Morgunblaðið - 27.06.1989, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. J.ÚNÍ 1989
catffaM/b
Bílslysið í Chappaquiddick 1969:
t «
? «
Hylmdu yfir Kennedy til að
bjarga stjómmálaferli hans
neLp -rHe c\\iLARe9 5mLe,
Hjálpum börnunum
að brosa!
ALÞJÓÐLEG TEIKNIMYNDASAMKEPPNI
Bresk hönnunarfyrirtæki í samvinnu við Svissneska
Rauða Krossinn hefur beytt sér fyrir alþjóðlegri teikni-
myndasamkeppni meðal 7-14 ára barna um allan heim.
Tilgangurinn er að safna fé til hjálpar börnum í Súdan.
Leitað er eftir góðum hugmyndum um fyndnar persónur
eða dýr eins og í teiknimyndasögunum.
Hér er því um að ræða teikningar sem fá fólk til að brosa.
„Hjálpum börnunum að brosa“
(fáum börnin til að brosa)
eru slagorð sem nefnd hafa verið fyrir keppnina.
Bestu teikningunum verður safnað saman í bók og
hún seld til ágóða fyrir hjálparstarfið í Súdan sem
framkvæmt er af Alþjóða Rauða Krossinum.
Teikningarnar eiga að vera í stærðinni A4, á hvítum
pappír annað hvort í lit eða svart/hvítar.
Texti má fylgja teikningunum en best er teikningar
sjálfar tala sínu máli.
Teikningunum skal skilað fyrir 1. ágúst 1989 til:
Rauði Kross íslands,
Alþjóða teiknimyndasamkeppnin
Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Oddsson á skrifstofu
RKÍ í síma 26722 frá kl. 8.00-16.00 virka daga.
New York. Reuter.
LESLIE Leland, formaður kviðdóms í Bandaríkjunum, sagðist á
sunnudag hafa reynt að rannsaka þátt öldungadeildarþingmannsins
Edwards Kennedys í bílslysi í Chappaquiddick, sem kostaði unga
konu Iífið árið 1969, en hylmt hefði verið yfir með þingmanninum til
að bjarga stjómmálaferli hans.
Leland sagði í samtali við frétta-
ritara Reuters að dómari hefði til-
kynnt sér sem formanni kviðdóms-
ins í Vineyard Haven þegar slysið
átti sér stað að hann mætti ekki
kalla lykilvitni fyrir dóminn.
Ung kona í starfsliði Kennedys,
Mary Jo Kopeche, lést er bifreið
hans var ekið út af brú á eyjunni
Chappaquiddick árið 1969 eftir að
þau höfðu verið í samkvæmi. Ed-
ward Kennedy, bróðir John F.
Kennedys forseta, yfirgaf slysstað-
inn á meðan konan var föst í bílnum.
Leland sagði að skömmu eftir
slysið hefðu lögreglustjóri og sak-
sóknari staðarins sagt sér að slysið
í Chappaquiddick hefði „aðeins ver-
ið slys og að ekki væri þörf á því
að rannsaka málið“. „Þeim var að-
eins umhugað um að bjarga stjórn-
málaferli Kennedys og vildu hylma
yfir með honum,“ sagði Leland.
Réttarrannsókn fór fram og engar
ákærur voru birtar. „Það eru tvenns
konar reglur sem gilda; annarsveg-
ar fyrir auðuga stjórnmálamenn og
hins vegar fyrir hinn almenna borg-
ara,“ bætti Leland við.
Leland sagðist hafa þagað um
málið í tuttugu ár vegna ótta við
að sér yrði refsað. „Saksóknarinn
varaði mig við því að tala um mál-
ið og þegar menn eru undir slíkum
þrýstingi og vilja vemda fjölskyldu
sína og fyrirtæki sitt missa þeir
kjarkinn," sagði hann.
„Ég hef mikla samúð með Kop-
eche-fjölskyldunni. Hún hefur mátt
þola margt allan þennan tíma. Dótt-
ir þeirra lést og menn kærðu sig
kollótta um allt nema stjórnmála-
feril Kennedys," bætti Leland við.
Nýr sendiheira Víetnams á íslandi:
Aukið frelsi forsenda
efiiahagsumbóta
NÝR sendiherra Víetnams á ís-
landi, Nguyen Dunh Phuong, hef-
ur verið hér á landi og afhenti
forseta íslands, Vigdísi Finn-
bogadóttur, trúnaðarbréf sitt á
fimmtudag. Phuong hefur aðset-
ur i Stokkhólmi. Er blaðamaður
Morgunblaðsins ræddi stuttlega
við nýja sendiherrann kom fram
að miklar breytingar hafa verið
gerðar á efnahagssteihunni í
TUDOR
FÆRAVINDU - RAFGEYMAR
Tilboðsverð á hinum
geysivinsælu TUDOR rafgeymum,
Takmarkaðar birgðir.
