Morgunblaðið - 27.06.1989, Side 26

Morgunblaðið - 27.06.1989, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1989 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JUNI 1989 27 fHtrgminM&Mí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Hlutverk kirkjunnar A Islandssagan er stutt þegar litið er til veraldlegra valda í höndum landsmanna sjálfra. Hún verður hins vegar lengri þegar hugað er að kirkjulegum völdum, því að það var árið 1056 sem fyrsti biskupinn á íslandi kom til sögunnar, ísleif- ur Gissurarson, kaþólskur bisk- up í Skálholti. Réttum 50 árum síðar varð Jón Ögmundsson fyrstur manna kaþólskur bisk- up á Hólum. Árið 1801 breytt- ist þessi skipan og þá varð Geir Vídalín fyrstur manna biskup yfir öllu íslandi í lút- erskum sið en frá siðaskiptum fram til þess tíma sátu biskup- ar bæði í Skálholti og á Hólum en frá miðri síðustu öld hefur biskup haft aðsetur í Reykja- vík. Herra Ólafur Skúlason sem var settur inn í biskupsembætti á sunnudaginn er tólfti maður- inn sem er biskup yfir öllu Is- landi frá 1801. Hlutur kirkjunnar og þeirra sem farið hafa með forræði hennar verður aldrei ofmetið í íslandssögunni. Nú á tímum efnishyggju og alls kyns ver- aldarvafsturs gleymist þetta hlutverk oft eða menn meta það ekki að verðleikum. Allt er lagt að jöfnu og fáir hafa djörfung til að gera skýran mun á því sem skiptir máli og hinu sem er lítils eða einskis virði. Fyrir bragðið snýst hugurinn of mik- ið um hið smávægilega. Hinn nýi biskup vék einmitt að þessu í ræðu sinni í Dómkirkjunni á sunnudag, þegar hann sagði: „Hverfi leyndardómurinn og hið óskýranlega, þá verður allt hversdagslegt. Og mun það ekki vera minnst af böli sam- tímans, að slétt gerist allt, svo að hæðir hverfa, þegar ekkert kemur á óvart. Allt er flutt inn í stofu til manns, fjarlægir heimshlutar og það atferli manna, sem fyrr hefði ekki þótt við hæfi að leiða hvern sem er til að vera vitni að. Leyndar- dómur gærdagsins verður krafa morgundagsins og lær- dómum kynslóða í hógværð og hikandi framförum er drekkt í ofsagangi og flóðbylgjum til- litslausra fjölmiðla. Þannig fer helgin fyrir lítið, helgi lífs og helgi köllunarinnar og þar með virðingin fyrir honum, sem einn er heilagur, svo að lotningin fyrir hátign hans hverfur. Allir verða þá jafnir honum, með því að leitast er við að draga hann niður, þar sem múgur gerir allt hversdagslegt og hógvær rödd hrópandans er jafn gleymd í eyðimörku sem á torg- um samtímans. Það er þess vegna ekki minnsta hlutverk kirkjunnar að veita hjálp and- spænis slíku syndaflóði, sem drekkir öllu, þegar helgin hljóðnar og lotningin glatar eðlilegri túlkun.“ Undir þessi orð skal tekið um leið og nýjum biskupi er árnað heilla í forystustarfi sem á sér djúpar rætur í íslenskri sögu og byggist á merkustu arfleifð mannsins. Hlutur Há- skólans Háskóli íslands á sér ekki jafn langa sögu og kirkj- an. Hins vegar voru biskupsset- ur fortíðar mennta- og háskólar þess tíma. Sigmundur Guð- bjarnason háskólarektor vék að stöðu Háskólans í ræðu á háskólahátið á laugardag og minnti á, að í nýrri þjóðmála- könnun félagsvísindastofnunar skólans hefði komið fram að 90% fólks á aldrinum 18-75 ára telja Háskólann vandaða kennslustofnun og 78% eru ósammála því að Háskólinn sé fílabeinsturn eða lokuð stofnun sérfræðinga. Háskólinn getur vissulega vel við