Morgunblaðið - 27.06.1989, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 27. JÚNÍ1989
35
Astrún Guðmunds
dóttir - Minning
Fædd 6. desember 1906
Dáin 20. júní 1989
Hugurinn reikar til miðbiks
fimmta áratugarins. Ég er í heim-
sókn sem oftar með mömmu hjá
móðurfólki mínu á Skólavörðustíg
35 T' Reykjavík. Við ungu frænd-
systkinin sitjum á gólfinu og erum
að leika okkur. Mamma og systur
hennar þrjár rifja upp gámlar end-
urminningar. Það er glatt á hjalla,
og ég heyri oft sagt: ,já, manstu í
gamla daga“. Þeir hljóta að hafa
verið skemmtilegir þessir gömlu
dagar, hugsa ég.
Þarna bjuggu móðursystur
mínar, Ástrún, Elín og Guðmunda
ásamt Ingibjörgu ömmu, sem var
ekkja. Leikfélagi minn var Guð-
mundur, sonur Ástrúnar, sem var
á svipuðu reki og ég.
í dag, þriðjudag, kl. 15 fer fram
frá Fossvogskirkju útför einnar af
þessum þremur systrum, Ástrúnar
Guðmundsdóttur (Ástu), en hún lést
í Landspítalanum 20. júní sl. eftir
erfið veikindi undanfarin ár.
Orð eru lítils megnug, en mig
langar til að minnast hennar fáein-
um orðum með þakklæti í huga.
Ásta fæddist í Reylqavík 6. des-
ember 1906, fjórða barn þeirra
hjóna Ingibjargar Bjamadóttur frá
Sviðugörðum í Flóa og Guðmundar
Guðmundssonar, „keyrslumanns“ í
Reykjavík frá Stórholti á Rangár-
völlum. Þau eignuðust 9 börn, en
7 þeirra komust upp, 5 systur og
2 bræður. Eftirlifandi eru Elín og
Guðmunda (Didda).
Árið 1938 giftist Ásta Elíasi
Loftssyni, öndvegismanni, frá
Neðra-Seli í Rangárvailasýslu. Þau
eignuðust einn son, Guðmund Inga
Sævar (f. 27. júlí 1939), lækni í
Reykjavík, sem kvæntur er Ragn-
heiði H. Briem, og eiga þau tvo
syni, Atla Stein, 15 ára og Kára
Snæ, 9 ára. Elías fórst á stríðsárun-
um með togaranum Braga, 30.
október 1940. Mannkostamaður var
hrifinn á brott frá ungri konu og
syni. Það var mikið áfall, en ást
sína og sorg bar hún í hljóði.
En öll él birta um síðir. Hin unga
ekkja var afar glæsileg kona, mikil-
hæf húsmóðir, og hinn vænsti kven-
kostur.
Árið 1947 breytast heimilishagir,
en þá giftist Ásta eftirlifandi eigin-
manni sínum, Sigurði Sigbjörnssyni
frá Vík í Fáskrúðsfirði (fæddur
1900), einlægum og góðum dreng.
Sannarlega voru það gæfuspor
beggja. Sigurður var þá ekkjumað-
ur, en átti uppkominn son, Þorstein
B. Sigurðsson, flugumferðarstjóra
í Reykjavík, sem kvæntur er Ing-
unni Sigurðardóttur. Þau eiga eina
dóttur, Sigrúnu, sem gift er í
Reykjavík. Góð vinátta og hlýleikar
eru milli sona Ástu og Sigurðar og
fjölskyldna þeirra.
Hjónaband Ástu og Sigurðar ein-
kenndist af gagnkvæmri tillitssemi
og virðingu. Hann bar hana á hönd-
um sér allan þeirra hjúskap og best
kom það fram í hennar erfiðu veik-
indum. Ásta var hlédræg en ákveð-
in og flíkaði ekki tilfinningum
sínum. Hún var sérlega vönduð til
orðs og æðis, trygglynd og vinföst,
en undir sló viðkvæmt kærleiksríkt
hjarta.
