Morgunblaðið - 27.06.1989, Síða 19
19
markmið Háskólans að efla starf-
emina, hins vegar markmið fjár-
málaráðuneytisins að skera niður
ríkisútgjöld og auka sparnað í
rekstri. Vonandi tekst að leysa
vandann árekstralítið.
í nýrri þjóðmálakönnun Félags-
vísindastofnunar Háskólans voru
viðhorf almennings til Háskóia Is-
lands könnuð svo og ímynd Há-
skóla íslands í samanburði við
nokkrar opinberar stofnanir. Um
90% fólks áaldrinum 18—75 ára
teija Háskólann vera vandaða
kennslustofnun og 78% eru ósam-
mála því að Háskólinn sé fílabeins-
turn eða lokuð stofnun sérfræðinga.
Almennt telur fólk að Háskólinn
gegni hlutverki sínu vel en að tengsl
Háskólans við þjóðlífið séu of lítil
og telja jafnframt ástæðu til að
kynna almenningi starfsemina bet-
ur en gert hefur verið.
Verulegt átak hefur einmitt verið
gert í jjví að kynna starfsemi Há-
skóla Islands á síðustu árum, með
opnu húsi árlega, með útgáfu Tíma-
rits Háskólans, með Rannsókna-
þjónustu og ekki síst með kynning-
armyndum í sjónvarpi, bæði með
kynningum á merkum háskóla-
mönnum og með kynningu á starf-
semi háskóladeilda. Á siðustu vik-
um hafa sex slíkar myndir verið
sýndar hjá Stöð 2 og vil ég þakka
forsvarsmönnum Stöðvar 2 sérstak-
lega fyrir góðan samstarfsvilja og
stuðning í þessari viðleitni Háskól-
ans. Viðbrögð almennings hafa ein-
mitt verið mjög örvandi því fólk
hefur almennt mikinn áhuga á
slíkum málum og vill frekari upplýs-
ingar eins og fram kom í þessari
þjóðmálakönnun. Eru fleiri slíkar
kynningarmyndir í undirbúningi
enda liður í þeirri viðleitni að veita
sem besta þjónustu.
Ágætu kandidatar. Háskóli ís-
lands fagnar með ykkur og fjöl-
skyldum ykkar langþráðum og
verðskulduðum áfanga er þið takið
við prófskírteini úr hendi deildarfor-
seta. Háskólinn hefur veitt ykkur
góða menntun, góða undirstöðu til
að byggja á en þið munuð halda
menntun ykkar áfram í lífsins skóla.
Við höfum leitast við að miðla ykk-
ur þekkingu og þjálfun en fyrst og
síðast hafið þið lært að vinna sjálf-
stætt. Þið vitíð bæði hvar og hvern-
ig þið getið stöðugt aflað nýrrar
þekkingar eftir síbreytilegum þörf-
um ykkar sjálfra og eftir framvindu
fræðigreinarinnar.
Kæri kandidat, þegar þú tekur
við nýju starfi þá væntir vinnuveit-
andi þinn faglegra vinnubragða og
vinnusemi, heiðarleika og trú-
mennsku. Þúátt að miðla af þekk-
ingu þinni og eldmóði, en með hóg-
værð og án drambs og yfirlætis.
Aðalsmerki hins menntaða manns
er einmitt víðsýni og umburðarlyndi
auk þeirrar þekkingar sem hann
Blomberq
Frystiskápar
120-308 lítra.
Einstaklega
hagstætt verð.
Góð greiðslukjör.
___________ffiá.____
Einar Farestveit&Co.hff.
BORQARTÚMI28, SÍM116995.
Laið 4 stoppar vlA dymar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUPAQUR 27. jýNÍ lj)89.
hefur aflað sér með námi sínu.
Fátt er hvimleiðara en hrokafulli
sérfræðingurinn sem skortir í raun
bæði víðsýni og umburðarlyndi.
Þess verður vænst, kæri kandi-
dat, að- þú beitir einnig kröftum
þínum, þekkingu og færni í þágu
samfélagsjns. Þú verður sjálfur að
taka til hendi og vinna að því að
móta það þjóðfélag sem þér er að
skapi. Ef þú vilt raunverulegt lýð-
ræði þar sem þú og nágrannar þínir
getið haft áhrif á þróun mála þá
verður þú að gera þér það ómak
að vera með í leiknum og leggja
þitt af mörkum. Ef þú vilt ekki fela
fámennum hópi í raun öll völd og
áhrif þá verður þú að vera virkur,
láta rödd þína heyrast og taka þátt
í þjóðmálabaráttunni, taka einmitt
þátt í starfi stjórnmálaflokkanna. í
skoðanakönnunum kemur æði oft
fram að stór hluti kjósenda er
óákveðinn, veit ekki hverjum hann
getur treyst.