þessa afstöðu almennings unað. I henni felst ekki aðeins viðurkenning held- ur einnig vænting um að há- skólastörf reynist þjóðinni heilladijúg. Þegar háskólarektor kvaddi kandídata minnti hann þá á, að þess væri vænst að þeir beittu kröftum sínum, þekk- ingu og færni í þágu samfé- lagsins. Hann hvatti þá einnig til að verða þátttakendur í lýð- ræðislegum stjórnarháttum og sagði: „Ef þú vilt ekki fela fá- mennum hópi í raun öll völd og áhrif þá verður þú að vera virkur, láta rödd þína heyrast og taka þátt í þjóðmálabarátt- unni, taka einmitt þátt í starfi stjórnmálaflokkanna." Hvatn- ing af þessu tagi hljómar ekki oft. Hún er hins vegar brýn áminning, ekki aðeins til há- skólaborgara, heldur til okkar allra um að það er undir okkur hveiju og einu komið í hvemig þjóðfélagi við búum. > * Herra Olafiir Skúlason biskup yfír Islandi: Undur og undirbúningur Biskuparnir, herra Petur Sigur- geirsson og herra Olafur Skúla- son, útdeildu brauði og víni til safnaðarins. A meðan flutti Dóm- kórinn „Ég hef augu mín til fjall- anna,“ eftir Þorkel Sigurbjöms- son. að lotningin fyrir hátign hans hverfur. Allir verða þá jafnir honum, með því að leitazt er við að draga hann niður, þar sem múgur gerir allt hversdagslegt og hógvær rödd hrópandans er jafn gleymd í eyði- mörku sem á torgum samtímans. Það er þess vegna ekki minnsta hlutverk kirkjunnar að veita hjálp andspænis slíku syndafióði, sem drekkir öllu, þegar helgin hljóðnar og lotningin glatar eðlilegri túlk- un. Með þetta í huga, er guðsþjón- ustan, messan miðlæg og dælir hjartablóði lífs til safnaða og ein- staklinga, til þess að kirkjan verði eins og önnur Örk og forði frá ofsabylgjum og ógnarsjóum. Glati fólk — og kristnir menn jafnvel iíka — tilfinningu fyrir synd sinni, sem birtist m.a. í sjálfs- elskunni og sjálfstraustinu, svo að ekki gerist þess þörf að biðja um fyrirgefningu, hvað þá að kné séu beygð í lotningu, þá er verið að loka himnum með því að skella á hann, sem flytur náðarboðskapinn og er náðin sjálf, frelsarann Jesúm Krist, sem veitir fyrirgefningu og kveður til fylgdar. En þó að undrið fylgi frásögn Lúkasar, þá felst líka í henni skýr- skotun til undirbúnings og krafan um að standa rétt að verki. Til þess voru lærisveinar kvaddir til farar og samfélags, að þeir gætu síðar haldið svo áfram, sem frels- arinn leiddi þá fram og kenndi og miðlaði. Þeim hluta má kirkjan heldur aldrei gleyma og sé hann vanræktur er mikil vá fyrir dyrum. Ekki sízt núna, þurfum við að vita, hvað við eigum dýrmætast og hvað gerir okkur sérstök. Kirkjan þarf að fræða um sjálfa sig eins og um herra sinn og um kenningar sínar og lærdóm. Hún þarf að hafa efni í aðgengilegu formi, sem laðar fólk til frekari kynningar. Og við megum ekki láta sögu okkar rykfalla né kenninguna gleymast í einangrun afskiptaleys- isins, þegar sú blekking er nær- tæk, að eitt sé jafngott öðiu, svo að litlu máli skipti um trú og trúar- skoðanir. Ekki sízt nú ætti þetta að vera brennandi hvatning. Við sjáum í nálægð en engum fjarlægum hill- ingum þúsund ára afmæli kristni á Islandi. Sá atburður á helgum Þingvöllum fyrir næstum þúsund árum varðveitir þættina báða, sem hér hefur verið fjallað um, undrið og undirbúninginn. Enginn þarf að láta sér detta í hug, að ekki hafi átt sér stað sam- tal og ekki hafi verið lögð á ráðin, áður en Þorgeir