Árið 1951 fluttist öll fjölskyldan
í Stangarholt 16. Fjölskylduböndin
voru sterk og samkomulagið eins
og best var á kosið milli þessara
þriggja kynslóða. Ingibjörg amma
andaðist árið 1961. Sigurður stund-
aði á þessum árum sjómennsku og
síðar verkamannavinnu í landi. Elín
og Guðmunda störfuðu utan heimil-
isins, en Ásta helgaði sig eingöngu
störfum innan þess með sannkölluð-
um glæsibrag. Hið fallega heimili
þeirra bar ríkan vott smekkvísi og
einstakri reglusemi. Það hefur verið
lengi viðkomustaður ættingja og
vina víðsvegar að. Mér hefur verið
það mikils virði ekki síst eftir að
ég missti móður mína að finna opin
faðminn í bókstaflegri merkingu.
Mikil gestrisni ríkti ætíð frá tíð
ömmu. Oft á stórhátíðum og þegar
tækifæri gafst, var sest við orgelið
og tekið lagið. Þau systkinin voru
öll mjög söngelsk og stundum var
sungið margraddað. Það eru marg-
ar gleðistundir sem koma fram í
minningunni frá Stangarholtinu.
Frá upphafí hefur einnig búið í
Stangarholti 16 (niðri) sama fjöl-
skyidan, hjónin Elínborg Jónsdóttir
og Egill Þorsteinsson ásamt þremur
sonum. Það myndaðist strax gott
samband milli þessa ágæta fólks,
sem aldrei hefur borið skugga á.
Elínborg lifir nú þar ein eftir.
í hinum löngu og erfiðu veikind-
um Ástu var hún heima, nema allra
síðast. Það var henni og fjölskyld-
unni ómetanlegt hve sonur hennar
annaðist hana vel allan þennan
tíma, enda var samband þeirra allt-
af mjög náið. Guðmundur ber for-
eldrum sínum fagurt vitni.
Sigurður ber enn þrátt fyrir háan
aldur merki sægarpsins, stæltan
líkama og kjark. Það hefur marg-
oft gefið á bátinn í brimi og nú við
boðahlein. En ég hef þá trú, að
hann enn og nú kljúfi kólguna
þungu, þegar hyllir til vonarstrand-
ar. Æðri máttarvöld standa með
einlægum og góðum dreng. Það er
líka mikils virði að finna samkennd
og blíðu bamanna og ástvina.
Systrunum Ellu og Diddu votta
ég einlæga samúð, þær hafa ávallt
sýna í verki umhyggju og kærleika.
Syni Astu, Guðmundi, stjúpsyni
og fjölskyldum þeirra beggja flyt
ég mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur, og bið þess að góðar vættir
vaki yfir velferð þeirra.
Við ástvinirnir þökkum langa og
góða samfylgd og biðjum henni
biessunar.
Guðlaug Elísa Kristinsdóttir
Birting af-
mælis og
minningar-
greina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er
70 ára eða eldra. Hins vegar eru
birtar afmælisfréttir með mynd
í dagbók um fólk sem er 50 ára
eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð
að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
AUGLYSINGAR
FELAGSSTARF
sns
Sumarskóli - NUU
Ungir sjálfstæðismenn takið eftir! Sumarskóli NUU (Æskulýðssam-
taka norrænna íhaldsflokka) verður haldinn i Skálholti og í Reykjavík
dagana 17.-23. júli nk. í skólanum gefst einstakt tækifæri til þess
að kynnast norrænu samstarfi, fræðast um stjórnmál á Norðurlönd-
um og eiga skemmtilegar stundir með norrænum skoðanabræörum.
Enn eru örfá pláss laus.
Allar upplýsingar um dagskrá, þátttökugjald o.þ.h. eru veittar á skrif-
stofu SUS, Valhöll, Háaleitisbraut 1, sími 82900.
Áhugamenn um norrænt samstarf eru hvattir til að sækja um.
Samband ungra sjálfstæðismanna.
ísfirðingar og nágrannar
Eru kosningar nauðsyn?
Býður Sjálfstæðisflokkurinn betri
valkost?
Þorsteinn Pálsson, alþingismaður, formað-
ur Sjálfstæöisflokksins, er ræðumaður á
almennum stjórnmálafundi á Hótel (safirði
fimmtudaginn 29. júni nk. kl. 20.30.
Umræöuefnið er: Eru kosningar nauðsyn?
Hvaða valkost hefur Sjálfstæðisflokkurinn
upp á að bjóða?
Allir velkomnir.
Sjálfstæðisfélag ísafjarðar.
