Morgunblaðið - 27.06.1989, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1989
17
meðan mál hans er rannsakað þar
til úr því er skorið hvort hann heldur
starfi sínu.
Hér verður úriausn að velta á því
hvort efnisrök leiða til sömu niður-
stöðu um aðferðina til að-víkja dóm-
ara frá um stundarsakir annars veg-
ar og frávikningu til fullnaðar hins
vegar.
Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrár-
innar um þrígreiningu ríkisvaldsins
fara dómendur með dómsvaldið og
þeir skulu samkvæmt 1. málslið 61.
gr. stjórnarskrárinnar fara einungis
eftir lögunum í embættisverkum
sínum. Þeim ber að sýna fyllstu
óhlutdrægni í dómum og þeir mega
ekki láta undan neins konar þrýst-
ingi þannig að hallað sé réttu máli.
Akvæðum 61. gr. stjómarskrárinnar
virðist einkum ætlað að girða fyrir
að handhafar framkvæmdavaldsins
geti beitt dómara þrýstingi með hót-
un um frávikningu og tekjumissi eða
með frávikningu komið í veg fyrir
að dómari sem ekki er stjórnvöidum
að skapi vinni tiltekin dómaraverk.
Þessar efnisástæður sem bann 61.
gr. stjórnarskrárinnar um frávikn-
ingu án dóms byggjast á virðast eiga
bæði við vikningu til fullnaðar og
um stundarsakir.
Samkvæmt þessum rökum verður
að telja að ekki sé hægt að skerða
þá vörn sem greinin veitir umboðs-
starfalausum dómurum með setn-
ingu almennra laga um aðra aðgerð
við frávikningu um stundarsakir en
við frávikningu að fullu. Því verður
ekki talið, gegn ákvæðum 61. gr.
stjórnarskrárinnar, að 3. mgr. 35.
gr. laga nr. 85/1936 eða 7. gr. laga
nr. 38/1954 hafi að geyma heimild
framkvæmdavaldinu til handa til
þess að víkja umboðsstarfalausum
dómurum úr embætti um stundar-
sakir.
Sú nauðsyn sem kann að vera á
því að umboðsstarfalausum dómara
verði vikið úr embætti með svo skjót-
virkum hætti sem vikning ráðherra
getur verið þykir engan veginn geta
leitt til þess að 61. gr. stjórnarskrár-
innar verði skýrð svo að nauðsyn
víki ákvæðum greinarinnar til hliðar.
í því tilviki verður framkvæmdavald-
ið að sætta sig við að bera kröfu um
vikningu um stundarsakir undir dóm-
stóla, enda þótt gildandi réttarfars-
reglur kunni að hafa í för með sér
að sú leið sé seinfarin, þar sem sérá-
kvæði um skjóta meðferð slíkra mála
er ekki að finna í lögum.
Samkvæmt þessu verður talið að
frávikning umboðsstarfaiauss dóm-
ara um stundarsakir sé ekki heimil
nema með dómi.
Framangreind niðurstaða leiðir
sjálfkrafa til þess að hér á ekki við
9. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi
og skyldur opinberra starfsmanna,
sem kveður á um það að starfsmaður
njóti hálfra fastra launa er stöðu
hans fylgir á meðan lausn um stund-
arsakir stendur.
Niðurstaða dómsins í gagnsök er
því sú að gagnstefnandi hafi átt rétt
á fullum launum og ber því að taka
gagnkröfu hans til greina, en fjárhæð
hennar er óumdeild.
Rétt þykir að hvor aðili beri sinn
kostnað af rekstri málsins í báðum
sökum.
Dóm þennan kváðu upp Friðgeir
Björnsson, yfirborgardómari, Eggert
Óskarsson, borgardómari og
Steingrímur Gautur Kristjánsson,
borgardómari.
Dómsorð:
Stefnda í aðalsök, Magnúsi Thor-
oddsen, er vikið úr embætti dómara
við Hæstarétt íslands.
Stefndi í gagnsök, dómsmálaráð-
herra f.h. ríkisvaldsins greiði stefn-
anda í gagnsök, Magnúsi Thorodd-
sen, kr. 388.477 með 21,6% ársvöxt-
um af kr. 96.366 frá 1. janúar 1989
til 1. febrúar 1989, af kr. 193.335
frá þeim degi til 1. mars 1989, með
24% ársvöxtum af kr. 290.906 frá
þeim degi til 1. apríl 1989, en með
33,6% ársvöxtum af kr. 388.477 frá
þeim degi til 1. maí 1989 og með
áframhaldandi dráttarvöxtum sam-
kvæmt III. kafla vaxtalaga nr.
25/1987 frá þeim degi til greiðslu-
dags. Áfallnir vextir leggist við höf-
uðstól skuldar samkvæmt ákvæðum
12. gr. laga nr. 25/1987.