lagðist undir feld. Stjórnmálamenn voru saman- komnir og kunni þeir eitthvað öðr- um fremur er það að bera saman bækur og leita leiða hins mögulega út úr ógöngum. En undrið hefur líka átt sér stað, hugljómun 'og köllun, sem var hlýtt. Hið sama þurfum við að ástunda og kasta ei höndum til undirbúnings. Ekki aðeins að minnast merks ártals löngu liðins atburðar og þeirrar sögu, sem Hér birtist í heild ræða nýs biskups við biskupsinnsetningu 25. júní 1989 í Dómkirkjunni: Guðspjall Lúkas 5, 1-11. „Legg þú út á djúpið“, sagði frelsari manna við Símon Pétur. Sjálfur var hann ekki fiskimaður, smið köllum við hann og það hefur hann verið. Reyndur í þeim störfum og ugg- laust skilað þeim vel, eins og hveiju því öðru, sem hann kom að á lífsleiðinni. Símon var fiski- maðurinn, og sem slíkur þekkti hann hvern hyl og vissi, hvernig straumar lágu. Fór því nærri hvar fiskur héldi sig á mismunandi tímum sólar- hrings og vafalaust aflakló. í það minnsta ætlum við það. Svo er hann metinn og í hávegum hafður á því sviði, sem fylgdi þeim mikla afla, sem Lúkas skýrir hér frá. En nú lýtur fiskimaðurinn þrautþjálfaði boðum trésmiðsins og getur þó ekki stillt sig um að benda á það, að lítt hafi nú aflazt fram að þessu og eins og megi lesa milli lína eða jafnvel heyra í rómi hans, að ekki vænti hann mikils af einni tilraun enn. Og þó lætur hann það eftir. Hann leggur út og kastar netum sínum og fyllir báta. En hvemig sá Jesús fiskmergðina? Hvaðan kom honum innsýn í strauma og iðuköst, líklegustu mið og mögu- leika að fylla báta? Því svarar ertginn. Hitt vitum við, að það eru ekki aðeins fermingarbörn, sem vilja miklu frekar beygja sig undir und- rið og telja Jesú hafa sé allt fyrir og ákveðið í huga sér, að svo verði, sem vildi hann. Finnst það eðlilegra, heldur en að hann hafi orðið að sæta því, sem okkur er. sjálfsagt, að vænta því aðeins ár- angurs, að skipulega sé að öllu staðið og undirbúningur í sam- ræmi við von um árangur. Og þeir sem þannig meta und- rið framar undirbúningum telja þá einnig sjálfsagt að Jesús hafi ekki verið búinn að tala við asna- rekann, sem léði honum reiðskjóta til innreiðar á pálmasunnudag, né heldur hafí hann verið búinn að gera eiganda loftsalarins í Jerúsal- em orð um að hafa allt reiðubúið vegna síðustu kvöldmáltíðarinnar og getið um fíölda gesta vegna vistaöflunar. Hið yfirnáttúrulega höfðar meir til margra vegna þess, að það nær helzt athygli sem er stærra, furðu- legra eða sérstæðara en annað, þar sem hið smáa, hógværa og vanalega hverfur milli laga. Samt var Jesús frekar aðdáandi hins smáa í umhverfinu, hvort heldur var lítið blóm, fugl eða fátæk ekkja. Og þó hann byggi yfir því, sem enginn annar hefur öðlazt, sá sem af konu er fæddur, þá beygði hann sig í auðmýkt undir það, sem skammtar öðrum svið. Þess vegna er ég viss um það, að hann var búinn að leggja á ráðin með asnarekanum og hafði undirbúið samverustund með mat í loftsalnum. Samt svarar það ekki spumingunni um mergð fiskanna og ótrúlegan afla. En það er líka gott. Við þekkjum flest þörfina fyrir það, sem kemur á óvart, þótt hitt sé þýðingarmikið, sem á góðan aðdraganda. Orð mælt í upphafn- ingu augnabiiksins, atlot án tilefn- is í annríki hversdagsins og upp- örfandi hvatning hrekur burt drangann og getur breytt svo geði að skýjabakkar víki fyrir heiðríkju og uppgjöf sé