Félag sjálfstæðismanna
í Skóga- og Seljahverfi
heldur almennan fé-
lagsfund i safnaðar-
heimili Seljakirkju
þriðjudaginn 27. júní
kl. 20.30. Gestir
fundarins verða
Magnús L. Sveins-
son, forseti borgar-
stjórnar og Vilhjálm-
ur Þ. Vilhjálmsson,
borgarfulltrúi.
Fundarefni: Málefni
Skóga- og Selja-
hverfis.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Wélagslíf
[Bíj Útivist
Ferðist innaniands með
Útivist.
1) Sumarleyfi f Þórsmörk. Brott-
för miðvikudagsmorgna, föstu-
dagskvöld og sunnudags-
morgna. Fjöldi dvalardaga að
eigin vali. Ódýrt sumarleyfi í hlý-
legu umhverfi Básanna. Tilvalið
fyrir fjölskyldur. Ennfremur
dagsferðir í Þórsmörk. Mlð-
vikudagsferð 28. júní.
2) 5.-11. júlf Hornstrandir-
Hornavík. Til ísafjarðar á mið-
vikudegi með rútu (ný áætlun
m.a. með siglingu yfir Breiða-
fjörð) eða flug á miðvikudags-
kvöldi. Siglt i Hornavík á fimmtu-
dag og dvaliö til mánudags. Fjöl-
breyttar gönguferðir um þessa
paradis á norðurhjara.
3) 6.-14. júlí í Hornstrandir:
Hesteyri-Aðalvík-Hornvík. Góð
bakpokaferö. Gengiö á fjörum
til fimm dögum.
4) 5.-9. júlf Hoffellsdalur-
Goðaborg. Gengiö í skála á
Goðahnúkum á Vatnajökli. Hús
og tjöld.
5) 12.-21. júlí Hornstrandir:
Hornvfk-Reykjafjörður. Bak-
pokaferð að hluta.
6) 14.-21. júlí Hornstrandir:
Strandir-Reykjafjörður. Dvalið i
góðu yfirlæti i Reykjafirði. Fjöl-
breyttar gönguleiðir. Tjöld.
7) 15-22. júlf Lónsöræfi-Lóns-
sveit. Tjaldað í 5 nætur við llla-
kamb og 2 nætur að Stafafelli.
Rúta eða flug til Hornafjarðar.
8) 22.-29. júlí Nýr hálendis-
hringur: Lón, Hallormsstaður,
Snæfell, Kverkfjöll, Hvannalind-
ir, Herðubreiðarlindir, Mývatn,
Sprengisandur. Gist í svefn-
pokaplássi.
9.) Fjallaferð í Noregi 18.-27.
ágúst. Upplýsingablað á skrif-
stofunni. Frestur til að staðfesta
Noregsferðina er til 15. júli. Frá-
bær gönguferð um Jötunheima
viö allra hæfi. Nokkur sæti laus.
Uppl. og farm. á skrifst., Gróf-
inni 1, simar 14606 og 23732.
Sjáumst!
Útivist, ferðafélag.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 oq 19533.
Ferðir miðvikudaginn
28. júnf:
Kl. 08.00. Þórsmörk - dagsferð.
Nú eru sumarleyfin hafin. Kynnið
ykkur tilboð Ferðafélagsins um
ódýra gistingu í Skagfjörðs-
skála/Langadal.
Kl. 20.00. Heiðmörk.
Þetta veröur siðasta ókeypis
kvöldferðin í Heiömörk á þessu
sumri. Hlúð að gróðri i reit
Ferðafélagsins. Leiðbeinandi:
Sveinn Ólafsson.
Farið frá Umferðarmiðstööinni,
austanmegin.
Ferðafélag íslands.
[Kíj Útivist
Miðvikudagur 28. júní kl. 20.
Viðey - Vesturey
Allir ættu að kynnast þessari
útivistarparadis Reykvikinga.
Góð leiðsögn. Létt ganga m.a.
út í Vesturey sem sjaldan er
skoðuð. Verð 400 kr., frítt f.
börn með fullorönum. Brottför
frá Sundahöfn (Viðeyjar-
bryggju).
Hekluganga é laugardag kl. 8.
Sjáumst!
Útivist, ferðafélag.
FERDAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SIMAR11798 og 19533.
Miðvikudagur 28. júní:
Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð
- sumarleyflsdvöl.
