Morgunblaðið - 27.06.1989, Qupperneq 30
30
■ MORGUNBtAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR:27.' JÚNÍ 1989
Tölvur
Sjóvá-Almennar hf.
semja um tölvulagnir
SJÓVÁ-ALMENNAR tryggingar
hf. hafa gert samning við fyrir-
tækið Tölvulagnir hf., þess hljóð-
andi að síðarnefnda fyrirtækið
hanni og setji upp IBM-töIvu-
lagnakerfí í hið nýja húsnæði
tryggingafélagsins að Kringl-
unni 5. Kaplar af þeirri gerð sem
notaðir verða í kerfíð hafa ekki
verið notaðir áður hér á landi.
Með kerfinu verður Sjóvá-
Almennum kleift að tengjast öllum
þeim staðarnetstengingum sem eru
á markaðinum í dag, svo sem Lan-
Token Ring, Novell NetWare, Et-
hernet og fleirum, að því er segir
í frétt frá Tölvulögnum hf. Kaplam-
ir sem notaðir verða í netið eru af
gerðinni Type-2, og eru þeir þeim
hæfileikum búnir að hægt er að
tengja síma og kallkerfi, sem og
önnur kerfi sem þurfa litla flutn-
ingsgetu, inn á kapal þar sem stað-
arnetstenging og hefðbundnar
tölvutengingar eru fyrir. Þá verður
hægt að tengja ljósleiðara inn á
kerfið.
í frétt Tölvulagna segir ennfrem-
ur, að helsti kostur kerfisins sé að
hægt sé að nota eina gerð kapal-
búnaðar fyrir mismunandi gerðir
tenginga, sem gefi möguleika á ein-
földun kapallagna. Allar IBM, Hew-
lett Packard, Wang og Digital vélar
geta tengst kerfinu, auk annarra
tölvutegunda.
SOLUMET — Á myndinni sést Hans Peter Hambuecker fram-
kvæmdastjóri Evrópudeildar Omron veita Magnúsi Ágeirssyni viður-
kenningu fyrir góðan söluárangur á árinu 1988.
Omron heiðrar sölu-
mann Skrifstofuvéla
EVRÓPUDEILD japanska fyrir-
tækisins Omron heiðraði nýverið
Magnús Ásgeirsson sölumann
Skrifstofuvéla, fyrir að hafa selt
flest Omron tæki á síðastliðnu
ári. Skrifstofiivélar seldu fleiri
Omron tæki hér í fyrra en áður
hafa verið seld í einu landi á einu
ári rúmlega 1300 tæki. Markaðs-
hlutdeild Omron hér á landi er
einnig sú mesta sem fyrirtækið
hefiir í Evrópu, eða yfir fímmtíu
af hundraði.
Hans Peter Hambuecker fram-
kvæmdastjóri Evrópudeildar Omron
kom sérstaklega hingað til lands til
þess að veita Magnúsi Ásgeirssyni
sölumanni Skrifstofuvéla viður-
kenninguna. Þetta er í fimmta sinn
sem Magnús fær viðurkenningu frá
Omron fyrir góðan söluárangur.
Sjálfstýrikerfíð
sparar milljón á ári
— segir Sigurður Svanbergsson hjá
Vatnsveitu Akureyrar
VATNSVEITA Akureyrar tók
ekki alls fyrir löngu í notkun
sjálfstýrikerfi fyrir vatnsöílun og
dreifíngu, en vinna við kerfið
hófst árið 1985. Kerfið gerir það
að verkum að auðveldara er en
áður að fylgjast með allri vatn-
söflun og notkun á hvaða tíma
sem er, auk þess sem kerfið ger-
ir viðvart í bilunartilfellum. Að
sögn Sigurðar Svanbergssonar
vatnsveitustjóra á Akureyri mun
kerfið spara veitunni um eina
milljón króna í raforkukaupum
og vinnu á ári.