leyst af hólmi af léttleika og auknu þori. Og þó hlýtur sú spurning að leita sterkast á huga af tilefni guðspjallsins, hvort Jesús hafi ver- ið búinn að undirbúa bræðurna tvenna, sem hann kallaði fyrst til fylgdar. Vissu Símon og Andrés, Jakob og Jóhannes af því fyrirfram að senn mundi hann koma til þeirra og kveðja þá til fylgdar? Eða kom hann óvænt og gat hann í krafti fyrirburða sinna laðað þá til farar, sem þeir vissu ekkert um fyrir- fram? Var það á fyrsta fundi án undirbúnings, sem þeir slógust í för með Jesú og yfirgáfu föður og atvinnu, já, fjölskyldu vitum við um hjá Símoni Pétri, án þess að hafa ljósari iýsingu á verkefni en það, að nú skyldu ekki fiskar dregnir inn fyrir borðstokkinn, heldur ættu þeir menn að veiða? Enn gæti virzt freistandi að hallast að yfirburðum Jesú og him- neskum krafti. Rétt eins og kvik- myndin gamla um Móse uppi á Sínai fjalli lét eldingu leika um steininn og rita hvert boðorð eftir annað, án þess að Móse þyrfti svo mikið sem lyfta hendi til verksins. Mig minnir ekki einu sinni að laga til stein svo að boðorðin kæmu í skipulegri röð og að réttum hætti, aðeins að blása steinryk af letri, til að skýrt væri allt. Jú, væri svo allt búið í hendur Móse, mætti ekki síður vænta hins sama eða enn meir vegna Jesú. Og þó þekkjum við sögu Móse og vitum um hik hans ekkert síður en hjá Jeremía, sem lesið var um í upphafi þessarar messu. Þekkj- um afsökun vegna þess að Móse stamaði eins og Jeremía bar við æsku. En kallið var hið sama, þótt ekki fylgi, að Guð hafi lækn- að stam sendiboða síns. Og ekki vitum við, hvort bræður bára við annríki vegna vertíðar eða forsjár heimila eða lítillar þjálfunar í ræðumennsku. Aðeins að þeir fylgdu Jesú og gjörðust mannaveiðarar miklir. Og í ljósi þessa er þá lýsing kvikmyndarinn- ar um Móse lítt trúverðug og sjálf- sagt hefur hann þurt að lyfta hamrinum sjálfur að beija steininn unz letrið birtist og túlkaði boðorð- in tíu. Það er ekki sízta eðli köllunar Guðs, að hann gerir okkur að sam- verkamönnum sínum en fær okkur ekki allt fyrirhafnarlaust í hendur. En var þarna um fyrsta fund að ræða milli Jesú og bræðranna, eða hafði undirbúningur átt sér Morgunblaðið/Einar Falur Biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason, prédikaði við innsetningarathöfhina í Dóm- kirkjunni. stað? Ágizkun eins er jafngóð ann- ars. En ekki fer ég dult með það, að ég þykist þess fullviss, að ekki hafi verið um fyrsta fund að ræða. Undirbúningur hafði átt sér stað og vísbending um það, að senn liði að því, að þeir yrðu kallaðir. Og þó þeir skildu ekki hlutverk sitt strax og reyndar ekki fyllilega fyrr en jarðvistardagar Jesú vora allir taldir til enda, þá vissu þeir í höfuðþáttum, hvert ætlunarverk smiðsins frá Nazaret var og til hvers var af þeim ætlazt í því til- liti. Þjáifun hafði átt sér stað, kennsla og fræðsla, þá Jesús reif- aði köllun sína og styrkti þeim stoðum, sem fyrr höfðu hent, jafn- vel frá dvöl í musteri, þegar hann var tólf ára en byggði ekki síður á opinberanarsögu útvalinnar þjóðar sinnar. En ekki lauk hann upp allri framtíð né tíundaði allt það, sem mundi á daga drífa. Þannig starfar ekki einu sinni sá, sem opnar himin. Og ekki má búast við því, að allt sé gert auð- velt, skiljanlegt og þægilegt, þótt Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, kveður herra Ólaf