TUDOR rafgeymir með 9 líf.
Umboðsmenn um land allt
BÍLDSHÖFDA 12 s: 680010
Víetnam undanfarin ár. Um-
fangsmiklu niðurgreiðslukerfi
verður varpað fyrir róða. Stefnt
er að því að hverfa frá miðstýrð-
um búskap og láta markaðinn,
framboð og eftirspum, ákveða
verð á vöram og þjónustu; tala
mætti um blandað hagkerfi sem
markmið. Áður var lögð oftirá-
hersla á ríkisrekstur og frum-
kvæði einstaklinga heft með ýms-
um hætti. Sljómvöld telja sig
hafa sannreynt að raunveruleg-
um efhahagsumbótum verði ekki
hrint í framkvæmd án þess að
auka frelsi og lýðræði og fólki
leyfist nú að gagnrýna embættis-
menn.
Phuong sagði víetnömsku stjórn-
ina bjartsýna á að efnahagsþróunin
yrði hröð í landinu ef lausn fyndist
á Kambódíudeilunni og Vesturveldin
hættu þar með að einangra Víetnam
á alþjóðavettvangi.
Sendiherrann sagði erfitt að bera
saman umbótastefnuna í landi sínu
og umbætur Míkhaíls Gorbatsjovs í
Sovétríkjunum; allar aðstæður væru
svo gerólíkar. Aðspurður um andóf
gegn stjómvöldum sagði hann að
ekki væri um slíkt að ræða, hvorki
einstaklinga né hópa.
Spurt var hvort fjölflokkakerfi á
borð við það sem ungverskir komm-
únistar hyggjast leyfa á næsta ári
gæti orðið raunhæfur möguleiki hjá
Víetnömum í næstu framtíð. Phu-
ong sagðist ekki vilja segja neitt
um þróunina í Ungveijalandi þar
sem hann vissi ekki nógu mikið um
hana en taka yrði tillit til aðstæðna
í hveiju landi fyrir sig. Spumingin
um eins- eða fjölflokkakerfi væri
ekki mikilvæg; ef fólk teldi stjórnina
hafa bmgðist myndi það láta það í
ljós. Sinna yrði réttlátum kröfum
um frelsi og lýðræði þegar þær
kæmu fram, annars gæti illa farið.
Sendiherrann sagði Víetnama
ekki hafa tekið afstöðu með eða
móti Pekingstjóminni í deilum henn-
ar við andófsmenn en harmaði að
Morgunblaöið/Sverrir
Nguyen Dinh Phuong, sendi-
herra Víetnams.
til blóðsúthellinga skyldi koma.
Víetnamar væru að sjálfsögðu ekki
hrifnir af því ofbeldi sem beitt hefði
verið en valdabaráttan í Kína væri
mál landsmanna sjálfra. Talsmaður
víetnamska utanríkisráðuneytisins
hefði lýst yfir þessari stefnu Víet-
namstjómar. Bandarískar frétta-
stofur hefðu mistúlkað yfirlýsing-
una sem stuðning við Pekingstjóm-
ina en sendiherrann tók fram að
víetnamskir fjölmiðlar hefðu skýrt
hlutlaust frá atburðunum og rakið
kröfur kínversku stúdentanna um
lýðræðisumbætur. Sendiherrann
taldi ólíklegt að atburðimir í Kína
myndu hafa bein áhrif á samskipti
Víetnama og Kínveija.
Phuong sendiherra sagðist von-
góður um að friður kæmist á í
Kambódíu en Víetnamar hafa heitið
því að flytja síðustu hermenn sína
frá landinu í september á þessu
ári. Hann taldi nýlegar viðræður
Norodoms Sihanouks og Huns Sens,
sem er leiðtogi leppstjómar Víet-
nama í Pnom Penh, lofa góðu.
Mögulegt væri að Rauðu khmerarn-
ir sættu sig við friðsamlega lausn
ef Kínveijar hættu vopnastuðningi
við þá. Auk þess hefðu Tælendingar
nú lokað aðflutningsleiðum til
khmeranna um land sitt og því fok-
ið í flest skjól. Ekki mætti gleyma
því að baráttuandi hersveita khme-
ranna væri þverrandi; verulegur
hluti liðsins væri unglingar úr flótta-
mannabúðum sem þvingaðir hefðu
verið til þjónustu.
BOSCH
GERIÐ VERÐSAMANBURÐ
varist eftirlíkingar
BRÆÐURNIR
ORMSSONHF
Lágmúla 9, sími: 38820