Morgunblaðið - 27.06.1989, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1989
37
Skátar í geimferð
Aftnælismót SSR við Úlfljótsvatn
eftir Guðfínn Þ.
Pálsson
Að Úlfljðtsvatni í Grafningi
hafa skátar rekið sumarbúðir í
tæp fimmtíu ár. Þar hefur einnig
verið miðstöð foringjaþjálfunar
skáta og vinsæll útilegu- og móts-
staður. Það er því engin tilviljun
að skátafélögin í Reykjavík efna
nú til afmælismóts að Úlfljóts-
vatni. Um þessar mundir eru liðin
tuttugu ár frá því er skátafélög
voru stofnuð í einstökum hverfum
borgarinnar og horfið frá því að
þjóna skátastarfi frá einni mið-
stöð. Þetta gerðist einmitt árið
1969 árið sem tunglferðir hófust.
Skátafélögin nýju í Reykjavík
spruttu auðvitað úr gömlum jarð-
vegi og samstarfsvettvangur
þeirra, Skátasamband Reykjavík-
ur, hvílir á gömlum merg. Skáta-
félögin hafa á þessum tuttugu
„Skátahreyfingin hef-
ur ýmsan hátt á að
miðla skátum reynslu,
ekki síst með því að
tengja þjálfimina
skemmtilegnm leikj-
um og nokkurri
keppni.“
árum þurft að hafa töluvert fyrir
lífinu og hefur fátt jafnþroskandi
áhrif á félagsmenn en að fást við
verðug viðfangsefni og finna
lausn á þeim.
Skátastörf miða einkum að því
að þjálfa skáta í félagsmálum og
útilífi. Skátar læra á kerfisbund-
inn hátt, eftir aldri og þroska, að
leysa verkefni í samvinnu, ferðast
á hagkvæman hátt og eiga góða
sambúð við náttúru landsins. Á
skátamóti gefast ijölmörg tæki-
færi til að reyna á kunnáttuna
sem skátar hafa aflað 'sér í félags-
starfínu, ennfremur koma menn
saman til að reyna sig hver og
einn og skátaflokkarnir, kjarna-
einingar skátahreyfingarinnar, fá
við Ulfljótsvatn tækifæri til að
keppa í skátaíþróttum, sem allar
tengjast fyrst og fremst hæfni í
að bjarga sér og skynja hættu
jafnt í þéttbýli sem í óbyggðum.
Auðvitað verður mest áhersla lögð
á að skátarnir leysi úr verkefnum
skyldum sumarferðum þeirra. Þá
þarf að ráða fram úr gátum korta-
lesturs og finna þarf áttir og sýna
kunnáttu í ratvísi. Góð athyglis-
gáfa og nærfærni í samskiptum
við náttúruna gefur mikið af sér
í skátaferðum og skátar hafa
markmið með ferðum sínum.
Leita markverðra kennileita á leið
Frá hverfismóti Garðbúa
sinni, kynna sér landið og skoða
ijölbreytni náttúrunnar. Oft er
gripið til minnisbókar og mynda-
vélar og niðurstöður ræddar á
skátafundum að hausti. Það hefur
verið meginmarkmið skátahreyf-
unina skemmtilegum leikjum og
nokkurri keppni. Það verður því
glaðvær hópur skáta sem sækir
afmælismót Skátasambands
Reykjavíkur við Úlfljótsvatn 29.
júní til 2. júlí 1989.
Höfundur er aðstoðar-
félagsforingi í Skátafélaginu
Sjöldungum.
00®?
Skjótvirkur stíflueyðir
Eyðir stíflum
fljótt
• Tuskur
• Feiti
• Lífræn efni
• Hár
• Dömubindi
• Sótthreinsar
einnig lagnir
One Shot fer
fljótt að stíflunni
af því að það er
tvisvar sinnum
þyngra en vatn.
Útsölustaðir:
Helstu Shell-
og Esso
-stöðvar og helstu
byggingavöruverslanir.
Dreifing: Hringás hf.
s. 77878,985-29797.
BOIL'IN'BAG
SnR-IK-SEASOKiUa
PRODUCT OEuSA
' EASYTO MfCRaVAVE
OUARANTtsD
PESFECTIN
8 M1NU7ÍS
BeefO ríental
Be*i fijrarríi Ri.v *Uh VeýeLsbUí
Bragðgóður hrísgrjónaréttur
með nautakjötskrafti og ör-
litlu hvítlauksbragði. Saman-
við er bætt ferskum grænum
baunum og gulrótum. Sérlega
góðuppfylling.
Fyrir 4 — suóutími 8 mín.
Heildsölubirgðir:
KARL K. KARLSSON\CO.
Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32
ajungflak.
UPP UM FJOLL OG
Hvort sem þú ætlar í stutta gönguferð í Heiðmörk eða í úti-
legu í Þórsmörk þá hefst ferðin hjá okkur í Skátabúðinni.
Mikið úrval af útilegubúnaði fyrir reynt sem óreynt útiveru
fólk. Faglegar leiðbeiningar. Aðeins þekkt vörumerki.
Upp um fjöll og firnindi með-Skátabúðinni.
-3KMAK FRAMMR
SNORRABRAUT 60 SÍM112045
SKATABUÐIN