Skúlason og herra Pétur Sigurgeirsson að Iokinni athöfiiinni. gengið sé til þjónustu við þann herra, sem brú byggir milli ver- alda. Já, er sjálfur brúin milli okk- og þess ríkis, þar sem vilji ar Guðs ræður án þeirra hindrana, Olafur Skúlason settnr inn í embætti biskups HERRA Ólafur Skúlason var settur inn í embætti biskups yfir íslandi við guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík á sunnudaginn. Fjöl- menni var við athöfnina, þar á meðal flestir prestar þjóðkirkjunnar. Herra Pétur Sigurgeirsson og herra Ólafur Skúlason þjónuðu fyrir altari, Dómkórinn söng og Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti, lék á orgel. Athöfnin í Dómkirkjunni hófst með því að Marteinn H. Friðriksson flutti Prelúdíu í C dúr eftir Jóhann Sebastian Bach og síðan söng Dóm- kórinn módettu eftir H. Schútz. Þá flutti herra Pétur Sigurgeirsson biskup bæn, séra Auður Eir Vil- hjálmsdóttir og séra Guðmundur Þorsteinsson, dómprófastur, lásu úr ritningunni og séra Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup, las guðspjall dagsins. Erlendir gestir, Francis Stephan- os, forseti Meane Yesus-kirkjunnar í Eþíópíu, Eivind Vilhelm, Færeyja- biskup, Jean Stromberg, fulltrúi Alkirkjuráðsins og Michael Hunter, fulltrúi erkibiskupsins af Kantara- borg, lásu einnig úr ritningunni. Kór Bústaðakirkju frumflutti undir stjórn Guðna Þ. Guðmundssonar verk Jóns Ásgeirssonar, „Kenn mér Drottinn", sem gert er við 33. vers 119. Davíðssájms og er tileinkað hinum nýja biskupi við embættis- töku hans. Þá prédikaði herra Ólaf- ur Skúlason og herra Pétur Sigur- geirsson flutti þakkarbæn. Ingi- björg Marteinsdóttir söng „Vertu Guð faðir, faðir minn ...“ eftir Hallgrím Pétursson og Jón Leifs. Kirkjugestir gengu síðan til alt- aris, herra Ólafur og herra Pétur útdeildu og séra Hjalti Guðmunds- son og séra Jón Einarsson aðstoð- uðu. Meðan gengið var til altaris flutti Dómkórinn verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, „Ég hef augu mín til fjallanna", við texta 121. Davíðs- sálms. Að altarisgöngu lokinni söng kórinn „Adoro te“, mótdettu fyrir áttraddaðan kór eftir Knud Nystedt. Við lok athafnarinnar flutti hinn nýi biskup bæn og blessaði söfnuð- inn. Kór og söfnuður sungu „Son Guðs ertu með sanni..." eftir Hallgrím Pétursson og (jómorgan- isti lék Chaconne, eftir Pál ísólfs- son. sem sjálfselska okkar og sjálfs- hyggja setur á leið. Já, þar sem syndin skyggir ekki svo á Drottin, að mynd þess sjálfs birtist í spegli lífs, sem heldur honum uppi til skoðunar. Og hvað læram við þá af guð- spjalli dagsins, þess fimmta eftir Þrenningarhátíð? Annars vegar er undrið, hið óvænta, það sem kemur á óvart. Hins vegar árangur undirbúnings og fúsleiki til fylgdar. Hvoru tveggja er nauðsynlegt. Ekki að- eins í kirkju Krists, sem líkja skal eftir þeirri fyrirmynd, sem hann gefur, heldur í lífinu öllu og sam- félagi manna. Hverfi leyndardóm- urinn og hið óskýranlega, þá verð- ur allt hversdagslegt. Og mun það ekki vera minnst af böli samtímans, að slétt gerist allt, svo að hæðir hverfa, þegar ekkert kemur á óvart. Allt er flutt inn í stofu til manns, ljarlægir heimshlutar og það atferli manna, sem fyrr hefði ekki þótt við hæfi að leiða hvern sem er til að vera vitni að. Leyndardómur gærdags- ins verður krafa morgundagsins og lærdómum kynslóða í hógværð og hikandi