefur lengi verið almenn, að
þrátt fyrir ákvæði 61. gr. stjórnar-
skrárinnar gæti forseti íslands og
áður konungur samkvæmt eldri
stjórnarskrám vikið umboðsstarfa-
lausum dómara úr embætti um
stundarsakir.
Þar til mál þetta kom upp hafði
ekki reynt á þennan skilning og þeir
fræðimenn sem um efnið hafa fjallað
hafa lítt eða ekki rökstutt skoðanir
sínar.
Orðalagið að víkja frá á sam-
kvæmt almennri merkingu jafnt við
um lausn í bráð og lengd. Sá eðlis-
munur er þó á frávikningu til fullnað-
ar og frávikningar um stundarsakir
að síðarnefnda úrræðið er ekki neins
konar viðurlög við ámælisverðri hátt-
semi, heldur bráðabirgðaúrræði sem
gripið er til vegna rannsóknar eða
ef ekki þykir viðurkvæmilegt að opin-
ber starfsmaður, sem borinn hefur
verið alvarlegum sökum, starfi áfram
Grundvallarregla réttar-
fars brotin með dómnum
segir Magnús Thoroddsen
MAGNÚS Thoroddsen segir að
bæjarþing Reylg'avíkur hafi
með dómi sínum brotið þá
grundvallarregla réttarfars, að
þegar málsaðili uppfylli ekki
sönnunarskyldu beri að taka
mark á fiillyrðingum gagnaðila.
„Eg hélt því fram í málinu að
mér hefði verið heimilt að kaupa
áfengi til einkanota og engin tak-
mörk hafi verið í reglum um
áfengiskaupin á því magni sem
heimilt var að kaupa. Á þetta var
fallist í dómnum,“ sagði Magnús
Thoroddsen.
Magnús sagðist einnig hafa
haldið því fram að hann hefði í
einu og öllu hagað sínum kaupum
eins og aðrir menn, sem höfðu
samskonar fríðindi, hefðu gert
undanfarin ár og áratugi.
„Ég óskaði eftir því að dóms-
málaráðherra upplýsti hverjir
hefðu fengið áfengi á sérkjörum
og hvernig þeir hefðu hagað
sínum áfengiskaupum. Því neitaði
ráðherra alfarið og raunar var
slegið þagnarmúr utan um málið,
eins og Jón Steinar Gunnlaugsson
lögmaður minn sagði í málflutn-
ingnum.
Dómsmálaráðherra var sá eini
sem gat upplýst málið. Mér bar
ekki skylda til þess að sanna þetta
í málinu enda gat ég það ekki.
Og það er grundvallarregla í rétt-
arfari að ef sá sem hefur sönnunr-
skyldu fullnægir henni ekki, þá
ber að leggja til grundvallar full-
yrðingar gagnaðila. Þarna hefur
bæjarþing Reykavíkur í þessu til-
felli, þverbrotið þessa grundvall-
arreglu um sönnunarfærslu,“
sagði Magnús.
Hann sagði að dómur bæjar-
þingsins hefði valdið sér og lög-
manni sínum miklum vonbrigðum
enda hefðu þeir búist við annari
niðurstöðu. Því hefði hann falið
Jóni Steinari Gunnlaugssyni að
áfrýja málinu til Hæstaréttar þeg-
ar í gær.
Ljóst þykir að starfandi dómar-
ar Hæstaréttar munu víkja sæti
þegar þetta mál verður tekið þar
fyrir. Magnús sagði að hann
myndi ekki sætta sig við að dóms-
málaráðherra skipaði annan dóm,
þar sem dómsmálaráðherra væri
aðili að málinu, og því yrði stað-
gengill ráðherra að skipa dóminn.
Morgunblaðið/Einar Falur
Dóm bæjarþings Reykjavíkur í máli dómsmálaráðherra gegn Magnúsi Thoroddsen kváðu upp þeir
Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari, Friðgeir Björnsson yfirborgardómnari og Eggert
Óskarsson borgardómari.