Það er skemmtileg tilbreyting
að dvelja hjá Ferðafélaginu i
Þórsmörk.
Kl. 20.00 Heiðmörk.
Siðasta kvöldferðin i Heiðmörk.
Fararstjóri: Sveinn Ólafsson.
Komið með í ókeypis ferð.
Feröafélag íslands.
Útivist
Sfmar: 14606 og 23732
Helgarferðir 30. júnf-2. júlí
1) Þórsmörk - Goðaland.
Skipulagðar gönguferðir við allra
hæfi. Góð gisting i Útivistarskál-
unum Básum. Nú er Mörkin
komin i sannkallaðan sumar-
skrúða.
2) Eiríksjökull - Surtshellir.
Missið ekki af þessari síðustu
jökulgöngu ársins. Tjaldað i
Torfabæli.
3) Hellaskoðunarferð - Húsa-
fell. Tjaldað í Húsafelli. Stærstu
hraunhellar landsins, Surtshellir
og Stefánshellir, skoðaöir.
Þrjár spennandi helgarferðir.
Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni
1, símar: 14606 og 23732.
Sjáumst!
Útivist, ferðafélag.
IBJJ Útivist
Helgarferðir Ferðafélagsins:
30. júní - 2. júlf: Þórsmörk. Gist
í Skagfjörðsskála. Nú er rétti
timinn til þess að njóta dvalar i
Þórsmörk. Afsláttur ef verið er
lengur en þrjár nætur. Kannið
verð og tilhögun.
30. júní - 2. júlí: Dalir - gengin
gömul þjóðleið frá Hvammi i
Fagradal. Gist í svefnplássi á
Laugum, Sælingsdal.
30. júní - 2. júlf: Öræfajökull.
Gist i tjöldum við þjónustumið-
stöðina í Skaftafelli. Brottför
föstudag kl. 08.00.
14.-16. júli: Snæfellsnes -
Elliðahamar - Berserkjahraun.
Gengið frá Syðra Lágafelli, hjá
Baulárvallavatni, um hlíöar
Vatnafells, á Horn (406 m) og
meðfram Selvallavatni að Ber-
serkjahrauni. Létt gönguferð i
forvitnilegu landslagi.
Upplýsingar og farmiðasala á
skrifstofu FÍ, Öldugötu 3.
Ferðafélag (slands.
FERDAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
8ÍMAR11791 og 19531
„Laugavegurinn“
Landmannalaugar-Þórsmörk.
Gengið á fjórum dögum milli
gönguhúsa Ferðafélagsins i
Hrafntinnuskeri, við Álftavatn og
á Emstrum. Ferðirnar hefjast í
Landmannalaugum eða Þórs-
mörk.
1) 5.-9. júli kl 08
Landmannalaugar-Þórsmörk.
2) 7.-12. júlí kl. 20
Landmannalaugar-Þórsmörk.
3) 12.-16. júli kl. 08
Landmannalaugar-Þórsmörk.
4) 13.-18. júli kl. 20
Landmannalaugar-Þórsmörk.
5) 14.-19. júli kl. 20
Landmannalaugar-Þórsmörk.
6) 19.-23. júlí kl. 08
Landmannalaugar-Þrosmörk.
7) 20.-25. júlí kl. 20
Landmannalaugar-Þórsmörk.
8) 21.-26. júlí kl. 20
Landmannalaugar-Þórsmörk.
9) 26.-30. júlí kl. 08
Landmannalaugar-Álftavatn.
10) 26.-30. júlí kl. 08
Þórsmörk-Álftavatn.
11) 26.-30. júli kl. 08
Lándmannalaugar-Þórsmörk.
Framanskráðar ferðir eru skipu-
lagðar af F.(. í júli frá Land-
mannalaugum til Þórsmerkur.
Pantið tímanlega í ferðirnar.
Takmarkaður fjöldi í hverja ferð.
Upplýsingar á skrifstofu F.í.
Ferðafélag íslands.
t*JÓNUSTA
Hilmar Foss
lögg. skjalaþ. og dómt.
Hafnarstræti 11,
símar 14824 og 621464.
National ofnaviðgerðir
og þjónusta.
National gaseldavélar með grilli
fyrirliggjandi.
RAFBORG SF„
Rauðarárstíg 1, s. 622130.