framförum er drekkt í ofsagangi og flóðbylgjum tillits- lausra íjölmiðla. Þannig fer helgin fyrir lítið, helgi lífs og helgi köllun- arinnar og þar með virðingin fyrir honum, sem einn er heilagur, svo síðan hefur gerzt, heldur með það í huga, sem framundan er. Sá einn er trúr anda framheij- anna, sem hefur uppi merkið sem þeir skila í hendur. Ekki með því að horfa á það í blindri aðdáun og uppriljun frækilegrar fram- göngu, heldur með því að leggja sitt fram sjálfur. Sá einn er trúr anda framheija, sem er reiðubúinn til að breyta og reyna nýtt eins og þeir gerðu. Það er engin hollusta að ein- blína á fortíð, heldur í þakklæti að huga svo að frmatíð, að hún megi verða betri í anda þeirra, sem fyrr skópu sögu. Með þeim hætti einum minnumst við þúsund ára sögu kristninnar á Islandi, svo að minning genginna forystumanna sé heiðrað svo sem vert er. Það verður ekki gjört með steinsteypu einni eða háum hús- um, þótt ævinleg sé gott að geta litið sitthvað, sem ýtir við hugsun. Heldur þarf fyrst og fremst að huga að því vegna viðburðar og verðleika hans, að þjóð sé svo undirbúin og leitað eftir samstarfí við spámenn samtímans, þar sem era skáld og listamenn. Tónar frá hörpu eins og þeirra hljómuðu hér á undan orðum mínum og aðrir fyrr festir á blað fylgja síðar. En bæði verkin koma frá mönnum, sem hér eru að starfí og vel metnir sökum snilli sinnar. Fleiri slíka þarf að laða að list- rænni túlkun trúar. Bæði þá sem hörpu slá sem og hina, sem ljóð yrkja eða túlka með myndum. Sálmar eiga að spegla hugsun samtímans og þarfir og þess vegna þarf sífellt að leita nýrra og fá fleiri til að ganga að háleitu verki. Og þó þýðir þetta vitanlega alls ekki, að listræn arfleifð sé van- metin eða sígilt framlag hennar. Biblían þarfnast einnig stöðugr- ar túlkunar, svo að orð hennar og hugsun sé skiljanlegsamtímanum. Þannig þarf einnig að sjá til þess, að ævinlega séu til skýringarrit til frekari glöggvunar, skráð á því máli, sem laðar til kynningar þótt í engu sé kastað hendi til vísinda- legra vinnubragða. Helgisiðirnir mega heldur aldrei staðna í föstum óbreytanlegum formum, svo að ekkert haggist. Þeir túlka lifandi samfélag, og söfnuðurinn þarf að finna þá lotningu, sem höfðað er til og njóta þeirra fræðslu, sem er miðlað. Kirkjan er sú rödd hróp- andans í samfélaginu, sem höfðar til þess, sem gott er og fagurt og leiðir frá villu og öngstrætum. Samhliða því, sem kirkjan lyftir í helgri þjónustu ofar ryki, sem loðir við skóvarp svo nærsýnir gera asklok að himni, þarf hún að rétta fram hendur sínar í virku hjálparstarfí og liðsinna þeim, er nauðin þrengir að. Og losar um leið þann, sem svarar, úr viðjum sjálfshyggjunnar og gleymsku vegna hættulegrar einangranar. Þannig svarar kirkjan kallinu forna um fylgd bæði í helgun sinni og virkri samstöðu með þeim, sem minna mega sína, samhliða því, sem hún laðar fram fúsleika, svo ljúft verði allt og meira yndi gætt á lífsleiðinni en annars væri kostur á. Þá verður undrið, sem sýnir sérstöðu Guðs, gætt dýrlegri hug- ljómun, og köllunin sem fylgir undrinu höfðar til undirbúings og nauðsynjar þess, að standa svo að verki, að það sé samboðið honum, sem vill aðeins hið góða, fagra og fullkomna. Við finnum okkur því í sporam Péturs, sem féll fram fyrir Drottin sinn, af því hann fann sig ekki verðugan að vera í návist hans. En um