Málskostnaður í báðum sökum
fellur niður.
Friðgeir _ Björnsson
Eggert Oskarsson
Steingrímur Gautur
Kristjánsson
*
Halldór Asgrímsson dómsmálaráðherra:
Gerð krafa staðfest
í meginatriðum
„SÚ krafa sem gerð var er í meginatriðum staðfest með þessum
dómi, að öðru leyti en því að það er fallist á að greiða Magnúsi
full laun fram að þeim tíma er dómur fellur,“ sagði Halldór Ás-
grímsson dómsmálaráðherra þegar viðbragða hans við dómi í
máli Magnúsar Thoroddsen var leitað.
Ráðherra sagði að engin standa að skipun dómara í stað
ákvörðun hefði verið tekin um
hvort þeim þætti málsins sem féll
ríkinu í óhag yrði áfrýjað. Hann
sagði að beðið yrði álits Hæsta-
réttar á hæfi dómara þar, fyrrum
samstarfsmanna Magnúsar Thor-
oddsen í málinu áður en ákveðið
yrði með hvaða hætti ætti að
þeirra. Bent hefur verið á að þar
sem dómsmálaráðherra sé aðili
að málinu fyrir hönd ríkisvaldsins
hæfi ekki að hann skipi dómara
í stað þeirra sem kunna að teljast
vanhæfír vegna tengsla við Magn-
ús.
Aðspurður sagði Halldór Ás-
grímsson að engar fyrirætlanir
væru uppi, nú frekar en áður, um
að stefna öðrum en Magnúsi
Thoroddsen vegna áfengiskaupa
á kostnaðarverði. „Það má segja
að þessi dómur gefi tilefni til þess
að slíkt verði alls ekki gert, miðað
við forsendur dómsúrskurðar,"
sagði dómsmálaráðherrá.
Um það hvort dómurinn gæfi
tilefni til að endurskoða reglur
um áfengiskaup á kostnaðarverði
sagðist Halldór almennt telja að
reglur þyrftu að vera skýrar og
ótvíræðar. „Eftir að þetta mál
kom upp voru gerðar breytingar
á reglunum,“ sagði ráðherra.
„Eftir þær breytingar tel ég að
reglurnar séu skýrar, þótt alltaf
megi deila um hvemig slíkar regl-
ur skuli vera,“ sagði hann. „Hvort
dómurinn gefur tilefni til að enn
frekari breytingar verði gerðar
skal ég ekkert fullyrða um á þessu
stigi en ég tek mjög undir það
að þær séu afdráttarlausar."
Ráðherra sagði koma til greina
að afnema heimildir til áfengis-
kaupa á kostnaðarverði með öllu.
„Hér er um að ræða tilfærslur.
Það kemur út á eitt hvemig það
er gert.“ Hann sagði að sambæri-
legar reglur um kostnaðarverð
væru viðhafðar í flestum ná-
grannalöndum en sér þætti koma
til álita að færa það á útsölu-
verði. „En ég tel það ekki vera
aðalmál heldur það að reglurnar
séu skýrar og ótvíræðar," sagði
Halldór Ásgrímsson dómsmála-
ráðherra.
Hleðslur sem gefa görðum, svo og umhverfi fyrirtækja og Hæðarmismunur leysist auðveldlega með Stoðveggjaeiningum.
stofnana glæsilegt yfirbragð.
Stoðveggjakerfið leysir margvísleg vandamál á auðveldan hátt.
Horneiningar gefa mikla möguleika \'ið hinar ýmsu hleðslur.
Stoove
B.M. Vallá kynnir nýtt
kerfi steinsteyptra ein-
inga sem gefa garðinum
þínum stílhreint og
glæsilegt yfirbragð
Með Stoðveggjaeiningum færð þú
stílhreinan og fallegan garðvegg og
leysir hæðarmismun auðveldlega.
Einnig er hægt að útbúa stærri
blómaker með Stoðveggjaeiningum
svo og ýmsar aðrar skemmtilegar
hleðslur.
Stoðveggjaeiningarnar eru framleiddar
úr járnbentri, veðrunarþolinni
steinsteypu. Uppsetning er einföld og
festingar fylgja með.
akerfið
Óteljandi
möguleikar á útfærslum
Stoðveggjakerfið býður upp á ótæmandi
möguleika við lausn margvíslegra
vandamála við skipulagningu garða og
svæða í kringum einbýlishús, fjölbýlis-
hús, fýrirtæki, stofnanir o.s.frv.
Pantanasími er (91) 68 50 06.
Hafðu samband við okkur.við munum
með ánægju veita þér allar frekari
upplýsingar.
B.MVAHA"
| Steinaverksmiðja
Söluskrifstofa Breiðhöföa 3
Sími (91) 68 50 06
Aðalskrifstofa Korngörðum 1
104 Reykjavík
Sími (91) 680 600