Sigurður sagði, að sú reynsla sem
þegar er komin á kerfíð væri mjög
góð, það yki öryggi veitunnar og
stuðlaði að hagræðingu í rekstri
hennar. Kerfíð byggist upp á iðnt-
ölvum frá Siemens, auk kerfisráðs
og samtengingarhugbúnaðar sem
veitan keypti frá fyrirtækinu
Tæknival í Reykjavík. Kerfið var
hannað hjá Verkfræðistofu Sigurð-
VATNSVEITA — Á
myndinni sést sjálfstýrikerfið
sem sett hefur verið upp hjá
Vatnsveitu Akureyrar.
ar Thoroddsen. Hugbúnaðurinn,
sem er bandarískur og nefnist Fix,
er staðlaður en hefur verið aðlagað-
ur að þörfum veitunnar.
TÖLVULAGNIR —- Hér sjást Siguijón Pétursson aðstoðar-
framkvæmdastjóri Sjóvá-Almenna hf. og Haraldur Leifsson frá Tölvu-
lögnum við undirritun samningsins.
VSI tengist gagna-
grunn danska utan-
ríkisráðuneytisins
TÖLVUKERFI Vinnuveitendasambandsins var nýlega tengt við gag-
nagrunn danska utanríkisráðuneytisins um innri markað Evrópu-
bandalagins, UDIM (udenrigsministeriets database om det indre
marked). Markmið VSI með þessari tengingu er fyrst og fremst að
geta á örskammri stundu og án vandkvæða fengið upplýsingar um
stöðu og þróun framkvæmdar við væntanlegan innri markað og
geta svarað fyrirspurnum íslenskra fyrirtækja um það sem er að
gerast í þeim málum, að sögn Kisljáns Jóhannssonar hjá VSÍ.
I gagnagrunninum eru margvís-
legar upplýsingar um hvemig fram-
kvæmdum verður háttað við vætan-
legum innri markaði Evrópu. Hann
er byggður þannig upp að hægt er
að fá upplýsingar um allar þær
réttarrelgur, sem snerta ákveðinn
málaflokk eða framleiðslu og eiga
að hafa tekið gildi fyrir árslok 1992.
Til dæmis er hægt að fá fram allar
þær reglur sem snerta fisk-, mat-
FYRIRTÆKIÐ Þróun hf. hefur
samið við norska fyrirtækið In-
formatikk A/S um innflutning og
þjónustu á hugbúnaði firá fyrir-
tækinu hér á landi. Hugbúnaður
sá er Informatikk framleiðir er
sniðinn að IBM A/S400 og IBM
S/36 tölvukerfum, og mun Þróun
væla- og vélaframleiðslu, skatta-
mál, fjármagnsmál o.s.frv.
Gangagrunnurinn inniheldur
stutta lýsingu eftir ákveðnu skipu-
lagi um hverja réttarreglu innri
markaðarins fyrir sig. Má þar nefna
upplýsingar um hvenær samþykkt-
ar reglur taki gildi, markmið þeirra,
hvar lagatextann er að finna og
hvar hægt er að fá ítarlegri upplýs-
ingar.
bjóða kerfin í íslenskri útgáfu.
Informatikk A/S er annað
stærsta hugbúnaðarfyrirtæki á
Norðurlöndum, og heldur uppi
starfsemi í Noregi, þar sem höfuð-
stöðvar þess eru, Danmörku,
Svíðþjóð og Bretlandi.
Ný bók um
notkun
tölva í
rekstri
FYRIRTÆKIÐ Rekstrarráðgjöf
hefur gefið út bókina Tölvan og
fyrirtækið, eftir Prófessor Enid
Mumford, í íslenskri þýðingu
Guðjóns Guðmundssonar lektors
og rekstrarráðgjafa. Bókin heitir
„Using Computers for Business
Success" á frummálinu, og fjallar
um hvernig nota megi tölvur og
upplýsingatækni til betri árang-
urs í rekstri fyrirtækja.
í frétt frá Rekstrarráðgjöf kemur
fram að Mumford er virtur fræði-
maður og ráðgjafi margra fyrir-
tækja beggja vegna Atlantshafsins.