leið fylgjum við fordæmi hans um að feta í fótspor frelsara manna, vitandi vel, að á þeirri leið er vonin eina, af því að þarf fer hann, sem er vegurinn og sannleikurinn og lífið. Gefi Guð okkur hugljómum vegna undursins og skilning vegna undir- búningsins. Guð blessi kirkju okk- ar í viðleitni hennar til slíkrar þjón- ustu, já, slíkrar forystu. Drottinn, heyr bænir kirkju þinnar. Amen. Verkalýðsfélög á Suðurnesjum: Lítill árang- uraffiindi deiluaðila DEILUR verkalýðsfélaga á Suð- urnesjum um skiptingu iðgjal- dagreiðslna starfsmanna á Keflavíkurflugvelli í orlofshúsa- og sjúkrasjóði eru enn óleystar. Forystumenn félaganna sem eiga í deilunni komu til sátta- fiindar með Ásmundi Stefáns- syni forseta ASÍ og Láru V. Júlíusdóttur lögfræðingi sam- takanna síðastliðinn fostudag. Ekki fékkst niðurstaða í deilun- um á þeim fundi, en menn urðu ásáttir um að kanna betur tiltæk gögn um þessi mál. Á fundinum var lagt fram bréf, þar sem Verkaklýðs- og sjómannafélag Keflavíkur segir upp samkomu- lagi firá 1969 um skiptingu greiðslnanna. Annar sáttafund- ur hefiir verið boðaður 24. júlí næstkomandi. „Það var farið yfir málin og þann ágreining sem er uppi og menn vora ásáttir um að reyna. að kanna betur í hveiju þessi ágreiningur væri fólginn, eða mis- skilningur sem þama er á ferð- inni,“ sagði Lára V. Júlíusdóttir í samtali við Morgunblaðið. Hún segir að óskað hafí verið eftir að ákveðnir þættir málsins yrðu kannaðir betur og eiga niðurstöður þeirra athugana að liggja fyrir þegar næsti fundur verður haldinn eftir tæpan mánuð. Samkomulagi sagt upp Deilurnar snúast um skiptingu iðgjaldagreiðslna frá starfsmönn- um á Keflavíkurflugvelli. Þar starfa á fjórða hundrað manns, sem búsettir era utan félagssvæð- anna og greiða iðgjöld til félag- anna á Suðurnesjum. 1969 gerðu formenn verkalýðsfélaganna með sér samkomulag um, hvemig þess- um greiðslum skuli skipt á milli félaganna. Nú telja félögin í Garði, Grindavík og Sandgerði, að ekki sé lengur réttlátlega skipt og þau fái ekki það sem þeim ber. Verka- lýðs- og sjómannafélag Keflavíkur (VSK) hefur annan skilning á því. VSK hefur haft með höndum inn- heimtu fjárins og á seinni áram falið Sparisjóði Keflavíkur fram- kvæmd hennar. Nú hefur VSK sagt upp samkomulaginu frá 1969 frá og með 1. júlí næstkomandi. Reiknað aftur í tímann „Verkalýðs- og sjómannafélagið hélt því fram að samkomulaginu hefði verið breytt 1980 á ein- hveijum fundi sem menn vora að reyna að rifja upp að hefði verið haldinn og það var í rauninni það sem við óskuðum eftir að væri kannað betur,“ sagði Lára. Hún telur ekki liggja ljóst fyrir hvort um einhveijar breytingar hafi ver- ið að ræða á þeim upphæðum sem félögin fá. Verið er að reikna það aftur í tímann, og telur Lára óvíst að félögin í Garði, Grindavík og Sandgerði hafi verið hlunnfarin, þótt aðferð við skiptingu íjárins hafí ef til vill ekki verið sú sem upphaflega var samið um. Jóhannes Guðmundsson for- maður Verkalýðsfélagsins í Garði segir að lögmanni félaganna hafi verið falið að kanna þessi mál. Meðal annars verða fengin gögn frá Sparisjóðnum um skiptingu fjárins. Stjórn og trúnaðarmann- aráð félagsins ætlaði að fjalla um þetta á fundi í gærkvöldi, að öðra leyti kvað Jóhannes ekki tímabært að tjá sig um framgang þess að svo stöddu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.