Umhverfismálin ber nú oftar á
góma en áður, því ekki er lengur
um að ræða óspillta náttúru lands-
ins. Viðleitni landgræðslumanna
megnar ekki að stemma stigu við
landeyðingunni, hafið umhverfis
Iandið mengast í vaxandi mæli
vegna okkar eigin hirðuleysis og
vegna nágranna okkar á plánetunni
Jörð, loftið hér í Reykjavík mengast
meir ár frá ári og matvælin okkar,
hvort heldur þau koma úr garðinum
eða úr sláturhúsinu þarfnast einnig
nákvæmara eftirlits.
Þegar við ferðumst um megin-
land Evrópu þá dáumst við að görð-
um og gróðri inni í stórborgunum,
hvort heldur í París, London, Múnc-
hen eða annars staðar. Það voru
framsýnir menn sem skipulögðu
þessa garða og gáfu borgunum líf,
gáfu íbúunum tækifæri til að njóta
þessara garða um ókomnar aldir.
Þegar þið akið um Suðurgötu þá
getið þið fylgst með því hvernig
Háskóli íslands er að breyta mal-
biki og möl Melavallar í gróðursæl-
an völl, þar sem tré og runnar
munu jafnframt gleðja augað. Fyrir
einum áratug voru uppi óskir og
áætlanir um að byggja þéttar við
Háskóla íslands, tillögur um að rífa
upp Skeifuna og gjörbreyta þessu
andliti Háskólans sem Skeifan og
Aðalbyggingin mynda. Var hætt
við þessi áform en það sem nú vant-
ar er meiri gróður í Skeifuna en
ekki steinsteypu. Verða tré og runn-
ar og annar gróður settur þar niður
á næstu árum því það er helsta
vörnin gegn slíkri ásókn.
Kæru kandidatar, ég vona að þið
gefið þessum málum gaum. Dag
hvern er verið að móta umhverfi
ykkar og barna ykkar. Sýnið þess-
um málum áhuga. Það varðar ykk-
ur miklu hvernig umhverfi ykkar
verður í framtíðinni. Það var mikið
lán að Reykjavíkurborg hætti við
að leggja hraðbraut um Elliðaárdal
en þar eru nú skógi- og kjarrivaxn-
ar eyrar og friðsæit og fagurt um-
hverfi, sem ég hvet ykkur til að
njóta. Skal þá engan undra að það
skyli vera andstaða gegn því að
leggja Fossvogsdal undir hraðbraut
en þar er skjólsælt og tök að skapa
friðland fyrir framtíðina við hjarta
Reykj avíkurborgar.
Ágæti kandidat, hugleiddu sjálf-
ur hvernig lífi þú vilt lifa og í hvern-
ig umhverfi. Þú verður sjálfur að
leggja þig fram til að skapa þín
lífskjör, þitt stjórnarfar, þitt um-
hverfi. Þú ert ábyrgur fyrir börnum
þínum og framtíð þeirra. Þú hefur
í senn frlesi og skyldur til að vera
virkur og baráttufús í mótun þess
þjóðfélags og þess umhverfis sem
þú vilt búa börnum þínum.
í prentaðri dagskrá þessarar há-
tíðar eru þessi tvö erindi: „Ég vil
elska mitt land“_ og „Ég vil frelsi
míns lands“, úr Íslandsvísum Guð-
mundar Magnússonar sem við mun-
um syngja með Háskólakórnum í
lok þessarar hátíðar.
Vona ég að þið íhugið og takið
undir þessi orð skáldsins, að þið
verndið og auðgið landið og tryggið
jafnframt frelsi og farsæld þjóðar-
innar.
Þið sáuð hér áðan lýst kjöri heið-
ursdoktors, þið sáuð hvernig Há-
skóli íslands „lagði heiðursins krans
að höfði þess manns“ sem hann
vildi sýna þann mesta sóma sem
hann getur sýnt nokkrum manni
fyrir framlag hans til vísinda, fræða
og framfara í þágu íslensku þjóðar-
innar. Háskóli íslands hefur í dag
heiðrað Jóhannes Nordal öðru sinni
með heiðursdoktorsnafnbót en slíkt
er fágætt.
Komið er að kveðjustund. Há-
skóli íslands árnar ykkur og fjöl-
skyldum ykkar heilla og farsældar
í framtíðinni og þakkar ykkur sam-
starfið. Guð veri með ykkur.
FKsadagar.
Notaðu tækifærið! Allar flísar
Fagurt umhverfi bætir mannlífið!
HÚSA
SMIÐJAIM
SKÚTUVOGI 16 SÍMI 687700
á feikigóðu verði þessa viku. Efni, áhöld og góðar hugmyndir.