Bókinni er sérstaklega beint að
stjórnendum lítilla fyrirtækja, eða
stjórnendum deilda í stærri fyrir-
tækjum. Bókin, sem er í vinnubók-
arformi, leiðir lesandann í gegnum
ákveðið vinnu- og hugsanaferli, og
er ætlað að kalla fram niðurstöðu
um hvernig best sé að haga rekstr-
inum þannig að hann skili tilætluð-
um árangri, og þá sérstaklega hvort
tölvuvæðing einhveija þátta fyrir-
tækisins sé heillavænlegur kostur.
Fyrst í stað verður bókin eingöngu
seld gegn pöntunum sem berast
bréflega eða símleiðis til Rekstrar-
ráðgjafar.
Þýðir af
sex tungu-
ínálum
FJÖLTUNGA hefiir sett á mark-
aðinn vasatölvu frá bandaríska
fyrirtækinu Polyglot/Dictom-
atic. Tölvan hefur 6.800 orða
minni á sex tungumálum. Hún
er fyrst og fremst hönnuð til að
aðstoða fólk á ferðalögum og við
tungumálanám en er um leið
orðabók að því er segir í tilkynn-
ingu frá Fjöltungu.
Morgunblaðið/RAX TUNGUMÁL — Hexa- glot tölvan getur þýtt orð eða setningar á milli sex tungumála.
Tungumálin sem tölvan getur
þýtt á milli eru enska, spænska,
franska, ítalska, þýska og portú-
galska. Þá er verið að vinna að
forritun fyrir sænsku og dönsku og
eru þær tölvur væntanlegar á mark-
aðinn í haust.
Tölvan hefur fengið nafnið Hexa-
glot og auk þess að þýða getur hún
unnið sem reiknivél og reiknað út
verð í sex mismunandi gjaldmiðlum.
Fjórir orðaleikir eru innbyggðir í
tölvuna til að gera notandanum
kleift að styrkja stafsetningarkunn-
áttu sína. Áætlað smásöluverð tölv-
unnar hér á landi er um 12.500
krónur.
Nýfjölskylda sam-
tengdra skrif-
stofukerfa Grá IBM
IBM kynnti fyrir nokkru fjölskyldu samtengdra skrifstofukerfa, sem
hafa hlotið heitið Skrifstofiisýn (Office View). Kerfin hafa ýmsar
samræmdar aðgerðir eins og ritvinnslu, skjalavörslu, tölvupóst,
nafnaskrár, dagbækur, tímabókanir og ýmis önnur hjálparkerfi fyr-
ir ákvarðanir, en í nýju kerfiinum er einnig að finna nokkrar breyt-
ingar frá eldri skrifstofukerfum fyrirtækisins. Þennan hugbúnað er
hægt að fá fyrir stór og smá IBM tölvukerfi.
Nýju tölvukerfin eru byggð á
SAA hugbúnaðarstaðlinum sem
kynntur var fyrir tveimur árum, og
vinna undir OS/2 stýrikerfinu.
Kerfin virka á þann hátt, að notand-
inn getur framkvæmt samtímis
ýmis skrifstofuverk með því að
benda á tákn og litlar myndir á
skjánum með mús eða hnappa-
borði. Kerfið gerir notandanum
einnig kleift að opna glugga eða
sýn inn í önnur og stærri tólvu-
kerfi úr PC eða PS/2 tölvunni sinni,
og tengjast þeim beint ef þau eru
líka með hugbúnaðinn Skrifstofu-
sýn.
í frétt frá IBM á íslandi segir,
að verið sé að þýða megnið af hug-
búnaðinum í Skrifstofusýn, auk
handbóka, á ísienska tungu. Þá
segir að Skrifstofusýn verði fáanleg
í áföngum frá og með september á
þessu ári til september á næsta
ári, hér á landi sem erlendis.
Þróun flyturinn hug
búnað Informatikk A/S